Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1911, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.11.1911, Blaðsíða 14
270 efni en aðrir. Sendi eg því þennan skœting lieirn til kandídatsins aftr. Þar eru eyru sœmst, sem uxu. Eg á að liafa unnið eitthvert ódáðaverk, af því eg nefndi séra Friðrik Bergmann og stefnu hans í sam- banli við afneitunar-erindi kandídatsins. Eg hefi þar ekkert að afsaka. Greinin kom út sem ritstjórnargrein í málgagni séra Friðriks. Eg gat alls ekki vitað, hvort erindið var eftir ritstjórann sjálfan, séra Friðrik Berg- mann, eða eftir aðstoðarmann lians, Magnús Jónsson. Séra Friðrik var heima á íslandi, satt er það, en Har- aldur prófessor Níelsson var líka útá Islandi, og birtist þó erindi eftir hann í „Breiðablikum4' um sama leyti. En svo gjörir það ekkert til, liver skrifaði greinina. Eg veit ekki l)etr en að það sé algild regla í heimi blaðamanna, að lrverju tímariti sé eignaðar skoðanir þær og kenningar, sem birtast í ritstjórnargreinum þess, lrvort sem greinarnar eru eftir ritstjóra sjálfan eða undirmann hans. Sé ritstjórinn mótmæltr einhverjum skoðunum, sem þannig hafa birzt í blaði hans, þá er honum auðvitað innanhandar að afsala sér og blaði sínu öllum veg og vanda af slíkum skoðunum með opinberri vfirlýsing um það, að hann sé sjálfr á öðru máli. Eng- in slík mótmæli gegn erindinu um „œskufrásögurnar í guðspjöllunum“ hafa enn komið frá ritstjóra „Breiða- blika“, svo eg viti, og ber því að taka þá ritgjörð með í reikninginn, þegar talað er um stefnu blaðsins og rit- stjóra þess. Eg fæ því ekki séð, hversvegna Magnús kandídat þarf að draga Kató gamla fram á sjónarsviðið, eða hverja ástœðu séra Friðrik liefir til að kvarta um ofsóknir og „krókaspjót“. Eg veit ekki til, að eg beri illan hug til séra Friðriks; en hitt játa eg fúslega, að eg vildi feginn sjá stefnu þá, sem hann hefir ofrselt sig, koma sem skýrast fvrir sjónir almennings. Því tók eg stefnuna alla til íliugunar, er eg mótmælti greininni um œsku- frásögurnar. Og þá er stórglœprinn mikli, að eg minntist á séra Friðrik áðr en hann var kominn aftr vestr um haf! Hann hefir þó sjálfr sent tóninn mönnum, sem voru austan-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.