Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 08.09.1972, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 08.09.1972, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI Framtíðar samgöngutæki horganna Töivustýrðir litlir spor- vagnar eru það sem koma skal. - Reynsla þegar fengin í Bandarrlkjunum Sýnishorn af' vagni frá Bendix Aerospace Corporation, sem geimvísindamenn hafa gert á ætlanir um sem framtíðarfarar tæki í borgum, þegar verkefni þeirra um tunglferðir er lokið. ÞÚSUNDIR geimferöa- vísindamanna, sem undan- farinn áratug hafa látið rœtast liugarflug Júlíusar Verm um tunglferöir, hafc, nú fengiö þaö verkefni cið gera aö raunveruleika nœr- tœkari drauma, sem okkur dreymir öll um, aö komast fljótt, öruggt og ódýrt gegn- um, umferö borgar, jafnvel síödeais á föstudögum. Á stærstu farartækjasýningu, sem hingað til hefur verið haldin, ,,Transpo“, og haldin er í nágrenni Washingtonborg- ar, er-syndur áfangurinn'af að gera ! vísiridalegar skáldsögur að raunveruleiká,1 ekki -einung- is á tung'linu; -heldur - einnig hér á jörðinni. Jónas Guðmundsson, stýri- maður, sýnir nú málverk á veitingastofunni Mokka, Skóla- vörðustíg 3, en þau hefur hann málað í frístundum sínum. Jónas er hinn mesti ævin- týramaður, hefur enskt há- skólapróf í sjóhermennsku sem siglingafræðingur, var lengi á flugvel landhelgisgæzlunnar og geimrannsóknarmanna hefur feng'ið það verkefni, að leysa úr umferðarvandamálum hér á jörðinni, er einfaldlega sú, að nú eru ekki lengur veittar eins stórar fjárhæðir til tungl- ferða og áður, og ekki eru enn- þá áætlanir um stór verkefni þeirra í stað. Jafníramt hefur bandaríska þingið fengið aukinn áhuga á mengunarvandamálinu auk þess, sem ört vaxandi skilning- ur het'ur komið fram á því í sjálfu landi bílanna, að e.t.v. finnist betri lausn á mannflutn ingavandamálinu en að fá hverri einustu fullvaxta mann- eskjU í hendur' farartæki,";sem spúir eitri og -ódaun -út.ú -and- rúmsloftið. ; • Á Manhattan -í New York hefur' 'það sýnt sig, að bíla- varðskipunum, hefur siglt um öll heimsins höf, fengist við kaupskap og síðast en ekki sízt skrifað ágætar bækur, auk márgra blaðagreina. Nú icemur hann á óvart með sýningu á málverkum eftir sig, sem mörg eru hinir eiguleg- ustu giipir. fjöldinn þar hefur raunar minnkað síðustu ár. Og í öll- um bandariskum stórborgum verða kröfurnar háværari, jafnt trá fátækum svertingjum í úthverfunum, sem ríkum hvítum mönnum í miðborgun- um, um ódýr opinber sam- göngutæki. OG JAFNVEL þótt takast kunni að hreinsa útblásturs- mengun bílanna er aðkallandi að fækka þessum farartækjum. Eigendur stórra bilaframleiðslu fyrirtækja, eins og t. d. Ford og General Motors, gera sér Ijóst, að þeir geta ekki leng- ur selt ótakmarkað af bílum og hafa því lagt mikla áherzlu á rannsóknir á öðrum verk- efnum, sem hægt er að hafa hagnað af í framtíðinni. ÞAÐ framtíðarsamgöngutæki, sem er næst því að vera orðið að raunveruleika — og sem er þegar komið í gagnið í smáum stíl á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum — hefur verið nefnt Dial-a-Bus. Er þetta eins- konar stjórntalva með flota af smávögnum. í framkvæmd er þetta hugs- að á þessa leið: Hver og einn, sem keypt hefur farmiða með vögnunum, fær sitt tölumerki, sem valið er á núrheraskífu símatækisins í hvert skipti, þegar hann ætlar að heiman. Talan (eða bókstafirnir), fer beint í tölvu vagnafyrirtækis- ins, sem á fáeinum sekúndum reiknar út, hvar næsti smá- vagn er, og svo er vagnstjór- anum gert skiljanlegt með eins konar fjarrita, að stað- næmast við dyr aðgöngumiða- hafans. Þegar vagninn kemur, getur viðskiptavinurinn sagt hvert hann ætlar — til næstu verzlanamiðstöðvar, miðborg- arinnar eða úthverfis í hinum enda borgarinnar. Bæði General Motors og Ford fullyrða, að þessi fyrirtæki geti framleitt Dial-a-Bus handa borgum á stærð við Reykjavík, og að ekkert sé því til fyrir- stöðu að nota slíkt samgöngu- fyrirtæki í milljónaborgum. En reynst hefur erfitt að fá borg- aryfirvöld eða einstaklinga til þess að festa fé í slíkum sam- gönguiyrirtækjum, m. a. vegna andspyrnu frá núverandi leigu- bílastöðvum og strætisvagna- fyrirtækjum. Andspyrnan er skiljanleg, þegar það fréttist, að General Motors reiknar með því, að meðalfargjald með smávögnun- um verði 1,25 dollari, talsvert ódýrara en leigubílataxtarnir og lítið dýrara en með ,,gömlu“ áætlunarbílunum á sumum vpgalengdum. Með opinberum stuðningi myndi fargjaldið ekki verða meira en 90 cent og samanlagður farþegafjöldi á sólarhring myndi verða 16.000 í tiltölulega lítilli borg. Framh. á bls. 4 Ástæðan fyrir - því, að-fjöldi Máfverkasýning á Mokka glasbotninum Ögirnilegur kroppur Hjónin voru nýflutt inn í nýja íbúð, en frúin var ekki alveg ánægð meö bað- heroergið. „Mér líkar ekki þessi þessi stóri gluggi,“ sagði hún, „því það geta allir andbýlismenn við hann horft á mig, þegar ég er í baöi! Við verðum að kaupa gardínur fyrir gluggann.“ „Þaö er alveg óþarfi,“ sagöi maðurinn. „í fyrsta lagi hef ég ekki peninga til þess, og í öðru lagi er ég viss um aö nágrannarn- ir splæsa saman 1 gardínu, þegar þeir hafa séö þig einu sinni!“ Þögul umhugsun „Hefurðu nokkurn tíma verið með manni, sem hef- ur elskaö þig betur en ég?“ spurði ungi - maður- inn. Ekkert svar kom frá stúlkunni, svo aö pilturinn endurtók spurninguna. „Ég heyrði hvað þú sagð ir í fyrra skiptiö,“ svaraöi stúlkan. „Ég er bara aö rifja ýmislegt upp fyrir mér, svo ég geti svarað þér rétt!“ Skyldleikafólk „Þaö var karlmaður hjá yður i hefberginu í gær- kvöld, María. Hver var þaö?“ „Bróöir minn, séra Pét- ur.“ „Þér hafið sagt mér, aö þér ættuö engin systkini.“ „Já, það hélt ég líka, þangað til presturinn sagöi í stólræöu á sunnudaginn, aö við værum öll bræöur og systur!“ >f Of ungar Tvær kornungar stúlkur eru að virða fyrir sér aug- lýsingamynd í sýningar- klugga kvikmyndahúss. Á myndinni sést mjög fá- klædd leikkona. „Komdu nú,“ segir Kata, önnur stúlknanna. „Við erum of ungar til að fá að sjá þessa kvikmynd.“ „Já, það kemur líka út á eitt,“ segir Dídí. „Ég verö aö fara heim og gefa barninu mínu einhverja næringu.“ Ogilt vottorð Þaö átti aö fara aö setja á sviö nýja revíu í London. og danskennarinn. stritaöi viö að samœfa stúlkurnar í sviösdansinum. Dag nokkurn dönsuöu stúlkurnar ennþá ver en venjulega, og kennarinn missti alveg þolinmœöina. Hann hundskammaöi stúlkurnar, ekki einungis fyrir skort á fótamennt, lieldur dvó liann móral þeirra mjög í efa: - Þetta varö til þess aö ein stúlkan yfirgaf sviöiö grátandi. Morguninn eftir kom stúlkan sigrv hrósandi meö læknisvottörö upp á vas- ann um aö hún vœri jóm- frú. „Pöh!“ œpti kennarinn fyrirlitlega, „þetta vottorö liefur ekki nokkurt gildi! Þaö er dagsett í gœr!“ Áhyggjur óþarfar „Dóttir góö,“ sagöi á- hyggjufull móöir, „ég hef margsagt þaö viö þig. Hleyptu ekki ókunnugum manni inn í herbergiö þitt Þú veizt hvaö ég hef mikl- ar áhyggjur út af þér.“ „Þetta. er. allt. í .lagi, mamma,“ sagöi dóttirin lilæjandi. „Ég fór inn í lierbergiö hans og lét mömmu lians hafa áhyggj- urnar!“ ■i’ V' : — Asninn ég! Ung og: glæsileg stúlka kom inn í ráöningarskrif- stofu skemmtikráfta, mjóg hnuggin á"svip. „Hvaö er' aö, vinkona?“ spurði for-ötjórinn. „Hér séröu heimskasta kvenmann, sem uppi hef- ur veriö.“ „Af hverju segiröu þaö?“ „Þannig var,“ sagði hún, „aö ég'-var á .leiöinni-^héim í gær, þegar nýr lúxusbíll stoppaöi viö hliöina á mér.“ „Og hvaö geröist svo?“ „Nú, myndarlegi strák- urinn í bílnum flautaöi til mín.“ „Já?“ „Ég sagöist vera skikk- anleg stúlka og sagöi hon- um aö fara, áöur en ég kallaöi í lögregluna.“ „VarÖ hann hræddur?“ „Nei. Hann bauöst til aö fara meö mig á dýr- ustu skemmtistaöi borgar- innar, sagöist hafa nóga peninga og vera einmana. Svo sagði hann, aö ef mig langaöi eitthvað út annaö kvöld, þyrfti ég ekki ann- aö en láta sig hafa síma- númeriö mitt, og hann skyldi hringja til mín í dag.“ „Og hvaö geröiröu?“ „Hvaö gat ég gert? Ég skrifaö símanúmeriö niöur og þegar ég fékk honum það, þrýsti hann einhverju í lófa minn og ók burtu.“ „Og hvers vegna ertu þá svona niöur dregin?“ „yegna þess, aö þaö sem hann lét 1 lófa mann, var fimm þúsundkallar! og asninn ég — lét hann hafa rangt símanúmer!“

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.