Sameiningin - 01.03.1911, Page 18
12
snertir liygg eg, að eg liafi nokkrn áðr komizt að fastri
niðrstöðu. Þyngra en þetta á metum var þó það, að
þótt lítið væri um efni það sagt, var því ávallt föstu
lialdið, að Jesús væri drottinn. Þótt elíki væri neitt
átt við liina guðdómlegu lilið þess máls, lifði það þó í
hugum manna stöðugt.
En kví fyrir mig að taka þetta til íhugunar nú,
ef eg sinnti því ekki þá? Fyrir því eru ýmsar ástœð-
ur, þar á meðal þessi: Mér virðist ljóst, að miklu
máli skifti, liverju menn trúa og hvað um trúna er
kennt. Svo leit eg ekki á áðr, og vel man eg eftir því,
hve forviða eg varð, er eg las ritgjörð Newman’s, þar
sem hann gjörir grein fyrir því, hví hann hvarf inní
kaþólsku kirkjuna, yfir því, að nokkur maðr skyldi
telja það svo stórkostlega mikilvægt, hvað kennt væri
um efni trúarinnar. En fyrir langa umhugsan hefi eg
sannfœrzt um það, að trú, einkum um andleg efni, er
oiss lífsnauðsyn, þótt oft sé ervitt að ákveða hana með
orðum. Án þess að eiga nokkuð við þá spurning frá
sjónarmiði sálarfrœðinnar eða heimspekinnar, hvort
sá eða sá getr haft trú á það, sem hann hefir ekki með-
vitund um, skal tekið fram, að almennt er það eflaust
í reyndinni haft fyrir satt, að breytni vor sé komin
undir því, hverju vér trúum, og að trúarlíf vort eigi að
vera komið undir efni persónulegrar trúar vorrar. Sá
maðr, sem engu trúir um stjórnmál, hneigist að því að
gjöra ekkert á því svæði nema aðeins að nafninu. Sá,
sem engu trúir mn verzlunarmál, hneigist að því að
gjöra ekkert í þeim efnum. Eigi menn að eignast
nokkurt trúarlíf, verða þeir því að hafa einhverja á-
kveðna trú slíku lífi að undirstöðu.
Þá er eg tókst á hendr hitt og annað verk meðal
vinanna, sem eg liafði umgengizt, varð mér ljós einn
stór munr á trú minni einsog þá var komið og trú
minni einsog hún hafði áðr verið. Áðr hugsaði eg um
Jesúm Krist sem þann, er verið hefði vitr kennari og
fyrirmynd frábær að líferni til. Eg ímyndaði mér þá,
að með því að tileinka sér speki hans og hagnýta sér
hana myndi mönnum geta tekizt að verða að eðlisfari