Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.04.1950, Qupperneq 3

Nýi tíminn - 20.04.1950, Qupperneq 3
Fimmtudagur 20. apríl. 1950. NÝI TíMINN 2 * ,am- .. i .. t *. ,marm ■■■■ ..*•... .. - . ■' .. ■ . .. ■ ;i ■■ ■■■■■■■ i» ■■ .1 !■■■■■ i m.i. ■ . • ... ...:. ... . .. ~v.y ' ————^ m AHRIF GENGISL/EKKUNARINNAR Spádámar sósíalista um áhrif gengislœkk- unarinnar eru nú þegar orðnar ömurlegar staðreyndir Þegar gengislækkunarírumvarp aíturhaldsins lá íyrir Alþingi sýndu sósíalistar íram á það að gengislækkunin myndi leiða íátækt og eymd yíir íslenzka alþýðu og væri meira að segja mjög óhag- stæð fyrir þann aðila sem ætlunin átti að vera að hjálpa, bátaútveginn. Þótt stutt sé liðið síðan gengislækkunin kom til framkvæmda hefur reynslan þegar sannað spá- dóma sósíalista, þótt miklu þyngri sannanir séu enn ókomnar. Þjóðviljinn birtir í dag kafla úr nefndaráliti Einars Olgeirssonar um gengislækkunarfrumvarpið, þar sem helztu röksemdir sósíalista voru dregnar fram á mjög skýran hátt. Þessar röksemdir eru nú orðnar að staðreyndum, sem jafnvel afturhaldsblöð in treystast ekki til að mótmæla lengur. Einar 01- geirsson komst þannig að orði: „1. Frumvarpið gengur fram hjá aðalvandamáli sjávarútvegs ins, markaðskreppunni. í öllu þessu frv. og hinni löngu greinargerð og „hagfræði legu“ áliti er ekki minnzt á það mál, sem nú er höfuðvanda mál sjávarútvegsins, markaðs- vandamálið. Það er erfiðleikinn á að tryggja sölu á öllu því magni, sem sjávarútvegurinn nú getur framleitt með hinum stórvirku tækjum sínum, sem er aðalerfiðleikinn fyrst pólitísk sjónarmið hafa svo að segja einskorðað oss við hrynjandi markaði Marshalllandanna. Á- þreifanlegast kemur þetta fram í því, að bankarnir skuli telja óeðlilegt, að þeir láni út á meira en 15 þúsund smálestir freð- fisks með núverandi markaðs- horfum. En hvergi er minnzt á slíka möguleika sem þessa í greinargerð „hagfræðinganna“. Það er sem þeir vilji útiloka kreppuna úr heiminum með því að sleppa henni úr hugmynda- heimi sínum, en vart mun slíkt váð gefast betur en strútnum að stinga höfðinu í sandinn, er 'hætta nálgast. Islenzk sjávarútvegsfram- leiðsla fékk að þreifa á því 1931, hvað kreppa r.uðva'.ds- landanna var fyrir þjóðarbú- skap vorn, er saltfiskmarkaður Suðurlanda hrundi. Nú er í hinni nýju kreppu auðvalds- skipulagsins að fara svipað um freðfisk- og ísfiskmarkað Þýzkalands, Hollands og Eng- lands. Að ganga fram hjá þessu höfuðvandamáli, eins og það væri ekki til, ber vott um eitt af tvennu: Alveg dæmalausan skort á raunsæi eða tilraun til að blekkja þjóðina. Er hvort tveggja ófyrirgefanlegt af mönnum, sem telja sig „hag- fræðinga,“ og af ríkisstjórn, sem þó hlýtur að vita, hvernig þessum málum er komið.“ 1 umræðunum um gengis- lækkunina fékkst af'turhaldið aldrei til að minnast á mark aðsmálin, þau mál sem fyrst og fremst var nauðsyn að leysa. Nú er loksins viður- kennt að ástandið sé ömur- legt og gengislækkunin hafi engu breytt í því efni. Freð- fiskurinn er að heáia má ó- seljanlegur, togaramarkaður inn í Þýzkalandi er hruninn, ísfisksalan til Bretlands get- ur brostið á ný hvenær sem er og margföldun á fram- leiðslu á blautum saltfiski mun einnig margfaldlega of fylla þann markað. Aftur- haldið stendur uppi ráðþrota og já'iar að gengislækkunin hafi að engu leyti hjálpað úr þí u vanda sem niestur er. „2. Frumvarpið er árás á bátaútveginn. Það gerir hlut hans lakari en nú er. Vörnin fyrir frv. þetta af hálfu forvígismanna þess er, að með því sé m. a. verið að bjarga b£ aútveginum, smáút- vegsmenn uiuni fá aðstöðu sína bætta með gengislækkuninni. Þetta er ekki rétt. Það upplýstist af viðtölum nefndarinnar við ýmsa fulltrúa, er á fund hennar komu og vel þekkja til uEtt aðstöðu hrað- frystihúsa og bátaútvegs, að hraðfrystihúsip mundu ekki treysta sér til _ ess að greiða meira en 75 aura fyrir kílóið af fiskinum eftir gengislækkun- ina og að líklega yrði heldur ekki greitt hærra verð fyrir fisk til söltunar. Nú er það verð, sem greitt er fyrir fisk bátanna sam- kvæmt fiskábyrgðarlöfeunum, 75 aurr.r fyrir kíló, en auk þess er vátryggingargjaldið greitt, svo að raunverulega fær útgerð in 85 aura fyrir kílóið nú. Raun vcrulega mundi því verðið á fiskinum til framleiðendanna lækka við gengislækkunina og afnám fiskábyrgðarinnar. Báta útgerðin verður því fyrir tvö- földu tjóni, ef frumvarp þetta yrði samþykkt. I fyrsta lagi hækkar verðið á o”líu, veiðarfærum og öllum aðkeyptum vörum, sem útgerð- armenn og sjómenn þarfnast, um 74% í innkaupsverði. I öðru lagi lækkar verðið á fiskinum, sem bátarnir selja í frystingu og salt, frá því, sem nú er. Menn undrast ef til vill þessa niðurstöðu hjá fiskkaupendum (hraðfrystihúsum o. fl.), en hún verður skiljanlegri, ef at- hugað er það öryggi, sem fisk- ábyrgðin nú býr þessum aðil- um. Nú ábyrgist ríkið fiskkaup endunum ákveðið verð á út- flutta fiskinum gegn því, að þeir greiði lögákveðið verð til bátaútgerðarinnar. Báðir aðilar hafa því tryggingu hjá ríkinu fyrir sölunni. En verði þetta frv. samþykkt, hverfur þessi trygging og þar með núverandi öryggi fiskkaup endanna. Þeir segjast því verða að reikna með allri óvissu mark aðsins þ. e. a. s. markaðskrepp unni, sem geti gert mikið af fisk inum óseljanlegt á hinum þröngu mörkuðum Marshall- landanna. Þessari áhættu sinni og óvissu leitast þeir svo við að velta yfir á smáútgerðina og sjómenn með lækkuðu verði á fiskinum. Þeir, sem samþykkja þetta frv. eru því beinlínis að svipta sjómenn og smáútgerðarmenn öryggi fiskábyrgðarlaganna og lækka fiskverðið til þeirra, sam tímis sem þeir hækka verðið á öllum nauðþurftum bátaútvegs- ins og fiskimanna.“ í gengislækkunarfrumvarp inu gerðu „hagfræðingarnir“ ráð fyrir því iað fiskimenn myndu fá 93 aura fyrir kOó- ið af fiski. Reynslan hefur sannað að Sósíalistar höfðu rétt ,að mæla. Fisldmenn fá nú aðeins 75 aura, þótt allar rekstrarvörur hækkí um 75% í innkaupi. títvegs- mannafélag Reykjavíkur hef ur þegar ‘krafizt þess að L. í. Ú. „knýi fram“ 93 aura fyrir fiskinn og sCimplað að- gerðir afturhaldsins sem „beina árás |á bátaútveginn.“ Sjómenn á Akranesi hafa einnig krafizt 93 aura lág- markaðsverð og lýst yfir því að þeir |muni hætta veiðum ef ekki verður látið að þeim lcröfum í síðasta lagi í dag. Eins og kunnugt er héit afC- urhaldið því fram að gengis- lækkunin væri sérstaklega gerð fyrir bátaútveginn! „3. Gengislækkunin skerðir lifskjör launþega um 15—18%. Frumvarp þetta, ef að lögum verður, skerðir lífskjör laun- þega, meiri hluta íslenzku þjóð- arinnar, um 15—18%, án þess að veita þeim nokkuð í staðinn, t. d. frekari atvinnutryggingu en nú er, nema síður sé. Þessari árás á lífskjör alþýðu er auðsjáanlega aðaltilgangur frv. Með þessari árás ætlar aft- urhaldið að kóróna þær árásir, sem undanfarin ár hafa verið gerðar á lífskjör launþega. Þarf ekki að fara mörgum orð um um þessa árás. Hún liggur svo í augum uppi. Jafnhliða er svo gert ráð fyrir að geta fram vegis hringlað með gengi krón- unnar, eftir því sejn þeim aft- urhaldsmönnum þætti henta, sem álíta gott kaup og sæmi- lega lífsafkomu almennings vera það versta, sem fyrir geti komið í þjóðfélaginu. En hitt er vert að undir- strika í sambandi við þessa harðvítugu árás á kaupgjald al- mennings, að þessi lifskjara- skerðing á að ske án þess að gróðamöguleikar verzlunarauð- magnsins séu á nokkurn minnsta hátt skertir frá því sem nú er, og án þess að dregið sé úr hinu stígandi skriffinnsku bákni ríkisins um svo mikið sem einnar krónu útgjöld eða milljónatuga gróða bankanna varið að nokkru til þess að létta undir með sjávarútveginum með vaxtalækkun eða þeim þús. undum einstaklinga af alþýðu- stétt, sem verða rændir eign- um sínum í krafti þessa frum- varps, þar sem það dregur svo úr tekjum þeirra, að þeir eiga á hættu að missa íbúðir sínar eða verkstæði og annað, sem þeir hafa verið að reyna að eign ast undanfarin ár.“ Þegar gengislækkunin kom til framkvæmda varð aftur- haldið sjálft svo hrætt við verðhækkanirnar að hluti af hafnarbakkavörunum var fluCtur inn á gamla genginu. Aðrar liafnarbakkavörur eru enn látnar bíða þótt þær kæmu til landsins um síð- ustu áramót. Þrátt fyrir þetta liefur almenningur þeg ar fengið smjörþefinn af því sem koma skal, þcCt enn fsé aðeins um örlítið brot pð ræða af þeirri holskeflu sem ríður yfir almenning á þessu ári. „4. Gengislækkunin skerðir lífskjör bænda og stöðvar vél- þróun landbúnaðarins. Verði þetta frv. að lögum, hækka allar þær erlendu vörur, sem bændastéttin kaupir til bú- rekstrar og neyzlu. Veldur það rýrðum kjörum sveitaalþýðu, en síðar dýrari landbúnaðar- framleiðslu. Önnur enn þá alvarlegri af- leiðing gengislækkunar verður að innkaupsverð allra vélá til landbúnaðarins hækkar um 74%, enn fremur innkaupsverð á benzíni, varahlutum og öðru, er til vélanna þarf. Afleiðing þessa getur orðið sú, að sú þró- un aukinnar véltækni í landbún aðinum, sem hafin var af mynd arskap, geti nú stöðvazt að meira eða minna leyti. Og af- leiðingin af slíku getur orðið stöðnun í þróún landbúnaðarins, nema sérstakar ráðstafanir ann ars eðlis verði gerðar.“- Framsóknarflokkurinn barðist af oddi og egg fyrir gengislækkuninni og geklc í íhaldssængina til þess eins að koma henni fram. Bænd- ur eru nú að finna afleiðing- arnar í raun. Rekstrarvör- urnar eru nú óðum að hæltka, vélar þær sem bænd- ur hafa þráð verða svo dýr ar að engin tök verða á að kaupa þær og þegar á þessu ári mun innanlandsmarkað- urinn þrengjast að imun vegna rýrnandi kaupgetu al- mennings. Er miltil og vax- andi ólga í sveitum vegna svika Framsóknarforsprakk- anna. „5. Gengislækkunin rænir sparifjáreigendur og sviptir grundvellinum undan trausti á loforð ríkisvaldsins. Með gengislækkun þeirri, sem frv. mælir fyrir um, eru allir eigendur sparifjár, ríkis- skuldabréfa og þess háttar verð bréfa sviptir nokkrum hluta eigna sinna. Uppbót sú, sem 3. gr. mælir fyrir um, nær mjög skammt. Þetta rán er mjög forkastan- legt. En við þetta bætist, að rikisvaldið sjálft, ríkisstjórnir undanfarinna ára, hafa beinlín- is lagt að fólki að kaupa ýmiss konar skuldabréf ríkisins til margra ára og ríkisvaldið þann ig lokkað fé út úr fólki undir því yfirskini, að verið væri að festa með slíkum aðferðum f jár hag ríkisins. Nú reynist ríkis- valdið sjálft sem hinn versti braskari, með því sjálft að verð fella þau skuldabréf, er það hafði lokkað menn til að kaupa. Fer vart hjá því, að svona framferði hins opinbera dragi úr fjármálatrausti þess hjá al- menningi,“ Trú almennings á sparifé er farin veg allrar verald- ar. Fyrstu mánuði þessa árs hefur fé verið rifið ú»t úr bönkum og sparisjóðum og innlög eru nú stórum minni en undanfarin ár. Afleiðing- ar þeirrar þróunar munu öll- um ljósar. „6. Gegnislækkunin gerir þjóðinni miklu erfiðara fyrir um nauðsynlega fjárfestingu. Með frv. þessu, ef að lögum verður, er þjóðinni gert miklu erfiðara fyrir en áður um fjár- festingu, það þýðir: um áfram- haldandi nýsköpun atvinnulífs- Framhald á 7. síðu. I

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.