Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 11.02.1972, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 11.02.1972, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI Úr bréfabunkanum: Er verið að menga Gvendarbrunna? Frakkir smyglarar — Torfengnar bílaperur — Danir fussa við íslenzkum vínmálum — Fuglafriðunarlög brotin — Duiarfullar skóflur Mengnn Gvendar- brunna „Skxýtin ráðstöfun er það, að aka skít upp fyrir Gvendar- brunna og láta mengun verða af. Hvaða uppátæki er slíkt? Hvað kemur næst? Arsenik í þá, eða hvað? Þessu hef ég allgóðar heim- ildir fyrir. Það er ekki allt sem sýnist á hólma vorum. Örn Ásmundsson.“ Á þetta mál líta yfirmenn Vatnsveitunnar vafalaust mjög alvarlegum augum. Það er vitað, að gerðar voru miklar ráðstafanir fyrir nokkr- um árum gegn því, að óhrein- indi kæmust í Gvendarbrunn- ana, sem hugsanlega gætu vald- ið mengun í drykkjarvatni höf- uðstaðarbúa. En ef þú hefur rétt að mæla má búast við mikl- um úlfaþyt út af málinu. Hið hreina og tæra vatn er engu síður en ferska loftið okk- ar mesta gæfa og stolt. Smygl-Iýður gerist frakkur „Nú get ég ekki lengur orða bundist, því mér hreinlega stóð til boða heil áfengisáma af vodka eða sénerver, auk kynstr- in af sígarettum og kössum af sterku öli. Ég sá þær byrgðir allar, og voru þær ekkert smáar. Svo virðist sem bókstaflega sé lyft undir starfsemi alls kyns óaldarlýðs hér á landi. Smygl- lýðurinn er orðinn svo frakkur að það minnir á bannárin í Bandaríkjunum. Lögreglan virðist hafa að að- alstarfi að eltast við fylliróna og veitingamenn, að ekki sé tal- að um strokufanga, sem ganga út og inn um tugthúsið. Borgari." Þetta bréf er orðið nokkuð gamalt — hefur að vangá lent neðarlega í bunkanum, en stend ur þó í fullu gildi. Menn hafa orðið varir við sterka drykki, sem seldir hafa verið í innlendum plastbrúsum á svarta markaðinum, svo lík- lega hefur því víni verið smygl- að inn í tunnum, þótt „ámur“ séu sjálfsagt of sterkt orð. Engin ástæða er því til að rengja sögu bréfritarans. Bílaperur fást ekki um helgar „Ending aðalljósapera í bif- reiðum er gefin upp ca. 200 klukkustundir, en þær endast í flestum tilfellum skemur. Þær ættu að fást í öllum benzinaf- greiðslum, og eins samlokur í ljósakerfi, svo og stefnuljósaper- ur og fleira þvílíkt, alveg eins og bón og tvistur. Ef aðalljósapera fer um helgi, þá er engin leið að fá hana keypta, né annað í ljósaútbúnað bíla. Þetta er ótækt ástand, því slysahætta er mikil af ökumönn um, sem ekki eru með ljósin í lagi. Algengt er að sjá bíla austan fjalls með snarvitlausan Ijósaút- búnað, þannig að annað ljósið beinist máske upp í loftið, en hitt niður á veginn! T.d. þurfti jeppinn X 1851 rækilega að lag- færast að því er ljósaútbúnað snerti, þegar ég mætti honum í haust, auk þess sem keyrslulag ökumannsins var síður en svo til fyrirmyndar. Bíleigandi.“ Allt varðandi bíla, ekki sízt ljósaútbúnað þeirra, er latína fyrir ritstjóra þessa blaðs, þótt hann geti ekið þessum farar- tækjum skammarlaust. En vafa- laust hefurðu rétt fyrir þér. Og — eins og við höfum allt- af sagt — það á ekki að hika við að birta númer þeirra bíla, sem gera sig seka í umferðinni. Danir fussa og sveia, þegar minnst er á vín- málin hér Hér er annað bréf frá sama manni, mikið stytt: „Ég vildi óska þess að ég væri fjáðari en ég er, svo að ég gæti látið eitthvað af hendi rakna til blaðsins, því það á það skilið; og ég myndi gefa því helming- inn af þeim happdrættisvinn- ingi, sem mér kynni að hlotnast. En ég ætlaði að minnast á áfengisvandamálið. Það er bjargföst skoðun mín að við ættum að hafa hér áfengt öl í verzlunum. Ég hef komið til Danmerkur, og þar sézt ekki vín á mönnum um helgar. Rónar eru auðvitað alls staðar til, en um takmarkað an tíma. Þeir eru settir í af- vötnun, ef um ölæði er að ræða. Og ef um ísland er rætt í því landi, þá fussa Danir og sveia, tala um boð og bönn, alko holista, brennivín af stút í húsa- sundum. — Hvaða vínmenning er slíkt? Alger apaháttur! Vilja hinir háu herrar hér fremur eiturlyf en öl? Það er bara hugsað um að selja sem mest af brennivíni, svo að ríkissjóður geti makað krókinn á kostnað drykkju- sjúkra manna. Svo birta blöðin fréttir af því, að svo og svo margir drukknir menn hafi gist fangageymslur þessa og þessa nóttina. Rétt, þær eru fullar um hverja helgi. En hvers vegna? Vegna öfug- snúinnar löggjafar! Ég skora á alþingi að leyfa sterka ölið tafarlaust.“ Þökkum kveðjuna til blaðs- ins. Vonandi hugsa margir les- enda til okkar á svipaðan hátt. En varðandi sterka ölið og áfengislöggjöfina, þá er eins og að berja hausnum við stein að minnast á skynsamlegar breyt- ingar í þeim efnum. Þó er vitað mál, að ferðamenn eru síður en svo ánægðir með vínmálin hér en meiri hluti landsmanna, svo Framh? S,n6Ts.“3 a glasbotninum ,Ertu kvenmannsfær enn Heimþrá Eftir sex vikna ferðalag kom amerískur sölumaður til borgar, þar sem hann var litt þekktur. Hann gekk inn á hóruhús, lagði 100 dollaraseðil á horðið og heimtaði verstu melluna, sem þar væri að fá. „Fyrir 100 dollara getið þér fengið a'llra beztu stúlk una, sem við höfum,“ sagði mellumamman brosandi. „Nei, ég vil fá þá Ijót- ustu, sem þið hafið,“ sagði hann þrjóskur. „Ég get ekki látið það eftir yður,“ sagði niamman, „því fyrir svo háa greiðslu eigið þér kröfu á að fá það bezla, sem við höfum.“ „En hlustið þér nú á mig,“ sagði maðurinn. „Eg er ekki með nein kjána- læti. Ég þjáist bara af heim þrá!“ Aðalsmannahjal Tveir aldraðir aðalmenn voru að rabba saman. f)á Albert?“ „Já, það er ég, Baldvin.“ „Gcturðu gert það ivisv- ar, Albert?“ „Það gct ég, Baldvin." „Hvort finnst þér það betra í fgrra eða seinna skiptið?" „Við skulum sjá ... Jú„ ég held það sé belra á liaust in.“ Bessaleyfi Það var í gamla daga á stórbýli i Eyjafjarðarsýslu að vinnupiltur varð ástfang inn af einkadóttur óðals- bóndans. En dóttirin var staðföst og auk þess hrædd við föður sinn, svo að hún sagði piltinum að ekkert gæti oðrið þeirra á milli, nema með leyfi föður síns. Svo var það dag nokk- urn, að bóndinn og vinnu- pillurinn, sem liét Bárður, voru að sinna einhverjum störfum útivið, og Bárður var scndur eftir einhverju heim í liús. Þegar hann lcom inn, sagði hann við dótturina: „Faðir þinn hefur leyft mér að fara upp í með þér.“ „Fyrst ætla ég að kalla til hans og spyrja, hvort það sé satt,“ sagði dóttir- in. Hún gekk út á hlað og hrópaði: „Pabbi, er það satt að Bárður eigi...“ Lengra komst liún ekki, því faðirinn öskraði: „Verið í fjandanum ekki lengi að þessu, því ég stend hér og bíð eftir strákbján- anum!“ Þegar faðirinn kom heim um kvöldið, sagði dóttirin: „Ekkerl skit ég í þér, pabbi, að þú skildir leyfa Bárði að fara upp á mig, því hefði ég aldrei trúað!“ Gott svefnmeðal Hálfsexlug kona vitjaði læknisins síns og bað um resept upp á hina alkunnu pillu. „Þér þarfnist liennar ekki, komnar á þennan ald ur,“ sagði læknirinh. En liún lét sig ekki og sagði, að hún hefði notað þær lengi og að nú gæti bún bókstaflega ekki sofið án liennar. „Nú, en hún er síður en svo neitt svefnlyf,“ sagði læknirinn. „Ég veit ekki hvað er í henni,“ sagði gamla konan, „en ég gef dóttur minni hana, þegar hún fer út að skemmta sér, og þá sef ég værum evefni.“ ~K Uppfinningamaður Dómarinn » hjónaskiln- aðarréttinum: „Svo að maðurinn yðar er uppfinningamaður?“ Frúin: „Jái, síðustu tvö árin hefur hann varla gert annað en finna upp nýjar og nýjar afsakanir fyrir að vera burlu að næturlagi.“ -K Maðurinn sagði. . . — Það væri fróðlegt að vita, hvort maður í Lilju- kórnum gangi með Lilju- bindi. ,— Maður ætti ekki að dæma konur eftir fötunum. Þau eru of lítil. — Ef þú þarft endilega að kvænast, verður það að vera verulega fallegur kven maður — annars losnarðu aldrei við hana. Jólagjöf Það sagði okkur kona úr kaupstað úti á landi, að maðurinn sinn hefði aldrei gefið henni jólagjöf, nema einu sinni. Hann vafði jólapappír um aðra löppina á sér og sparkaði í afturendann á henni! — Þetta er sannsöguleg ís'lenzk saga. Stutt og laggóð saga Islenzkur kennari í menntaskóla lét nemendur sína fá þá stílæfingu að skrifa stutta smásögu. Hann sagði nemendum, að góð og spennandi smá- saga væri oft byggð upp á þessu þrennu: trú, ástalífi og ráðgátu. Eftir örfáar mínútur stóð sæt stúlka upp og afhenti stílinn sinn. Kennarinn botnaði ekkert í hvernig hún liefði getað skrifað sög una á svo stuttum tíma, en gat ekkert sagt, þegar hann liafði lesið hana. Ilún var svoliljóðandi: „Guð minn góður! Ég er ófrísk! Ilver er faðirinn?46

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.