Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1939, Side 18

Sameiningin - 01.02.1939, Side 18
32 af íslandi að leggja fram alt, sein honum er mögulegt þjóð- inni til hinna sönnustu heilla. Rétt að segja hálf öld er nú liðin síðan þessi orð voru rituð. Breytingar verða stundum á skemmri tíma en 50 árum, enda hafa Vestur-íslendingar mikið breyzt á þessu tímabili. En hvað sem skyldum líður og hvað sein breytingum liður hefir samband Austur- og Vestur-islendinga ekki enn siitnað. Frá íslandi hafa menn komið til vor bæði sem innflytjendur og- sem gestir. Nú er að vísu innflytjenda- straumurinn hættur fyrir nokkru, en góðir gestir koma enn til vor frá gamla Fróni. Vestur-íslendingar tala enn um það að fara heim til íslands, og þær heimferðir eru ekki enn hættar. Þeir, sem bezt eru megandi hér telja íslands- ferðir sína beztu skemtun. Á síðari árum hafa jafnvel ekki svo fáir farið til íslands til að setjasí þar að og eiga heima þar nú. Lengi vel var mikið ai' bókum frá íslandi keypt hér og lesið, og eitthvað af blöðum og bókum Vestur-ís- lendinga náði til manna á íslandi. Enn er það tilfellið hér vestra, að tæpast fá menn betri skemtun þegar þeir ekkert geta ferðast, en að sjá myndir frá íslandi og heyra rætt um ísland. Dálitil verzlunarviðskifti hafa einnig átt sér stað þannig að íslenzkar vörur voru keyptar hér vestra. Framh. LEIÐRÉTTING í síðasta blaði, varð, fyrir slys hjá prenturunum, rugl- ingur á síðustu greininni í rftgjörð hr. Jóns J. Bíldfells um Guðrúnu Lárusdóttur. Ritgjörðin, rétt og íi heilu lagi hefir verið prentuð í “Lögbergi.” Síðasta greinin, þar sem ruglingurinn átti sér stað, er birt hér eins og fylgir: “Frú Guðrún var fædd að Valþjófsstað í Fljótsdal 8- janúar 1880. Foreldrar hennar séra Lárus Halldórsson og Kirstín Pétursdóttir Juðjóhnsen eru bæði þjóðkunn fyrir rausn, höfðingsskap og gáfur. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum í Reyðarfirði þar sem faðir hennar var fríkirkju- prestur í allmörg ár, en fluttist með þeim og systkinum sínum til Reykjavikur 1899. Árið 1903 giftist hún cand. theol. Sigurbirni Ástvakli Gíslasyni. Varð þeim tíu barna auðið. Þrjú þeirra dóu ung, tvær dæturnar með móður sinni í Tungufljóti. Fimm eru á lífi, fjórir synir: Lárus, Halldór, Gísli og Friðrik, og ein dóttir, Lára Kirstin.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.