Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.10.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 27.10.1972, Blaðsíða 6
6 NÝ ViKUTÍÐttSfÐI YFIRHEYRSLA Þótt ekki geti kallazt langt í kaupstaðinn að heiman, þá fer ég samt ekki oft þangað. Kannske einu sinni í viku. Þegar maður vnnur allt heima hjá sér, þá er engin þörf á því að fara oftar. Þennan dag hafði ég farið þessa venjulegu ferð og komið heim um hálf-átta leytið — líka alveg eins og venjulega. „Halló, elskan! Skemmtir þú þér vel?“ sagði Elísabet. Hún segir þetta ævinlega. Og þegar ég hef sagt: „Já, þakka þér fyrir, elskan,“ og kysst hana, lætur hún það gott heita. Ekki þó í þetta sinn. „Hvert fóstu?“ spurði hún, þegar við sátum að kvöldverði. „Til London. Það veiztu vel,“ svaraði ég. „Já, en hvar komstu í Lon- don?“ „Ó, það veit ég ekki. Á þessa venjulegu staði.“ „Hverjir eru þessir venju- legu staðir?“ Ég ieit undrandi á hana. Svipur hennar var óvenjulegur — harður og ákveðinn. Hún hafði eitthvað sérstakt í huga, á því lék enginn vafi. „Við skulum sjá. Ég kom á Waterloo-stöðina um ellefu- leytið. Þaðan fór ég beint til Fleet Street —“ „Með strætisvagni pða peð- anjarðarlest?“ spurði Elísabet. „Hvorugt — gangandi,“ mér fannst ég hafa svarað vel fyrir mig með þessu, þótt mér væri ekki alveg ljóst hvers vegna. „Hvers vegna gekkstu?" „Ég hafði nægan tíma og mér finnst alltaf gaman að ganga yfir ána.“ „Hvernig stóð á sjávarföll- um, var fjara eða flóð?“ Ég leit aftur á Elísabetu enn meira undrandi en í fyrra skiptið. Hvers vegna var hún að spyrja mig um öll þessi smáatriði. „Það var hækkandi — flóð sem sé.“ „Ég skil. Haltu áfram.“ „Ja — þetta er nú eiginlega allt og sumt.“ „Þú gekkst eftir Strandgöt- unni cg upp í Fleet Street, var það ekki? Mættirðu nokkr- um, sem þú þekktir á leið- inni?“ Hafði einhver séð mig án þess að ég tæki eftir? En hvað um pað, ég var með hreina samvizku. „Ég tók ekki eftir neinum sérstökum, elskan mín.“ „Og svo fórstu að sinna verzlunarerindum?" „Já, ég hitti þessa venjulegu menn.“ „Herra Brickley hringdi ' morgun og spurði, hvort þú kæmir til borgarinnar í dag,“ sagði Elísabet. „Ég veit það. Hann sagði mér það. Hann hlýtur að hafa hringt rétt eftir að ég fór.“ „Já, rétt á eftir,“ viður- kenndi Elíabet. „Hvað varstu lengi að ljúka af verzlunarer- indum þínum?“ „Ekki mjög lengi. Ég var bú- inn um eitt-leytið.“ „Varstu búinn svo snemma!" sagði Elísabet og leit á úrið. „Nú, hvað er þetta, þú veizt að ég er alltaf allan daginn, þegar ég fer á annað borð.“ „Já, ég veit það,“ sagði Elísa- bet. Mér fannsa hún vera hálf þurr á manninn. „Hvað fórstu að gera klukk- an eitt?“ „Hvað gengur eiginlega á!“ sagði ég ergilega. En svo stillti ég mig. Ég vissi, að ég var sak- aði billiard dálitla stund. „Þú spilar aldrei billiard,“ sagði hún strax. „Jæja, bob þá,“ sagði ég og gat ekki gert að því að roðna eins og ég væri að skammast mín iyrir eittthvað. „Bob — e-hm? Og móti hverjum spilaðirðu?“ „Ég — ég veit það ekki hvað þeir hétu.“ „Svo! En hvað það var skrýt- Meiiit skililu varast að íyljíja off iiákva‘inlc^a öllum ráAlcggí iii*iim. scm þcir sjá í límariíiim varöandi sainbúA lijjóna. laus, en ég vissi líka, að ef maður missir stjórn á skapi sínu, lítur það ævinlega grun- samlega út. „Ég fékk mér að borða.“ ',,Einn?“ spurði Elísabet og hálf-sönglaði um leið. „Já, einn, og ef einhver hef- ir sagt þér eitthvað annað, þá hefur sá hinn sami logið í þig,“ hreytti ég út úr mér. „En þótt ég segi að ég hafi borðaö einn, þá borðaði ég að minnsta kosti með fimmtán öðrum. Ég fór í klúbbinn og þar er eitt stórt kringlótt borð eins og þú veizt.“ „Hvað borðaðir þú?“ Það var komið þvílíkt æði á mig. að ég gat ekki munað það í svip. „Við skulum nú sjá — ég — ég — hm —“ „Skrýtið að gleyma hvað maður borðar!“ Hún lyfti brún- um. „Ég fékk steikta ýsu og lauk og tvíbökur og ost,“ rausaði ég út úr mér og sleppti að minnast á súpuna og rúnn- stykkið, til þess að matseðill- inn hljóðaði sparsemdarlega. „Svo þú varst í klúbbnum?“ sagði Elísabet og lifnaði öll. „Hver sagði að ég hefði ekki verið þar.“ „Ó, enginn.“ Ég lagði frá mér hnífinn og gaffalinn. „Hvað á þetta allt að þýða? Ég fer þangað ævinlega.“ Hún hafði þó ekki farið að hringja? En dyraverðirnir okkar eru vel tamdir. Þegar kona ein- hvers hringir, þá svara þeir ævinlega: „Ég skal athuga mál- ið, frú.“ Svo koma þeir til manns og spyrja með kindar- legum svip: „Eruð þér í klúbbnum, herra?“ Þeim hefði áreiðanlega ekki dottið í hug að segja að ég væri ekki í klúbbnum. „Hvað gerðirðu eftir mat?“ sagði Elísabet jafn róleg og á- kveðin og fyrr. Ég hnyklað: brýnnar. Mér fannst eins og ég væii að reyna að búa mér til einhvers konar ólöglega fjar verusönnun. „Ég fór inn á krá og fékk mér glas og rabbaði þangað ti! kránni var lokað. Það var auð- vitað klukkan þrjú, að sjálf- sögðu. Svo fór ég og spil- ið — að vita ekki við hvern maður spilar.“ „Alls ekki, klúbburinn er fjölmennur, eins og þú veizt. Þeir nafa líklega verið nýir fé- lagar — eða þá gamlir.“ „Ég skil,“ sagði Elísabet með áherzlu. „Og hver vann?“ „Ja, satt að segja þá unnum við fyrri leikinn, en töpuðum þeim seinni.“ „Og þú varst í klúbbnum all- an tímann. Hvað var klukkan þegar þú hættir að spila bob?“ „Það hef ég enga hugmynd um. Ég á við — flýtti ég mér að bæta við, „klukkan hlýtur að hafa verið orðin fjög- ur. Svo fór ég og fékk mér te.“ „Með hverjum?“ „Með sjálfum mér úti í klúbbforstofunni, við lítið borð í hægindastól. Þjónninn, sem færði mér það heitir Clarense og skiptir í miðju enni.“ „Og hvað eftir teið?“ „Las ég blöðin. Þvoði mér og greiddi. Þá var klukkan órð- in sex. Svo leit ég inn í krána og talaði við nokkra kunningja mína yfir bjórkollu. Klukkan kortér fyrir sjö fékk ég mér bíl — fór í neðanjarðarlestinni til Waterloo og nú er ég kom- inn hingað,“ sagði ég og prís- aði mig sælan yfir að dagurinn skyldi vera búinn. „Jæja,“ sagði Elísabet. „En hvað hétu þessir, sem þú drakkst með bjórinn um kvöld- ið?“ Þetta var síðasta hálmstráið. Ég stóð upp og kastaði servíett- unni frá mér. „Hvaö í ósköpunum gengur eiginlega að þér, kona; hvað ertu að fara? Út með það!“ hrópaði ég. „Hvaða grunsemd- ir ertu með. Heldurðu að ég hafi tarið að skemmta mér með ijóshærðri hispursmey, eða drukkið og svallað á ein- hverjum neðanjarðarstað? S,tol- izt í fjárhættuspil? Eða ■—■“ Ég gat ekki munað eftir néinu fleiru í bráðina. Raunamædd- ur hlassaði ég mér ofan í sóff- ann og greip fyrsta tímaritið, sem ég kom auga á. Það var eitt af þessum kvennaheimilisritum, sem Elísa bet kaupir í hundraðatali. Ég byrjaði að lesa grein, sem hét „Elskar maðurinn þinn þig enn þá?“ „Vertu ekki alltof viss um manninn þinn,“ byrjaði ég að lesa. „Sýndu að þú hafir áhuga á honum. Þegar hann kemur heim á kvöldin, þá spurðu hann hvað hann hafi verið að gera um daginn. Karl- menn hafa mjög gaman að tala um störf sín (hégómagirnd) og þótt þér leiðist að hlusta á það, þá verður hann glaður og hreykinn og heldur að þú —.“ Það heyrðist andvarp frá hurðinni. Ég stökk á fætur. „Fyrirgefðu mér, elskan, að ég tók þetta illa upp fyrir þér — ég vissi ekki að þú læs- ir svona ritsmíðar.“ „Ég geri það heldur ekki oft- ar,“ sagði Elísabet. Svo kyssti hún mig og reif blaðið úr rit- inu og fleygði því í eldinn. (Þýtt). Hitt og þeíta Óhermannlegur leikari Gamanleikarinn Phil Silvers lék yfirliðþjálfa í Hollywood- mynd. í hádegisverðarhléinu flýtti hann sér út í veitinga- stofu skammt frá kvikmynda- verinu og til þess að spara tíma fór hann ekki úr einkenn- isbúningnum. En það hefði hann ekki átt að gera. Fyrst var honum rnein aður aðgangur að veitingasaln- um, því þar var ekki óskað eftir lágt settum foringjum sem gestum. Því næst hund- skammaði liðsforingi hann fyr- ir að heilsa ekki að hermanna- sið, og loks úthúðaði höfuðs- maður nokkur hann fyrir, hvað hann væri „óhermannlega gild- ur um mittið.“ Sálfræðingur ver tengdamæður Enskur prófessor í sálfræði hefur skrifað grein til varnar tengdamæðrum, þar sem hann heldur því fram, að þær verða oft að þjást óverðskuldað meira en flestir aðrir. „Persónulega þekki ég til margra illdeilna, þar sem tengdamóðir á í hlut, en sem í flestum tilfellum var öðrum að kenna,“ segir hann. „Tengda mæður eru góðar, þegar hægt er að nota þær sem barna- gæzlur og fjárþúfur, en að öðru leyti virðast þær vera hunds- aðar. Ef nokkur stétt ætti að stofna með sér hagsmunafélag, þá væru það tengdamæður. Ég álít að þær gætu aflað sér talsverðra réttinda, ef þær tækju sig saman um: 1) Að neita að sitja yfir börnum. 2) Að neita að lána peninga. 3) Að hóta því að eyða því sem þær eiga, í stað þess að láta vanþakklát börn (og raun ar líka tengdabörn) fá peninga sína og eignir í arf, þegar sá tími kemur.“ ViIIti á sér heimildir ítalinn Tommasco Pintos hafði yndi af að ferðast „á þumalputtanum“ eins og það er kallað. En því miður óku flestir hílarnir framhjá honum án þess að hann væri virtur viðlits. Hann tók því þá til hragðs að fara í kvenmannsföt, og það var eins og við manninn mælt — bílstjórarnir kepptust um að taka hann upp í. En, æ, æ og ó, ó — nú sit- ur hann bak við lás og slá, vegna þess að hann hefur villt á sér heimildir. Nákvæmni Amerískur nýliði í lögregl- unni hafði handtekið drukkinn mann og skrifaði eftirfarandi skýrslu: „Samkvæmt Iögum er sá maður talinn drukkinn, sem getur hvorki staðið á fótunum né drukkið meira. Hinn hand- tekni gat ekki staðið upp, og hann gat ekki heldur drukkið meira, þc It hann ætti lögg eft- ir í vasapela. Með tilliti til þessara staðreynda áleit ég hann vera drukkinn. Þess vegna handtók ég hann.“ Þá flýði hún Ung hlaðakona við enskt vikuhlað var í New York að kynna sér borgina. í einum af ferðapistlum sínum segir hún m.a. frá heimsókn sinni til svo- kallaðs danshúss. Hún segir svo frá: „Ég var ekki fyrr komin inn í danssalinn en strákur í þröng um buxum og méð sítt hár ávarpaði mig. Hann bauð mér upp með orðunum: „Elskan, eigum við ekki að skaka okk- ur svolítið saman? Seinna um kvöldið var það annar, sem aumkaði sig yfir mig og sagði: Komdu, skvísa, ef þú ert ekki of stirð og gigt- veik! Þegar ég hafði dansað við hann, flýði ég ...“ „Unaðssemdir“ söngsins Frá Detroit berast þær frétt- ir, að úrsmiður þar í borg hafi skilið við eiginkonu sína, sem árum saman hafði gert hon.mi lífið loitt með því að syiigja dægurlög; það er að segja: nún hélt sjálf að hún syngi, en í rauninni skrækti hún verr en köttur í tungsljósi. Hvuð eftir annað báð úr- smiðurinn hana um að tempra þessa starfsemi, en ekkert stoð- aði. Hún svaraði bara: j „Þú hefur ekkert vit á söng. i vinur minn. Lokaðu augunum,

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.