Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 11.02.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 11.02.1972, Blaðsíða 3
NÝ VIKUTÍDíND! 3 í rúmið þá?“ hálf-hvislaði Mon- ika. Grammófónninn þagnaði. Ég starði á hana. „Uss, þú ættir að blyðgast þín, Monika,“ sagði ég og leiddi hana að borði með vistum og drykkjarföngum, „nú ætla ég að fara og spjalla við pabba þinn.“ Ég fór úr boðinu um tólfleyt- ið og bað þau Walter og Sonju að skila kveðju til Moniku, til þess að þurfa ekki að trufla unga fólkið á dnsgóifwiu. Ég ók í bíl til gistibússins míns, og á leiðinni hugsði ég um Moniku. Hún hafði ávallt komið mér á óvart hingað til, en í þetta skipti hafði ég snúið á hana, með því að læðast svona á brott. Upp á hverju skyldi hún ann- ars hafa tekið í kvöld? Þegar ég kom inn í herbergi mitt í gistihúsinu, brá mér held ur en ekki í brún. Monika sat í hægindastólnum út við glugg- ann og reykti sígarettu. „Undrandi?“ spurði hún. „Hvernig komst þú hingað?“ „Kom í bíl. Ég sá, þegar þú stakkst af, og fékk einn af þess- um unglingsbjálfum til að aka mér hingað. Dyravörðurinn hérna virðist mjög skilnings- góður náungi." „Hvað vilt þú hingað?“ Hún stóð á fætur, gekk alveg að mér og horfði glettnislega í augu mér. Svo hló hún. „Ég vil vera hér í nótt,“ sagði hún. Ég blátt áfram hrökk í kút, þegar hún sagði þetta. Ég vissi, að hún myndi koma mér á ó- vart, en þetta kom alveg flatt, upp á mig. » „Þ.ú. frrr^þpr ættir að skammast þín, Monika.“ Varir hennar voru aðeinsJ nokkra sentimetra frá andliti mínu; hún andaði þungt. „Já, kannski — kannski ætti ég að gera það-----en ég geri það ekki.“ „Það væri réttast að ég tæki þig og hýddi þig,“ sagði ég og stundi. „Þú mátt gera það — ef þú vilt — en ég get ekkert að því gert, þótt ég sé hrifin af þér. Ég var afbrýðissöm fyrir fjór- tán árum, þegar þú vildir losna við mig til þess að geta verið einn með mömmu.“ Ég stóð grafkyrr og horfði á hana. „Lízt þér ekkert vel á mig?“ spurði hún skyndilega. „Ég ræð mér sjálf,“ hún hló. „Mér finnst ég hafa beðið — alltof lengi — eftir þessu augnabliki.“ Ég gat ekki stillt mig um að kyssa hana. Var hún ekki full- vaxta kona sem réði sér sjálf? — Jú, vissulega. Ef maður hefir æft sig við eitthvað sérstakt, þá veitist manni það létt. Ég hafði æfingu í því að halda á Moniku í fang- inu og leggja hana út af. Snemma um morguninn sagði Monika: „Mikið er ég fegin, að þú skyldir koma í tíma, frændi.“ „Hvað áttu við?“ „Ég ætla að giftast Cedner lækni eftir mánaðartíma.“ Hún lauk við að klæða sig, beygði sig niður að mér, þar sem ég lá í rúminu og kyssti mig. „Bless, frændi.“ Hún var farin. Daginn eftir fór ég úr borg- inni. En á hverjum einustu jól- um verður mér hugsað til Mon- iku sem þeirrar konu, er mest hefir komið mér á óvart um æfina. ÍVWWWUWWUUWUWWUWVWWflJVWWWUWW Frá Hoilywoo Giítingar, hjónaskilnaðir og dauðsíöll þekktustu manna kvikmyndaborgarinnar á siðast liðnu ári. .. GIFTINGAR Mel Ferrer—Elizabeth Soukotine ............... 18/2 Robert Cummings—Regina Fong .................. 27/3 Burl Ives—Dorothy Koster .. .................. 16/4 Rory Calhoun—Susan K. Langley ................ 20/4 Jennifer Jones—Norton Simon................... 30/5 Luci Arnaz, Jr.—Phillip Vandervort............. VIH Vincente Minnelli—Denise Radosauljevic ........ 8/8 James Mason—Clarissa Kaye ...........-........ 13/8 Rex Harrison—Elizabeth Harris ................ 26/8 Jean Peters—Stan Hough ....................... 27/3 Yul Brynner—Jacqueline de Croisset............ 22/9 Julie Sommars—Stuart Erwin, Jr................ 17/9 Peter Lawford—Mary Rowan ............... ....30/10 Lloyd Haynes—Sandra Berge .................. 12/6 HJÓNASKILNAÐIR Burl Ives—Helen Peck Ives .................... 18/2 Tuesday Weld—Claude Harz...................... 18/2 Maria Callas—Battista Meneghini ............... */6 Donna Reed—Tony Owen ........................ */6 Vic Damone—Judith Rawlins . ..'...— ..... 28/6 Barbra Streisand—Eliot Gould ..............••• 9/^ Joan Collins—Anthony Newly ................... */8 Red Skelton—Georgia Davis................ .15/11 DAUBSFÖLL Gabrielle (Coco) Chanel................... 10/1 Fernandel.................................... 26/2 Harold Lloyd .................................. 8/3 Bebe Daniels.............................. 16/3 Audie Murphy ................................. 28/5 Joe E. Lewis .................................. 4/6 Michael Rennie .............................. 10/6 Louis Armstrong ............................... 6/7 Van Heflin ................................ 24/7 Paul Lukas ................................... 18/8 Bennet Cerf................................... 27/8 Pier Angeli .................................. 10/9 Martha Vickers ............................... 11/5 Gladys Cooper................................17/11 K0MPAN Trúbrot - Rúðubrot - Brennivín Pressuball - Gáfnaljós Það hefur uakið athygli meðal popp unnenda að hljómsveitin „Trúbrot“ er komin í frí. Þessi „gamla“ grúppa er i sérflokki hérlendis, hvað gæði snertir, en aðal- keppinautar þeirra að undanförnu hafa verið „Náltúra“; én eins og kunn- ugt er lamaðist starfsemi „Náttúru“ við Glaumbæjarbrunann, þegar megn- ið af hljóðfærum þeirrar hljómsveiiar gereyðilagðist. Talið er fullvíst, að Trúbrot sé að undirbúa næstu „long-playing“ plötu sina, en þeir munu hyggja á utanreisu með vorinu. Síðasta plata þeirra — „Lifun“ — mun hafa selst mjög vel, eins og raunar allt, sem þessir ágætu músíkantar láta frá sér fara. Það virðist vera svo til vonlaust að fá bætt rúðubrot á bíl. Það sem veld- ur er að sjálfsögðu sú staðreynd, að sá sem slíku rúðubroti veídur, ér þess sárasjaldan meðvitandi; en þó að tqk- ist að hafa upp á þeim, sem slíku tjóni hefur valdið, þá er svo langt frá því að slíkt sé á nokkurn hátt full- nægjandi. Tjónþoli verður að sanna brotið á þann, sem tjóninu olli, með tveim óhlutdrægum vitnum. Ekki eru lengur tekin gild sem vitni eiginkona og afkvæmi, sem komið er yfir 16 ára aldur. Geti tjónþoli ekki sannað, hver sé valdur að tjóninu, verður hann að bera það sjálfur, nema hann hafi sér- staklega tryggt sig fyrir því. Allir bíða að sjálfsögðu voða spennt- ir eftir pressuballinu. Þar gefst tæki- færi til að fara í fínu fötin sín og hitta „betra fólkið“ í höfuðstaðnum. Svona böll eru nauðsynleg til þess þó ekki væri nema fyrir þá, sem eru í einhverj• um vafa — að fullsanna það fyrir sjálfum sér, að þeir séu nú enginn al- múgi. Hvergi mun.til sparað að, gera þessa veizlugleði sem veglegasta, en hins veg ar hefur það sætt nokkurri gagnrýni, að írska þingmanninum Bernadettu Devlin skuli hafa verið boðið á fagn- að þennan. Það er nefnilega hætt við að sú kona sé — ekki síður en flestir lrar um þessar mundir — lítið tilkippileg i glens og gaman. Ástandið er þannig heima hjá henm um þessar mundir, að vafasamt er að hún geti glaðzt einlæglega i hjarta sínu við að lyfta glasi í hópi prúðbú- inna veizlugesta á pressuballi í Reykja- vik. ' r ........... ’ rr'-f’ Það fer víst ekki milli mála að landsmenn verða ölkærari með ári hverju. Sú staðreynd, að keypt er áfengi fyrir talsvert á þriðju milljón á dag, talar sínu máli; og er ekld nema von að ríkisvaldið liafi lítinn áliuga á að bægja áfengisbölinu frá landsmönnum. Það sem vakið hefur einna mesta athygli í brennivínsmálum lands- manna er sú stórfrétt, að Akureyring- ar hafi á síðasta ári keypt brennivín fyrir hundrað milljónir króna. Allir vita, að Akureyringum hefur löngum þótt sopinn góður, en það ber þó að vona, að þessi kynlegi þjóðflokk- ur leggist ekki alveg flatur fyrir Bakk- usi konungi. Er ekki kominn tími til að farið verði að athuga greindarvísitölu toll- varðanna á Keflavíkuflugvellinum? Hvað eftir annað verða þeir sér til skammar, og það svo um munar. Á dögunum bar svo við, að tveir bandarískir stúdentahópar áttu leið hér um. Voru hópar þessir á leið til Iíaupmannahafnar, en þangað var þeim boðið af Danmarks Internation- ale Studenterkomite. Hóparnir ákváðu að stanza hér i tvo daga í kurteisisheimsókn, og fékk siðari liópurinn heldur óblíðar mót- tökur. Hasshundinum var sigað á síðari hópinn, allt rifið og tætt upp úr tösk- unum og farið með hina bandarisku stúdenta eins og grunur léki á þvi að verið væri að flytja landa á milli stór- an heróinfarm. Ekkert fannst, en ekki voru tollverð- irnir lengi að koma með skýringu. Hóp- urinn, sem kom í fyrri flugvélinni var svo óskaplega „ógæfulegur“ að full áslæða þótti til að ganga i skrokk a þeim, sem komu í þeirri síðari. En eins og haft var eftir tollvörðunum i blöðunum „var síðari hópurinn af allt öðru sauðahúsi", Það er kominn tími til þess, að toll- yfirvöldin láti þessi gáfnaljós sín starfa í kyrrþei, þótt þeir hafi gaman af að láta á sér bera. ASSA.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.