Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 30.06.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 30.06.1972, Blaðsíða 6
6 NÝ VIKUTÍÐINDI Sa.itxilcikiiriitxt ititt Boititic og Clydc ÞAÐ var páskadagur 1934. Gamli bóndinn, William Schief fer, sat undir stórri eik og hvíldi lúin bein eftir matinn. Hann stytti sér stundir með því að horfa á alla bílana, sem áttu leið fram hjá búgarði hans, er stóð nálægt aðalvegin- um milli Dallas og Crepevine í Texas. Nýr Ford-bíll stanzaði úti á vegkantinum og viskýflösku var kastað út. Schieffer heyrði að einhver hló hástöfum. Stuttu seinna stoppuðu líka tvö mótorhjól við veginn; tveir umferðarlögregluþjónar stigu af hjólunum og gengu að Ford- inum. Schieffer sá að skamm- byssu og haglabyssuhlaupum var stungið út um bílgluggann. Nokkur skot kváðu við, og lög- regluþjónarnir tveir féllu í götuna. Schieffer skreið að girðing- unni til að reyna að sjá betur, hvað þarna var á seyði. Bil- hurðin opnaðist, og grannvax- in stúlka steig út. Hún hélt á haglabyssu með afsöguðu hlaupi. Hún gekk að öðrum lög regluþjóninum, stóð um stund og virti líkama hans fyrir sér. Síðan miðaði hún haglabyss- unni og hleypti af tveim skot- um í höfuð mannsins. — Sjáðu, hausinn á honum. Springur eins og gúmmíbolti! hrópaði hún. Hún hló hástöfum og settist inn í bílinn aftur. Maðurinn við stýrið hló einnig, meðan hann ræsti vélina og tók af stað. Schieffer gekk niður veginn og sá, að báðir lögreglumenn- irnir voru látnir. Hann stöðv- aði bíl og bað bílstjórann að kalla á lögregluna; seinna voru lík lögregluþjónanna tveggja flutt í líkhúsið í Dallas. Morðingjarnir komust undan í hinum hraðskreiða Ford V 8, en fingraförin á viskýflöskunni sýndu og sönnuðu, að hér höfðu Clyde Barrow og Bonnie Parker verið að verki. — ★ — FRAMBURÐUR Schieffers um morðið á lögregluþjónun- um er einn hluti þeirra stað- reynda, sem notaðar voru, þeg- ar kvikmyndin um Bonnie og Clyde var gerð. Þessi kvik- mynd er meðal þeirra beztu, sem gerðar voru árið 1967; og glæpahjúin voru sek um alla þá glæpi, sem myndin sýnir. En samt sem áður verður að segja það, að í myndinni er Bonnie látin vera talsvert kald rifjaðri en hún í rauninni var. Og þar er eins konar róman- tískum bjarma varpað yfir glæpaferil hennar. Hún var alls ekki hið hugrakka ævin- týrakvendi, sem myndin sýnir. En eins og Clyde, var hún barn sinnar tíðar. Krepputím- arnir í Banadríkjunum mynda bakgrunn hins stutta „upp- gangstímabils" glæpahjúanna. 16 milljónir manna voru at- vinnulausir í landinu. Þolin- móðir menn stóðu í endalaus- um biðröðum eftir einum súpu disk, eða smábita af „velgerða- brauði“. Örsnauðir bændur streymdu til Californiu, aðéins til að komast að raun um, að ástandið þar var ekkert betra. Á þessum tímum ríkti einn- ig mikil glæpaöld í Bandaríkj- unum. Kostnaður þjóðarinnar vegna þessa var árið 1933 tal- inn nema 13 milljörðum doll- ara. Þetta ár voru 12.000 manns myrtir, 3.000 var rænt, og 50.000 rán og innbrot voru framin. Fleiri glæpaverk voru framin þetta ár í Chicago einni, heldur en í öllu Eng- landi. Texas átti metið meðal hinna 48 ríkja Bandaríkjanna. í engu fylki öðru voru framin eins mörg morð á lögregluþjón- um og lögreglustjórum. Sex lögreglumenn voru drepnir fyr ir hvern einn glæpamann, sem tekinn var af lífi. Glæpamennirnir voru í yfir- skriftum blaðanna stundum vafðir eins konar hetjuljóma. A1 Capone var aðalmaðurinn í hinum vel skipulögðu glæpa- flokkum. Hann og hans líkar höfðu miklum vinnukrafti á að skipa, þegar vínbanninu var aflétt og menn þurftu ekki lengur að standa í bruggi og vínsmyggli. Glæpaflokkarnir sneru sér að vændi, peningaspili og eit- urlyfjasölu, sem allt var skipu- lagt og rekið á viðskiptalegum grundvelli. Oft drógu aðal- mennirnir sig í hlé og lifðu eins og aðrir kaupsýslumenn, sem veltu stórum fjárhæðum. En hinir „örvæntingarfullu“ héldu áfram að vera í uppá- haldi hjá almenningi. Það voru menn eins og Dillinger, „Baby Face“ Nelson,Ma Barker og synir hennar, „Pretty Boy“ Floyd og „Machine Gun“ Kelly. Og Clyde Barrow og Bonnie Parker, sem kannski voru ill- ræmdust þeirra. Þeim var kennt um 20 morð, en ekki var hægt að sanna að þau hefðu framið „nema“ 12 þeirra. — ★ — CLYDE Barrow fæddist í Telece 1 Texas, 24. marz 1909. Hann var sonur landbúnaðar- verkamanns, sem hafði fyrir 8 börnum að sjá. Hann gekk í skóla öðru hvoru, þar til hann kom i fimmta bekk, en þá hætti hann fyrir fullt og allt og gekk í flokk með bílaþjóf- um og öðrum smáglæponum. Bonnie Parker var árinu yngri, fædd í Rowena í Texas, þann 1. október 1910. Faðir hennar var múrari, og hún átti 'einn bróður, eldri en hún sjálf, og eina systur yngri. Bonnie lauk menntaskólaprófi með mjög góðum vitnisburði, og hvað gáfum viókom var hún langt fyrir ofan Clyde. Þau hittust í fyrsta sinn í janúar 1930, en mánuði seinna var Clyde í fyrsta sinn færður fyrir dómarann. Hann var dæmdar fyrir nokkur rán og bílþjófnaði og sendur í fang- elsið í Huntsville. í marzmán- uði tókst Bonnie að smyggla byssu inn í klefann til hans, og hann slapp úr fangelsinu. En hann náðist nokkrum dög- um seinna og sat í fangelsinu í tvö ár. Hann var settur í vinnubúð- ir, en honum féll ekki erfiðis- vinna, og til þess að sleppa við hana, hjó hann af sér tvær tær með öxi. En kaldhæðni ör- laganna var mikil, því hann var néðaður stuttu seinna, og hann haltraði út um fangelsis- hliðið, bitrari en nokkurn tíma áður. Eftir þetta hófst hinn blóð- ugi ferill Bonnie og Clyde. Þau voru merkilegt par. Eitt er víst: það var ekki ást, sem tengdi þau saman. Bonnie hafði verið gift, en sá maður hvarf úr lífi hennar, þegar hann var dæmdur í lífstíðar- fangelsí. Eftir þetta fékk hún sér vinnu sem framreiðslu- stúlka og gerðist brátt fræg fyrir sitt annálaða lauslæti í ástarmálum. Clyde var kynvillingur, sem hafði ekki hinn minnsta áhuga á konum. Kannski laðaðist hann að Bonnie vegna þess, hve smávaxin hún var. Hún var ekki nema 145 sm á hæð og tæplega 39 kíló að þyngd. Hann var mesti væskill að vexti, en það má vera að við hlið Bonnie hafi hann fundið betur til karlmennsku sinnar. Kynferðislega var ekkert á milli þeirra. Til þeirra hluta tóku þau þriðja manninn í hópinn, smáglæpamanninn Raymond Hamilton. Hann hafði áður verið vinur Bonnie einnar. Þetta tríó þaut í burtu frá Dallas á stolnum bíl. Þau voru á leiðinni til að fremja hið fyrsta af mörgum blóðugum ránum sínum, en áttu eftir að koma við sögu í heilli tylft ríkja, áður en sögu þeirra lauk. — ★ — ÞAU frömdu enga vel skipu- lagða glæpi, heldur notuðu tækifærið, þegar það gafst. Ef þau urðu bensínlaus, rændu þau fyrstu bensínstöðina, sem þau komu að, og notuðu tæki- færið til að fylla tankinn í leiðinni. Þeir sem bjuggust til varnar, voru þegar skotnir, en flestir afhentu peningakassann möglunarlaust. Af þeim tólf manneskjum, sem Bonnie og Clyde áttu eftir að verða að bana voru 9 lög- reglumenn. Og það er skýr- ingin á því, hvernig þau gátu verið umvafin hetjuljóma í augum almennings. Lögreglan war í litlu uppáhaldi hjá hin- um örsnauða og atvinnulausa almenningi, sem efaðist ekki um að hún lifði góðu lífi af mútum og myndi ekki hika við að bera falsvitni, ef fá- tæklingar áttu í hlut. Um Texas og nágrannaríkin fóru nú að berast furðufregn- ir um rán Barrow-flokksins, og hvernig þau sluppu hvað eftir annað undan lögreglunni. Bæði Bonnie og Clyde voru á hrað- skreiðum bílum, og Clyde var bæði djarfur og öruggur bíl- stjóri. Þau voru einnig hrifin af alls konar vopnum, og höfðu ætíð heilt safn af vél- byssum, rifflum, haglabyssum ] og skammbyssum. Og létu þau heldur vanta nóg af skotum í allar byssurnar. Þegar hlé varð á ránsferð- unum, æfðu þau sig í skotfimi á afskekktum stöðum. Með hjálp Bonnie þjálfaði Clyde sig í notkun haglabyssu með afsöguðu hlaupi. Bonnie saum- aði vasa með rennilás á hægri buxnaskálm hans, og að lok- um varð hann eins fljótur að draga upp haglabyssuna og aðrir menn skammbyssu. ' ^ rrfrr~r/>y«r ’ -★- : HINN 5. ágúst drap glæpa- flokkurinn fyrsta lögreglu- manninn. Það var ekki vegna þess að þau hefðu verið gripin við glæpaverk. Tilefnið var heimskulegt rifrildi á dansleik. Flokkurinn hafði skellt sér á ball í litlu þorpi, sem heitir Atoka. Allt í einu fóru Clyde og Raymond að rífast við Bonnie og gengu út til að jafna sakirnar. E. C. Moore, fulltrúi lögreglustjórans á staðnum, gekk út á eftir þeim til að reyna að stilla til friðar, en Bonnie reif kjaft og sló til hans. Moore ætlaði þá að taka hana fasta, en hún reif sig lausa og stökk að bílnum, þar sem Clyde og Raymond stóðu. Skothvellur heyrðist og Moore féll með skotgat á enninu. Maxwell, lögreglustjóri, kom hlaupandi, en var skotinn nið- ur á leiðinni. Hann lézt fjór- um dögum síðar, og Bonnie og Clyde gátu skorið tvö för í skaftið á vopnum sínum, en það var gamall siður úr villta vestrinu; og þau héldu þessum sið til síðasta dags. Bonnie og Clyde losuðu sig við bílinn og stálu öðrum, áð- ur en þau fóru frá Atoka. Mennirnir óku með Bonnie heim til móður hennar, en héldu sjálfir áfram til næsta bæjar og rændu þar verzlun. Daginn eftir náðu þeir aftur í Bonnie og tóku nú stefnuna á Oklahoma. -★- NÆST, þegar flokkurinn lét ekki I heyra frá sér, var þann 14. Ameríska kvikmyndin um Bonnie og Clyde var talin ein af beztu myndum ársins 1967. Og sagan um hina löngu látnu glæpamenn hef- ur orðið geysi vinsæl. — En hin raunveruíegu Bonnie og Clyde höfðu það ekki svona flott. Sannleikurinn er sá, að þau gátu varla haft ofan i sig að éta með þeim smá-upphæðum, sem þeim tókst að skrapa saman í sínum við- vaningslegu ránum. — Þau voru duglegust við að drepa.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.