Sameiningin - 01.03.1911, Blaðsíða 16
10
eins orðatiltœki. Auðsætt var þó, að um miklu meira
var að rœða en orðatiltœki tómt fyrir vini mínum, er
hún tók fram, að Jesús væri með sér á göngu liennar
framhjá drykkjukránum og gegnum fólksþyrpinguna á
strætinu. Hún var víst um annað að hugsa.
Er það orðatiltœki aðeins, er sagt er, að Jesús sé
með oss? eða er hann með oss í raun og veru? Af öllu
því, sem trúin á guðdóm Krists hefir í sér fólgið, virðist
mér þetta það, er mestu máli skiftir.
Trúir þú því, að Kristr sé guð?
Fimm ár eru nú liðin síðan eg snerist til kristinnar
trúar og gjörði skýra grein fyrir aftrhvarfi mínu á
tnivakningarfundi. Sumt var það, er að því studdi, að
atburðr sá varð öðrum ákugamál ekki síðr en sjálfum mér.
Meðal annars var í alla staði eðlilegt, að þeir, sem í
alvöru trúðu á frelsarann og návist hans, gleddist af
því, að annar maðr hefði lært að meta það, sem þeim
svo lengi hafði verið svo mikils virði; enda komu þá
til mín mörg bréf, sem eg varð sterklega snortinn af í
innra manni mínum, frá þeim mönnum, sem langaði til
að tjá mér hjartfólg'inn samfögnuð sinn. Aðrir voru
þó þeir, sem svo litu á, að atburðr sá væri ljóst dœmi
þess, livílíkt afl evangeliskr kristindómr hefir í sér
fólgið, og svo sem við mátti búast voru meðal þeirra
nokkrir, sem fýsti að vita, hvernig á því liefði getað
staðið, að maðr, sem um mörg ár hafði fundið full-
nœgju í því, er oft er nefnt frjálslyndr kristindómr,
skyldi hneigjast inná þá stefnu í trúmálum, sem talin
myndi í hinni áttinni aftrhald. 1 fjölda bréfa til mín
var eg þá líka beðinn að g'jöra grein fyrir trú minni
og breytingunni, sem orðið hafði á hugsunum mínum
um það efni. Þótt ekki væri neitt af þessu sérlega
mikilvægt í sjálfu sér, þá var það þó talsvert áhugamál /-
þeim mönnum, sem til þess fundu, að slíkr vitnisburðr
studdi að einhverju leyti trúarskoðan þeirra, eða kom
með ný rök því til sönnunar, að sá trúarskilningr væri
réttr.
Meðal spurninganna, sem fyrir mig voru lagðar,
hljóðaði ein svo: „Trúið þér því, að Kristr sé guð?“