Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.06.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 09.06.1972, Blaðsíða 3
NV vikutíðindi 3 leiðslu hernaðartækja, og rétt eftir nýjárið sagði Gitta mér að Brita hefði skrifað sér að maðurinn væri á förum til Englands og Ameríku, vegna framleiðslu á einhverju, sem hann hefði fengið einkaleyfi á. Það er mjög leyndardóms- fullt og hættulegt, sagði hún mér, og að Brita væri mjög hrædd og kvíðandi. Ég tók nú ekki sem bezt eftir því, sem hún var að segja. Stríðinu var að ljúka og hug- urinn lítið bundinn við það heygarðshornið. En svo var það nokkrum vikum fyrir upp- gjöfina að ég hitti Bertil og við rökræddum útlitið, en þá höfðu kvöldblöðin tilkynnt, að Rússarnir væru komnir að út- jöðrum Berlínarborgar. Allt í einu varð Bertil þögull og hugsandi. „Hvað er að?“ spurði ég for'- viða. „Jú, veiztu hvað,“ svarsði Bertil, „Brita hringdi á skrif- stofuna til mín í morgun “ „Ha — er hún hér í Stokk- hólmi?“ „Hún býr á Grand. Sem sé, hringdi til mín og bað mig óð og uppvæg, að finna sig. Virtist vera hálf kjökrandi." „Fórst þú?“ „Eðlilega.“ „Hvað var að?“ „Ja, þú veizt, að maðurinn hennar hefir verið í Ameríku síðan laust eftir nýjár?“ „Já.“ „Þú þekkir hann, er ekki svo?“ „O, jú.“ „Þú manst hvað hann var hreykinn af því að Brita skyldi vera hrein mey, þegar þau giftu sig. Sú hugmynd hefir verið honum sólglit ástarinn- ar.“ „Já“ „Nú kemur hann heim með flugvél, annað hvort í dag eða á morgun, og Brita er komin hingað til að taka á móti hon- um.“ „Já.“ „Þú hlýtur að skilja, að hún var logandi hrædd um að hann kæmist þá að því sanna og þess vegna hringdi hún til mín.“ „Já.“ „Og ég, sem hafði svarið Kristínu að vera henni alltaf trúr,“ andvarpaði hinn hjálp- sami Bertil. •vvvwvwwvvwwvwwwvwvuvwu Dómur elnvaldans — Svipleiftur úr sögu mannkynsins - RÓMVERJAR áttu í ófriði við Sanníta, og aðstaða þeirra var mjög hættuleg. Rómverska ráðið ákvað því að útnefna þjóðarforingja með alræðis- valdi, meðan á ófriðnum stæði. Qs Z'hrfiffi -þeir £erðu að ein‘. vald yfir sér hét Papíríus Curs- us. Hann var víðkunnur fyrir gtí-gpglgi^; og hörku, en líka fyrir dugnað og hersnilli. En; hann var áreiðanlega jafn- framt æðsti hershöfðinginn. Nú bar svo til, að hann iá með her sinn nokkru fyrir ut- an borgina. Dag einn, sem oft- ar, þurfti hann að fara inn í borgina til að sinna þar stjórn- arstörfum. Aðstoðarhershöfð- ingi hans, sem var Fabíus Max- ímus, fór með herstjórnina á meðan. En að þessu sinni gaf alræðismaðurinn honum ströng fyrirmæli um, að hann mætti ekki undir neinum kringum- stæðum leggja til orustu, með- an hann væri fjarverandi. En á meðan Papíríusi dvald- ist inni í borginni, gafst herj- um Rómverja alveg einstætt tækifæri. Og Fabíus gat ekki staðist freistinguna af því. Hann gerði áhlaup á óvinaher- inn og vann stórkostlegan sig- ur, sem hafði úrslitaþýðingu 1 ófriðnum. En þar með hafði hann framið skýlaust brot á skilyrð- islausri skipan yfirhershöfð- ingjans. Og samkvæmt hinum ströngu rómversku lögum var það ófrávíkjanleg líflátssök. Þegar Papíríus Cursus kom því aftur til hers síns, ætlaði hann samstundis að láta taka sigurvegarann af lífi. En þá var hinum rómversku hermönnum nóg boðið. Þeir æptu, hótuðu og heimtuðu Fabríus lausan, svo ekki var um annað að gera en að fresta athöfninni, svo að allt færi ekki í bál. En næsta dag slapp Fabíus Maxímus inn til borgarinnar. Papíríus hraðaði sér strax á eftir honum. Réttlætinu skyldi fullnægt. Lögin skyldu ekki lít ilsvirt, hvað sem það kostaði. Og það var ekki fyrr en allt senatið hafði beðið um náð fyr ir Fabíus og fólkið í borginni hrópað á sýkn hans, sem ein- valdurinn beygði sig fyrir vilja þjóðarinnar og gaf hetjunni líf. Nokkrum árum síðar var Fabíus orðinn ræðismaður. Ó- friður geisaði enn, og aftur voru Róm og herir hennar í mikilli hættu. Og aftur varð það óhj ákvæmilegt að útnefna alræðismann með takmörkuðu einveldi. Og það féll í hlut- skipti Fabíusar að ráða út- nefningu hans. — Stjórnarár hans var á enda, og hann skyldi úrskurða eftirmann sinn, sem alræðisvaldið skyldi jafnframt lagt í hendur. Allir helztu forráðamenn borgarinnar og hersins töldu að Papíríus Cursus væri rétti maðurinn, eins og forðum. Eng inn Rómverji væri honum hæf ari. — En þetta var aðeins ein- róma álit þeirra, sem bezt vissu, en Fabíusar var valdið til að velja. Hann einn átti úr- skurðinn. Og heiðarleiki og föðurlands ást hins göfuga Rómverja brást ekki. Hverjar, sem persónuleg- ar tilfinningar hans kunna að hafa verið, þá höfðu þær ekki áhrif á réttsýni hans. Heiður og hamingja ættborgarinnar var fyrir öllu. Og hann út- nefndi Papíríus án þess að hika. Rómverjar voru ánægðir og skömmu síðar gjörsigruðu þeir óvinina undir forustur þessara tveggja hernaðarsnillinga, sem enn þann dag í dag gnæfa yf- ir aldirnar meðal þeirra, sem sagan sýnir sem fullkomnust sýnishorn hinna hreinræktuðu rómversku fyrirmanna. KOMPAN il Trúbrot að hætta Eftirmaður? - Það mun nú vera endanlega ákveð- ið að hljómsveitin Trúhrot, sem um langt skeið liefur uolið mikilla vin- sælda meðal æskufólks borgarinnar sé að legsast upp. Ekld er vitað lwað allir hljómsveit- armeðlimirnir ætla að taka sér fyrir hendur, en þó hefur það kvisast, að Gunnar Þórðarson ætli að fara að fást við að stjórna ptötuupptökum. Gunnar mun liafa talsverða reynslu í slíku og segja þeir, sem vit þykjast liafa á þessum málum, að liann sé frábærum hæfileikum gæddur til að stjórna plötuupptokum. Síðasta plata Trúbrots „Mandala“ mun koma á markaðinn innan skamms og eru allar likur á því að það verði síðasta platan, sem þessi vinsæla grúppa lælur frá sér fara. - Þjóðleikhússtjóri — Matreiðslumenn hinar svokölluðu listrænu kröfur, sem oft heimta leikrit, scm dæmd eru til að falla — eins og það er kallað. Þeim manni, sem tekur við af Guð- laugi Rósinkranz, er sannarlega mik- ill vandi á höndum og vafasamt að það sé á færi margra að fara í fötin lians. Einn svipmesti embættismaður. þjóðarinnar er um þessar mundir að láta af störfum. Er það Guðlaugur Rósiukranz, þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Iiefur verið all-umdeild- ur, eins og raunar allir þeir, sem slíkum stöðum gegna, og er víst ó- hætt að segja, að ekki hafi verið gerð harðari hríð að nokkrum embættis- manni íslenzkum en Guðlaugi. Hvað sem um Guðlaug má segja, þát er óhætt að slá því föstu að mað- urinn er sannköltuð hetja, sem hefur staðið af sér livert stórviðrið á fætur öðru i orrahríð íslenzkra níðskrifa. Það er bæði vanþakklátt verk og vandasamt að vera þjóðleikhússtjóri; slíkur embættismaður er sannarlega milli steins og sleggju, þar sem ann- ars vegar er fjárveitingavaldið, sem heimtar kassastykki og hins vegar Það hefur mjög verið hugleitt, hver verði eftirmaður Guðlaugs Rósin- kranz og hafa margir verið nefndir í því sambandi. Líklegast þykir að Sveinn Einars- son verði næsti þjóðleikhússtjóri, en þó hafa ýmsir fleiri verið nefndir i því sambandi — og það jafnvel ó- líklegustu menn. Þeir, sem talið er að sækja muni um slöðuna, eru til dæmis Matthías Jóhannessen, Þor- varður Helgason, Gunnar Eyjólfsson, Stefán Baldursson, Sigurður A. Magn- ússon og fleiri. Þá hefur ekki ómerkari manni ver- ið flíkað í þessu sambandi en fyrrv. menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gísla- Sýni. ! Matreiðslumenn hafa sannarlega valið sér tímann til að fara í verk- fall. Það er meira en lítið bagalegt fyrir hótelin að geta ekki gefið túr- istunum, sem um þessar mundir flykkjast til landsins, að éta. Ekki er oss kunnugt um, hverjar kröfur matreiðslumanna eru, en vís- ast að þeir telji þær jafn sanngjarn- ar og vinnuveitendur telja þær ó- sannq iarnar. ASSA. €len§ og gaman Verðugt svar „Ég hafði hræðilega mar- tröð í nótt,“ kveinaði sjúkl- ingurinn við lækninn. „Mig dreymdi að Brigitte Bardot væri að kyssa mig og faðma og sýna mér á allan hátt á- köfustu ástleitni.“ „Og þetta kallið þér að hafa martröð, eða hvað?“ sagði læknirinn undrandi. „Ja-há,“ sagði sjúklingur- inn. „Ég var nefnilega alltaf að ýta henni frá mér.“ Veðmál Það var á fjölmennum vinnu stað. Einn af starfsliðinu hældi sér mjög af kröftum sínum. Annar lítill og pervisinn bauðst til að veðja við hann .500 kall um, að hann gæti ekki ekið til baka því hlassi, sem hann æki 100 metra frá vinnustaðnum. Sá sterki tók veðmálinu og voru hjólbörur sóttar. „Jæja“, sagði sá litli. „Seztu nú uppí!“ Martröð Hinn guðrækni var að lesa í biblíunni. Gárungi spurði hann: „Segið mér, þér sem eruð svo vel heima í ritningunni, hvernig fer maður að komast í frakkann utan yfir vængina?“ Hinn guðrækni horfði rólega í augu gárungans og svaraði: „Hafðu engar áhyggjur af því, ungi maður. Fyrir yður verður vandinn að koma bux^ unum utan yfir halann!“

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.