Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 25.02.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 25.02.1972, Blaðsíða 7
NY VIKUTIÐINDI 7 (Ztitye- I* Á T T U R Norður: S: 10 8 3 H: K G 2 T: 10 9 7 3 L: Á 8 4 Austur: S: 9 6 4 H: 8 6 3 T: D G 4 L: G 10 6 2 Vestur: S: Á D G 7 2 H: 4 T: 8 5 2 L: K D 9 5 Suður: S: K 5 H: Á D 10 9 7 5 T: Á K 6 L: 7 3 Suður gefur. — Báðir á hættu. — Sagnir gengu þann- ig: S V N A . 1H 1S 2 H P 4 H P P P Útspil var lauf K. Útspilið á að opna augu Suð- urs fyrir hættunni, sem hann þarf að reyna að afstýra. Sagnirnar bera vott um, að Vestur eigi sp. Á. Spili Vestur sp., stendur K Suðurs; en ef Austur spilr spaða, er kóngur- inn einskis virði. Þar af leið- andi verður Suður að varna því að Austur komist inn. Fyrsta skrefið er að gefa Vestri lauf K. Þetta er gert í öryggisskyni, því alltaf má taka 'á lauf Á. En ef slagurinn er hins vegar drepinn með A, myndi Austur kalla með G og gefa upplýsingar um lauf 10 á sinni hendi, svo að Vestur geti síðar komið honum inn á hana og fengið sp. út gegnum Suður. Þó er ekki nóg að gefa fyrsta lauf slaginn. Það verður að gæta þess að Austur fái ekki slag; og einnig er hugs- anlegur tapslagur í tígli. Næsta lauf-útspilið er drepið með Á í borði, en svo er t. 10 spilað í von um að geta svína henni til Vesturs. Austur drepur með G, og Suður verð- ur að taka með K. Suður kemur blindi inn á tromp og spilar t. 9, í þeirri von að Vestur eigi D. En Aust- ur drepur með D, og Suður neýðist til að taka með Á. Nú verður Suður að spila lágum tígli, þvi hans eina von er að Vestur eigi 8 blanka. Honum verður að ósk sinni, og síðasti tígull blinds stendur, þegar trompið hefur verið tek- ið, svo að Suður getur kastað öðrum spaða spili sínu í hann — og vinnur þar með sögnina. KArpsÝsm- TÍDIAUl □ Simi 2lis:i» LÁRÉTT: 1 bókstafir 7 ólgu 12 styrjöld 13 heimilis 15 guð 16 lífsneistann 18 dýrahljóð 19 álpast 20 mylsna 22 smáræði 24 bit 25 hægt 26 róta 28 linku 29 skammst. 30 keyrði 31 gaf 33 tala 34 skóli 35 ljótastur 36 skammst. 38 verkfæri 39 stafirnir 40 eygði 42 kyrrð 44 bragðsterk 45 smeðjuleg 48 stétt 49 borðuðu 50 lærir 52 yfirgefur 54 siða 55 þyngdarein. 56 útgerðar- maðurinn 59 eins 60 samtals 63 ófullnægjandi 65 utar 66 skammtur LÓÐRÉTT: 1 prjál 2 bardagi 3 orlof 4 slíta 5 kvæði 6 kaupamaður 7 húsdýr 8 sogaði 9 stefna 10 eins 11 rekur frá 12 rökfæra 14 gaf 16 formæður 17 mótspyrnan 20 eldstæði 21 sýslumerki 22 skeyti 23 skipstjóri 26 lán 27 nærast 31 laust 32 skelfing 35 rægja 37 feta 38 dund 41 feður 42 blóta 43 stutta 46 sælgæti 47 reið 51 una 53 nokkur 57 hnoðað 58 veiðarfæri 61 sign. 62 ryk 63 eldfæri 64 skóli KROSSGÁTAN C 2 y 4 □ 15 i r. 19 j h. 25 j r 6*87 |13 -i ? j J I j r 66 æ a 9 10' 1 r ‘1 1“ 24 J h Smásaga eftir EHery Queen í HJÖRÐ sér Browns voru margir mislitir sauðir. Þar til fyrir ári síðan var þó ,,nornin“ talin einna svarasti sauðurinn í allri hjörðinni. Hún átti heima alein í kjallaholu í tí- undu götu, og á kvöldin fór hún á kreik til að selja fjólur, blómakransa og líftryggingar. Undir morguninn sást hún venjulega á einhverri nætur- kránni og fyrir framan hana var fjöldi tæmdra glasa undan gini og gosdrykkjum; og þá söng hún gjarnan fullum hálsi með rifinni, sælukenndri rödd: Sjá roðann á hnjúkunum háu. Kirkjusókn hennar í Allra sálna kirkju var ekki framúr- skarandi, þótt hún kæmi öðru hverju til skrifta og tíndi þá til smátt og stórt. Sóknarprestur hennar átti ekki sjö dagana sæla og gat lít- ið aðhafzt, þangað til eitt vetr- arkvöld, að „nornin“ hafði villzt á rúmábreiðunni sinni og nýfallinni mjöllinni á gangstétt inni, þar sem hún vaknaði um morguninn. Henni var ekið á sjúkrahúsið; hún hafði fengið illkynjaða lungnabólgu. Hún var mjög þungt haldin og sá jafnframt sem snöggvast hið himneska ljós á ferð sinni um dal dauðans. Hún gerði boð fyrir séra Brown, og þegar hún losnaði af sjúkrahúsinu var hún orðin iðrandi syndari. „En hvað er yður þá á hönd- um, séra Brown?“ spurði Ell- ery. „Frumorsökin, hr. Queen,“ sagði séra Brown, „er ágirnd. Hvað stendur ekki líka í Tímó- teusarbréfinu, sjötta kafla, 10. versi. Það kom sem sé í ljós, að ungfrú Witchingame var — það sem þeir kalla hérna í söfnuðinum — þrungin. Hún á allmargar mjög verðmætar eignir og töluvert í lausu fé og verðbréfum. Hún hefir auð- vitað verið nurlari, vesalingur- inn. Og nú vill hún í iðrun sinni gefa þetta allt saman.“ „Einhverjum fátækum veit- ingaþjóni?“ „Það lætur nærri, að ég ósk- aði mér þess,“ sagði gamli sálu sorgarinn og stundi þungan. „Ég þekki að minnsta kosti þrjá í þeim hópi, sem þyrftu mjög á þessu að halda. En það er öðru nær; féð á að ganga óskipt til eina erfingja henn- ar.“ Og svo sagði hann Ellery þessa einkennilegu sögu um frænda nornarinnar. Ungfrú Witchingame átti tví- burasystur og þótt þær væru nákvæmlega eins að ytra útliti, voru þær mjög ólíkar í skoðun- um sínum. Ungfrú Witching- ame hafði til dæmis snemma komizt á lagið með gin og hin- ar sterkari tegundir af viskýi, þar sem systir hennar hafði alla tíð litið á allt vín sem sér- staka freistingu, komna beint frá þeim vonda. Ungfrú Witch- ingame fékk ást á grönnum lag legum og dökkhærðum Spán- verja, en systir hennar sem hafði að trúarjátningu „gjaldið líku líkt“, elskaði hreinræktað- an aría, eftir því sem ungfrú Witchingame sagði séra Brown — mann að nafni Erik Caard frá Fergusfossum í Minnisóta. Hann var stór, hæglátur vík- ingur, sem hafði gengið í ensku kirkjudeildina og gerzt trúboði. Elskhugi ungfrú Witchingame hljóp frá henni ógiftur og eftir- lét henni lítið eitt siðlausar endurminningar. Séra Caard bað sinnar konu með miklum virðuleik, og honum var tekið af miklum fögnuði. Caard-hjónin eignuðust son, og þegar hann var átta vetra að aldri, fluttu þau til Austur- landa. Kona trúboðans skrifaði systur sinni fyrstu árin, en eft- ir þvi sem heimilisfang ungfrú Witchingame varð ótryggara, fóru bréfin að koma með æ lengra millibili og hættu loks með öllu. „Mér skilst,“ sagði Ellery, „að ungfrúin hafði eftir að hún tók að iðrast synda sinna, beð- ið yður að haía upp á systur sinni.“ „Ég sendi fyrirspurnir fyrir milligöngu trúboðsins okkar,“ sagði séra Brown, „og komst að því að séra Caard og kona hans höfðu verið myrt fyrir mörgum árum. — Japanir léku oft kristna trúboða mjög grátt í Kóreu á þessum árum — og trúboðsstöð þeirra var brennd að grunni. Talið var, að Jó- hannes sonur þeirra hafi kom- izt undan til Kína. „Sóknarbarn mitt,“ sagði séra Brown og varð skyndilega mjög ákveðinn, „sýndi mikla og óvænta skapfestu í þessu atriði. Hún hélt því staðfast- lega fram, að frændi hennar væri lifandi og að ná yrði í hann og koma honum til Am- eríku, svo að hann gæti hvílt í örmum hennar áður en hún dæi og erft allt féð hennar. Þér munið ef til vill eftir öllu veðrinu, sem blöðin gerðu út af þessu. Ég skal ekki tefja yður ónauðsynlega með óþarfa mælgi —þessi eftirgrennslan varð mjög dýr og frá upphafi vonlaus — það er að segja frá sjónarmiði manns, sem ekki var trúaðri en ég var, hvað á- hrærir ungfrú Witchingame. En hún var jafn vongóð allan tímann.“ „Og Jóhannes frændi fannst um síðir?“ „Já, hr. Queen; tveir!“ „Hvað segið þér?“ „Hann kom heim til mín í tveim áföngum, báðir nýkomn- ir frá Kóreu, og sögðust báðir vera Jóhannes Caard, sonur Erik og Clementine Caard, og að hinn væri svívirðilegur svikahrappur. Tvöföld ánægjan sem sé. Ég verð að játa að mér er öllum lokið.“ „Ég geri ráð fyrir, að þeir séu líkir ásýndum?“ „Þvert á móti. Þótt þeir séu báðir ljóshærðir og hér um bil hálf-fertugir að aldri — sem er réttur aldur — þá eru þeir þrátt fyrir það mjög ólíkir hvor öðrum, og hvorugur neitt líkur Carrd hjónunum, en af þeim er til gömul mynd. En af Jóhannesi Caard er engin örugg mynd til, svo að það hjálpar ekki heldur, þótt þeir séu ólikir hvor öðrum.“ „En mér virðist,“ sagði Ell- ery, „að vegabréf, áritanir og önnur persónuleg skjöl ættu að —“ „Þér gleymið því, Queen,“ sagði séra Brown all-ákveðinn, „að Kórea hefir síðustu árin ekki verið neinn sérstakur frið- semdarstaður. Þessir ungu menn hafa að því er virðist verið all-nánir vinir, hafa báðir unnið hjá sama olíufélaginu í Kína. Þegar kommúnistarnir komust til valda, flýðu þeir til Kóreu, þótt það væri nú ekki sem ákjósanlegasti staðurinn. Þar lentu þeir í innrásinni frá Norður-Kóreu og komust und- an ásamt mörgu öðru flótta- fólki, þegar kommúnistar tóku Seul. Margt komst á ringulreið og lítið eftirlit var af hálfu hins opinbera. Hvortveggi sýn- ir sömu skilríkin um að hann heiti John Caard, og þeir komu ekki heim um sama flugvöll- inn.“ „Og hvaða skýringu gefa þeir á þessu?“ „Báðir segja að hinn hafi stolið skjölum sínum og látið gera eftirlíkingu af þeim — nema auðvitað myndinni. Báð- ir segjast hafa sagt hinum frá frænku sinni í Bandaríkjunum. Ómögulegt er að fá neitt stað- fest frá Kóreu, og bækur olíu- félagsins frá Kína eru glataðar. Allar fyrirspurnir okkar, sem sendar hafa verið gegnum ut- anrikisþjónustuna til kín- versku kommúnistanna, hafa legið ósvaraðar. Og þér megið trúa mér, Queen, að alls engin leið er til að komast að hinu sanna um þá.“ Ellery var allt í einu seztur upp í rúmi sínu. Hann hafði legið í rúminu undanfarna daga í vondu gigtarkasti. „En nornin?“ spurði hann ákafur. „Veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Hún sá síðast þennan frænda sinn 7 ára gaml an, rétt áður en foreldrar hans fóru með hann með sér tij Framhald á bls. 5.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.