Ný vikutíðindi - 07.06.1974, Síða 1
IRflu WOœCLD
Föstudagur 7. júní 1974. — 15. tbl., 17. árg. — Yerð 80 krónur
EFNI MEÐAL ANNARS:
Ferðamál. — Greenwich
Village. — Kompan. —
Blóðbaðið í New Orleans.
— Keflavíkursjónvarpið.
— Krossgáta. — Bridge.
— Úr bréfabunkanum. —
Brandarar.
TÓRGRÓÐIFYRIRTÆKJA
- Eymdarvæl útgerðarmaana
Þrátt fyrir það, aö for-
svarsmenn fyrirtœkja
barma sér stööugt hástöf-
um vegna síhœkkandi rekst
urskostnaðar, kemur í Ijós,
aö hagnaöur margra fyrir-
tœkja hefur verið mikill á
síöasta ári.
Nœgir þar aö nefna, að
hagnaöur Eimskips varö á
árinu liölega 42 milljónir
króna, eftir aö eignir höföu
veriö afskrifaðar um 175,5
milljóni.r. Hagnaöur af
rekstri KEA varö 14 millj-
ónir, eftir afskriftir og fyrn
ingar, að upphœö 62 millj-
ónir, höföu veriö reiknaöar.
Af þessum dæmum má
Fatafella
vLkunnar
sjá, aö vel rekin fyrirtæki
skila góö’um hagnaöi, þrátt
fyrir veröbólgu og vinstri
stjórn.
Sífelldur barlómur at-
vinnurekenda á því engan
rétt á sér, og yfirlýsingar
um aö atvinnuvegirnir
rambi á barmi gjaldþrots
og allt sé aö stöövast eru
í algjörri mótsögn viö staö-
reyndir.
Þó viröist algjörlega úti-
lokaö aö láta einn megin-
atvinnuveginn bera sig á
pappírnum, og þaö er sjáv-
arútvegurinn.
Skuttogararnir
Næstum því hver
krummaskuö á landinu hef
ur nú keypt einn eða fleiri
skuttogara, samkvæmt á-;
eggjan ríkisstjórnarinnar.
Togarar þessir eru settir
á nafn hinna og þessa út-
ger'öarmanna og félaga, en
í raun eru þeir greiddir
meö lánsfé frá ríkinu að
svo til öllu leyti. Lánin eru
til muna hagstæöari en
hægt er a'ö fá í öðrum at-
vinnugreinum.
Þrátt fyrir þaö lýsa for-
stjórar skuttogaraútgerðar
yfir því í blööum, að ekki
sé unnt að reka þessi skip
Framhald á bls. 5.
stolnum bíl eftir viku!
„Heiðarlegir" þjófar!
Togarasjómaður einn var
staddur á skemmtistað fyr-
ir nokkru og hitt þar kátt
fólk, sem liann bauð heim
til sín aö loknum dansleik.
Hann var nýbúinn aö fá
sér bíl, sem liann geymdi
viö hús sitt, en var búinn
að ákveða ferðalag á hon-
um í sumar.
Daginn eftir partíiö fór
'hann aftur á sjóinn, en
þegar hann kom. næst í
land varð ljóst, að gestir
hans höfð'u brugðið sér í
reisu á bílnum og komu
aftur til bæjarins um líkt
leyti og sjómaöurinn kom
að landi!
Stofnað til vinskapar
Það voru þrír piltar og
ein stúlka, sem sjómaöur-
inn hitti þarna á ballinu
og bauð hann þeim heim
upp á drykk á eftir. Ekki
þekkti hann fólkið áður, en
þótti skemmtun að rabba
við það, og fór hið bezta á
með þeim um nóttina. Sjó-
maðurinn ræddi um fyrir-
hugaöa ferð sína út á land
á bílnum eftir næsta túr
og sýndi þeim nýja bílinn
hátt og lágt.
Gestirnir kvöddu undir
morgun, og sjómaðurinn
svaf fram til hádegis og fór
þá beint um borö í togar-
ann, sem sigldi á haf út. —
Bíllinn nýi stóö . þá viö
garðshliðið og athugaöi
maöurinn hann ekkert
frekar.
Takk fyrir lánið
Eftir tólf daga kom tog-
arinn aftur til hafnar, og
flýtti maðurinn sér frá
boröi. Hann haf'öi tekið sér
frí næsta túr og ætlaöi nú
aldeilis aö bregða sér í reis-
una.
Þegar hann kemur heim,
stendur bíllinn fíni á sama
stað og sér ekki á honum
blett eða beyglu. Svo þegar
sjómaöurinn opnar dyrnar
aö íbúð sinni, veröur fyrir
honum umslag, sem stung-
iö hafði verið inn um bréf-
rifuna. í ljós kemur aö þaö
hefur að geyma lyklana aö
bílnum og stutt bréf.
Þar sagði, að partígest-
irnir hefðu haft meö sér
bíllyklana, óvart auövitað,
þarna um nóttina. Þar sem
hann hefði verið farinn út
á sjó daginn eftir, heföu
þau ekki staðist freisting-
una, heldur fengiö bílinn
„lánaöan“.
Síöan kom lýsing á feröa
lagi noröur í land og bíln-
um hælt mjög. Jafnframt
var sagt aö lokum, aö bíll-
inn væri nú fullur af benz-
íni, nýbónaöur og allur í
bezta lagi. Bréfið var und-
irritaö meö þrem gælunöfn-
um.
Sjóma'öurinn fór nú og
skoöaði bílinn vandlega, en
gat hvergi komið auga á
nokkrar skemmdir. Hins
vegar sýndi mælirinn aö
honum heföi veriö ekiö
eina þrjú þúsund kíló-
Framhald á bls. 5.
Léletf sjénvsrps-
dagskrá
Lengi getur vont versnað
og sannast það máltæki á
dagskrá sjónvarpsins. Þess-
ar fáu vikur til sumarleyfis
sjónvarps verða svo sannar-
lcga ekki upplífgandi fyrir
sjónvarpsnotendur.
Fyllt er upp í dagskrána
með samtíningi úr öllum
áttum, og allskonar fræðslu
myndir verða þar aðal uppi
staðan. Góðar bíumyndir
sjást ekki í sjónvarpinu,
nema tvisvar á ári, og það
er cngu líkara en sjónvarp-
ið sé aðeins rekið frá degi
til dags, en ekki mcð eitt-
hvert ákveðið markmið í
huga.
Og vart hatnar cfnið ef
stofnunin losnar við sinn
eina keppinaut, Keflavíkur-
sjónvarpið.
FURÐULEG ÞÖGI\I UIVI
ÞJÓÐHÁTÍÐIIMA
Helztu fjölmiðlar lands-
ins, dagblöðin og Ríkisút-
varpiö, hafa brugöist herfi-
lega í sambandi viö hátíöa-
höldin í tilefni af 1100 ára
afmœli íslandsbyggöar. Rit-
stjórar blaðanna og yfir-
menn Ríkisútvarpsins virö-
ast álíta, að hér sé um eitt-
hvert einangrað fyrirbœri
að rœða, sem bezt sé aö
minnast ekki á nema aö
mjög takmörkuðu leyti.
Hvar eru helztu atburðir
íslandssögunnar rifjaöir
upp í fjölmiölum? Jú, í
síðasta barnatíma sjón-
varps fyrir sumarfrí var
sýndur stuttur leikþáttur
skólabarna, og þar með er
upptalið á hvern hátt þess-
um þætti hefur verið gerö
skil í fjölmi'ölum.
Sjónvarpið
Þetta 11 alda afmæli hef-
ur fært sjónvarpinu stór-
kostlegt tækifæri upp í
hendurnar, en því miöur
viröast forráöamenn þess
ekki hafa gert sér það ljóst.
í samvinnu viö hæfa rit-
höfunda er hægt aö gera
fjöldann allan af leikþátt-
um úr sögu lands og lýðs
og hafa á dagskrá tvisvar
í mánuöi eöa svo.
Engar fréttir hafa borist
um aö slíkir þættir hafi
verið gerðir.
Framlag sjónvarpsins verö
ur sennilega það, aö í haust
og fram eftir vetri veröa
sýndar fréttamyndir. sem
Framhald á bls. 5.