Nýi tíminn - 12.05.1949, Blaðsíða 5
Fimmtudagux 12. maí 1949.
NÝI TÍMINN
5
Þú, sem 1. maí ferð út á
götuna til baráttu fyrir
hagsmunamálum launastétt-
anna, ég spyr þig, þekkir þú
þá. ‘baráttu, sem hefur verið
háð fvrir hagsmunum henn-
ar og rétti?
Hefur þú gert þér grein
fyrir því, hverjum fulltrúar
þessara stétta hafa mætt
sem andstæðingum í sér-
hverri launadeilu, sem háð
hefyr verið allt frá hennar
fyrstu tímum?
Hefur þú gert þér grein
fyrir hverjir hafa barizt gegn
sérhverri framför á sviði
skóla og menningarmála,
gegn sérhverri framför á
sviði mannréttinda, hverjir
börðust gegn afnámi hreppa-
flutninga, hverjir gegn
rýmkun kosningaréttar,
hverjir gegn auknum al-
mannatryggingum, hverjir'
gegn hvíldartíma sjómanna,
hverjir gegn átta stunda
vinnudegi?
Ef þú hefur ekki svarað
þessum spurningum, þá not-
aðu daginn 1. maí til þess,
hugsaðu málið og svaraðu af-
dráttarlaust, og þegar þú
hefur svarað, þá mundu, að
svarið má ekki vera orðin
ein, heldur athöfn, í sam-
ræmi við það áttu að starfa
á ókomnum árum í stéttar-
félagi þínu og á vettvangi
stjórnmálanna.
Þér til vinsamlegrar at-
hugunar ætla ég að svara
sþurningunum frá mínu
sjónarmiði.
Þeir, sem hafa barizt fyrir
bættum kjörum verkamanna
og annarra launþega, hafa
mætt fulltrúum eignastétt-
Ekkert er eðlilegra og sjálf-
sagðara, þegar litið er á eðli
og fyrirkomulag þess þjóð-
félags, sem við lifum í. Þeir,
sem eiga framleiðslutæki,
hafa ætíð litið svo á, að því
færri krónur, sem þeir
greiddu í vinnulaun, því
fleiri krónur yrðu eftir í
þeirra sjóði, það væru því
blákaldir og eðlilegir hags-
munir þeirra að verkamenn
hefðu sem lægst laun og
nytu sem fæstra fríðinda.
En þessi stétt er nógu viti
borin til þess að skilja, að
hún getur ekki staðið sig í
baráttunni, nema að mynda
samtök. Þess vegna hefur
hún myndað vinnuveitenda-
félög og þau hafa myndað
landssamband, og það eru
fulltrúar þessara félaga og
þessa sambands, sem sitja
gegnt fulltrúum launþeg-
anna við samningaborðið.
Allt er þetta ofur eðlilegt.
En það er fróðlegt að athuga
hvaða menn það eru, sem j
mæta fyrir stéttarsamtök
svokallaðra vinnuveitenda
við samningsborðið hin síð-
ari ár.
Þú munt kannast við nöfn
eins og Kjartan Thors, Ric-
hard Thors og Eggert Claes-
sen, þú veizt að allir þessir ]
menn eru meðal framherja I
1 Sjálfstæðisflokknum, ráð '
þeirra og dáð, að viðbættum
f jármunum þeirra, eru í þjón
ustu pess flokks, og þannig
er þessu farið um nær alla
þá menn, sem sitja gegnt
fulltrúum verkamanna við
samningaborðið.
Þetta er ekki tilviljun, þvi
eignastéttin hefur að sjálf-
sögðu gert sér ljóst, að ekki
er einhlýtt að sameinast 1
vinnuveitendafélögum til að
berjast gegn launa og kjara-
bótum verkamanna, verzlun-
armanna og skrifstofufólks,
hún veit að á Alþingi, í rík-
isstjórn og í bæjarstjórnum,
eru ráðin enn þýðingarmeiri
ráð varðandi skiptingu þjóð-
arteknanna milli eignastétt-
arinnar og launastéttarinn-
ar, heldur en við samnings-
borðið, þegar samið er um
kaup og kjör. Þess vegna
hefur íslenzka eignastéttin
myndað stjórnmálaflokk,
hlutverk hans er að gæta
hagsmuna hennar, þessi
flokkur heitir Sjálfstæðis-
flokkur, eitt veigamesta
atriðið í baráttuaðferðum
hans er að sundra launastétt-
inni innbyrðis og að torvelda
og hindra samstarf hennar
og smáframleiðenda, og þá
fyrst og fremst bænda.
Allar eru starfsaðferðir.
hinar kænlegustu.
hafa barizt um fylgi og for-
ustu innan verkalýðssamtak-
anna, en flokkur eignastéttar
og ihalds hefur blásið að
glæðunum, aukið sundrung-
ina og lagst á sveif með
þeim, sem hann hefur talið
veikari hverju sinni og þann-
ig ráðið miklu um það, hver
hefði forustuna í samtökum
verkalýðsins. Ekki hefur
Sjálfstæðisflokknum þó þótt
þetta einhlýtt, heldur hefur
hahn og leitað samstarfs við
flokka verkalýðsins til skipt-
is á Alþingi og í ríkisstjórn,
þetta samstarf hefur tekizt,
en Sjálfstæðisflokkurinn
hefur orðið að borga það
dýru verði, hann hefur orðið
að taka þátt í að setja marg-
háttaða löggjöf um aukin
mannréttindi og menningu,
sem vissulega leiðir til mik-
illa útgjalda fyrir eignastétt-
ina, dæmi um slíka löggjöf
eru verkamannabústaðalög-
in, lög um almannatrygging-
ar, orlofslögin, skóla og
fræðslulögin, lög um útrým-
ingu heilsuspillandi íbúða o.
fl. —
Áður en farið er lengra út
í þessa sálma, er rétt að
minnast örfáum orðum á af-
stöðu Sjálfstæðisflokksins til
smáframleiðendanna, og þá
fyrst og fremst hins stærsta
hóps þeirra, bænda.
Þeir bændur, sem aðhyllt-
ust samvinnustefnu mynd-
uðu fyrir meira en 30 árum
stjórnmálaflokk, sem þeir
kölluðu Framsóknarflokk.
Samvinnubændur áttu af
auðskildum ástæðum enga
samleið rneð flokki auðstétt-
arinnar, enda var löngum
hatröm barátta milli Fram-
sóknarflokksins ,og Sjálf-
stæðisflokksins. Samvinnu-
bændur, sem flestir voru
smáframleiðendur, gerðu sér
ljóst, að þeir áttu samleið
með verkamönnum og öðr-
um launþegum, en ekki með
auðstéttinni.
Sjálfstæðisflokknum varð
Ijóst, að hann yrði að ná tök-
unum á Framsóknarflokkn-
um til þess að tryggja völd
auðstéttarinnar. Þá fóru
samkeppnismenn að leika
samvinnumenn, og þá hófst
hið mikla kapphlaup milli
Sjálfstæðismanna og Fram-
sóknarmanna, að þjóna
bændum, með þessu móti og
fleiri ráðum tókst Sjálfstæð-
ismönnum að ná öruggu
tangarhaldi á ýmsum leið-
Framhald á 6. síðu.
íslenzkur verkalýður hef-
ur stofnað tvo flokka, Al-
þýðuflokkinn og Sósíalista-
flokkinn til að berjast fyrir
hagsmunum sínum, það ólán
hefur hent að þessir flokkar
Reykvísk alþýða á útifundi Fulltrúa-
ráðsins við Miðbæjarskólan t. maí
(Ljósm.:. Sigurður Guðmundsson),