Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 03.03.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 03.03.1972, Blaðsíða 3
NY VIKt>TÍfHHDI 3 hann gerir ekki, hvíslaði Brownfield, meðan fingur hans fáknuðu undir teygjuna á einu flikinni, sem eftir var á lík- ama hennar. Það var þá, sem hún bað hann að bíða, unz þau væru komin heim til hennar. Sam, sem stóð fyrir utan bílinn, með vindling milli varanna, sýndi sama afskiptaleysið og fyrr, þegar þau komu úr skógar- ferðinni. Brownfield flýtti sér að opna bílhurðina fyrir hana, en Sam settist undir stýrið. — Heyrðu mig annars, spurði Brownfield og rankaði allt í einu við sér. — Hvað heitirðu? — Jane Hawke, svaraði stúlkan. Hún gaf honum koss og sagði bílstjóranum að aka af stað. Brownfield ók á eftir þeim í hæfilegri fjarlægð, um 50 metra. Hann hugsaði um það á leiðinni, hvort hann ætti að halda áfram á eftir þeim, eða hvort hann ætti að „stinga af“ við fyrsta tækifæri og láta þau lönd og leið. Þegar til heimilis þeirra kom, reyndist það vera 16- svefnherbergj a búgarður, stað- settur á 375 ekra skógivöxnu landssvæði með útsýn yfir Kyrrahafið. Brownfield gerði sér í hugarlund, að verðmæti eignar þessarar myndi nema svo hundruðum þúsunda dala skipti. Stúlkan stóð á tali við föður sinn fyrir framan aðalbygg- ínguna, þegar Brownfield steig af hjóli sínu og gekk til þeirra. — Walter Brownfield, kynnti hann sig. Hann hafði ekki sagt stúlk- unni nafn sitt og vonaði, að faðir hennar tæki ekki eftir nemu andkannalegu. — Tom Hawke hér, svaraði faðir hennar. jnuui , . Hann var havaxmn, laglegur maður með snjóhvítt hár, sem gerði andlit hans enn sérstæð- ara en ella. Brownfield hafði oft séð myndir af honum í dagblöðunum. Hann var af- komandi vellauðugrar ættar, sem hafði tekjur sínar af oliu, hótelrekstri og húseignabraski í Oklahoma. Hann var frægur sem einn af fræknustu póló- leikurum og kappsiglingaköpp- um þjóðarinnar í áhugamanna- stétt. Áhugi hans á íþróttum almennt hafði leitt til þess, að hann hafði keypt meirihluta bréfa í atvinnumannaliði körfu boltaleiks og „rugby“. Svo hann var vel þekktur í íþrótta- heiminum. — Ég bauð Walter heim til miðdegisverðar, útskýrði stúlk- an. Brownfield hikaði ögn, en sagði svo, að hann yrði að hafna boðinu. — Ég er ekki klæddur fyrir slika viðhöfn. Einhvern tíma seinna, kannski. — Þú getur klæðst fötum af pabba, skaut stúlkan inn í. — Þið eruð álíka vaxnir. Það er allt í lagi, er það ekki pabbi? Tom Hawke kinkaði kolli til samþykkis. Brownfield virtist húsbóndinn vera með hugann við eitthvað annað en gest dótt ur sinnar. Hann var alltaf að líta á verðmætt gullúrið, sem hann bar á handleggnum. Dóttirin tók eftir óþolinmæði hans og spurði áhyggjufull: — Ætlarðu að fara eitthvað í kvöld? — Ég þarf að fara til San Francisco í viðskiptaerindum, svaraði hann. — Ég verð í burtu alla næstu viku. Stúlkan virtist vonsvikin á svip, en sagði ekkert við þessu. Faðir hennar strauk henni um handleginn og mælti: — Förum innfyrir og fáum okkur glas. Þau settust nú inn í gríðar- stóra dagstofuna, og Hawke hellti viskýi í glös. Brownfield festi augun á ein um veggjanna, sem var alþak- inn uppstoppuðum hausum dýra, sem Tom Hawke hafði veitt með riffli og boga í öll- um heimsálfum. Ýmsar dýra- tegundir þessar hafði Brown- field aldrei áður séð. Samræð- ur þeirra voru heldur stirðar, og Brownfield létti því, þegar eiginkona Hawke gekk inn í stofuna. Þeir risu báðir á fæt- ur, og Tom Hawke kynnti þau: — Kona mín, Díana. Walter Brownfield. Brownfield horfði undrandi á hana og vissi varla hverju hann átti að trúa. Konan, sem stóð fyrir framan hann, var greinilega yngri en hann. Jane Hawke greip fram i, áður en Brownfield komst að: — Stjúpmóðir mín, Walter. Einhvers konar illgirnislegur tónn var í rómi stúlkunnar, þegar hún bar fram orðið ,,stjúp-móðir“. Við að horfa á Díönu Hawke, gat Brownfield vel skilið þetta. Hún var ljóshærð og fögur, eins og stjúpdóttirin, en líkami hennar hafði reisn fullþroska konu, sem unga stúlkan hafði ekki enn náð, og framkoma hennar var virðulegri og ör- uggari. Það var augljóst, að stúlkan var allt annað en ánægð með val föður síns á annarri eiginkonu sinni. — Gleður mig að kynnast yður, var allt og sumt sem Díana Hawke sagði, um leið og hún fékk sér einn „skota“ og settist niður. Hún var jafn þögul, það sem eftir var dagsins, þótt hún væri jafnoki mannanna tveggja við drykkjuna. Klukkan fimm tilkynnti hún að maturinn væri tilbúinn. Brownfield kom til málsverð- arins íklæddur hvítum buxum og sportskyrtu, sem hann hafði fundið í fataskáp Hawkes. Á borðum var kaldur humar, sal- at, ávextir og vín, en heldur var dauft yfir samræðum. Brownfield tók eftir, að Jane Hawke og stjúpmóðir hennar forðuðust beinar samræður hvor við aðra eins og mögulegt var. Eftir að þjónustustúlkan hafði tekið diskana af borðum, og veitt hanastélsdrykk í eftir- rétt, stakk frúin upp á, að þau tækju sér smávegis sprett í sundlauginni við bygginguna. Stjúpmóðir hennar virtist treg til þessa, en þegar hún sá að Brownfield var hrifinn af hug- myndinni, féllst hún einnig á hana, og þau fóru þrjú til her- bergja sinna til að klæðast baðfötunum. Þar sem Brownfield sat nú á laugarbarminum, gerði hann með sjálfum sér samanburð á konunum tveimur. Báðar voru klæddar í „bikini“, sem opin- beruðu fremur en huldu hinar eggjandi línur líkáma þeirra. Báðar syntu þær hratt og ör- ugglega. Báðar litu þær oft í átt til hans. Honum fannst það Framhald á bls. 4 WVWVWV^MAIWWUWWWVWWVWWWUVAAMAAAMAAAAMMMMMAMWVWVVUVl KOMPAN Slæmt bakarí. - Fréttin til Finna. Getraunir. - Sjónvarpsauglýsingar. Það væri fróðlegt að vita, hverjar skyldur verzliinarmenn þurfa að app- fylla, til þess að halda verzlunarleyfi sínu, ef þær eru þá nokkrar. Víst er það að iil eru verzlanir hér í bæ, sem gera futl litla tilraun tit þess að gefa kúnnunum verðuga þjón- ustu og þær sumar svo hressilega, að vert væri að athuga, hvort ekki væri áslæða til að svipta eigemlurna verzlunarleyfi. Kona nokkur kom iil okkar fyrir líokkru og kvaðst ekki lengur geta orða bundist. Hefur lu'ui um áratuga skeið verzlað við bakari eitt í vestur- bænum, sem einnig selur mjólk. Þetta er eitt af stærstu og elstu bakaríum höfuðstaðarins, en svo hef- ur brugðið við á síðari árum, að öll þjónusta þessa fyrirtækis hefnr farið hríðversnandi. Ný brauð koma ekki fyrr en löngu eftir hádegi og eru upp- seld löngu fyrir lokun, úrill gamal- menni eru þar við afgreiðslu. Rúg- brauð er ekki .bakað, mjólkurvörur ekki til nema með höppum og glöpp- um og svona mætti lengi telja. Kona sú, sem skýrði okkur frá þessu bakaríi, fullyrðir raunar, að viðskiptavinum hafi farið hríðfækk- aiuli síðustu mánuði, enda betri brauðbúðir á næstn grösum. Það gerir raunar ekkert til, þótt þetta bakarí fari á hausinn, ef ekki er hægl að gæla þess að gera við- skiplavinum lágmarksþjónustu. að auka umsetningu sina. Veltan mun mí vera komin á aðra milljón á viku. Margir álíta sjálfsagt að hér sé um stórgróðafyrirtæki að ræða, og er víst ekki að neita að talsvert kemur i kassann. En fróðir menn lelja þó, að ekki væri viðlit að reka þessa starfsemi, ef ekki kæmi til óhemju dugnaður sjálfboðaliða félaganna, en bróður- parturinn af þeirri vinnu, sern lögð er af mörknm í sambandi við þessa starfsemi, er unnin í sjálfboðavinnu. KR-ingarnir munu lang harðastir, enda eru þeir fjölmennasta félagið. .4 hverjum föstudegi og laugardegi munu um 60 manns lir þessu félagi vera önnum kafnir við að safna mið- um saman. Vert er að minna á það, að skila þarf miðum fyrir liádegi á laugardag, og munu Getraunir nii ganga mjög liart eftir slíku, að fenginni dýr- keyptri rcynslu. Það vakti athygti, að finnska press- an fjallaði talsvert um Island í sam- bandi við heimsókn forseta vors til Finna á dögunum. Þó vakti það meiri athygli, að mcg- inuppistaða frétta frá Islandi var æsi- leg frásögn af hinum frækna fugla- garpi og söngvara Árna Johnsen og hinni æfintýralegu Eldeyjarför hans. Það er vcl til fallið, að íslenzkir blaðamenn haldi liátt á lofti fræknum afrekum landa sinna, hvort scm þcir ciga sjálfir hlut eða einhverjir aðrir. Alltaf murui getrannirnar i sam- bandi við brezku knattspyrnuna vera Ágætt istenzkt leikrit htjóp af stokkunum í sjónvarpinu á mánudag- inn var. Fjallaði það um íslenzka konu, sem gift var i Ameríku heil- miklum milljónamæringi, en varð það á að gjóta úr sér einhvers konar um- skiptingi — eða svörtu barni, að þvi er manni skildist. Þetta þótlu afleit líðindi í milljónafamilíunni amerísku eins og vænia má, en konan flaug í loftinu til Islands til að losa sig við króann, sem og tókst; og allt cndaði vel. Vert er að geta þess, að þessi frum- lega historía var óvenjuvel lcikin af sumum bezlu listamönnum þjóðarinn- ar og allt yfirbragð verksins með miklum ágælum. Um handritið nenn- um vér ekki að fjölyrða. Hitt er svo annað mát, að ástæða er til að spyrja sjónvarpið, sem nú hefur bannað liandbolta á skerminum vegna þess að á bolum leikmanna stemlur Kóka kóla eða eitthvað slíkt, lwort Arvakur h.f. hafi einlwer einkaleyfi á að aug- lýsa málgagn sitt Morgunblaðið < sjónvarpinu, að ekki sé mí tatað um tizkuverzlunina Adam. ASSA.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.