Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.04.1950, Síða 2

Nýi tíminn - 20.04.1950, Síða 2
8 NÍT TlMINN Fimmtudagur 20. apríl 1950. i'iíi " .„ti.-'.r FRETT UM EDDURNAR Öldin er tæplega hálfnuð. Það er sjálfsagt lítið vit í því að fara með spádóma um hana alla, eins og þeir væru staðfest- ing liðinna atburða. En ef Is- lendingasagnaútgáfan verður ekki síðar talin hafa unnið merkilegt útgáfustarf á íslandi á þessari öld, þá er ég vel svikinn. Nýjustu bækur Islendinga- sagnaútgáfunnar eru Eddurnar, og hefur Guðni Jónsson annazt útgáfima. Verkið er í fjórum ,,bókum“, Eddukvæði I—II sem reiknast skal eitt „bindi“, Snorraedda og Eddulyklar, samtals 1265 blaðsíður. For- máli fylgir báðum Eddimum, þar sem m. a. er gerð grein fyrir handritum þeirra. I for- mála Eddukvæða er einnig lýst ytra búningi þeirra, en hann er nokkuð frábrugðinn búningnum í útgáfu Finns Jónssonar, frá 1905. Liggur höfuðmunurinn í stafsetningunni, en í þessari útgáfu er farið nær nútíma- stafsetningu en í útgáfu Finns, „1 stuttumáli sagt hefi ég farið sem næst því, eem tíðkast í að- alhandriti Eddukvæðanna, Kon- ungsbók, og varazt að fyrna rithátt hennar á nokkurn hátt“, segir Guðni í formála sínum. En Finnur segir svo í sínum formála: „Hvað ritháttinn sjálf an snertir, er hann yfir höfuð sem í fornritum, þar sem rit- háttur er samræmdur. Jeg hef þó ekki getað fengið af mér að hafa hann ekki í stöku atrið- um nokkuð eldri...“ (leturbr. mín. B. B.) Er sú nýjari að- ferðin vitaskuld miklu skyn- samlegri, því zk hlýtur þó á- vallt að vera megintilgangur litgáfu sem þessarar að bækurn ar séu lesnar ■— og því forðazt að torvelda skilning á þeim. Það er víða nógu torvelt um hann samt. Um stafsetningar- fýrningu Finns segir Guðni þetta, m. a.: „Hann ritar t.d. alls staðar hinar tímabundnu a-hljóðvarpsmyndir goll, Goð- í mannanöfifum, fogl, oxi o. s. frv., enda þótt u sé uppruna- legt í þeim oroum og uppruni fari saman við nútíðarmál og rithátt handritanna sjálfra. Orð myndir eins og vesa, vas, hann es o. s. frv. koma hvergi fyrir í handritunum, heldur vera, var, hann er, að ekki sé minnzt á táknið ’s. Háskalegasti skiln- ingstálmi þeirrar útgáfu er þó hinn mikli samdráttur sagna og fornafna í eitt og hinar tíðu úrfellingar persónufornafna...“ Þetta er hér einungis tekið upp til að sýna hvað hinn nýi út- gefand* forðast. Einnig hefur liann varazt þá „hryggilegu með ferð á texta kvæðanna, þar "cm ailt að því helmingur þeirra sumra er prentaður sem inn- skot cða, yngri viðaukar við hinn hclminginn". Þá scgw hann enn; „Eg heíi alls stað- ar grcint frá mcð bandstriki neitunarorðið at (a,t), sem al- gengt er að skeyta við sagnir og ritað t. d. berr-at (ber ekki), var-a (var ekki), hafi-t (hafi ekki) o. s. frv.“ Kannski eru þessi bönd engin lesmálsprýði, en alls þe"sa er hér við getið í þeim tilgangi einum að draga úr ótta manna við torveldi lest- urs og skilnings á Eddukvæð- unum. Og svo eru líka Eddu- lyklarnir. Og það er nú bók sem segir sex. Fyrir utan for. mála er þar Inngangur að Eddu kvæðum, upp á fjórar arkir, þar sem fyrst er rætt um Ald- ur Eddukvæða, siðan heimkynni þeirra o. s. frv. En mestur hluti Inngangs er yfirlit um einstök kvæði, þar sem greint er frá geymd, efni, aldri, heim- kynni og hætti hvers einstak3 kvæðis út af fyrir sig. Ætti efniságripið mjög að hjálpa þeim til skilnings á kvæðunum, sem ekki hafa lesið þau áður og verða að bjargast á eigin spýtur. Því næst kemur orðasafn, röskar 100 bls. tvídálka. Sá sem t.d. strandar á orðinu and- föng í 8. erindi Vafþrúðnismála hann flettir upp í orðasafninu í Eddulyklunum, og gátan er ráðin: andföng merkir móttök- ur, viðtökur, er hvorugkynsorð og eingöngu, notað í fleirtölu. Síðan koma ví'naskýringar yf- ir Snorra-Eddu, yfir 60 bls. Að lokum er Nafnaskrá, yfir Edd- urnar báðar. — Þú ert að lesa Grímnismál. I 43. erindi hitt- irðu fyrir Ivalda syni. Hverjir eru þeir? Skyldi meiri fræðslu vera að fá um þá annars staðar í Eddunum? Þú flettir upp á þeim í orðasafnmu, og sjá: Þar er einnig vísað til bls. 63, 124 og 149 í Snorra-Eddu. Hvað skyldi vera sagt um þá þar? Ja, það skaltu athuga sjálfur. Eiginlega hljóp ég yfir Snorra-Eddu. Við skulum láta okkur nægja að taka hér upp fáeinar setningar úr formála Guðna Jóm'sonar að henni: ,Hiin er fullkomnasta heimild vor um skáldskap 10.—12. ald- ar, kenningar, heiti og bragar- háttu, og jafnframt eru þar varðveittar fjölda margar vísur og kvæði, sem ella væru nú giötuð með öllu. En gildi Snorra-Eddu er ekki þar með talið: Hún hefir um allar ald- ir verið lifandi rit með þjóðinni og borið ríkulegan ávöxt í bók- menntum hennar. Hún var sá nægtabrunnur, sem rímnaskáld vor og hagyrðingar jusu jafnt og þétt úr. Þangað sóttu þeir beint eða óbeint skáldmennt sína og skiluðu þannig fjársjóð um hins forna skáldamáls til vngri kynslóða öld eftir öld.“ Enn ber þe?s að geta að „Snorri Sturluson samdi Eddu sína í áltveðnum tilgangi. Ilann samdi hana scm kennsiubók í skáldskap“. Þetta er frétt um Eddurnar, ekki ritdómur. Aðeins vil ég vitna um það að öll er útgerð þessara bóka handhæg og smekkleg. Þetta er alþýðuút- gáf, unnin af vísindalegri ná- kvæmni. Þarf að heita á ís- lendinga að kaupa þessar bæk- ur, bækurnar sem geyma eilíf- asta arf þeirra? Stephan G. Stephan-son lauk eitt sinn ræðu með þessari ósk: Standi Island meðan veröld varir. Eddurnar þarfnast ekki slíkra óska. Þær „standa“ meðan Island .varir. B. B. 501 bjargað Frá því Slysavarnafélágið var stofnað hefur verið bjargað 501 manni. Þar af var 51 bjarg að i fyrra og 50 það sem af er þessu ári. WWWWWWW\^WWVW^MMWWWVWWVrtAÍWWWWw Ráðningarskrífstofa land- bnnaðarins verður opnuð í dag, þriðjudaginn 18. apríl, og starfar í sambandi viö Vinnumiðlunarskrifstofuna á Hverfisgötu 8—10 —- Alþýðuhúsinu. —Starfs- menn sömu og undanfarin ár. Allir, sem leita vilja ásjár ráðningarstofunnar um ráðningár ,til sveitastarfa, ættu aö gefa sig fram sem fyrst, og eru þeir áminntir um að gefa sem fyllstar upplýsingar um allt er varöar óskir þeirra ástæöur og skilmála. Nauösynlegt er bændum úr fjarlægð að hafa umbóðsmenn í Reykjavík, er aö fullu geti komiö fram fyrir þeirra hönd í sambandi viö ráöningar. Skrifstofan verður opin alla virka daga kl. 10—12 og 1—5 þó aðeins fyrir hádegi á laugar- dögum. — Sími 1327. — Pósthólf 45. Búnaðarfélag Islands. •nwwwnwwwwwwwwvPMnwvwwwwvww^rtft^JWMn Otbreiðíð Nýa tímann Þessi úfgáfa á snilldarverki JðHANNS SI6- URJðNSSONAR, er gerð að tilefni opnunar Þjóðleikhnssins. JðHANN BRIEM litsmálari teiknaði myndirnar. Bókaútgáfan Heimskringla '

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.