Nýi tíminn


Nýi tíminn - 19.02.1948, Síða 6

Nýi tíminn - 19.02.1948, Síða 6
6 NÝI TÍMINN Fimmtudagur 19. febrúar 1948 Arni Þérarinsson Framhald af 3. síðu fyrir séra Árna allt handritið, ef vera kynni, að hann vildi gera á því einhverjar breytingar eða eitthvað gæti komið í leitirnar, sem honum hefði yfirsézt áóur. Á þessu verki byrjaði ég 20. októbér 1945 og hélt því ,áfi am slyndrulaust, oftast hálfan ann- an tima á dag, þar til 1. marz 1946. Þá fannst mér fyrst ég geta ekki betur. Við þennan yfirlestur hafði handií;tið lengzt upp í 1700 blaðsíður. Þegar hér var komið sögu, fór ég fyrsl að sjá ellimörk á Áma prófasti. Þeirra va:ð ég fyrst var nokkru eftir að ég lór að lesa fyrir honum hand- ritið. Þau lýstu sér í daufara h'fsfjöri, brestandi minni á eig- innöfn ,þrálátari endurtekniagu á sömu sögunum og meiri gleymsku á það, sem gerzt hafði síðustu dagana. En allar sinar gömlu sögur sagði hann ná’ega orðrétt eins og liann hafði r.agt mér þær áður. Svo trúlega kunni hann sín fræði, að það kom oft fyrir, að hann þuldi upp úr sér setningar og heila söguparta, áður en ég komst að með þær 1 lestri minum úr handritinu, og hafði þá allt orðrétt eins og ég hafði ritað eftir honum árin 1943 til 1944. Af þessari skýrslu ætti það að vera óumdeilanlegt, að það á við enga staðreynd að styðj- ast, sem ýmsir hafa fundið sál- arfróun í að breiða út, að ég hafi setið við að „pumpa“ séra Áma fram til síðustu lífsstunda og eftir að hann var ekki leng- ur að fullu vits síns ráðanrh. Allri meginfrásögn lians lauk 20. marz 1944, og eftir 1. marz 1946 ritaði ég ekki eftir hon- um eina línu, að undanteknum nokkrum spakmælum, sem upp úr honum hrutu, þegar fundum okkar bar saman, því að hann gerði yngri og ókalkaðri mönn- um skömm til með því að mæla í snilliyrðum allt til hins síð- asta. Sá þvættingur er ekki heidur á meiri rökum reistur, áð ég hafi logið upp frásögnum í orðar.tað séra Árna og látið á prent út ganga í ævisögu hans. Þetta, sem hér hefur verið rit að vildi ég segja til þess að greiða úr ýmsum misskilningi og slá á margs konar ósann- sögli, sem gengið hefur um ram- vinnu okkar Árna prófasts og ritun ævisögu hans. IV. Eg þykist hafa kynnzt Árna prófasti all-náið sakir hins and- lega samstarfs okkar, sem oft var þess eðlis, að það afhjúpaði ýmsar hliðar í fari okkar beggja og tók þar að auki yfir fjogur ár, að öllu meðtöldu, auk sjc ára viðkynningar, er á undan var gengin. Mér virtist þá og virðist etrfi, sem séra Ámi hafa verið frum- legast gerður einstaklingur, sem ég hef þekkt, og það svo, að flestir aðrir koma mér fyrir sjónir sem leiðinlega hversdags- legir, þegar mér verður á að bera þá saman við þen.'an merkilega klerka. Þó var hann allra manna !e"-gst frá því að vera original eða sérvitringur, sem svo er kailað, Iiann hafði engar áberandi kenjar, hvorki í hugsun, lát- bragði né breytni. Frumleiki hans var af allt öðrum toga spunninn, og þeirri gáfu verður ekki gerð skil í þessari minn- ingargrein, sem er ófullkomið flýtisverk. Hann var maður fluggátaður á ýmsum sviðum, mikiíl náms- maður í æsku, minnið alla ævi frábært, snillingur í tilsvöi'um og mannþekking hans oft svo djúpsæ, að það var engu líkara en hann sæi fólk innan frá í bókstaflegum skilningi. Frá- sagnargáfa hans var undraverð og gerólík frásagnarhæfúeik- um allra annara manna, sem ég hef þekkt, málrómurinn afbui’ða persónulegur, orðalag frásagn- arinnar oft eins og úr öórum heimi, og allt frásagnarsv:ðið glóði af snilliyrðum, þegar hon- um tókst bezt upp. Hanr. fór svo vel með kvæði og flutti þau af þvílíkum karakter, að léiegur leir hljómaði sem gullaldar- skáldslcapur af vörum bans. Hann fór þannig með vísur eft- ir Símon Dalaskáld, að mér fannst, að aldrei hefði fcetur verið ort á íslandi. Og allt ^em út af munni Árna prófasts gekk. hvort heldur var frásögn, spak- yrði eða flutningúr kvæða, var svo náttúrlegt., tilgerðarlaust og fyrirhafnarlítið, að þar het ég ekkert til samAburðar. V. En séra Árni var sagður ó- sannsögull. Sumir hafa kullað hann „stórlyginn“. Og ýmsir hafa lagt talsvert kapp á, að gera þessa fullyrðingu að, al- mennum trúarbrögðum. Af smnra hálfu er þessi kenn- ing runnin frá lágkúrulegri ill- girni, svo nefndri vanmáttar- kennd. í annarra hugum á hún rætur að rekja til grunnfærrar mannþekkingar eða ókunnug- leika. Séra Árni var eklci lyginn maður. Hann bjó aldrei til ivga- sögur, svo að mér væri kunn- ugt um. Eg skrifaði upp eftir honum hundruð sagna. Nóltkra tugi þeirra hef ég reynt að fá staðfcsta annars staðar og í öll- um tilfellum, að einu undan- skildu, hef ég gengið úr sluigga um, að séra Árni hafði sagt rétt frá í öllum atriðum, sem máli skiptu. En þessi eina saga virt- ist hafa skapazt í höfði hans, ég held ósjálfrátt, enda var hún vitnisburður um „almættisverk“ og þar var séra Árni veikastur fyrir. „Almættisverk” varð að vera „almættisverk”. Annars var ekkert í það varið. En séra Árni var skáld og vantaði ef til vill það eitt í að vera stórskáld, að hann skorti stöðvun til að læra að yrkja. öllum slíkum mönnum er sú list í brjóst lagin, að kunna að mikla þau atriði í frásögn sinni, sem eiga að vekja sérstaka eft- irtekt. Og stundum virðist næmi þeirra svo mikil, að atvikin, sem mæta þeim í lífinu, verða rnikil- fenglegri og lífrænni fyrir þeirra skynjun en eftirtekt < nn- arra manna. Eg talaði varla nokkurnííma svo við Sigurbjörn Sveinsson, I að hann hefði ekki nýlega npp- j lifað nokkra heimsviðburði. i Draugar Jóhanns Jónsonar vcru engin smámenni viö að fást. Stefán frá Hvítadal lék sér að því að gera hversdags- legt ástarævintýri að liátignar- legu drama. Karlar Guðmuudar G. Hagalíns á Vestfjörðum líkt- ust ekki tiltakanlega þeim Vest- firðingum, sem fyrir augu .Tiin hafði borið á ferðum mínum mn þessar byggðir, þegar hann lék þá af mestri list og hermdi eftir þeim. Og haft hef ég þá skemmtun að heyra Hall- dór Kiljan Laxness lýsa gömlum torfkirkjuskrokki norð- ur á Víðimýri af svo fágaðri tilfinningu fyrir lilutföllum víð- áttanna, að ég var næstum far- inn að trúa, að þetta fjörefna- snaúða heimskautabyggðarlag hefði eignazt sjálfa Péturslurkj- una í Róm. Enginn þessara manna mundi þó vera talinn lyginn á almo nn- an mælikvarða. Það var nákvæmlega þetta sama, sem gerðist í frásögnum Árna prófasts. Hann minnk- E.ði hið litla og stækk- aði liið stóra, lækkaði hið lága og hækkaði hið háa, dcyfði hið litasnauða til þess að sterkj- un hans á litum hins litaiíka yrði því auðsærri og áhrifa- meiri. Og stundum gátu smá- munir vaxið í allar áttir fyrir innri sjónum hans. En fyrir fólki, sem lítt kann að greina náttúru skáldskapar frá lygi verður þessi list ósannsögli og höfundurinn lygari. VI. Ámi prófastur sagði eitt sinn við mig upp úr miðri frá- sögn í marzmánuði 1913: „Hefur þú ekki haldið, að ég væri ósköp gæfur maður og geðlítill?“ „Eg hef nú enga grein gert mér fyrir því ennþá,“ svaraði 1 ég. „Jæja, þá skal ég segja þér það vinur, að ég svitna oft. á dag af reiði“. „Og hverju reiðistu svona?“ ,,Eg reiðist sjálfum mér út af því, hvað lítið gagn ég hef getað gert í heiminum“. Eg geri ráð fyrir, að þarna hafi séra Árni gert svipnða stækkun á reiðinni og Jóhann Jónsson á draugunum og Hall- dór Kiljan Laxness á víðát.tunni í Víðimýrarkirkju. En það stendur eftir sein áð- ur óhaggað, að séra Ámi var ákaflega geðríkur maður og hefur eflaust oft svitnað af reiði, þótt hann hafi ekki r.vitn- að að jafnaði oft á dag. Þessir skapsmunir ollu árekstr- um í prestakalli hnns og þeim mim alvarlegri fyrir þá sök, að séra Árni var umbótamaður, að Islenzku skíðamennirnir ganga fram á olympíska-leikvanginn í St. Moritz. Þeir eru, talið frá hægri: Jónás Ásgeirsson, Hermann Stefánsson (þjálfari), Einar Pálsson (fararstjóri), Guðmundur Guömuiujsson, Þórir Jónsson og Magnús Brjoijóifsson. minnsta kosti framan af prests- skapartíð sinni, og hafði ekki geð til að sjá allt grotna niður í kringum sig í andlegri og líkam- legri ómenningu. Af þessu urðu að sjálfsögðu árekstrar við stór- bokka, sem sættu sig við bá nið- urlægingu að „gefa Djöflmum vinnufrið“. Og þessum mönmun mun bafa verið ljúfara að lita á séra Árna fremur sem óbrot- hin lygara en skáld. VH. En það var önnur hlið á manngerð séra Árna, að hann var skjótur til sátta, a.llra manna hlýjastur í viðmóti, ger- samlega laus við embættis- hroka, frábærlega alþýðlegur, mannúðlegur, hjálpfús og gest- risinn með afbrigðum. Einn af óvinum hans, hreppstjórinn, sem hann elti ólar við í ni. hindi ævisögunnar, sagði eitt sinn um hann í áheyrn merkrar konu, sem þetta hefur ritað frú einni hér í bænum: „Ef séra Árni væri fær um að stjórna tungu sinni, mætti kalla hann heilagan mann, því að s.vo kærleiksríkur er hann“. Þessi vanstjórn séra Árna á timgiumi hefur vafalaust aukið á andúðina gegn honum í Prestakallinu.„Og það er eins og hver sjái sjálfan sig“ að ýmsir munu hafa kveinkað sér undan orðum hans til dæmis útmálun hans á sóðadauðanum. En hitt má ekki heldur dylja, að þá væri mikið skarð hcggið í snilligáfu Árna prófasts, ef hann hefði vegið og metið orð sín líkt og sómaklerkur, sem heldur, að hann tali eins og Jesús Kristur, VHI. Ýmsir hafa gerzt þungorðir í séra Árna garð út af síðustu bók hans, Hjá vondu fólki. Sum- um hefur fundizt hann bera þar Snæfellingum of illa sögu. 'í ms- ir fullyrða, að þetta sé „allt lygi hjá séra Árna.“ En aðrir hafa dómfellt verk haus með þessari gamalkunnu afsökun: „Oft má satt kyrrt liggja“. Kavalerar Sturlungaaldarinnar myndu líka hafa óskað, að Sturla Þórðarson hefði haldið kjaftirvOg ekki er óliklegt að a ýmsir samtíðarmenn Sturlu, sem hlýddu á frásögn hans, hafi ymt undan ósköpunum: „Oft má satt kyrrt liggja“. En myndi okkur ekki þykja nokkuð skarð í sögu vorri og bókmenntum, ef Sturla Þórðar- son hefði lifað lifi sínu skikk- anlegur og talfár og látið ósóm- ann kyrran liggja ? Eg hef gild rök fyrir þvý að allt, sem verulegu máli skiptir í lýsingu séra Árna á Snæfell- ingum, er samileikanum sam- | kvæmt. En hitt má segja þeim til nokkurar upphafningar, að þessu líkt var andnimslofrið i flestum sveitum þessa lands, þó að sennilega hafi það veríð ‘með lakara móti á Snæfellsnesi. Hærra var nú ekki til lofts í vorri marglofuðu bændameun- ingu fyrr á öldum allt fram til síðustu tíma, og mætti þar tilnefna legionir sannana. Og ég er sannfærður um, að það er meiri gæfuvegur að viðurkenna' þetta hreinlega heldur en að rembast við að ljúga upp á sjálfa sig dyggðum, sem vér aldrei höfum átt og aldrei verða hlutskipti vort á meðan oss brestur manndóm til að sjá oss eins og vér erum og draga af þeirri sjón gagnlega lærdóma. Séra Árni hefur haft ei-iurð til að gera það, sem okkur hina hefði langað til að gera, sagði séra Guðmundur Einarsson á Mosfelli. Hann hefur látið færa í letur mjög merkilega menning- ar- og sálarlífs-lýsingu á þvi byggðarlagi, sem hann dvaldist lengst í og var kunnugastur Það væri þakkarvert, ef fleiri færu hér að dæmi Árna prófasts og rituðu jafn-hreinskilnislegar frásagnir af þeim héruðum. sem þeir eru kunnugastir. Það hefði miklu meira uppeldisgildi en allur þessi óþverramokstur, sem o.usið er yfir þjóðina af lygum, blekkingum, hræsni, smjaðri, sjálfsfegrun og liverskonar lág- kúr u-ómenningu. Jæja, þessi síðasti fulltriu ís- lenzkrar frásagnarsnilli er nú horfinn af þessu stigi tilverunn- ar. En burtför hans héðan úr heimi sættir mig og marga aðra betur við það hlutskipti að eiga þessa sömu ferð fyrir höndum. Þórbergur Þórðarson. f V X. \ 4 r

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.