Ný vikutíðindi - 07.06.1974, Page 2
2
NÝ VIKUTÍÐINDI
Eitt kynlegasta hverfi Htw York-borgar
NÝ VIKUTÍÐIND
UtgeíancU og rítstjóri:
Geir Gunnarsson.
Ritstjórn og auglýsingar:
Þingholtsstræti 27.
(timburhúsið)
Simi 28120. Pósth. 5094.
Prentun:
Prentsmiðja Þjóðviljans.
Setning:
Félagspr entsmiðj an.
Myndamót:
Nýja prentmyndagerðin. j
Ferðamál
Nú fer sá tími í hönd,
sem mest er notaSur til
ferðalaga af landsmönnum.
Næstu vikur og mánuði
verða tugþúsundir fólks á
faraldsfæti til annarra
landa og innanlands.
Þótt einkennilegt sé, er
meirihluti íslendinga enn
haldinn þeirri firru, að há-
sumarið sé bezti tíminn til
að heimsækja suðræn sól-
arlönd. Þeir eru margir,
sem undanfarin sumur
hafa flogið til Spánar eða
Ítalíu í júlí eða ágúst og
eytt þar sumarleyfisdögun-
um. Þannig hafa þeir al-
gjörlega farið á mis við
okkar stutta, en oft og tíð-
um dásamlega sumar og
hafa ekki hugmynd um
alla þá möguleika, sem
þeirra eigið land hefur upp
á að bjóða í náttúrufegurð,
sem oft og tíðum er mun
meira hælt af útlendingum
£n okkur sjálfum. Enda
hafa margir erlendir ferða-
menn séð meira af landinu
en innfæddir, þótt tækifær-
in hafi þeir fleiri.
Nokkur óvissa er nú ríkj-
andi um framtíð ferðamála
hérlendis. Valdamenn þjóð-
arinnar virðast ekki gera
sér grein fyrir því, hvað
þurfi til að laða hingað er-
lenda ferðamenn og gera
þeim til hæfis. Þeir viröast
þeirrar skoðunar, að ef nóg
sé af flugferðum til og frá
landinu sé vandinn leystur.
Ferðaskrifstofa ríkisins
ræður yfir lang-mestu hót-
elrými hérlendis yfir sum-
armánuðina þar sem Eddu-
hótelin eru. Fyrir nokkrum
mánuðum var Sigurður
Magnússon ráðinn forstjóri
Ferðaskrifstofunnar og
töldu allir, sem til þekkja,
að þar með væri það sæti
eins vel skipað og nokkur
væri kostur á, enda hefur
Siguröur yfir eindæma
mikilli þekkingu á ferða-
málasviðinu að ráða. Hann
hefur nú sagt starfi sínu
lausu og er ástæðan öllum
kunn eftir þau blaðaskrif,
sem fram hafa farið.
En þrátt fyrir að Sigurð-
ur hefur skýrmerkilega sagt
frá því, að óframkvæman-
legt sé að starfrækja Ferða-
skrifstofu áfram með ó-
reiðuskuldum og vanefnd-
um. lætur kerfið ekki að
sér hæða. í stað þess að
er ekki nema tíu mínútna ferð
frá Kínahverfinu. Berfættar
stúlkur, íklæddar þröngum
buxum og með stór sólgler-
augu, láta vel að karlkynsvin-
um sínum fyrir utan hinar
mörgum listsýningar og bari,
sem finnast í þessu bæjar-
hverfi.
Við skulum labba um tíma-
korn í Greenwich Village, og
byrja á horninu á Fjórða vest-
urstræti og Sjötta stræti, rétt
hjá neðanjarðarjárnbrautar-
stöðinni. Ef við förum fyrir
hornið, rekumst við á Capucc-
inos-kaffi, þar sem framreiddar
eru 25 tegundir af kaffi, með
mismunandi bragði, og sem er
ítalskari útlits en nokkur stað-
ur á Ítalíu. í sama hverfinu eru
átta næturklúbbar, bróðurlega
skipt beggja megin götunnar,
og dyraverðirnir, sem reyna að
lokka vegfarendur inn, eru
miklu skemmtilegri að sjá,
heldur en það sem fram fer inn
an dyranna.
Aðalgata bítnikkanna er
kölluð Christophe-Street og er
rétt handan við hornið, og þar
finnum við veitingastað, kall
kallaðan „The Pad“. Það sem
gerir hann frægan, er eigand-
inn, sem lílur út eins og Harry
Belafonte og Marlon Brando í
einni og sömu persónu. Hann
talar mikið um sjálfan sig sem
heilmikið skáld. Sannleikurinn
er aftui' á móti sá, að hann lif-
ir af háborgaralegri iðju — er
auglýsingatextahöfundur og á
koriú og barn í Br'ookýn:' Eri á'
kvöldin, og þá sérstaklega um
helgar setur hann á sig sólgler-
augun sín, fer í sandala og
peysu og fer til bítnikkanna og
talar um jazztónlist. Nafn hans
er Joey Cupman en vinir hans
kalla hann bara Feita-Jóa. En
þið skuluð fara varlega í að
stoppa hjá honum, því þið get-
ið átt von á því, að hann setj-
ist við borðið hjá ykkur og
haldi ykkur uppi á snakki um
listir, sálfræði, útlendar kvik-
myndir, póker og önnur skyld
efni. Allt þetta fær maður fyr-
ir sama verð og éinn kaffif-
bolla.
Við hliðina á „The Pad“ er
ítalskur veitingastaður, þar
sem maður, fyrir einn dollara
og fimmtíu sent, getur fengið
framborinn sérrétt hússins,
spaghetti með bláskel og flösku
af Chianti. Veitingamaðurinn
hefur unun af því að syngja
fyrir sjálfan sig, sérstaklega,
ef hann veit að hann hefur á-
heyrendur.
Tveim dyrum lengra finnum
gera gangskör að því að
kippa starfseminni í lag er
einfaldlega auglýst eftir
nýjum forstjóra í stað Sig-
uröar.
Ef aö líkum lætur verður
einhver lítilþægur maður
ráðinn í starfið, sem í einu
og öllu mun fara eftir ráð-
um steinblindra embættis-
manna. Slík er reisnin yfir
forystu ferðamála á íslandi
í dag.
við Andree, sem þrátt fyrir að
hann sé frá Texas, talar með
frönskum framburði. Sérfag
hans er að gera skartgripi úr
steinum, sem finnast á hinum
og þessum ströndum um allan
heim. Andrée hefur unun af
að ferðast og talar fjögur mis-
munandi tungumál, plús ein-
hvers konar heimabakaða
skandinavísku. Krafa hans til
frægðar byggist á því, að Soph-
ia Loren keypti einu sinni af
honum hring, og bað hann að
heimsækja sig og mann sinn,
ef hann skyldi einhvern tíma
eiga ferð um Ítalíu. Ef honum
líkar vel við einhvern við-
skiptamann sinn, á hann það
til að læsa dyrunum að gull
smiðsverzluninni sinni, taka
gítar ofan af vegg og fara að
syngja ástar- og þjóðvísur.
Hann er þess virði að hann sé
heimsóttur af öllum, sem tií
þessa borgarhluta fara.
Næsta gata, sem við kíkjum
á, heitir Manetta Lane. Hún
er aðeins 4 metra löng og sam-
an stendur af fjórum kaffihús-
um, armensku veitingahúsi og
litlu leikhúsi. í miðju hverf-
inu býr Mamma Pugialis með
sínum átta köttum og sjö páfa-
gaukum og ekki má gleyma
írskum náunga, sem líkist
manninum hennar. Hann rekur
„Gömdu ftölsku Krána.“
Á Waverley Place er skemmti
legur veitingastaður í Vestur-
Indverskum stíl. Eigandinn er
sænsk kona — málari sem
gengúr undir nafninu „Kalda
Kiki“. Hún gekk í leikskóla
í Stokkhólmi og var seinna svo
heppin að komast í sjónvarpið.
Góðan tíma af frístundum sín-
um hefur hún eytt í að hlusta
á V-Indverska tónlist, sem hún
elskar. Nú er hún búin að ráða
söngvara frá Jamica sem bar-
þjón. Konan hans lagar V-Ina-
verskan mat, sem er fullt eins
góður og sá sem maður fær i
heimalandinu. Hér er óþving-
aður og skemmtilegur blær og
verðlagið hóflegt. Þeir sem
hafa gaman af að syngja Vest
ur-Indverska söngva, geta bara
staðið upp og byrjað, þá verða
áreiðanlega einhverjir til að
taka undir.
New York er borg fjarstæðn-
anna. Ein af þeim er veitinga-
stofa, með rakarastofu bak við.
Þó þetta virðist ótrúlegt, er
það þó ekkert á móts við eig-
andann, sem er skínandi sköll-
óttur Japani, sem fullyrðir, að
hann sé nauðalíkur Yul Brinn-
ar, og það er hann reyndar.
Hann kallar rakara-veitinga
stofuna sína „Tvennt-í-einu“.
Matseðillinn samanstendur af
réttum, sem eru fundnir upp ai
eiginkonu hans, hinni holi-
enzku Louise frá Haag. Meðan
Sarakee, vertinn, sér um
raksturinn og veitingarnar,
eldar frúin. Ef nauðsyn krefur,
getur hún einnig rakað og
klippt hár, og það kemur oft
fyrir, að hann byrjar á verk-
inu, en að hún lýkur því. Góð-
ur hádegismatur, klipping og
rakstur kosta þrjá dollara og
fimmtíu sent. Þessi staður er
orðinn samkomustaður fyrir
flesta unga leikara og leikkon-
ur, sem í hverfinu búa.
Stephans-bar er' staðurinn
fyrir þá, sem eru að leita að
bar, eins og þeim, sem kapp-
aksturshetjurnar í Evrópu eru
vanar að safnast að. Eftir að
hafa fengið hár- og skeggsnyrt-
ingu og borðað sig vel saddan
hjá Sarakee, er kominn tími til
að fara til Stephans, sem er til
húsa nokkrar húslengdir frá.
Hann er hár, laglegur Pólverji,
sem segir, að fjölskylda hans
tilheyri hinum gamla aðli Pól-
lands. Stephan er einn af fljót-
ustu kappakstursmönnum Ame-
ríku, og hann er einnig meist-
ari í að blanda drykki. Flestir
kappakstursmenn, amatörar og
atvinnumenn, líta við hja
Stephans, þegar þeir eiga leið
um borgina. Af einhverri á-
stæðu er staðurinn einnig orð-
inn mótstaður fyrir skandinava.
Það er kannski ekki svo skrítið,
þegar við heyrum að konan
hans er sænsk. Stephan bland-
ar sérstakan drykk, sem hann
kallar „Grand Prix“, og hefur
þau áhrif á mann, að manni
finnst höfuðið vera á meira en
tvö hudruð kílómetra ferð á
klukkustund. Stephan er vanur
að halda því fram, að sá sem
hefur drukkið fjóra „Grand
P.rix-‘, fái aldrei timburmenn
daginn eftir, einfaldlega vegna
þess að þeir vakna hreinlega
ekki aftur___
Hingað til höfum við hald-
ið okkur við vesturhluta Green-
wich Village, svo að nú skul-
um við líta á eystri hliðina.
Milli Fyrsta og Fjórtánda
strætis liggur sá hluti bæjar-
hlutans, sem ferðamenn heim-
sækja aldrei. Hér búa flestir
hinna raunverulega stritandi
og iðnu listamanna í New
York, og hér eru einnig flest
smáleikhúsin og reynslusen
urnar — langt frá Broadway.
Við Eystra Sjötta stræti er
Barnies-restaurant með sína
Ijúffengu gyðingarétti. Það er
hægt að fá hreinustu kræsingar
hjá Barnie fyrir fimmtíu sent
til einn dollara, og það eru
fimmtíu réttir, sem maður hef-
ur úr að velja. Þegar vel geng-
ur sitja stjörnur framtíðarinn-
ar, meðlimir gyðingaleikhús-
grúppunnar, Broadwaleikstjór.
ar, sjónvarpsfólk, blaðamenn
og fyrirsætur og borða sams-
konar mat. Á sunnudagsmorgn-
unum kemur kannski líka
Stephan, sænska konan hans,
og síamski kötturinn þeirra,
Picles, til að snæða morgun-
verð.
Ekki langt frá Barnie, er
kaffibar, sem Hafif Judella á.
Hann er amerískur negri frá
Harlem, sem meðal annars
spilar frábærlega vel á afríska
flautu. Áður en Hafif varð
kaffihússeigandi, var hann
dansari, og þar áður hlaupa-
stjarna við Columbía Universi-
tet, þar sem hann tók einnig
magisterpróf í svokallaðri
„Business Administration“. —
Innst inni við hjartaræturnar
hefur Hafif alltaf verið þjáður
af löngun til að vera listamað-
ur, og þess vegna eru það kona
hans og tvær systur hennar,
sem sjá um rekstur fyrirtækis-
ins, meðan hann þýðir afrísk
Ijóð og segir frá mannlífinu í
Afríku. Hafif á marga vini um
allan heim, sem bera virðingu
fyrir honum, sem grípandi per-
sónleika. En hvað þá með kaff-
ið? Það gerist ekki verra í Nev/
York eða nokkurs staðar í heim-
inum, en það er heldur ekki
vegna kaffisins, sem fólkið
kemur til Hafif. Það munu all-
ir, sem einhverntíma koma
þangað, skilja.
Við hliðina á málurum, rit-
höfundum, skáldum, bítnikk-
um, kaffihúsum og strip-tease-
holum Greenwich Village, skín
einnig fjöldi skemmtistaða og
danshúsa. Hér geta ferðamenn
frá útlöndum og annars staðar
úr Ameríku fengið að drekka
lélegt viský, oft blandað vatni,
og dansa við nokkrar þær
minnst laglegu konur sem finn-
ast í Ameríku. í bezta falli líkj-
ast þær þreyttum fyrrverandi
„glamour-girls“ og eru venju-
lega orðnar samdauna þeim
tóbakt- og víndauns, sem ein-
kennir atvinnustaði þeirra.
Karlmaður þarf aðeins að
Ráðning
á krossgátunni á bls. 7.
LÁRÉTT: 1 slokaði, 7 eðli-
leg, 13 káfar, 14 inn, 16 aðall,
17 ásar, 18 nufa, 19 langa, 21
tjá, 23 einum, 24 dr, 25 af-
lausnin, 26 rp, 27 Una, 28 ró,
30 lág, 32 vit, 34 ár, 35 snótir,
36 línuna, 37 ók, 38 ann, 40
agg, 41 rs, 43 ara, 45 ak, 47
aðfangana, 49 UN, 50 grana,
52 asi, 53 aðild, 55 laug, 56
Alli, 57 engar, 59 aga, 61 ell-
in, 62 gaurana, 63 leysing.
LÓÐRÉTT: 1 skáldar, 2 lás-
ar, 3 ofan, 4 karga, 5 ar, 6 II,
7 en, 8 la, 9 iðnin, 10 laun,
11 elfur, 12 glampar, 15 nýj-
ung, 20 afvatnaða, 21 tau, 22
ása, 23 eininguna, 29 ósk, 30
áar, 37 ólagleg, 39 arnsúg, 42
áar, 37 ólagleg, 39 arnsúg, 42
sending, 43 aaa, 44 agi, 46
krana, 47 engar, 48 aðals, 49
ullin, 51 augu, 54 illi, 58 Ra,
59 AA, 60 al, 61 ey.
Ibúarnir í Greenwich Village eru þekktir fyrir
taumleysi í lifnaSi og haía engar áhyggjur af því,
sem nágranninn kann aS halda um þá, — enda
er nágranninn yfirleitt ekki hótinu betri...