Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 20.04.1973, Qupperneq 2

Ný vikutíðindi - 20.04.1973, Qupperneq 2
2 NY VIKUTIÐINDI NY VIKUTIÐINDI ÍJtgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson Ritstjórn og auglýsingar Hverfisgötu 101A, 2. hæð Sími 26833 Pósth. 5094 Prentun: Prentsm. ÞjóO- viljans. Setning: Félagsprentsm. Myndamót: Nýja prent- myndagerðin. Stúlkan í dyrunum Þinglausnir Þinglausnir hafa nú far- ið fram. Á síöustu dögum hafa mörg stórmál verið af- greidd á alþingi með slík- um hraöa, að þingmenn hafa vart vitað hvaö þeir voru að samþykkja í það og það skiptið. Slík fljóta- afgreiðsla er beinlínis móðg andi við þingmenn og þjóö- ina alla. Eftir að alþingismenn eru brðnir hálaunamenn allt árið er 'erfitt aö skilja nauösyn þess að alþingi skuli endilegá ljúka fyrir páska. Það er löngu kunn staðreynd að framan af vetri ganga þingstörf með eindæmum hægt og sila- gangurinn er geypilegur. Svo pegar þinglok nálgast er allt sett á fullt og afleið- ingin veröur hroövirknis- leg afgreiðsla márgra merkra mála. Enda eru dæmi þess, að lög sem sam- þykkt voru í þinglok reynd- ust ónothæf þegar til fram- kvæmda kom. Varð að flytja breytingatillögur við þau strax og þing kom sam an haustið eftir. Langt sumarfrí Ég var einmitt komrnn upp á þriðja stigapall, þegar ég stanzaði skyndilega furðu lost- inn. Það, sem ég sá, var vissu- lega óvenjulegt, en þó ekki ógeðfellt. Þvert á móti var þetta sérlega geðfelld sýji. Þetta var ung, mjog snotur stúlka, sem á einhvern furðu- legan hátt hafði klemmt kjól- inn sinn milli stafs og hurðar. Og þetta hafði gerst á þann hátt, að þunnur kjóllinn hafði hrifist upp og afhjúpað heil- mikið, svo að maður sá, hversu syndsamlega vel sköp- uð daman var, einkum fót- leggirnir, sem voru sýftilegir „hátt upp til hlíða“ hvítir og freistandi. Það tók mig ekki nema stutta sekúndu að staðfesta þetta. Svo lyfti ég háttinum og kom með lauflétta spurn- ingu um, hvernig þetta hafi atvikast. En ég hafði varla áttað mig, þegar hún sagði gröm: — Á hvað eruð þér að glápa? Á svipstundu náði ég mér og svaraði kurteislega og með aðdáunarhreim: — Tja, það er nú síður en svo forkastanlegt. Mætti mað- ur gerast svo djarfur að spyrja, hvað komið hefur fyrir? . ' Gleðisaga eftir A1 Rachid — Þér getið líklega séð það sjálfur. svaraði hún ergilega. — Já, að vísu. En hvernig hefur þetta orðið? — Hjálpið mér að losa í staðinn fyrir að spyrja eins og bjáni! Með hálf-gerðri andúð leit ég af lærum hennar og hlóg lágt — svona til að reyna að leyna því, í hvílíkt ástand þessi töfrandi sýn hafði sett mig. Svo sagði ég eins höstug- lega og mér var unnt: — Ég sé ekki að ég hafi spurt neitt sérstaklega heim- skulega — öllu fremur spurði ég eðlilega, og þegar þér haf- ið svarað spurningunni, skal ég gera allt, sem ég get, til þess að koma yður úr klemm- unni, bókstaflega talað. — Dyrnar skelltust í lás, skiljið þér, tautaði hún. — Það skil ég, en það ætti að wera hægt að opna þær aftur. — Nei, það er heila málið, því Jyklarnir liggja inni á borði. — Það var þá staður til að hafa þá á, sagði ég hlæjandi. Hún sparkaði reiðilega út í loftið með girnilegum, fót- legg. — Mikið eruð þér gáfaður. En líklega þyrfti ég að segja yður, þótt það liggi í augum uppi, að sjálfsagt losna ég aldrei. —Það væri hugmynd út af fyrir sig, sagði ég. Hún einblíndi á mig svo- litla stund og sagði svo: — Vinkona mín hefur þetta herbergi á leigu. Hún hefur verið erlendis um hríð, og á meðan annast ég um potta- Núna steðja mörg ör- lagarik mál að þjóðinni. Ber þar ekki sízt að nefna landhelgismálið og varnar- málin Að öllum líkindum verða þessi mál í brenni- depli næstu vikurnar. En þá er búið að senda þmg- menn heim, og misvitur stjórnvöld geta ráðskast með þessi mál að vild án afskipta löglega kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Slíkt er með öllu ótækt og sam- rýmist alls ekki hugmynd- um landsmanna um lýð- ræöi. Þess verður að krefjast, að framvegis sitji þing- menn eins lengi á hverju þingi og þörf krefur. Vand- séð er nauðsyn þeirra á fimm mánaða sumarfríi á fullum launum fram yfir aðrar stéttir. Ekki sízt vegna þess að vinnuvika þeirra er ekki nema fjórir dagar mestan hluta þing- tímans. / PUÖ'UMLMTAL/ G/ÆSUECT á/WAl OTPÐ £//£> 4UPA mf/ blóminn hennar. Nú ídag var ég að vatna þeim i síðasta sinn og þess vegna lagði ég eðlilega lyklana á borðið. Auðvitað grunaði mig ekki, að kjóllinn minn myndi fest- ast í dyrunum. — Þetta má kallast óheppni hin mesta, sagði ég. En nú skulum við athuga, hvað hægt er að gera. Ég gekk feti nær, samtímis því að ég tók eftir órólegum hjartolætti mínum. Bifandi brjóst hennar voru í nærveru minni, og það verkaði síður en svo róandi á sálarrró mína. En ég þurfti að losa hana, svo ég tók aðstæðurnar til nánari athugunar. Hún var örugglega föst, það var augljóst mál, nema því aðeins að klippa ut- an af henni kjólinn. — Hm, þetta verður vanda- mál, sagði ég lágt. Það lítur út fyrir að þér verðið að fórna kjólnum. .. — Slútt veri með hann, tautaði hún. Gerið það sem þér viljið, ef ég slepp við að standa hérna ævilangt. — Ég skal hlaupa upp til mín og sækja hníf, sagði ég vingjarnlega. — Allt í lagi, en flýtið þér yður. Ég kinkaði von glaður kolli og andartaki síðar var ég kominn aftur með beittan brauðhníf í hendini. Og bæði með sorg og gleði leysti ég hana úr prísund sinni. Hún virti fyrir sér sundur skorinn kjólinn með þögulu augnaráði og leit svo til mín kvíðablandin á svip. — Getur maður gengið um göturnar í svona flík? spurði hún lágróma. Ég brosti. — Þér hafið auðvitað ekkert að skammast yður fyrir, en óneitanlega munuð þér vekja skolli mikla athygli. — Hvað á ég að gera? spurði hún ráðalaus. — Ef, þér segið mér, hvar þér eigið heima, get ég skotist þangað og sótt kjól handa yður. Hún hristi höfuðið. — Það er sama sagan. Lyklarnir mínir eru í kjól- vasanum, sem er fyrir innan dyrnar hérna... — Það er ekki nóg með að þér séuð óheppnar heldur er óheppnin gagnleg líka, stundi ég. En — — Til hvaða gagns? spurði hún eftirvæntingarfull. — Það sem þér getið ekki staðið hér til eilífs nóns, fram- an í ókunnugu fólki, sem labbar hér um, legg ég til að þér komið með mér upp, svo að við getum rabbað í róleg- heitum um þetta erfiða vanda- mál. — Það lítur ekki út fyrir að ég nafi um neitt annað að velja stundi hún. Og þar áð auki skulda ég yður þakkir fyrir velvilja yðar. Ég kinkaði kolli, og andar- taki síðar vorum við komin upp i íbúð mína. Hinar sorg- legu tætlur af kjólnum hennar

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.