Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.10.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 27.10.1972, Blaðsíða 3
NÝ VIKUTÍÐINÐ! 3 sicyldi hafa komið — núna. Ætli hann gruni allt? Jón fékk sér í glasið og 'drakk út. Síðan sneri hann sér að konu sinni og sagði kankvís- lega: „Hvað heldurðu að ég hafi krækt í, fyrir þig, kona góð?“ „Það veit ég ekki.“ „Gettu.“ „Kaffimiða?“ „Nei.“ „Hrærivél?“ „Nei.“ „Ja, þá veit ég það ekki. Viltu ekki segja mér það?“ „Sjáðu sjálf,“ sagði Jón og rétti henni kassann með silki- sokkum Lárusar. „Ég gef þér þessa vandfengnu vöru í tilefni dagsins.“ Lárus sá allar vonir sínar hrynja. Karlinn var fjandanum slyngari. Hann lézt ekkert skilja, en skildi þó allt. Nú var bara að sleppa sem fyrst, áður en karlinn yrði ör af víninu — því að þá gat hann tekið upp á einhverju —• hæglátir menn urðu oft illa reiðir. Hann varð að sleppa — og láta þeim allt eftir — ástarævintýrið — vín- ið — og silkisokkáha. Hér þýddi ekkert að steyta görn. Nú hafði Ásta lagt hendurn- ar um hálsinn á manni sínum og kyssti hann innilega. Það var gullarmband um úlnlið hennar. Lárus notaði tækifærið og laumaðist út. Um leið og hann smaug út um útidyrnar tautaði hann í barm sér: „Já, verzlun er alltaf verzl- un.“ KOMPAN Kínverjar. - „Djúm-djúm”. Spámennska. - Umferðin og slysin. Stefnumút • • Okufantar. ^tnaiaqa etfth Raggi klifraði upp á vegginn og lét sig falla niður í húsa- garðinn, sem umkringdi vill- una. Þegar hann kom niður í blómabeðið í garðinum, leit hann á klukkuna. Hún var rúm lega hálf ellefu — hann mátti engan tíma missa. Hann stefndi heim að húsinu, í áttina að austur-álmunni, því að þar var svefnherbergi Dóru! Dóra! Hann brosti í myrkr- inu. Hvílík stúlka! Mikið vildi ,hann gefa til þess að hún gajti tekið ákvörðun, annað hvort til hins betra eða verra. , Auðvitað var hún dauðhrædd við foreldra sína, og þau voru ekkert hrifin af því að eldri dóttir þeirra giftist umferðar- sala. Og ef þau voru ekki hrifin af einhverri hugmynd, þá var það sama sem að sú hugmynd væri algerlega útilokuð! Hann var kominn að auða svæðinu umhverfis húsið, og læddist nú gætilega þvert yfir akveginn. Mikið skrambi hafði hann ver ið slyngur, þegar hann náði sam bandi við Jenný, yngri systur Dóru. Hvað skyldi hún annars vera gömul — átján — nítján ára? Hvað sem því leið, þá hafði hún að minnsta kosti nóg bein í nefinu — foreldrarnir hræddu hana ekki! Hún hafði staðið sig eins og hetja við að flytja skilaboð á milli. Hann myndi hafa tapað öllu sambandi við Dóru, ef Jenný hefði ekki hjálpað þeim! Og nú var svo komið, að ann- aðhvort var að hrökkva eða stökkva. Því foreldrar Dóru höfðu ákveðið að pússa hana saman við einhvern Willa Nest- or, sem var þarna úr nágrenn- inu, einn af þessum ungu græn- ingjum, með kvai'nir í stað heila og nóg af peningum í handraðanum. Svo að Raggi varð að hitta hana, og hafði sent henni skilaboð með Jenný. Hann var nú á leiðinni á það stefnumót. Þetta var úrslitatilraun hans við að halda í hana. Hvern fj...... skipti það máli, þó hann væri aðeins um- ferðarsali? Hann stóð sig vel, ekki bar á öð«u. Hvers vegna ætti hann að £tei)en IfcuHCf þola það, að honum væri ekki gert jafn hátt undir höfði og öðrum? Bara ef Dóra hefði bein í nef- inu eins og Jenný, þá myndi allt falla í Ijúfa löð. Nú varð hún að taka ákvörð- un í kvöld. Annaðhvort yrði hún að standa uppi í hárinu á foreldrum sínum og giftast honum, eða að öðrum kosti var öllu lokið á milli þeirra. Það var sannarlega kominn tími til þess, að hann fengi að vita eitt- hvað ákveðið. Hanri ■ stökk yfir nokkur blómabeð óg .var brátt kominn að svölunum við svefnherbergi Dóru.. Sterkir vafningsviðir þöktu húshliðina, og að andartaki liðnu var hann kominn upp á svalirnar. Um leið og hann ætlaði að opna dyrnar, sem lágu út á sval irnar, kom fínleg kvenhönd út um gættina, tók í hönd hans og togaði hann innfyrir. Hann faðmaði grannan líkama að sér, þrýsti henni innilega að brjósti sér, og fann þrýstnar og heitar varir hennar með sínum, áfergjufullur, ákafur. Ah, — hvílík kona. Hann hafði aldrei notið þess jafn inni lega að kyssa Dóru — hún hafði aldrei fyrr lagt svo mikið í kossa sína. En smátt og smátt varð honum ljóst, að þessi kona var lágvaxnari og fjaðurmagn- aðri en hann minnti að Dóra væri, og auk þess var hún nú að reyna að losna úr faðmlög- um hans. ,,Hæ,“ röddin virtist ókunn- ug. „Viltu gera svo vel og stilla þig, gæðingur?“ Hann sleppti henni sam- stundis og tapaði henni í myrkr ið. Það heyrðist svolítill smellur, og ljósið frá svefnherbergis- lampanum sýndi honum mis- tök hans. „Jenný .. .!“ Hún sat á rúminu, klædd næfui'þunnum silkislopp utan yfir enn þynnri náttfötum. Ah, — hvílík opinberun. Hönd hans skalf, er hann lagaði slifsið sitt. Hún leit glettnislega framan í hann. Framh. á bls. 4 Vitað er að Kínverjar hafa í hartnær hálft ár verið á höttunum eftir hentugu húsnæði fyrir sendiráð. Fulltrúar Al- þýðulýðveldisins hafa dvalizt hérlendis mánuðum saman í húsnæðisleit, en að því er virðist ekkert orðið ágengt, eða réttara sagt hafa ekki fundið það, sem þeir þykjast geta gert sig ánægða með. Nú hefur það hins vegar kvisazt, að kínverskir séu í þann veginn að kaupa húseign í Garðastræti no. 39. Sagt er að Kínverjar hafi boðið of fjár í hús- eignina, en núverandi eigendur eru, eft- ir því sem næst verður komizt, Kjartan á Guðnabakka, Kristján í Últíma og Ragnar í Markaðinum. Sagt er, að það sem Kínverjar sjá öðru fremur við húseign þessa, sé það, hve vel hún er staðsett í borginni. Rit- höfundasambandið og Vinnuveitenda- sambandið er alveg á næstu grösum, að ekki sé talað um Rússneska sendiráðið; en ástæða er til að haí'a auga með Rúss- um. Með sterkum kíki mun vera hægt að sjá inn unt gluggann á ameríska sendi- ráðinu(I), sem er að vísu hinurn megin við Tjörnina; hvergi sést ameríska sjón- varpið betur en á þessum stað í borg- inni, enda hægt að sjá suður á Mið- nesheiði úr þakgluggum hússins. Þá eru höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks- ins í næsta húsi og Alþingishúsið í beinu skotmáli ef mikið liggur við. Sem sagt, eins og Kínverjar segja svo oft: „Djúmm-Djúmm-djávádjá“, sent á íslenzku útleggst í lauslegri þýðingu „hreint ekki sem verst“. Margar góðar sögur eru sagðar af Þor- Iáki Jónssyni, föður Ölafs Þorlákssonar sakadómara, og vafalaust margar sann- ar. Hér er ein, sent sögð er dagsönn. Eitt sinn kont Þorlákur að máli við Jónas Guðntundsson píramídaspámann og segir: ■ ■■•■■•■■■■■■■■■■M-H ■«*■«■■■•■«■* „Hvernig er hægt að hætta að drekka?“ „Með því að tala við Jesú,“ svaraði spántaðurinn. „Nei, þá tala ég nú frekar við hana Margréti á Öxnafelli,“ svaraði Þorlákur unt hæl. Brýn þörf er á því að fara að endur- skoða þær kröfur, sem gerðar eru til aksturshæfni fólks og það þá ekki hvað sízt aldraðs fólks. Það er að vísu staðreynd, að ungl- ingar á aldrinunt 17—18 ára valda einna flestum umferðarslysununt, en eigi að síður vita allir, að aksturshæfni þeirra er sáralítið ábótavant í flestunt tilfell- unt, ef undan er skilin árátta unglinga að aka eins og vitfirringar á ofsahraða í umferðinni. Rétt er það, að kröfur til bílprófs hafa á undanförnum árum verið auknar að mun, en þær kröfur virðast að ntestu vera bóklegar. Umbúðalaust er talsvert af gamalntennum undir stýri hér í borg- inni, fólk, sem teljast verður stórhættu- legt bæði sér og öðrunt. Og enn einu sinni er vert að minna á, að lögregla þarf að gera sér það Ijóst, að hún ltefur fleiri skyldum að gegna gagnvart ökumönnunt en að sekta þá J fyrir að leggja bílum sínunt ekki alveg ■ sent skyldi. Hvernig væri að fara að hafa ögn 5 nteira auga með ökuföntum, sem ár eftir ár komast upp með að stunda kappakst- ■ ur bæði í miðborginni sem og í íbúðar- ■ hverfum, þar sem úir og grúir af börn- ■ um að leik á hinum dæmigerðu leikvöll- ■ um höfuðborgarinnar, götunum. Hljóðkútalausir á ískrandi dekkjum ! djöflast þessir níðingar um göturnar ár Z eftir ár, án þess að lögreglan virðist sjá ; þá. Undir smásjá með ökufanta af þessu ■ tagi! ASSA.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.