Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1911, Síða 14

Sameiningin - 01.03.1911, Síða 14
8 þeirri mynd, sem hann liefir í kenningnm nýju guÖ- frœÖinnar. En í samanburði við hina alla í hópnum er þetta nálega hverfanda brot. Öðru eins tímariti og Christliche Welte er—því eina þeirrar tegundar—hefir ekki teldzt að fá fleiri áskrifendr en fimm þúsundir, þrátt fyrir það, að þeir, sem í það rita, eru einhverjir allra fremstu og frægustu lærdómsmenn og spekingar landsins, þar sem aftr á móti tímarit þau, sem halda fram liinum eldri skoðunum, eru lesin af tugum þús- unda og jafnvel hundruðum þúsunda. Stórhópar fólks hinna menntuðu stétta eru með öllu andstœðir trúar- stefnu nýju kenninganna. Þar á meðal eru yfirmenn herliðs vors bæði á sjó og landi, þeir, sem leggja stund á iðnaðar-listir og œðri verkfrœði, og verzlunarlýðrinn nálega undantekningarlaust. Heimskulegt væri það af oss, ef vér lokuðum augum vorum fvrir öðru eins. Hvernig víkr þessu við! — er spurt. 1 hverju er veikleiki nýju guðfrœðinnar fólginn? Og meðal annars svarar guðfrœðingrinn þýzki sjálfr þessu: Hýja guðfrœðin öll er af neikvæðri rót runnin. Hún er sjúk af einskonar ofviti—skvnsemsku. Yér skiljum rétttrúnaðarmennina, er þeir hera sig upp um það, að nýja guðfrœðin taki burt eina greinina eftir aðra úr trúar- hugsan vorri, og spyrja svo: Hvað er eftir’? Vér segj- um reyndar: Guð er eftir. En myndi reyndin ekki vera sú, að hin nýja trú á guð föður sé jafnaðarlega næsta veik og' útþynnt trú á forsjónina og ekkert annað? Og um það eigum vér auk þess í deilu vor á meðal, hvort hann, er vér teljum oss trúa á og köllum föður, skifti sér aðeins af smáu eða einnig af stóru, einsog t. d. fyrirgefning syndanna. Eins förum vér með Jesúm. Tölum um hann svo sem sé hann einstakleg persóna, œðsta opinberan föðursins, og því um líkt, en ávallt með einhverjum efasemdarstraumi undir niðri í hugsan vorri; en vér kunnum ekki að meta hann einsog hann birtist í djúpi sálar hans, skiljum ekki meginhvatir lífs hans. Hann er ekki áhangendum nýju guðfrœðinnar

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.