Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 03.11.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 03.11.1972, Blaðsíða 3
NÝ VlKUTÍÐINDl 3 Hofgoðinn Þórður bjálki, minnti á, að gömul reynsla hefði sannað, að nauðsynlegt vseri að fórna dyggð ungrar jómfrúar á altari ásaguðsins Þórs, en líkneski af honum var í hofinu, sem reist var í fórn arlundinum. Bjálki var á þeirri skoðun, að jómfrú ísoid væri sú kona, sem gædd væri öllum þeim eig- inleikum, sem líklegastir væru til að blíðka goðin svo, að þau létu regn falla til jarðar á ný. Tillaga Þórðar varð ofaná, og hann bauðst til að vera inni í hofinu meðan fórnin færir fram. Þetta sama kvöld bai’st til- kynning þess efnis, að jómfrú ísold, myndi sem góður sam- borgari, taka á móti örlögum sínum möglunarlaust. ísold var nú prýdd og skrýdd eftir öllum kúnstarinn- ar reglum, sem væri hún að ganga til brullaups, og um miðnættið var gengið með hana til hofsins. Þórður læsti hana inni. Því næst hélt hann stutta ræðu yfir fólkinu, sem stóð fyrir utan. Ekki leið ísoldu alls kostar vel þarna, sem hún stóð alein i myrkrinu fyrir innan læstar dyr hofsins, hvað heldur var ekki von. Henni hraus hugur við að hugsa til þess, hvernig goðið, sem var úr tré, myndi bera að við að taka á móti fórn hennar. En hún lét sér ekki til hugar koma anr.að en goðið væri þess megnugt að skerða jómfrúdóm hennar. Mjög fljótlega sást móta fyr- ir einhvers konar veru í dimm- asta horni hofsins. Jómfrúin gat með naumindum stillt sig um að æpa upp. „Halltu þér í stilli, ungfrú,“ •heyrðist nú rödd Þorkels þund- urs. „Þetta er bara yðar auð- mjúkur þjónn. Það gleður ir.ig stórlega að við hittumst aftur.“ Hann beið þess ekki að hverfa að því, sem frá var horfið fyrr um daginn, og lagði arminn um mjúkt mitti stúlkunnar. „Mig uggir, að við kunnum að' vekja reiði goðanna,“ svar- aði ísold, og gerði þó ekki neina alvarlega tilraun til að komast undan manninum. „Það er ætlunin, að ég fórni Þór dyggð mína,“ útlistaði hún. Þorkell, sem jafnan hafði verið frjálslyndur í trúarefn- um, blés í skegg sér, benti a skurðgoðið og mælti: „Þessi trjámaður er ekki fær um að lyfta minnsta fingri á skrokk sínum, hvað þá þeim, sem þyngri eru.“ Þorkell sparn nú af lítils- virðingu í bakhluta goðsins, sem féll við af undirstöðu sinni, og höfuð, armar og fæt- Ur skildust frá búknum, eins og allt væri þetta fúið af elii. Þorlcell athugaði fullur við- bjóðs það sem eftir var af goð- inu. „Skömm fyrir goðspekina, að svona skuli vera búið í pott inn. Það eina, sem er einhvers virði, eru klæðin. Ég held ég verði að fá þau léð sem snöggv ast.“ Að svo búnu beindi hann at- hygli sinni aftur að jómfrúnni og gerði henni alveg ljóst, að hann væri meira en reiðubúinn til að taka á móti fórn henn- ar, Kjörinn til þess af æðri máttarvöldum. Og ísold, sem þegar var bú in að sætta sig við, að dagar hennar sem dyggðum prýdd jómfrú væru taldir, var nú greinilega þess meðvitandi, að karlmaður með hold og bloð væri það eina rétta eins og á stóð. ÞAÐ ER bezt að segja undir eins, að hafi ísold gengið til hofsins með kvíða, þá hafði Þorkell ágætislag á að koma henni í gott jafnvægi á ný. Hann afklæddi hana með nær færnum höndum, unz hún vax næstum nakin. Eins og þegar hefur verið bent á, hafði Þorkell þundur mikla reynslu í kvennafars- málum, og reynsla þessi sljóvg- aði hann ekki, nema síður væri; hann var ævinlega jafn- spenntur fyrir nýjum sigrum. Og jómfrú ísold var einhvet fallegasta lúðan, sem hafði nálgast öngul hans. Og fljót- lega var hún kominn á öngul- ínn hjá honum, og tók af fjöri og fýsn þátt í ástarleiknum með honum. Þorkell var í senn undrandi og ánægður með stúlkuna, sem naut Karlmanns í fyrsta skipti, en lék samt hlutverk sitt af mestu ágætum og var ekki hið minnsta feimin. Sjálfsagt hefur myrkrið þarna inni átt sinr, þátt í því. Hún sló handleggjum og fót- um yfir bak ástmanns síns eins og samrunni þeirra væri aldrei nægilega mikill, og undr aðist Þorkell enn, hversu mót- tækileg hún var fyrir það, sem hann hafði að bjóða henni. Bezt þótti honum, hve vel hon- um tókst að skilja við hana; hún lá titrandi og andvarpandi af sælu við barm hans rétt áð- ur en hann dró sig úr læra- faðmi hennar. ÞORKELL þundur og ísold hin fyrrverandi jómfrú, voru einmitt að leggja síðust” hönd á að klæða sig, þegar eitthvert þrusk heyrðist við inngang hofsins. „Þetta er hofgoðinn,“ hvísl- aði ísold. „Nú er hann hættur að tala til fólksins,“ Það rumdi í Þórkatli. ,,Ég hef ætinlega haft lítið álit á þessháttar mönnum,“ sagði hann og flýtti sér að bregða utan um sig klæði goðsins. „Ég skal gera mitt til að koma þessum kauða úr starfi sínu.“ Rétt í því hann lauk þessum orðum opnuðust dyrnar, og Þórður bjálki smeygði sér inn af míklum klerklegum virðu- leika. „Buuu!“ þrumaði Þorkell, og ætlaði prestinum að taka það sem kveðju, hvað hann og gerði, því Þórður bjálki var mjög trúaður á heiðna vísu. Hann hörfaði aftur á bak við að sjá Þorkel, og auðsætt var, að hann taldi sig standa fyrir framan Þór sjálfan í eigin per- sónu. En einhvern veginn kunni hann ekki við sig í þessum félagsskap og flúði því aftur út um dyrnar. Þorkell fyigdi honum eftir. Nú gerðist það, að örlögin gripu i taumana á hressilegan hátt. Það tók skyndilega að falla regn af himni, mikið regn Lýðurinn, sem var saman safnaður þarna fyrir utan, tók þessari goðsgjöf með háværum Framliald á bls. 7. ■ ■■■■■« !■■■■•»■«'■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■ KOMPAN Svikin vara - Neytendasamtökin óvirk — Umdeildur maður — Ódrekkandi ákavíti - Bumbuslagarar berja Ióminn Talsvert mun vera um það, að reyk- vískir borgarar verði aö sœtta sig vió vörusvik í verzlunum borgarinnar Það er til dæmis enginn vafi á þvi, að talsvert er um að svikin vara sé á boðstólum í matvöruverzlunum. Talið er fullvíst, aö mikil brögö séu aö því, að nautahakk sé hrossahakk og að sáralítill munur sé í sumum matvöruverzlunum gerður á þarfasta þjóninum og nautpeningi. Þá œtla margir að enn sé verið að selja ársgömul svið undir því yfir- skini, að um nýslátraö sé að rœða. Auðvitað er hœgt aö ganga út frá því sem vísu, að slíkur verzlunarmáti heyri til undantekninga, en eigi að síöur er vert fyrir fólk aö vera á veröi. Og úr því að verið er að tala um svikna vöru, þá er vert að spyrja, hvort Neytetndasamtökin séu endan- lega búin að geispa golunni. Neytendasamtökin eiga sannarlega rétt á sér, en einhverra hluta vegna hafa þau aldrei náð þeirri fótfestu hérlendis, sem œskileg vœri. Neytendasamiók eru eina vörn borg aranna gegn ósvífnum kaupahéðnum, sem ekki víla fyrir sér aö svíkja þá vöru, sem þeir hafa á boöstólum; og vœri eflaust oft meira en full ástœöa til að svipta óvandaða mangara verzl- unarleyfinu fyrir vafasama viðskipta- hœtti og þjónustu, sem er fyrir neöan allar hellur. Guðlaugur var á embœttisferli sín- um umdeildur maður, og margir telja að hann liafi full-sjaldan verið látinn njóta sannmælis. Hvað um það; þeir sem til þekkja telja ólíklegt, að Guðlaugur Rósin- kranz leggi upp laupana, þótt hann sé liættur í Þjóðleikhúsinu. Ölkœrir barm.a sér sáran yfir því, að brennivínið, sem þeir kaupa í rik- inu, sé ekki nœgilega gott. Það er staðreynd, að landsmenn kaupa áfengi fyrir á þriðju milljón dag livern állan ársins hring, og þarf því ekki að leiða getum að þvi, hve gífurleg tekjulind brennivínið er fyrir Ríkissjóð. Hins vegar ættu þeir, sem fyrir áfengissölu standa, að skammast sín fyrir þann óþverra, sem landslýð er boðið úpp á sem góöa og gilda vöru. Er hér átt við ákavítið íslenzka, sem er einhver ömurlegasti óþverri, sem hœgt er að leggja sér til munns, enda venjulega svo kolhrátt, aö líkast er því að það hafi ekki fengið að „lag- erast“ í einn dag. Það er til stórskammar að bjóða öl- kœrum stuðningsmönnum Bakkusar og Ríkissjóðs upp á svona óþverra; og er hér raunar eitt verðugt viðfangs- efni fyrir Neytendasamtökin. Nú hefur nýr Þjóðleikhússtjóri tekið við embætti, a.m.k. til eins árs; en að sjálfsögðu hefur enn ekki reynt á þaö til fullnustu, hve farsæll hinn nýi em- bœttismaður verði, enda er hann enn bundinn af ákvörðunum fyrirrennara síns, bœði varðandi leikritaval og ann- að. Það mun hins vegar af fyrrverandi Þjóðleikhússtjóra, Guðlaugi Rósin- kranz, að frétta, aö hann hefur i sumar dvalizt i Svíþjóð. Er sagt að hann sé að rita œfisögu sína, hvaö sem hœft er í því. Þá er og vitað, að Guölaugur haföi mikinn áhuga á aö kvikmynda Njálu, og mun hann jafnvel hafa frumdrög aö handritinu tilbúin. Hvað sem segja má um núverandi ríkisstjórn og ástandið í landinu, má þó með rökum benda á, að ekki er atvinnuleysi í Landinu. Þó getur að líta það í dagblöðum, aö ein stétt manna eigi við þennan vágest að stríða. Eru þetta trommar- ar. Komiö hefur fram í sambandi viö einn enskan trymbil, sem hér starf- ar með popphljómsveit, að bumbuslag arar lepji dauöann úr kúskel, og eru hverki meira né minna en fjörutíu þeirra, aö sögn formanns Félags ís- lenzkra hljóðfœráleikara, atvinnulaus- ir. Nú verður ríkisstjórnin að bregða við skjótt og stofna til atvinnubótar- vinnu, því ekki dugar að láta bumbu- slagara berja lóminn í staöinn fyrir trumbur sínar! ASSA.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.