Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.05.1949, Qupperneq 3

Nýi tíminn - 12.05.1949, Qupperneq 3
Fimmt’jdagur 12. maí 1949. NÝI TÍMINN 8 Alvarlegir atburðir geta stundum haft á sér broslegar hliðar. Þótt allir sannir íslending- ar hafi verið lostnir óhug og heilagri gremju yfir fram- ferði Alþingis í sambandi við afgreiðslu þess á Átlanz- hafssáttmálanum, munu margir hafa brosað í kamp, er þeir heyrðu hina vesal- mannlegu framkomu utan- ríkisráðherrans frammi fyr- ir hinum vestrænu húsbænd- um, er téður sáttmáli var undirritaður í Washington. Þar stóð þessi fulltrúi Ameríkuagentanna klagandi yfir því, að einhverjar stympingar höfðu orðið í nánd við þinghúsið í þann mund, er verið var að vinna þar innan dyra hið öþokka- legasta verk, er þar hefur verið framið. Það er náttúrlega ekki neitt hlátursefni út af fyrir sig, þótt fulltrúar þjóðarinn- ar í íramandi löndum geri sig að fíflum frammi fyrir öllum heimi. En í þessu til- felli getur íslenzka þjóðin huggað sig við það, að fyrr- nefndur ráðherra var ekki að reka hennar erindi né fara með hennar umboð. Þess vegna getur hver sann- ur íslendingur leyft sér þann munað, mitt í óham- ingju sinni, að brosa að ves- almenninu, Bjarna Benedikts syni, sem hleypur klagandi til sinnar amerísku mömmu, þegar hann veit, að hann sjálfur hefur þverbrotið all- ar leikreglur gagnvart sinni eigin þjóð. Henn rninnir að þessu leyti á óknyttastrák, sem hefur komið sér út úr húsi hjá leiksystkinum sínum og hleypur 'til mömmu sin-nar og' vælir: Krakkarnir voru að stríða mér mamma, komdu og lúskraðu á þeim. En hvernig ætli að Amer- íkumamma snúist svo við klögumálum þessa vand- ræðabarns síns? Er líklegt, að hún hlaupi upp til handa og fóta, taki neyðarkallið hátíðlega og geri út leiðang- ur Bjarna Benediktssyni til verndar? Eg held ekki. Þeir reikna allt í stórum mælikerum þar vestra og þeim finnst frá- leitt taka því að eyða stór- um skoturn á litla fugla. Þeim stendur svo hjartan- lega á sama um það, þó Bjarni Benediktsson fái hjartslátt, að þeir láta sér ekki einu sinni.koma til hug- ar að létta þjáningar þess- arar hrelldu sálar á hinn minnsta hátt, svo lengi sem það á ekki beina samleið með þeirra eigin hagsmun- um. - . ■• Mér þykir því líklegt, að Amríkumamma hafi sagt við | þetta sitt vandræðabarn: j Farðu og stattu þig strákur. Þér þýðir ekkert að vera að skæla frarnan 1 mig. Hið eina, sem hugsanlegt væri að Bjarni hefði upp úr sínum klögumálum,, v£éri það, að Amríkumamma færi kannski að efast um að nokkuð væri við hann tjónk- andi og tæki að svipast um eftir öðrurn dugmeiri í hans stað. Og ekki er nú mjög senni- legt, að Amríkumamma, sem horfir upp á það með vel- þóknun, að negrar eru teknii af lífi í hennar heimahögum án dóms og laga, taki þaó mjög lrátíðlega þótt hún heyri um einhverjar stymp- j ingar hér úti á hjara lreims. Jafnvel við íslendingar höfum nú upplifað annað eins eða eitthvað svipað, en enginn hefur orðið eins frum- legur og Bjarni Benedikts- son, að hann ryki til útlanda og klagaði út af meintum ó- ,rétti. Enda hefur líklega enginn aðili hérlendur þótz eiga jafnvolduga að utan landssteinanna. Ég man svo langt, að þegar Tryggvi heitinn Þórhallsson rauf þingið fyrirvaralaust 1931 urðu Sjálfstæðismenn öskuþreifandi vondir, og vildu óðir og uppvægir kasta' Framsóknarmönnum í Tjörn- ina. En með því Framsókn- armenn höfðu engan áhuga á slíku baði og voru auk þess miklu tindilfættari þá, en þeir eru nú, þá sluppu þeir undan Tjarnarbaðinu inn í ráðherrabústaðinn. Ekki klöguðu þeir þó yfir þessum aðförum á erlendum vettvangi, svo vitað sé-, að minnsta kosti var slíkri um- kvörtun aldrei útvarpað. Þó eru Framsóknarmenn taldir allra manna kvartsárastir, svo sem kunnugt er. Ekki hefur þess heldur ver- ið getið, að nokkur, hvorki opinber eða óopinber aðili, hafi klagað yfir atburðun-. um 9. nóvember 1932, fyrir erlendum aðilum.. Á velmektardögum naz- ismans óx upp í Reykjavík. flokkur manna, sem gerðii sér það til dægradvalar að sitja fyrir friðsömum borg- urum og gera árás á þá úr launsátri. Menn þessir köll- uðu sig þjóðernissinna. Gáfu þeir út blað og höfðu þar uppi miklar ráðagerðir um mannvíg í stórum stíl, með- al annars höfðu þeir við orð — að brytja Jónas frá Hriflu niður í spað og salta svo spað- ið niður í tunnu. Menn þessa kölluðu for- ystumenn Sjálfstæðisflokks- ins þá: — Únga menn með hreinar hugsanir. Kröfur þær, er Sjálfstæðisflokkur- inn gerði til hreinleika hugar farsins, voru nú ekki hærri í þá daga . . Ætli að nokkr- um finnist sennilegt, að þær hafi hækkað síðan? Engum mun þó hafa hug- kvæmzt að klaga þessa þjóð- hættulegu menn fyrir erlend- um aðilum. Þetta var algjört innanlandsmál, sem við urð- um að leysa sjálfir. Það er náttúrlega ákaflega sorglegt, ef það er satt sem maður hefur heyrt að for- sætisráðherrann okkar skuli njóta svo lítillar kvenhylli, að stúlka skuli láta sér detta í hug, að löðrunga hann, en þó held ég að það þurfi ekki að verða neitt utanríkisklögu mál. Við átturn einu sinni for- sætisráðherra, sem laust þingbróður sinn kinnhest inni í sjálfu þinghúsinu. Eng inn klagaði þó yfir þessu fyrir útlendingum. En ráð- herrann var montinn af sínu verki og stærði sig þar af. Og flokksbræður ráðherrans voru jafnhreyknir af sínum ráðherra eftir sem áður. Það vantar svo sem ekki, að við íslendingar höfum eldað grátt silfur hverir við aðra á stundum, þó við höf- um hinsvegar kunnað þá háttvísi að ganga ekki klag- andi út af slíkum hnipping- ! um frammi fyrir framandi þjóðum. Það er auðvitað ákaflega sorglegt, að rúður skuli hafa brotnað vegna stympinga í þinghúsinu. Vafalaust er bú- ið að bæta hinar brotnu rúð- ur þinghússins fyrir löngu. En það er ekki búið að bæta| fyrir það brot, sem meiri- hluti Alþingis framdi gagn- vart þjóð sinni daginn sem rúðurnar. brotnuðu. Og hver þorir að efast um það, að þeir sem brutu nið- ur hlutleysishugsjón og frið- arvilja þessarar þjóðar muni fá harðari dóm frammi fyrir dómstóli sögunnar en hinir sem rúðurnar brutu. Annars ætti enginn að ergja sig yfir því, þótt Bjarni Benediktsson hlypi klagandi vestur til ^AmríkumÖmmu. Okkur finnst það að vísu leitt, þegar fulltrúar þjóðar- innar, gera sig að fíflum frammi fyrir erl. aðilum. En' fyrrnefndan erl. aðilum. ar enginn sannur íslendingur sem fulltrúa sinnar þjóðar. Hann er í þjónustu framandi afla, fjandsamlegra íslenzk- um sjónarmiðum. Okkur má því í léttu rúmi liggja, þótt framkoma hans verði sem hæðilegust í augum þeirra manna, er hann hefur leigt starfsorku sína. Frumhlaup hans í Washington mun því eiga eftir að verða mörgum íslendingi hláturséfrti. Löngu eftir að íslenzka þjóðin hef- Ur dagbók ----nóvember: Elzta stúlkan er að læra 4. hefti landafræð- innar. Þetta er snotur telpa og hefur sérstaklega þýða rödd. Ég hlýði henni yfir kaflann um Alþingi. Hún kann vel, veit að Alþingi býr til lög, hvað kjör- dæmin eru mörg, þingmennirnir margir, o. s. frv. Ég hef engu við orð bókar- innar að bæta og er að víkja að öðru efni. En telpan segir undur þýðlega í óspurðum fréttum: „Það ætti að hengja alla kommúnista.“ „Langar þig til að gera það sjálf, eða láta aðra gera það?“ spyr ég. Hún ypptir öxl'um og glottir, en ég Iýk við spurninguna, sem ég var hálfnuð með: „Vitið þlð hvar forsetinn býr?“ Krakk- nrnir vita það, þeir vita líka, hvað kóngurinn í Damnörku heitir og liafa séð mynd af sænska kónginum, honum, sein er svo gámall, en ber ellina svo vel. Ilann er meir að segja í boltalcik, karlinn. Svona er hollt að vera úti og iðka íþrótt- ir —. Kennslustundin er úti. Ég botna ekkert í þessu. Litla stúlkan, sem lætur sig dreyma um að hengja menn, sem hún heí’ur aldrei séð, á mjög prúð- mannlega foreldra. Svona orð- bragð tíðkast ekki á heimili hennar. — — marz: Landafræðitími. Ég segi: „Þið verðið að reyna að muna firðina. Hugsið ykkur, ef þið væruff að bíða eftir „Esj- unni“ og lieyrðuð skipafréttirn- ar í útvarpinu. Hvaða gagn er að því að vita að „Esjan“ er á Siglufirði, ef þið vitið ekki, hvar Sigluf jörður er ? Þið ættuð reyndar að lilusta á iniileitdu fréttirnar í útvarpinu, þaff er alltaf í þeim einhver fróðleikúr um Iandið“ „Það geri ég, og ég Ies líka fréttir í blöðunum,“ segir einn drengjanna. Ég veit, að hann segir satt. Hann veit ýmislegt um ný skip, íþróttamenn, tafl- menn o. fl. Laglegá stúlkan með þýðu röddina segir: „Ég les líka blöðin. Ég les um pólitík í blöffunum.“ Þarna kom það! Ég þarf ekki 'að efast um, að telpan segi satt. Hvaðan hefði annars átt aff seytla mannhatur inn í huga hennar? „Þegár þið eruð orðin stór, ættuð þið að ferðast um landið að vorlagi. Engin skemmtun jafnast á við það. Landið okkar er svo fallegt.“ — — marz: „Nú skulum við ur afmáð óþurftarverk þessa manns, mun verða til þess vitnað, sem sígilds dæmis um það hvernig lítilsigldir menn geta auglýst smæð' sína átakanlega, ef að þeir: ætla að reyna að leika mik- ilmenni. Skúli Guðjónsson. ekki skrifa stafsetningarstíl, heldur vísur:“ „Þaff er líkt og ylur í ómi sumra braga. Mér hefur hlýnað mest á því marga kalda daga.“ „Hafið þið ekki fundið þenn- an yl ?“ Þau svara: „Nei.“ „íslendingar hafa alltaf fund- ið þennan yl, þið hljótið þá að vera fyrstu manneskjurnar, sem finnið hann ekki.“ Þau brosa. „En er samt eklii gaman aff Ifunna „Sólskríkjuna?“ Reynið þið að syngja hana, þegar fer að vora. Ég er viss um, að þá finniff þið þennan yl, sem Þor- steinn er að tala um í vís- unni.“ 30. marz: Við hlusíuðum á há- degisútvarpið. „Þeir ÞORA það ekki þeir VITA, að þjóðin er á móti þeim,“ sagði fólkið í bað- stofunni. Bjartsýni þess sefaði ótta minn. Eftir skólatíma gekk ég langt fram í dal og hugsaði mest um það, hvernig ég ætti aff haga kennslunni næstu daga. Á morgun eru biblíusögur. Farisear vorra tíma halda því fram, að kennarar vanræki kristin fræði í skólum. Hvers vegna ættum við ekki að kenna boðorðin með glöðu geði? Aldr- ei gleymi ég því, þegar ég lærði fjórða boðorðiff: „Heiðra skaltu föður þinn og móður, svo að þér vegni vel og þú verðir lang- lífur í landinu, sem drottinn guð þinn gefur þér.“ Þá varð mér í fyrsta skipti ljóst, að við börnin áttum að erfa landið. ÉG var meðal þeirra, sem áttu aff erfa landið. Mér hitnaði af undrun og eftir- væntingu. Ég Ias ekki dagblöðin á þeim aldri. En kvæði kunni ég í tugatali og í boðorðunum lærði Framhald á 7. síðu. Aðalfundur Verkðlýðsfélags- ; fns Jöknls, j Hornafirði Verkalýðsfélagið Jökull, Höfn í Hornafirði, hélt aðalfund sinn 28. jan. s.l. Stjórn félagsins var öll endurkosin og skipa hana: Benedikt St. Þorsteinsson for- maður, Óskar Guðnason, ritari og Halldór Sverrisson gjaldkeri.. Þann 30. jan. s.l. var undir- ritaður nýr samningur milli fé- lagsins og útgerðarmanna í Hornafirði, um kjör sjómanna, en slíkur samningur hefur ekki verið til þar áður. Hinn nýi samningur er mjög í samræmi við gildandi sjómannasamning í Neskaupstað, að öðru leyti en því, að hlutartrygging á bátum er ’ engti, éri dragnotakjör hækka úr 39% í 42% til sjó- mairaa.

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.