Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1911, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.11.1911, Blaðsíða 12
208 an ritgjörðir þeirra Magnúsar og séra Gnttorms, að hinn síðarnefndi hafi neinnar liðveizlu þörf í þeirri viðreign. Eg skrifaði um þetta mál af því að mér skildist, að Magnús vildi með grein sinni koma á stað umrœðum um það atriði kristilegrar kenningar, og af því að mér fannst ótœkt að mótmæla ekki með rökum ýmsum órök- studdum staðhœfingum lians. Eg átti von á því, að jafn-fœr maðr og hann er talinn myndi halda umrœðun- um áfram; eg bjóst við því, að hann mvndi reyna að sýna einhvern ]it á því að lirekja atliugasemdir mínar, og sýna fram-á, að hann hefði eitthvað til síns máls; það liefði getað orðið til fróðleiks og skilningsauka. En í stað þess svarar hann ekki öðru en mikilmennsku- ónotum. Dálítil áhrif virðist þó það, sem á móti lionum var skrifað, hafa haft á hann til bóta. Marka eg það af því, að ekki verðr annað séð af œskufrásögu-ritgjörð hans í Júlí-blaðinu en að hann haldi því fram fullum fetum, að Jesús hafi verið náttúrlegr sonr Jósefs frá Nazaret. En þegar liann er spurðr að því sem vitni fyrir rétti í Grand Forks, N.-Dak., 4. Október síðastl., hverju liann trúi viðvíkjandi fœðingu frelsarans af meyju, þá svarar hann því, að slmðanir sínar sé ekki orðnar svo hroskað- ar, að hann geti gjört grein fyrir því. Þá eiðfestu játn- ingu hefði hann átt að endrtaka í „Breiðablikum“. Það hefði verið hreinskilni. Og þá hefði menn skilið betr, hversvegna hann afréð að svara okkr séra Guttormi ekki með röksemdum, heldr aðeins með getsökum og sleggjudómum. I síðasta tölublaði „Breiðablika“ gjörir ritstjórinn grein fyrir því, að tilgangr Magnúsar með þessum rit- gjörðum hafi verið sá, „að styrkja veika trú í manns- sálunum og hjálpa henni til sigrs.“ — Það er fagr til- gangr og þakkarverðr. Og honum hefir tekizt það, þó líklega sé það nokkuð á annan veg en hann hefir til ætl- azt. Þvíað ritgjörðir hans hafa orðið til þess að opna augu margra fyrir því, livert þessi nýja vantrúar-alda

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.