Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 11.02.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 11.02.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI IJr heimspressunni Frægir skemmtikraftar. - Saroya giftist á ný - Dóttir Onassis skilur við Kanann sinn Frægir skemmtikraftar Yfir 10.000 félagar í „Ameri- can Guild of Variety Artists“ kusu Bob Hope „Skemmtikraft ársins“, og veitti hann verð- laununum viðtöku í sérstökum sjónvarpsþaetti, sem Ed Sulli- van stjórnaði. Aðrir, sem verðlaun hlutu, voru:Tom Jones, Barbra Strei- sand, Flip Wilson, Carol Burn- ett, The Carpenters, Lily Tond- in, og sirkusflokkurinnThe Fly- ing Alexandcrs, auk fílsins Tampa. Saroya giftist á ný Frá London hafa þaer fréttir borizt, að fyrsta fræga brúð- kaup ársins hafi verið, þegar þau Saroya fyrrverandi keisara- inna og Franco Indovina kvik- myndaleikstjóri voru gefin sam. an. Fyrir tuttugu árum giftist Saroya íranskeisara, þá aðeins 17 ára gömul, en hann skildi við hana 7 árum seinna, vegna þess, að hún gat ekki eignast með honum ríkisarfa. Um Saroyu hefur mikið verið skrifað í heimspressunni, m.a. var margt rætt o^ ritað um ást- arsamband hennar og kvik- myndaleikarans Hugh O’Brien. Hún og ítalski leikstjórinn, sem hún er nú gift, hafa verið ástfangin (hvort af öðru) í nokkur ár, en hann gat ekki fengið skilnað við fyrri konu sína, fyrr en hin nýja hjóna- skilnaðarlöggjöf tók gildi á ítal- íu — og þá gegn gífurlegum fjárútlátum til hennar. Dóttir Onassis skilur við Kanann sinn Eins og skýrt hefur verið frá giftist hin tvítuga dóttir Ara Onassis skipakóngs, Christina, 47 ára gömlum bandarískum fasteignasala, Joe Bolker að nafni, án vilja og vitundar föð- ur síns. Það gerðist 20. júlí í vor. En Adam var ekki lengi í Paradís. Eftir þrjá mánuði fór Christina frá manni sínum, flaug til London og svo seinna til Lausanne í Sviss, þar sem hún dvaldist hjá vinkonu sinni Ines Tsormektsoglou. „Ég hef gert stóra skyssu,“ sagði Christina við vinkonu sína. „Héðan í frá ætla ég bara að tilheyra pabba. Ég hef eng- an skilning á áhuga mannsins míns á klassískri músík, og lífs- venjur hans eru ekki eftir mínu höfði.“ Það var eftir samtal við móð- ur sína, Tinu Niarchos, að Christina krafðist skilnaðar við mann sinn. En það var kapp- hlaup um tímann, því ef skiln- aðarins yrði ekki krafizt fyrir 11. desember, þegar Christina varð 21 árs, hefði Bolker getað krafist helmings þeirra auðæfa, sem hún öðlaðist um leið og hún varð fjárráða. Það er sagt að Christina leiti nú huggunar hjá hinum 26 ára gamla Friedrich Christian Flick, geðþekks Þjóðverja, sem er erf- ingi að gífurlegum auðæfum. Fjölskylda hans á m.a. 40% af Mercedes - bílaverksmiðjunum, og þessi ungi maður væri tengdasonur eftir höfði Onassis. ☆ Rányrkja Framhald af bls. 1 mennska í engu frábrugðin því, að dilkaskrokkum væri staflað upp i sláturtiðinni og þeir látnir rotna og síðan malaðir ofan í svín eða ann an búfénað. Það er til marks um það, live ástandið er hörmuiegt i þessum efnum, að Japanir hafa livað eftir annað keypt héðan loðnu (á s.l. ári 3000 tonn), og er þetta magn flutt með slcipum til Japans, en þar er varan síðan sett í dós- ir fyrir Bandaríkjamarkað. Það þarf víst ekki að reyna að skýra það út fyrir fólki, sem telur sig sæmilega viti borið, hvernig loðnan er orðin, þegar liún er komin til Japans og hve frábæra vöru væri hægt að búa til liér, en það virðist vera sett á oddinn að reyna að búa þessum fiski sömu örlög og síldinni, — sem sagt að út- rýma stofninum. Islendingar eru búnir að leika það villi- mannahlutverk of lengi að ausa hráefnum upp úr sjón- um fyrir aðrar þjóðir til að fullvinna, — allt of lengi. Munurinn á þróuðum þjóð um og vanþróuðum er álit- inn sá, að vanþróaðar þjóðir fullvinna ekki hráefni sín, en þróaðar þjóðir hafa ein beitt sér að þvi að byggja upp iðnað til að auka á verð mæti þess, sem framleitt er. Við þetta verður ekki lengur unað. Loðnuævintýr- ið er í engu frábrugðið öðr- um ævintýrum, svo sem síld- ar og karfa, svo nokkuð sé nefnt. * Skattapanik Framhald af bls. 1 um verður haldið ti streitu. Það er ekki hvað sizt til- lögur um það, að afnema 50% frádráttinn af tekjum giftrar konu, sem vakið hef- ur megna gremju. Það er vitað, að þær kon- ur vinna helst úti, sem þurfa þess til að draga björg í bú, þar sem fjárhagserfiðleik- ar steðja að. Finnst mörgum að þessi frádráttur sé réttlætismál, m.a. af þvi að kostnaður við lieimilisstörf og barnagæzlu sé ekki frádráttarbær. Margir álita að það mis- rétti, sem kann að skapast, sé hæglega hægt að leiðrétta með þvi að hafa frádráttinn af þeim maka, sem lægri hafi tekjurnar. Talið er fullvíst, að ef þær hugmyndir, sem ríkisstjórn- in liefur þegar sett fram í skattalögunum, ná fram að ganga, komi hinar nýju álög- ur griðarlega hart niður á öilum þorra þeirra, sem miðlungstekjur hafa, en enn þá virðist þeim sið haldið á .lofti að álíta, að obbinn af GÍTARKENNSLA GITARKENNSLA GUNNAR H. JONSSON SÍMI 2 58 28 Las* Palmas PlayacMlngtés Sólarf ri i skammdegínu Flugfélagið heldur áfram á þeirri braut að gefa fólki kost á ódýrum orlofsferðum að vetrarlagi til hinna sólríku Kanaríeyja. Reynslan hefur sýnt, að Kanaríeyjar eru hinn ákjósanlegasti dvalarstaður fyrir íslendinga til hvíldar og hressingar í svartasta skammdeginu. í vetur eru ( boði ódýrar hálfsmánaðar og þriggja vikna ferðir með fjölbreyftara vali dvalarstaða en áður, í Las Palmas og Playa del Inglés með þotuflugi Flugfélagsins beinustu Ieið. Skipulagðar verða ferðir um eyjarnar og til Afríku fyrir farþega. Kanaríeyjar úti fyrir Afríkuströndum eru skemmra undan en menn ímynda sér. Sex tíma þotuflug y hásuður, úr vetrarkulda \ heitt | sólríkt sumarveður. á Farpantanir hjá skrifstofum Flug- félagsins og umboðsmönnum þess. ® FLUCFÉLAC ÍSLANDS

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.