Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1911, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.11.1911, Blaðsíða 11
267 8. Eg veit, at> lífið eldcert á í allri sinni verðlagsskrá, sem betra’ er minni bljúgu von og barnatrú á mannsins son. 9. Eg veit, að frœðin forn og ný ei friða hjartað sorgum í; — að Jesú orð um eilíft líf fá aðeins sefað dauðans lríf. 10. Sú framtíð, ó, sú framtíð mín, er freisting, sorg 0g holdsvist dvín, 0g mér í barna’ 0g brœðra lióp hann bœtir, sem mér lífið skóp. ----—0------ FÁEIN ORÐ TIL MAGNÚSAR JÓNSSONAR frá séra Friðrik Hallgrímssyni. Magnús kandídat Jónsson liefir enn ritað langa grein í „Breiðablik' ‘, með fyrirsögninni: „Babies theo- logorum“. IJann segist skrifa þá grein „til þess að verða ekki sakaðr um ókurteisi.“ En hafi það fyrir honum vakað, er mér nær að lialda, að hann hefði heldr átt að láta þá grein óritaða, eða að minnsta lcosti rita öðruvísi; getsakir og klúryrði sœma illa kristnum mönnum. Þegar eg ritaði grein mína í Sept.-blað „Samein- ingarinnar“ á móti œskufrásagna-ritgjörð Magnúsar, þá gjörði eg það algjörlega af eigin hvötum, án þess að nokkur „hleypti mér af stað“, einsog gefið er í skyn í annarri grein í sama blaði „Breiðablika“. Ekki skrifaði eg greinina heldr í „liðveizlu“-skyni við séra Guttorm Guttormsson, einsog Magnús virðist hugsa, þvíað eg liafði enga hugmynd um það, að séra Guttormr ætlaði sér að rita neitt um þetta mál fyrr en eftir að grein mín var samin 0g komin til ritst. „Samein- ingarinnar“ ; enda virðist mér ekki, þegar eg ber sam-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.