Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 15.09.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 15.09.1972, Blaðsíða 7
-- —* - ■ -- —....- - NÝ VIKUTÍÐINDI 7 var stór haka-kross fáni — eins og við mátti búast. En þar var nokkuð, sem ekki var við að búast — mjúk breið rúm, sem á hvíldu forkunnar fagrar stúlkur. Renee var komin þarna á undan mér, íklædd svörtum nærfötum einum fata. Hin stúlkan. álíka klæðalítil, var þarna líka. Enn ein stúlka var þarna, ljóshærð, glæsileg stúlka, sem ég tel tvímælalaust einhverja þá girnilegustu, sem ég hef séð hálfnakta. — Það hlaut að vera Magatha. Ég gat ekki varizt skjálfta frammi fyrir svo gífurlegum freisting- um í iíki einnar stúlku, og svitinn spratt út á mér, þegar hún bro&ti óræðu brosi til mín og smeygði hlíranum á brjósta- haldaranum út af öxlinni. — Færðu mér hann, Renee, sagfði hún. Hún reis upp af rúminu og naktir fætur hennar tróðu á nærpilsmu, sem fallið hafði í gólfið. IJNDIR flestum öðrum kring- umstæðum hefði ég legið mar- flatur fyrir henni. Fyrir stríðið hefði ég gengið með grasið i skónum á eftir henni og viljað allt í sölurnar leggja, svo að hún yrði mín. En á þessari stundu reyndi ég af alefli að hrinda frá mér þeim ofsalegu áhrifum, sem hún hafði á mig. Renee og hin franska stúlk- an hjálpuðust að því að ýta mér til þeirrar ljóshærðu. Magatha hneppti skyrtunni frá mér, smeygði höndunum inn undir, renndi þeim yfir herð- arnar á mér og niður eftii bakina. Ilmur hennar fyllti vit mín. Andlit hennar stækkaði fyrir augum mínum á sérstak- an uriaðslegan hátt, og varir hennar þrýstust að vörum mín- um, svo að það var því líkast, sem ég hefði orðið fyrir raf- losti. Þegar hún sleppti mér, svo að ég gæti náð andanum, lyppað- ist ég titrandi upp að henni. Ég var ekki í minnsta vafa um, að í höndunum á henni var ég eins og drusla. Hún myndi pumpa upp úr mér öll mín leyndarmál, — og ég vissi bara tclsvert, sem gat komið sér iUa. Ég var í senn undrandi og feginn, þegar Renee lét afbrýði semi ' jjós: — Láttu mig hafa hann stundarkorn, Magatha, sagði hún. Ljóskan brosti: — Hvers vegna vera að eyða tímanum, góða? Þú sérð lík- lega, hvað ég á auðvelt með hann. — Hann verður alveg jafn auðveidur fyrir mig, hreytti hún út úr sér. HÚN ýtti Magöthu frá og taSmaði mig að sér. Hún «afði sparkað í líkið af þýzka foringjanum, þegar ég hafði gengið frá honum, og nú skildi ég, hveinig allt var í pottinn búið. — Láttu sem þú fallir fyrir mér, hvíslaði hún. Ég féll, en það voru engin látalæti. Magatha hin Ijós- hærða stóð fýluleg hjá og starði á Renee, er hún teymdi snig að rúminu. Nú er rúm eins heppilegur staður til hernaðaráætlana og hver annar, þótt vissulega sé Lárétt: 47 lítið. 14 tóbak. 1 mulningsáhald. 48 lesa. 15 mál. 5 skvetta. 50' rekkjuvoð. 16 skera við nögl sér. 10 framkvæma. 51 verkfæris. 19 mannsnafn. 11 skipti. 52 hára. 25 19 13 tittur. 53 vafi. 26 ætijurt. 15 skapmikil. 54 innheimta. 28 kærur. 17 leiðsla. 57 byssa. 29 spenna (ef.). 18 konung. 60 opa. 31 nokkuð. 20 sæ. 61 nærast. 32 sjór. 21 ægilegt. 62 bitanum. 35 trés. 22 verkfærin. 63 nær öndveginu. 36 spottandi. 23 hávaða. 38 slæma. 24 uppeldið. Lóðrétt: 39 voldug. 27 mjúk. 1 undirstöðugóðir. 41 gælum. 28 mas. 2 ólögð. 42 hygg. $4 30 grey. 3 pappírsblað. 43 spjall. 32 mylja. 4 rödd. 44 feður. 33 stórhátíð. 6 skorturinn. 46 spjald. 34 ferðast. 7 þrír eins. 48 niðurinn. 36 sleipur. 8 stél. 49 eldfærL 37 smuga. 9 óhreinna. 55 rösk. ;< J 40 far. 10 skýr. 56 elska. 42 étandi. 12 skefla. 58 dý. 45 trjádrumb. 13 krakkar. 59 áður. KROSSGATAN það ekki skerpandi fyrir heila- starfsemina að vera þar ein- samall með unaðsfagurri stúlku, og hafandi þar að auki tvær stúlkur sem vitni inni í herberginu. En hvorki Magathc. né hin franska stúlk- an, Elvira, hirtu um að líta í áttina til okkar. — Elvira drekkur Magöthu undir borðið, hvíslaði Renee, þar sem við flatmöguðum í rúminu. Og þá getum við flúið héðan. Enda þótt ýmislegt væri komið á kreik í kollinum á mér, var ég ekki almennilega með á nótunum. Ég sá mér því það ráð vænst að hætta að brjóta heilann, en að snúa mér að ánægjunni með Renee. Alllöngu síðar reis ég upp og skimaði um herbergið. Alls- nakin ljóskan lá endilöng á gólfinu og hraut í gríð og erg. Litla franska hnátan heilsaði mér með því að veifa tómri flösku yfir höfði sér. — Þá erum við reiðubúin að fara, sagði Renee. Gegnum rimlagluggann sá ég, að það var orðið almyrkt. Renee las hugsanir mínar og sagði: — Það stendur vörður við dyrnar. Tveir eru við aðal- hliðið, einn við foringjahúsið og tveir aðrir á varðgöngu meðfram girðingunni. RENEE hafði lykil að hurð- inni. Ég náði mér í lítinn stól. Þegar vörðurinn stakk hausn- um inn, kitlaði Renee hann í gáska undir hökuna og tók hjálminn af honum. Síðan lét ég stólinn falla — án alls gáska — niður á hausinn á honum. Hann heyktist niður og skall endilangur á gólfið. Renee ýtti honum til hliðar með fætinum. Hún vísaði leið- ina út, lokaði hurðinni og læsti. Við vorum komin út í nætur- myrkrið. Ég heyrði greinilega andar- drátt stúlknanna. Svo nálægt mér voru þær. Renee var al- klædd, en Elvira var enn i þunnu nærfötunum einum fata. Ég gerði mér ástæðuna ljósa stundarkorni síðar. Við þumlunguðum okkur meðfram húsveggjunum og komum loks að byggingunni, þar sem æðstu foringjarnir höfðu aðsetur sitt. Elvira mjak- aði sér upp að verðinum við dyrnar. Og hún var ekki lengi að koma honum til við sig. Með blíðuhótum sínum losaði hún hann við hjálminn, riffil- inn og sjálfsvirðinguna. Heil herdeild hefði getað þrammað fram hjá honum inn í húsið án þess að hann hefði gert sér minnstu grein fyrir því. Við Renee flýttum okkur fram hjá þeim inn í korta- herbergið. Ég var ekki með myndavél, né heldur var ég gæddur myndavélarminni. En ég þekkti aðstæður orðið all- vel og gat gert mér grein fyr- ir því, sem inn á kortið var merkt, sérstaklega stöðu þýzku hersveitanna — og dró af þeim ályktanir um heppileg- ustu árásarstaðina fyrir okkur. Teikmbólum hafði verið stung- ið á upphleypt veggkort og áttu að tákna stöðvar flug- hersins, voru engir flugvellir sjáanlegir í námunda við svæð- ið suður af Stuttgart né heldur var liægt að gera sér grein fyrir, að þarna myndi vera um eldflaugastöð að ræða. — Flýttu þér, hvæsti Renee. Hvað heldurðu að Elvira geti afborið þetta svín lengi? ÉG VAR búinn að ná öllu því, sem ég þurfti. Við flýttum okkur út, og fram hjá Elviru og verðinum. Elvira veitti okk- ur athygli, yfirgaf vörðinn rétt á eftir og kom til okkar, þar sem við biðum bak við húsið. Hún rétti mér skammbyssu. — Það stendur herforingja- bíll fyrir framan, sagði hún. Við verðum að freista þess að bruna í gegnum hliðið. Renee verður að keyra. Þú verður með byssuna. Nokkrum mínútum síðar klifraði ég upp í bílinn til Renee. Við beygðum okkur niður; og þegar við vorum tilbúin, setti Renee bifreiðina í gang og brunaði af stað. Verð- irnir við hliðið voru mitt aðal- áhugamál, og þeir snerust á hæli með rifflana í höndunum. Þá gerðist nokkuð, sem við höfðum ekki reiknað með. Ljóskastari rauf myrkrið og ljósgeisli féll beint á bílinn. Þarna var þá varðturn, sem gert hafði verið viðvart. Ég heyrði ógnþrungið væl síren- unnar, þegar aðvörunarmerkið var gefið. — Af stað! grenjaði ég til Renee. í gegnum hliðið! Bíllinn hentist af stað og ég fékk nóg að gera með skammbyssuna. Fyrstu skotin fóru út í bláinn af loftköst- unum, sem bíllinn tók, en þau næstu hittu betur. Annar vörðurinn féll. En hinn skaut á okkur allt hvað af tók, og svo var vélbyssa farin að gelta uppi á varðturnirium. — Beint á hliðið! öskraði ég. Ég sneri mér skyndilega við og miðaði á ljóskastarann. Ég hitti ekki. Tvö næstu skot geig- uðu líka. Byssukúlur nazistanna rót- uðu upp jarðveginum allt um- hverfis okkur og skullu á bíln- um svo nötraði undan. Ég hleypti af síðasta skotinu úr byssunni. Það gnast í óhugn- anlega stórri perunni, þegar hún splundraðist. í kolniðamyrkrinu skall bíll- inn á hliðinu og í gegnum það. Vírtætlur og spýtnabrak hent- ist umhverfis okkur og á okk- ur, og ég kastaðist aftur á bak og beint í fang Elviru, mjúkt og hlýtt. Hliðvörðurinn skaut nokkr- um skotum í áttina til okkar, en gat ekki miðað af neinni nákvæmni í myrkrinu og brátt vorum við komin úr skotfæri. — Þú verður að koma okkur yfir til þinna manna, kallaði Renee yfir öxlina til mín. Ann- ars gerir Von Stassen út af við okkur. — Ég skal koma ykkur þangað, lofaði ég, og Elvira mjakaði hendinni aftur fyrir hnakkann á mér. LEIÐIN gegnum víglínu Þjóð- verjanna, yfir til okkar manna, var hvorki hættulaus né auð- veld yfirferðar. Það tók okk- ur þrjár vikur að komast alla leið, og urðum við að hírast að mestu í gömlum útihúsum eða gr’pahúsum, milli þess sem við þumlunguðum okkur áfram. Þessi tími er sá lang- ævintýraríkasti á stríðsferli Framh. á bls. 5 WWVW^M/VWVVWUVVWVWW^AWUVUWIMIVVVWUV^ BRIDGE- ÞÁTTUR Suður gefur. — Báðir á hættu. — Spilin liggja þannig: Norður: S: A 5 3 H: A8 5 4 T: 7 2 L: 7 6 42 Vestur: Austur: S: KQJ 10 76 S: 9842 H: K J 6 H: Q 9 7 T: 3 T: 6 5 L: AJIO L: Q 9 8 3 Suður: S: Enginn H: 10 3 2 T: AKQ J 10 9 8 4 L: K 5 Sagnir fóru á þá leið, að Suð- ur sagði 1 tígul, Vestur 2 spaða og eftir pass Norðurs og Aust- urs hljóp Suður í 5 tígla, sem hann fékk ódoblaða. Vestur spilaði út spaða K, og Suður sá, að hann gæti ekki með góðu móti unnið sögnina ef Vestur hefði lauf Á. Og ef Suður tapaði sögninni, myndi hann fá orð í eyra frá Norðri: „Hvernig datt þér í hug að hoppa í fimm tígla? Ég lagði upp tvo ása og hafði þó ekki opnað munninn! Samt tapaðir þú spilinu! Ef þú rek- ur viðskipti þín svipað því sem þú segir í spilum, verðum við ekki lengi að komast á fá- tækrastyrk!“ Og Suður, sem spilaði við konuna sína í Norðri, yrði ein- faldlega að sitja kyrr og svara: „Já, ástin.“ En þegar Suður var að kom- ast að þessari hryllilegu niður- stöðu, sá hann svolítinn ljós- geisla í myrkrinu. Hann tók fyrsta slaginn á spaða Á í borði, kastaði hjarta af hendi og spilaði svo hjarta úr borði. Austur lét hjarta 7 og Suður 10. Vestur tók á G og spilaði spaða aftur, sem Suður neydd- ist til að trompa — auðvitað með háum tígli. Sagnhafi spilaði síðasta hjartaspili sínu undir Á blinds, trompaði hjarta með tígul 9, tók á tígul Á og spilaði tígul 4 undir 7 blinds. Nú gat hann tekið slag á síðasta hjarta blinds, kastað síðasta laufinu af hendi og unnið þannig spilið. Skarpskyggn lesandi hefur auðvitað séð, að Austur gat fellt sögnina með því að taka hjarta á D í öðru útspili. Hann varð því næst að spila laufi. Þetta hefði verið gott og bless- að, en fáir verjendur hefðu verið svo snjallir að gera þetta við spilaborðið. Og þess vegna er bridge spil þeirra, sem segja of hátt.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.