Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.05.1949, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 12.05.1949, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. maí 1949. NÝI TÍMINN 7 Fyrir tveim öldum voru öll vor hörð á ísl'andi. Þá -var áttundi hver landsmaður flækingur eða hreppsómagi. Þá fækkaði íslendingum um sex þúsundir á sex árum og. síðar um fimmtúng á tveim árum. Þá féllu menn úr hor við Breiðafjörð. Og þá fengu íslendingar gjafakorn frá herraþjóð sirmi^ fyrir austan haf. Á miðbiki tuttugustu ald- ar eru vorin löngu hætt að vera hörð á íslandi, hvað sem allri veðráttu líður. Flæk ingar og hreppsómagar eru ekki lengur til. íslendingum fjölgar rnn tólf þúsundir á sex árum. Allt landið hefur þegið eigindir Breiðafjarðar, sem forðum var draumaland hungursjúkra manna. En enn þá fá íslendingar gjafakorn frá herraþjóð sinni, sem nú hefur bólfestu fyrir vestan haf. Mannfellirinn á 18. öld jafnast á við það eitt hvert afhroð sumar þjóðir Evrópu guldu í síðustu styrjöld, og þó gefur sá samanburður enga mynd af hörmungum forfeðra okkar. Og þó varð minning hþis liðua ínörgum ef til vill enn hugstæðari vegna nærtækra dæma þeg- ar lýðveldið var endurreist, 1944. Var ekki gifta íslend- inga einstæð á þeirri stundu við bjarma sögunnar og þess hatrama hildarleiks, sem háður var umhverfis ? Hversu óralangur virtis't þá ferill þjóðarinnar frá árum hins erlenda gjafakorns. En fimm árum síðar skýrði marsjall- stofnunin í Bandaríkjunum svo frá, að íslendingar væru næstbágstaddasta þjóðin í Vestur-Evrópu, hefðu þegið gjafakorn og annan hlið- stæðan varning fyrir 55 doll- ara á hvert mannsbarn — tæpar 2000 kr. á hverja fimm manna fjölskyldu — og vær-: aðeins íbúar Trieste ögn hrjáðari og hungraðri. ir Og það þarf raunar ekki að hvarfla fimm ár aftur í tímann til að sikynja hversu mjög hefur hallað undan fæti á nýjan leik. 5. febr. 1947, þegar núverandi ríkis- stjóm var mynduð, var bjartsýni þjóðarinnar enn óskert, enda runnu þá ýmsar ] fleiri stoðir undir hana en nokkru sinni fyrr. Atvinnu- lífið hafði verið endurreist með atorku og dugnaði, sem samsvaraði hugsjón lýðveld- isstofnunarinnar og aflað hafði verið stórvirkra véla, sem áttu að tryggja efna- hagslegt sjálfstæði þjóðar- innar og vaxandi vegmegur Betlaramerkið, sem herraþjóðin skreytir Islendinga með. Hver hefði trúað því á þeiiii degi að íslendingar yrðu rúmum tveim árum síðar orðin betliþjóð? og höfðu þó ýmsir illan bifur á nýju stjórninni. Hversu óverulegir voru á þeirri stundu spá- dómar okkar, sem verstan höfðum bifurinn í samjöfn- uði við þá raun, sem fengin er. Jafnvel döprustu hug- myndir tortryggnustu rnr.nna reyndust hjóm við hlic þeirra verka, sem fyrsta stjórn Alþýðuflokksins hef- ur unnið. Og fyrir tæpu ári, þegar marsjallólánið skali >i:ir þjóðina, hélt Bjarni Bene- diktsson utanríkisráðherra meira að segja ræðu og skrifaði greinar, þar sem hann hélt því fram, að ís- lendingar ættu að vera veit- endur en ekki þiggjendur og ieggja fram ásamt Banda- ríkjunum skerf til hjálpar bágstöddum Evrópuþjóðum! Hvort sem utanríkisráðherr-! ann hefur sjálfur trúað þessu1 eða ekki, þá festi mikill hluti. þjóðarinnar trúnað á það og allur þorrinn af fylgismönn- um hans. En nú, tíu mán. síðar, heldur Bjarni Bene- diktsson utanríkisráðherra, sonur Benedikts Sveinssonar, við holdum sínum á gjafa- korni eins og allir aðrir þegnar betliþjóðarinnar. ,,Með hverju skipi, sem kemur hingað frá Banda- ríkjunum, eru fluttar vörnr, sem íslendingum eru látnar í té samkvæmt Marshalláætl- unmni“, sagði Mprgunblaðið fagnandi nýlega og birti m^nd til sannindamerkis.. Þetta stolta bla,ð er skuld- bundið til að taka gjafakorn- inu með gleðilátum, sam- kvæmt þeirri grein marsjall- samningsins, sem fjallar um áróður. Betlaranum ber skylda til að smjaðra fyrir velgerðarmanni sínum, en launin eru að sjálfsögðu fyrirlitning hins síðarnefnda. Jónas frá Hriflu kom eitt sinn með þá tillögu, að þurfamenn skyldu neyddir til að ganga í sérstökum lilæðum, svo þeir þekktust frá heiðarlegu fólki. Herra- þjóðin vestanhafs þarf ekki að liafa fyrir því að bera fram till., heldur þykist hún eiga allskostar við þurfa- menn sína. Hvert tangur og tetur, sem flutt er hingað af gjafavörum frá Banda- ríkjunum, er prýtt sérstöku merki, niðurlægingarmerki betlarans. Þegar gjafaföt fara að flytjast hingað til landsins, rætist eflaust draumur Jónasar Jónssonar. Verst ef hann verður þá að ganga í slíkum fötum sjálf- ur. Ófrjáls þjóð þiggur á ný gjafakorn í þessu landi. Um- boðsmenn erlendrar herra- þjóðar stjórna enn einu sinni þessu landi. Erlendir menn dveljast eins og forðum í þessu landi, hátt hafnir yfir lög og rétt þeirra innbornu og reyna að sýkja siðgæðis- þrek þeirra með mútum og ólifnaði. Þó er enn óralangur vegur til þeirrar fortíðar, sem lætur hliðstæðurnar í té. Og til þess barðist íslenzka þjóðin ekki fyrir frelsi sínu öld fram af öld, að hún fetaði veg niðurlægingarinn- ar á ný, eftir að markinu var náð. ;*rí5«r -> ( ««• i-sd ií". ->br:t Þingsjá Framh. af 4. síðu. sköpun stórkostlegs útflutnings verðmætis á ' grundvelli fossa- orkunnar íslenzku, rekizt á þröngsýni, smásálarskap og leppmennsku ríkisstjórnarinn- ar og flokka hennar, þeirra „hugsjón“ er dýr, lítil áburðar-j verksmiðja er framleiði fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkað og klesst sé við hina ofhlöðnu Sogsvirkjun, en verði það reynt hlýtur það að skapa ótrúlega erfiðleika vegna ört vaxandi orkuþarfar suðvesturlandsins. Ástæða er til að ætla að við þröngsýni og vesaldóm stjórn- arliðsins í þessu máli bætist vanþóknun erlendra auðhringa á samkeppni af íslendinga hálfu á heimsmarkaðnum með köfn- unarefnisáburð. * Ætla mætti að stjórnarliðinu væri nóg að afgreiða áburðar- verksmiðjumálið þannig lim- lest. Nei, meira þurfti að gera. Frá byrjun hefur verið reiknað með að áburðarverksmiðjan yrði ríkisfyrirtæki. Við síðustu umræðu málsins í efri deild komu fulltrúar stjórnarflokk- anna fleyg inn í frumvarpið, sem sýnir að auðburgeisar landsins hugsa sé að nota þjón ustusemi þingmeirihlutans í þessu máli sem öðrum. Stjómarliðið samþykkti þarna, gegn mótmælum sósíal- ista, nýja grein í frumvarpið, sem ekkert fordæmi á sér í lög um. Aðalatriði greinarinnar eru þessi: Ríkisstjórninni er heimilt þrátt fyrir ákvæði 2. gr, að leita eftir þátttöku félaga og éinstaklinga um hlutafjárframlög til stofnunar á- burðarverksmiðjunnar og leggja fram til hennar óafturkræft fé úr rekstrarsjóði áburðarsölu ríkisins allt að einni milljón króna. Ef slík framlög nema minnst 4 milljónum króna, leggur rikissjóður fram lilutafé, sem þá vantar til að hluta féð verði alls 10,, milljónir kr., og skal verksmiðjan þá rekin sem hlutafélag. Heimilt er að greiða hluthöfum i arð af hlutafé þeirra allt að 6 af hundraði. Nú notar rikisstjórnin heimild 1. mgr. þessarar greinar, og skal þá stjórn verksmiðjunnar skipuð fimm mönnum. Sameinað Alþingi kýs þrjá þeirra hlutfallskosningu til fjögurra ára í senn, og skipar landbúnaðarráðherra einn þeirra formann verksmiðjustjófnarinnar. Hluthafar, aðrir en rikissjóður, kýs tvo stjórnarnefndarmenn til eins árs' í senn. hlutafélagsformi því sem heim- ilað er í nýju greininni er opnuð leið fyrir auðbraskara landsins að ná algeru valdi á þessu fyrir tæki með því að leggja fram einungis 4 milljónir króna í hlutafé! Fyrir skitnar fjórar milljónir fá þeir tvo menn af fimm í stjórn, og sjálfsagt eng in ofrausn, eins og Einar 01- geirsson benti á, að telja þeim vísan einn af þeim þremur stjórnarmönnum sem Alþingi kýs! Þannig er hægt að nota þæg an þingmeirihluta. Og Kaídað- arnessráðherrann er hæstánægð ur með þetta fyrirkomulag, eins dæmi í löggjöf landsins, nýtt liá mark frekju íslenzks auðvalds í misnotkun löggjafarþings þjóð arinnar. Þannig cr meðferð leppstjórn arinnar á nýsköpunarmálum. Þjóðarhagur er stjórnarflokkun um algert aukaatriði, gróða- möguleikar islenzkra auðbur- geisa alstaðar aðalatriði. Flokk arnir þrír, íhaldsflokkurinn, Al- þýðuflokkurinn og Framsóknar flokkurinn fóru með stjórn ! fyrir 1945, þeir hafa farið með stjórn frá ársbyrjun 1947. Ein- mitt reyhslan af núverandi stjórn hefur sannað þjóðinni, að liið nýja, bjartsýnin, stórhug- urinn, framfarirnar nýsköpun- arárin voru afleiðing af þátt- töku Sósíalistafiokksins í ríkis- stjórn, hein afleiðing þess, að sósíalistar fengu aðstöðu til að stórauka áhrif stefnu sinnar á íslenzk þjóðmál, jafnvel þó aft- urhaldið reyndi að eyðileggja og svíkjast að öllu hinu nýja sem spratt upp við ný vaxtarskil- yrði þetta stutta tímabil. f f Frumvarpið fór aftur til neðri deildar til einnar umræðu og reyna sósíalistar einnig þar að fá þessa ósvífnu grein fellda úr frumvarpinu, eða að dregið yrði úr hættunni sem í henni felst. * 'ri ftfffVQÍf En aftur mun þar verða hald ið af stað. Þjóðin skilur nú bet- ur en 1946 að von hennar um sigur í sjálfstæðisbaráttunni, um heilbrigða nýsköpun, um vaxandi menningu og gróandi þjóðlíf er nátengd auknum áhrif um Sósíalistaflokksins á ís- lenzk stjórnmál. Þess vegna óttast afturhaldið nú kosningar jeins og dómsdag. Þessvegna er kvarnaliringlandinn í Vísiskoll- unum orðinn svo áberandi að þeir segja einn daginn að „kommúnistar" séu alltaf að tapa og hinn daginn að enginn vinni á kosningum nema „kommúnistar11! Afturhaldið finnur hina þungu undiröldu fyrirlitningar og reiði gegn aft- urhaldssemi og leppmennsku. ríkisstjórnarinnar. Logandi ótti Stefáns Jóhanns, Bjarna Bene- diktssonar og Eysteins Jónsson ar við dómsdag kosninganna næðtu er ekki ástæðulaus. S. G. íiiiiimmimiiimmimimiiimimiii" JtI tbr eiðið Nýja tímann i ; i,.: ii/c isj c.uc' iiiuiiiiiiiiiiiiiiiiimmmmmmmi"1 12

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.