Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 20.10.1972, Page 2

Ný vikutíðindi - 20.10.1972, Page 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDi Útgeíandi og ntstjón: Geir Gunnarsson Ritstjóm og auglýsmgai Hverfisgötu 101A, 2. hæð ^ími 26833 Pósth. 5094 Frentum Prentsm. Þjóðviljane Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Bílstjórinn og dropinn Hjónaband er | eiiiis ogr ítiorfiii Illnn dulafulli dauðdagi síðustu eiginkonu læknisins kom upp liinn langa glæpaferil hans Settur hefur veriö' sem gjaldkeri sameið'inlegs sjóðs gjaldbegna íslenzkra ríkis- ins, fyrrverandi undirtitla kaupfélags á Suð-vestur- landi. Er okkur sagt að hann hafi verið óaðfinnan- legur jeppabílstjóri og að ekkert hafi vantaö í kass- ann hjá honum. Hann kunni að rífa kjaft við vanskilamenn, var harð- ur rukkari, og borgfirskir bænudr beittu honum eins og nauti í flagi fyrir styrkj- um, sem þeir fengu greidda Þetta þótti lögfróðum for- ustumönnum þingflokks hans harla góð meömæli með manninum og létu hann hafa peningaráð þjóð- arinnar líka með höndum! Ekki höfum við á móti manninum sem slíkum, þótt stórfyrirtæki einkahags- munamanna myndu tæp- lega gera hann að fjármáia ráðherra sínum. Þar myndi vit en ekki stjórnmálaskoö- anir ráða meiru. Vonandi fer Halldór Sig- urðsson, núverandi fjármála ráðherra íslenzka ríkisins meira eftir ráðum skyn- samra menntamanna en hyggjuviti sínu, sem sum- um finnst ábótavant — eft- ir ýmsu því í skattamálum og fleiru frá hans hendi bera vott um. Það getur líka vel veriö að bændahöfðingjar hafi bíl og einkabílstjóra til þess að skoða rollurnar, en að fulltrúi þeirra aö fá ofsalega meira í snattkostnað en Ing ólfur á Hellu, meðan hann var bændamálaráðherra, skilja þeir ekki. Ef litlir karlar komast í há embætti, kunna þeir sér ekki hóf. Halldór fjármálaráðherra ætti tiJ dæmis að segja upp starfi bílstjóra síns, eða borga honum úr eigin vasa, og sýna þannig í reynd, að hann vilji spara ríkissjóði — sjóös okkar útsvarsgreiö- enda — einhverja peninga í raun og veru. Þetta er aö vísu dropi i hafið. — En segir ekki skáld ið, að dropi geti breytt veig heillar skálar? Nú, dropinn er sigur- stranglegur í fleiri tilfellum. Hann molar bergið og get- ur látið út af flóa í drykkj- aríláti. — Svo er líka sagt, að eftir höfðinu dansi lim- irnir. ÞAÐ var komið undir mið- nætti, og Andrew Brown lækn- ir var að búa sig undir að hátta eftir mikinn annadag, þegar síminn hringdi. Eldri starfsbróðir hans, R. G. Cle- ments, var í símanum. „Heyrðu, Brown, geturðu ekki litið yfir til mín?“ spurði Clements kvíðafullur. „Það er konan mín. Ég er hræddur um að hún sé að deyja.“ „Ég skal koma strax,“ svar- aði Brown læknir. Hann þreif rykfrakkann sinn og hattinn, greip töskuna sína og þaut út í bílinn. Hann ók hratt til heimilis Clements læknis í bænum Southport í Englandi, skammt fyrir norðan Liver- pool. Clements var þrekvaxinn maður um sextugt. Hann tók á móti honum í dyrunum. „Gerðu svo vel að ganga tíðlega. „Það kann að vera,“ svaraði hann. „Ég skal hringja eftir sjúkrabíl.“ Á MEÐAN Clements var í símanum beygði Brown sig yf- ir helsjúka konuna og opnaði augnalok hennar með næmum fingrunum. Hann varð furðu lostinn, er hann sá í augu hennar. Sjáöldrin voru saman- dregin í nálaraugu. Brown var fær læknir, og hann vissi strax, að blóðkrabbi veldur ekki slíkum samdrætti sjáaldranna. Það eina, sem hann vissi, að gæti orsakað þetta, var morfín í stórum skömmtum. Auk þess vissi hann, að stór skammtur af morfíni gat einnig valdið öðr-1 um sjúkdómseinkennum kon-1 unnar, rænuleysi, lágum blóð-' Clements læknir var snillingnr í samræðum og sundurgerðar- maður í klæða- burði. inn, Brown,“ sagði hann. „Amy hefur versnað. Ég er hræddur um að við getum ekki mikið gert, en ég vildi Ieita álits annars læknis. Ég hringdi í Holmes lækni, en hann var ekki heima.“ Brown vissi að frú Clements hafði verið veik um sex mán- aða skeið, og hann hafði heyrt að hún þjáðist af blóðkrabba. Hún hafði legið rúmföst mest- an þennan tíma, en stöku sinni hafði henni liðið nógu vel til þess að fara í stuttar gönguíerðir með manni sínum. Brown skoðaði hana og komst að þeirri niðurstöðu, að hún átti skammt eftir ólifað. Hún var alveg rænulaus. Slag- æðin sýndi lágan blóðþrýsting, og andardráttur hennar var svo lítill, að hún heyrðist vart draga andann. „Ég er hræddur um að þetta sé vonlítið,“ sagði Brown al- varlegur í bragði. „Sennilega er bezt að flytja hana í sjúkra hús.“ Clements kinkaði kolli há- þrýstingi og veikum andar- drætti. En hann gat ekki skil, ið, hvers vegna blóðkrabba- sjúklingur hefði fengið morfín- skammt. Hann stóð andspænis mikil- vægri ákvörðun. Hann gat ekki skilið hvers vegna Cle- ments hafði ekki tekið eftir ástandi sjáaldra konu sinnar. Ætti hann að nefna það við Clements — spyrja hann hvers vegna þetta væri svona? Brown hugsaði málið og á- kvað að bíða átekta. Hann vissi að Clements var í æstu skapi, þar sem hann vissi að kona l.ans myndi deyja innan fárra klukkustunda. Auk þess hafði Clements beðið Holmes lækni að skoða sjúklinginn, og Holmes myndi án efa koma fljótlega. Það væri því hlut- verk Holmes að skoða sjúkl- inginn og skila skýrslu um þá rannsókn. Clements kom aftur úr sím- anum. „Þeir ætla að senda sjúkrabíl strax.“ Fimmtán mínútum síðar kom sjúkrabíllinn. Frú Clements var flutt í honum, en Clements og Brown fylgdu á eftir í bif- reið Browns. Clements sat þög- ull mestan hluta leiðarinnar. „Ég hefi búizt við þessu,“ sagði hann dauflega, „en samt sem áður er þetta mikið áfall, þegar það kemur.“ Brown muldraði eitthvað samúðarskyni. Skömmu seinna var deyjandi konunni komið fyrir í sjúkrarúmi, og Holmes læknir kom. Brown skildi sjúkl inginn eftir í hans umsjá og ák heim. Þetta var allt mjög dularfullt, en hann var þess fullviss, að málið myndi skýr- ast við nánari rannsókn á sjúkl ingnum, og vissulega að kon- unni látinni. FRÚ CLEMENTS dó næsta morgun, 27. maí 1947. Aðrir sjúklingar og önnur vandamál áttu hug Browns læknis á meðan, en blaðafregnir af láti konunnar næsta dag vöktu mikla athygli hans. Þar var stutt frásögn af ævi- ferli hennar, og hún var sögð 47 ára og hafa látizt úr blóð- krabba. Blóðkrabba! Brown læknir var steinhissa. Það var hugsan- legt að frú Clements hefði haft blóðkrabba, en það gat ekki skýrt samdrátt sjáaldranna. Hann gat ekki fundið neina skýringu á því aðra en mor- fínið. Brown hugsaði þetta vanda- mál góða stund. Honum fannst það ekki viðkunnanlegt að sak fella einn né neinn, en samt sem áður fannst honum eitt- hvað dularfullt við þennan an dauðdaga; og honum fannst það vera skylda sín, að gera yfirvöldunum viðvart og láta þau framkvæma þá rannsókn, sem þau töldu nauðsynlega. Hann sneri sér því til líkskoð- anda sýslunnar, sem hét Corne- lius Bolton. „Guð minn góður!“ sagði Bolton. „Þetta er alvarlegt mál. Við verðum að minnast þess, að Clements er einn mik- ilsmetaasti læknirinn hér um slóðir.“ „Ég veit það,“ samsinnti Brown. „Ég er bara að segja þér hvað ég sá.“ „Og þú telur að morfín hafi orsakað samdrátt sjáaldr- anna?“ „Ég get ekki skilið, hvað það ætti að vera annað. Sannarlega ekki blóðkrabbi." Bolton lét aðstoðarmann sinn ná í dánarvottorðið. Á því stóð, að frú Clements hefði dáið úr blóðkrabba og það var undir- ritað af lækninum Holmes og líka Clements. „Clements er læknir,“ sagði Bolton. „Hvers vegna tók hann ekki eftir sjáöldrunum?“ „Ég get ekki svarað því,“ sagði Brown læknir. „Að sjálf- sögðu var hann í miklum taugaspenningi.“ „Já, þetta er mjög undar- legt,“ sagði Bolton. „En aðal- atriðið er, að grunur liggur á, að frú Clements hafi ekki dáið úr blóðkrabba heldur af völd- um morfíneitrunar." Hann stóð upp. „Ég vil þakka þér fyrir að hafa komið til mí.i með þessar upplýsing- ar. Ég held að það sé bezt að fyrirskipa frestun á útförinni, þar til málið hefur verið rann- sakað nánar." — • — BO.LTON hringdi síðan til W. H. Lloyds, yfirmanns rann- sóknarlögreglunnar, og sagði honum hvað Brown hefði sagt. „Þetta er mjög sérkenni- legt,“ sagði Lloyd. „Ég geri ráð fyrir að líkið hafi verið krufið að venju. Það er ekki nema ein leið fær, til þess að fá úr þessu skorið, og það er að fyrirskipa aðra líkskoðun. Ef eitthvað af morfíni finnst, getum við haldið áfram rann- sókn málsins.“ W. H. Grace læknir var fenginn til þess að kryfja líkið aftur. Nokkrum klukkustund- um síðar hringdi hann til Lloyds og skýrði honum frá því, að útilokað væri að blóð- krabbi hefði verið banamein frú Clements. „Ég hefi ekki fundið nein einkenni blóð- krabba eða önnur einkenni eðli legs dauðdaga." „Jæja, svo að hún hefur þá ekki hlotið eðlilegan dauðdaga. Er þetta þá morfíneitrun?“ spurði Lloyd. „Ég hefi ekki fundið neitt morfín, og það getur reynzt erfitt að finna það. Það stend- ur þannig á því, að mestöll innýflin hafa verið fjarlægð, og þar væri helzt að finna eitrið.“ „Á ég að trúa þessu? Að þau finnist ekki?“ „Já, það lítur út fyrir að læknirinn, sem krufði líkið í fyrra skiptið, hafi fleygt þeim.“ Lloyd gretti sig, þegar hann þakkaði lækninum og lagði á. Hann kallaði á aðstoðarmann sinn. „Þetta er mjög óvenju- legt verkefni, sem ég ætla að fela þér. Ég þarf að biðia þig um að fara í líkhúsið og leita þar að innýflum. Ef starfs- mennirnir vita ekki um þau, verðurðu að tala við Holmes lækni. Ég geri ráð fyrir að hann hafi krufið likið fyrst." Lloyd vann að rannsókn málsins og var viss um, að eitthvað væri bogið við þetta

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.