Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1911, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.11.1911, Blaðsíða 4
2Ú0 vera þeim öllum í liópi vorum, sem meir en að nafninu liafa staðið liér í söfnuði, nokkurnveginn Ijóst. Og nú sjáum vér það þá einnig, að einn mikilvægr þáttr í liin- um kirkjulega arfi vorum — hinum lúterska kirkju-arfi vorum—, er barátta, óþrotleg og óhjákvæmileg barátta fyrir hinum helgu sannindum tniar vorrar á frelsarann, drottin Jesúm Ivrist, orð lians og málefni. Og er vér nú, svo sem skyldugt er, þökkum góðum guði fyrir reformazí- ónina og þá blessan, sem með henni eða útaf henni liefir streymt inní kristna kirkju, líka þá auðvitað inní hinn litla íslenzka kirkjureit vorn. þá megum vér með engu móti g-leyma að þakka fvrir þennan sérstaka þátt í arf- inum, — baráttuna, sem vér vorum í liðinni tíð leiddir útí, hvort sem oss var það leitt eða Ijúft. Því baráttan jók oss andlegan mátt; baráttan feykti burt þokunni, glœddi trúarsjón vora; baráttan knúði oss til að halda dauðahaldi í frelsarann sjálfan, treysta honum einum og leggja oss í biðjandi alvöru undir lieilaga konungs- stjórn hans. — Lúter með liið guðlega málefni refor- mazíónarinnar í höndum sér grœddi stórvægilega á hverri einustu ofsóknarhríð, sem hann varð útí að ganga í sinni kirkjulegu baráttu. Það blasir skýrt við oss í æfisögu hans. Og vér höfum sannarlega einnig grœtt ;á vorri kirkjulegu baráttu í liðinni tíð, að sínn leyti eins- 'Og’ hann, hversu mikil smámenni sem vér að sjálfsögðu erurn allir í samanburði við þá frábæru trúarhetju og þann einstaklega vott drottins. Þetta er óhætt að full- yrða útaf reynslu liðinna ára í sögu liins kristilega fé- lagslífs vors hér. Og þó mun allt þetta sjást enn miklu ;skýrar í ókominni tíð eftir að kynslóð sú, sem nú stendr nppi í baráttunni, er lmigin til moldar. Hvort myndi nokkrum af oss eiga að geta gleymzt þetta? Og hvort ætti þá ekki allir í hópi vorum að þakka drottni af lirœrð- uin hjörtum fyrir þennan sérstaka þátt í hinum lúterska arfi — baráttuna? Og svo gœðin sjálf, sem í því eru fólgin, að hafa— fyrir hina göfugu reformazíónar-baráttu Lúters og samverkamanna hans fengið opna biblíu og þarmeð opinberan kristindómsins í óskertri heild. Auðvitað er

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.