Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1911, Blaðsíða 41

Sameiningin - 01.03.1911, Blaðsíða 41
1 23 sinn, sem œskilegt hefSi veriö. En vona má, ai5 úr þessu rætist síöar. Svo óska eg yðr og hinu góða og göfuga kirkjufélagi allrar blessunar drottins í bráð og lengd. MeS mikilli virðingu og vinsemd. YSar skuldbundinn Valdimar Briem. Frá því var skýrt í „Sam.“ fyrir fimm árum (Marz 1906^ er Edward Everett Hale prófessor ('hinn yngriý, þjóðkunnr lærdóms- maðr í Bandaríkjum, snerist frá skoöunum Únítara til evangeliskrar kristinnar trúar. Þótti aftrhvarf þess manns mikil tíðindi. Saga hans sjálfs um þann atburð rifjast upp fyrir lesendum vorum viö ritgjörö þá eftir sama mann, sem vér birtum nú í þessu blaði, þýdda úr Sunday School Times frá n. Febr. Kristján Abrahamsson lézt hér í Winnipeg 27. Febr., fimmtíu og sjö ára aö aldri. Fœddr í Hlíöarhaga í Eyjafirði 25. Nóv. 1857, þar sem hann bjó um hríð áðr en hann 1883 flutti sig til Vestrheims með dóttur sinni og konu sinnar Jakobínu Ingibjargar Ketilsdótt- ur, þá nýlega látinnar. Bjó hér fyrst í Víðinesbyggð í Nýja ís- landi, en síðan í Pipestone, seinast í Winnipeg frá 1906. — Kristján heitinn var skýr vel og mesta valmenni. Tók mikinn og góðan þátt í kirkjumálum vorum, enda hafði ákveðnar og heilbrigðar kristindómsskoðanir; sat fyrir hönd Jóhannesarsafnaðar á síðasta kirkjuþingi. Útför hans frá Fyrstu lút. kirkju, sem hann tilheyrði síðan hann fluttist hingað til bœjarins. Sigrbjörg Hannesdóttir, húsfreyja Jónasar Guðmundssonar Miðdals, vel metin heiðrskona, skagfirzk að uppruna, andaðist hér í bœ sama dag sem Kristján heitinn. Hún var á 55. aldrsári, hafði verið í hjónabandi með manni sínum síðan 19. Ágúst 1886; þá stóð' brúðkaup þeirra hér í Winnipeg. Lætr eftir sig uppkomna dóttur og velmennta með ekkjumanninum. Útför hennar frá kirkju Tjald- búðarsafnaðar. í I'urudals-byggð fPine ValleyJ, Man., andaðist merk kona, Helga Jóhannesdóttir, ekkja Gottskálks Þorvaldssonar, úr Skaga- firði, 5. Febr., 68 ára (í. 20. Sept. 1842J. Fluttist með Birni syni sínum til Vestrheims 1887 og bjó fyrst í N.-Dak. Jarðsungin af séra N. Steingrími Þorlákssyni. Á almenna sjúkrahúsinu hér í Winnipeg lézt Árni Sigfússon Gillies 6. Marz, myndarmaðr ókvæntr, úr íslendinga-byggðinni út- frá Brown-pósthúsi ('Morden-nýlenduJ, Man., um fertugt, — skag- firzkr að uppruna, sonr hjónanna Sigfúsar Gíslasonar og Rannveig-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.