Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 03.03.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 03.03.1972, Blaðsíða 7
NY VIKUTIÐINDI Maria Taffiafereo var falleg sveitastúlka, sem átti heima skammt frá Catarenza á ítalíu. Dag nokkurn var hún á gangi ásamt ömmu sinni, og lá leið þeirra yfir læk einn. Skyndi- lega byrjaði stúlkan að skjálfa og nötra. Hranalegri karl- mannsrödd kallaði hún til ömmu sinnar: — Láttu mig vera! Komdu þér í burtu! Meðan amma hennar horfði á, skelfingu lostin, brauzt stúlkan um eins og hún vasri að reyna að verjast ósýnilegum árásarmönnum. Svo var eins og hún fengi högg á höfuðið. Blóð spratt fram á enni henn- ar, þótt ekki sæist votta fyrir sári á hörundinu. Eftir um það bil fimm mín- útur virtist stúlkan koma aft- ur til meðvitundar, enda þótt augu hennar væru sljó og fjar- ræn. — Er ekki allt í lagi með þig, Maria? spurði amma henn- ar. — Hvers vegna kallar þú mig Mariu? spurði stúlkan djúpri karlmannsrödd. Ég heiti Guiseppe Veraldi. Amma hennar huldi augu sín og brast í grát. Guiseppe Veraldi var piltur, sem hafði verið myrtur, og hafði Iík hans fundizt þrem árum áður á þe-sum stað. -*- FREGNIN af þessum atburði barst til eyrna lögreglustjórans í Catarenza. í viðurvist héraðs- læknisins var hún yfirheyrð, en hún mundi þá ekkert eftir þessum furðulega atburði, eða gerði sér ekki grein fyrir því, hvaði,þanavhefði komið. Loks, var ákveðið að reyna að dá- leiða hana, ef ske kynni að eitt hvaS-rifjaðist upp fyrir henni. Féllst læknirinn á að gera til- raunina. Ekki leið á löngu áður en hún féll í fastan dásvefn. j — Þú ert Guiseppe Veraldi, | sagði læknirinn við hana. Þú ert undir brúnni, stendur á lækjarbakkanum. Það er ráðist á ¦þi'g. Stúlkan skalf. Hún reis upp og hnipraði sig saman eins og hún væri að verjast einhverj- um. Hatur og ótti skein úr svip hennar. Frammi fyrir skelfdum lög- reghimönnunum og lækninum átti morðið sér stað á ný, með ungu stúlkuna í hlutverki fórn arlambsins, — og var engu lík- ara en sál hins myrta hefði tekið bólfestu í líkama hennar Hún kallaði á morðingjana með'nöfnum, formælti hverj- um og éinum, barði frá sér og braUzt um í heiftarlegri bar- áttu fyrir lífi sínu, unz að lokúm hún hneig niður undan ósýnilegum höggunum, eins og I hún væri lamin hvað eftir ann- að með steini. Fyrst féll hún á hnén. Síð- an endilöng á gólfið. Blóðið streymdi úr ósködduðu enni hennar, Læknirinn kraup nið- ur víð hlið hennar og þreifaði á slagæðinni. — Það er varla hægt að greina æðarsláttinn lengur, sagði hann. Það er engu líkara en hún sé að deyja. Hann löðrungaði hana í and litið og neri úlnliði hennar. Loksins settist hún upp. Hún starði allt í kringum sig, eins og hún hefði ekki hugmynd um, hvar hún væri. Hún LARETT: 1 ef til vill 7 engi 12 skadda 13 stofnunar 15 ullarflóki 16 skarst 18 ártal 19 eins 20 stefna 22 hjal 24 leðja 25 boði 26 brotlegum 28 erfiði 29 faðir 30 keyr 31 játun 33 samþykki 34 tónn 35 voríhlaup 36 reipi 38 drykkur 39 gana 40 stafur 42 spil 44 talsverða 45 stétta 48 veiða 49 tónverk 50 þreytu 52 stafur 54 fleiður 55 greinir 56 bombur 59 499 60 yfirgefin 63 málmpinnar 65 létta 66 keflinu LÓÐRÉTT: 1 2 3 4 5 6 7 vatnsfall töluröð lík afturenda stafur bjánarnir spil 8 ösla 9 tortryggni 10 greinir 11 yrði hissa 12 hlaði 14 húsdýra 16 íshröngls 17 garðávextir 20 hjúpur 21 drykkúr 22 dýrahljóð 23 forsögn 26 klof 27 færa 31 bergmála 32 fiska 35 eftiröpun 37 ímyndun 38 orðagjálfur 41 feður 42 efni 43 ósvangra 46 tónn 47 drykkur 51 mælarnir 53 fitl 57 smámenni "8 þel 1 tónn 'rumefni mdir eins . /íhljóði KROSSGÁTAN ¦ ¦ ¦ m m i mundi ekkert af því, sem gerzt hafði þarna á lögreglustöðunni eða við lækinn áður, þegar lík- ami hennar virtist hafa verið á valdi löngu liðinnar sálar. Enn einu sinni var hún aðeins einföld sveitastúlka. Fyrir rúmu ári, tólf árum eftir að áðurgreindur atburður átti sér stað, kom bréf til Cata- renza. Það var skrifað í Argen- tínu, og undir því var nafn eins af fyrrverandi drykkjufé- lögum Guiseppe Veraldi. í bréfinu játar maðurinn á sig morðið á Guiseppe, sagði, hverjir hefðu verið honum sam sekir, og lýsti morðinu ítar- lega. í hverju smáatriði bar frásögn hans saman við það, sem Maria Talliafereo hafði sýnt á lögreglustöðinni, meðan hún hafði verið undir dáleiðslu áhrifunum. -*- OG TALSVERT sunnar á hnettinum, eða nánar tiltekið í Suður-Afríku, var stúlka á gangi eftir skógarstíg, án þess að hafa hugmynd um þann, sem laumaðist á eftir henni. Hann hreyfði sig hratt og lip- urlega, svo að hún varð aldrei vör við hann, fyrr en hann henti sér á hana og dró hana til jarðar. Hún beit og klóraði og reyndi að rífa sig lausa, en hann var ofjarl hennar og átti ekki í erfiðleikum með að halda henni niðri, meðan hann kom vilja sínum fram við hana. Er hann hafði Iokið sér af, velti hann sér til hliðar. Grát- andi og stynjandi staulaðist stúlkan á fætur og reikaði í burtu. En hún var komin að- eins nokkra metra, þegar árás- armaðurinn öskraði upp yfir sig og tók á rás á eftir henni. Hann náði henni í skurði skammt frá stígnum og lamdi hana þar til bana með trjá- grein. í átta daga leitaði lögreglan að stúlkunni og vissi það eitt, að hennar var saknað. Loks var farið til miðils í bænum, Nelson Palmer. Hann féll í dá- svefn í viðurvist lögreglunnar og sagði brátt að hann sæi stúlkuna. Hún lægi nakin í skurði, með brotna höfuðkúp- una. Miðillinn gaf upp nákvæma staðarákvörðun, hvar líkið væri að finna, hálfa aðra mílu norður af þorpinu. Hann lýsti meira að segja morðingjanum ítarlega. Líkið fannst þar, sem til þesS hafði verið vísað, og aðeins nokkrum klukkustundum síðar fannst líka morðinginn, sem játaði sekt sína umsvifalaust, — svo undrandi var hann á skjótum tiltektum lögreglunn- Þannig mætti halda lengi áfram. Sumt fólk virðist gætt þessum furðulega hæfileiká' að greina það, sem venjulegu fólki er hulið. Hver og einn er sjálfráður að því, hverju hann trúir, en staðreyndunum verður ekki mótmælt — og oft hefur furðuleg vitneskja feng- izt frá miðlum og fólki, gæddu dulargáfum, vitneskja, sem ekki varð aflað með öðru móti. *. Togarakaup 2J.2f.2f.jy.Jf.2f.2f.if. 1» Á T T U R Hér er lítil þraut, sem spila- menn hafa ef tíl vill gaman af. Það eru átta spil eftir á hverri hendi. Spaði er tromp og Suður laetur út. Spilin liggja þannig: Norður: S: Á D 6 H: 7 T: Á 2 L: 5 3 2f.2f.2f.2f.2f.2f.2f2f.2f.2f.2f. og það hlýtur að enda með skelfingu. Suður svínar, lætur til dæm- is sp. D á G, spilar svo t. Á og kastar 1. K! Svo er lauf trompað heima og trompi spil- að. Þá er borðinu komið inn á tromp Á. Nú liggja spilin þannig: Norður: S: 6 H: 7 T: 2 L: 5 Vestur: S: — Vestur: S: K G H: K 5 T: 9 7 L: G 8 Austur: S: 5 4 3 H: 9 8 6 4 T: G L: — H T: L: K 9 G Austur: S: 5 H: 9 8 6 T: — L: — Suður: S: 9 8 7 H: Á D G 3 T: — L: K Vestur er í vandræðum. Suður: S: — H: Á D G 3 T: — L: — Norður spilar nú sp. 6, og Vestur er í vanda. Kasti hann hi. á Suður restina. Ef hann kastar laufi eða tígli, heldur Suður áfram að svína í þeim Hann þarf að valda þrjá liti, lit, sem Vestur hefur kastað. Framhald af Dls. 1 stór hópur æfintýramánna hefur sótt um leyfi til tog- arakaupa. Að sjálfsögðu mun rikisstjórnin kanna greiðslugetu hinna ýmsu at- hafnamanna, sem sjá i tog- arakaupum hin gömlu is- lenzku sannindi, að ef þú einu sinni eignast skip á íslandi, þá ertu á grænni grein það sem eftir er lífs- ins, hvernig sem gengur. Það, hvernig á að manna þessi skip, er ef til vill al- varlegasti þáttur vandans. Ættu menn að hafa lært af reynslunni hér á árunum, þegar stundum var ekki hægt að koma togurunum út dögum saman, vegna skorts á sæmilegum mann- skap. Togarasjómenn minn- ast þess tima, þegar fylliriið var svo almennt, að varla var nokkur maður i standi til að leysa landfestarnar, en síðan var farið út á ytri höfn og lónað þar á meðan verið var að hálf-„sjang- hæja" mannskapinn um borð. (Að sjanghæja er að flytja menn nauðuga til skips). Ekkert hefur verið gert af hálfu hins opinbera til' að vekja áhuga ungra manna á sjómennsku, og óhætt er að fullyrða að ekki er til hæfur mannskapur, sem reiðubúinn er að fara á sjó nema á einn fimmta af þeim flota, sem ráðgert er að kaupa hingað. Og vel á minnst: Ef bátasjómenn þyrpast á togara, hverjir eiga þá að vera á bátunum? Þá má ' að síðustu geta þess, að þessi skip eru flest af þeirri stærð að þeim mun ekki ætlað áð fiska nema helst við strendur landsins, og það er varla von að Þjóðverjar og Eng- lendingar skilji röksemdir okkar um það, að vernda verði þorskstofninn, ef við ætlum svo að eiga frum- kvæðið að þvi að skrapa hrygningarsvæðin sjálfir með stórvirkum botnvörp- ungum. Nei, þetta mál hefur sannarlega nokkrar alvar- legar hliðar. •fr Braskari Framhald af bls. 1 nafn sitt koma fram í við skiptum þessum. Ekki er vitað til þess að maður þessi hafi haft neina fasta atvinnu i nokkur undanf arin ár, en lifað góðu lífi á braskinu og talið er, að hann hafi nú nokkra menn í neti sínu, sem eigi við fjár- hagslega erfiðleika að striða. Blaðið aflar sér nú gagna, sem komið geta upp um braskarann til að sýna fram á, hvernig hann hagnast á starfsemi sinni án þess að skatta- yfirvöld nái til hans.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.