Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1911, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.03.1911, Blaðsíða 11
0 Hól urn í sumar sem leið. 0g mörgum er að minnsta kosti farið að skiljast það, að lieit ættjarðarást knúði fram liinn beiska sannleik. „Sameiningin'£ befir skoð- að ríkiskirkju Islands dauðadœmda og brópar til trú- aðra manna að hefjast lianda og stofna frjálsa kirkju. Hún fagnar yfir því, að skilnaðr ríkis og kirkju á Is- landi virðist nú vera í aðsigi. Hún gleðst heilagri gleði yfir öllu því, er ættjörðinni og kristninni þar horfir til bóta. Hún ann Islandi af bjarta. „Sameiningin£í befir átt í ófriði við andstœðinga kristindómsins í liópi Islendinga vestr bér. Hingað komnir í frjálst land og lausir úr bóndabeygju ríkis- kirkjunnar, notuðu belzti margir frelsið til þess eins, að varpa fyrir borð öllum trúarkenningum. Menn komu bingað með all-mikinn ímugust á kirkjunni, óttuðust kúgun og liarðstjórn af hennar hálfu og létu sér gjöld til hennar í augum vaxa. Ófyrirleitnir lýðforingjar blésu sleitulaust að þeim kolunum. Þótti það um hríð yfirburða einkenni og sjálfstœðis, að sýna fyrirlitning öllum helgum véum. 1 annan stað urðu margir fljótir til að taka ástfóstri margan nýjan boðskap, sem bér- lendir menn fluttu, enda þótt fáir þekkti eða skildi ný- mælin til lilítar. Afneitunar-boðskapr Ingersoll’s féll í frjóvan jarðveg vestr-íslenzkrar ‘menningar’. Félag tínítara í Bandaríkjum sendi trúboða um íslenzkar ný- lendur og lagði all-mikið fé fram til þess að útbreiða kenning sína. Olli það sundrung mikilli og varð af langvarandi ófriðr. Við allt þetta átti „Sam.££ í höggi. Við það hlaut hún samkvæmt köllun sinni að sjálfsögðu að berjast uppá líf og dauða. Á öllum þessum svæðum er nú meiri friðr en áðr var. Menn eru farnir að átta sig og skipa sér í fasta flokka eftir sannfœring. IJng- œðisháttrinn er minni, en þroskinn að því skapi meiri hjá mönnum. Almennt er nú meiri lotning fyrir helgi- dómum trúarinnar, og verðr það æ meir með aukinni menntun. Menn eru að læra það, að skipa sér undir merki og virða hver annars merki, enda þótt ólík sé. Þannig er t. a. m. með Lúterstrúarmenn í í kirkjufélagi voru og Únítara. Milli þeirra flokka hlýtr að vera

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.