Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.09.1951, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 20.09.1951, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. september 1951 — NÝI TÍMINN — (7 SAMV SVIVI Framhald af 5. síðu. auðvaldi skyldi takast að koma saman nýrri styrjöld. Af und- irdánugri þjónkun ykkar við glæpahyskið bak við auðstjórn Bandaríkjanna leiðir aðild ykk- ar að hverju því verki sem verst er unnið í heiminum á vorum dögum: sættirnar við böðul Splnar, múgmorðin í Kór eu, samsærið gegn Bandalagi Sameinuðu þjóðanna sem varð- veitanda friðar á jörð. Þið fjötrið efnahagslíf Is- lendinga 1 ameríska dollara- hlekki, svo það sé alveg öruggt að við missum ekki Ameríku strax og við kynnum að gefa ykkur upp á bátinn. Það er sérgrein yðar, hæstvirtur fjár- málaráðherra, að veltast í ó- botnandi skuldum. Þið eruð bún ir að koma því. svo fyrir að við getum ekki einu sinni reist okkur smáverksmiðju án þess að hlaupa fyrst út og suður um allan heim eftir torfengn- um leyfum. Þið sláið mánaðar- lega ykkar eigið heimsmet í skipulagðri dýrtíð. Þið dragið úr atvinnuframkvæmdum svo fólkið verði sams konar aum- ingjar og þið eruð sjálfir. Eða livað munduð þér vilja segja um atvinnuhorfurnar í íslenzk- um bæjum núna undir veturinn, herra Eysteinn Jónsson? Og þær hörmungar í íslenzku at- virmulífi, sem ekki heyra beint undir skemmdarverk ykkar, eiga rætur sínar í hinu gjald- þrota auðvaldsskipulagi sem þið hafið tekizt á hendur að verja til síðasta blóðdropa. Þið hafið byrjað ofsóknir gegn því fólki sem liefur aðrar hugmynd ir um skipan þjóðfélagsmála en þið hafið játazt. Þannig haf- Guðimindur biskup góði Framhald af 3. síðu. úr Fiatey, tengdasonur Hrafns Sveinbjarnarsonar lionum úr höndum óvina lians, og var biskup síðan á hrakningum um landið í þrjú ár. Arnór frestaði utanför sinni til ársins 1221 og varði biskupi að komast í kyrr- sæti á Hólum. Yfirleitt átti biskup ekki náðuga daga eftir þetta, því að höfðingjar sáu svo um, að hann fékk aldrei tækifæri til þess að búast um á biskupsstólnum, stofna skóla og ■kcma skipan að sinni vild á málefni kirkjunnar. Arnór andaðist úti í Noregi, en Tumi, sonur Sighvats Sturlusonar, gerðist forystu- maður Skagfirðinga gegn Guð- mundi biskupi. Biskup hrökkl- aðst með lið sitt undan Tuma út í Málmey, en Tumi bjóst um á Hólum. Aðfaranótt 4. febr. 1222 komu biskupsmenn á stað- inn og drápu Tuma. Eftir það flýði Guðmundur til Grímseyj- ar, því að hann átti vísa von greypiLegrar hefndar af hálfu Sighvats Sturlusonar. Sighvat- ur fór til eyjarinnar um vorið m.eð um 350 manna, en biskup .hafði um 70 vígfqjrum mönnum á að skipa. Það varð snarpur bardagi og féll margt af mönn- um biskups, en hann var sjálf- ur tekinn höndum og rekinn ut- an um sumarið „liarðlega leik- inn af óvinum sínum.“ Þá stefndi erkibiskup helztu höfð- ingjum á sinn fund, en enginn þeirra gegndi stefnunni. Biskup sat nú í fjcgur ár í Noregi að nýju, en saina ára- bil var Iiðið, síðari hanri hafði kvatt Guttorm erkibiskup. Erkibiskupi þóttu mál hans horfa þunglega og skaut þeim undir dóm páfa, en nú eru að- eins kunn fjögur orð úr páfa- bréfinu: ,,Si vult cedere, cedat“, ef vilji hann víkja, víki hann. Þessi ummæli munu þýða það, að páfi taldi eðlilegast, að Guð- mundur léti af embætti. Svo fór þó sem áður, að honum tókst að vinna hylli erkibiskups, þegar hann hafði kynnzt ullum málavöxtum, Erkibiskupsskipti voru tíð í Niðurósi um þessar mundir, og tafði það allan mála- rekstur. Árið 1226 hélt Guð- mundur til ísland með bréf erkibiskups þess efnis, að emb- æti var tekið af Magnúsi Skál- holtsbiskupi og honum og Þor- valdi, bróður hans, Sighvati Sturlusyni og Sturlu, syn-i hans, stefnt utan. Erkibiskup lézt sama ár, svo að enginn þeirra gegndi utanstefnunni. Þegar nýr erkibiskup kom að Niðar- ósi, voru stefnurnar endurnýj- aðar, og fór Magnús utan og sat þar í fjögur ár. Því miður er lítið vitað um málaferlin í Niðarósi, en þeim lauk á þann veg, að hann hélt æmb- ættinu og kom út meo nýjar stefnur á hendur höfðingjum, og embætti var tekið af Guð- mundi Arasyni. Hann var nú kominn á áttræðisaldur, svo að höfðingjum gat ekki staðið frarnar mikil ógn af honum. Kolbeinn ungi gerði honum þó atför á staðinn 1232 og rak burt allf lið hans, en hneppti liann sjálfan í varðhald. Þetta var síðasta ofbeldisverk norð- lenzkra höfðingja við biskup sinn. Þegar Magnús Skálholts- biskup kom út, var Guðmundi sleppt úr haldi, en embættinu hélt hann, þótt aldrei næði hann fullum staðarforráðum á Hól- um eftir þetta. Tvö síðustu ævi- ár sín sat hann á staðnum og lifði þá líkar „hljóðlyndum og hæglátum einsetumanni en harðlyndum biskupi sem óvinir hans höfðu orð á“. Hann and- aðist 1237 og hafði verið nær blindur síðasta árið. ið þið svipt okkur frelsinu, stol ið af okkur sjálfstæðinu, rænt okkur viðunanlegum lífskjörum, myrt gleði okkar. Allt lífið birt ist ykkur í öfugu ljósi — af því þið standið sjálfir á haus, í feigðarflanandi öngþveiti þeirra þjóðfélagshátta sem ekki geta framar nærzt á öðru en styrjöld og stríðsundirbún- ingi. Þetta hafið þið gert ís- lenzkri þjóð á undanförnum ár- um. I dag gangið þið hreyknir fram undir svörtum tuskufána auðvaldsins, og hafið byssur á bak við ykkur. En það verður ekki hátt á ykkur risið í ís- landssögu þessara ára. Við bíðum þeirrar sögu enn um nokkur ár. Maran mun troða yður í myrkri margra ó- kominna nótta,- herra Eysteinn Jónsson. Og fyrst um sinn verð ur það átölulaust af minni hálfu þótt þér hrópið hverju sinni: Það var ekki ég! Það var ekki ég sem gerði það I Ef ýður er þá einhver fróun í því. Og samt voruð það þér sem gerðuð. það — þegar öll kurl koma til grafar. I mynd yðar hef ég séð íslands ó- hamingju uppmálaða. Og þess vegna get ég horft á það ró- sömu geði hvernig klipptar fjaðrir yðar sviðna nú í þeim eldi siðleysis og ófrelsis sem þér hafið kynt með félögum yðar hér á landi undanfarin ár — og er loksins byrjaður að brenna á ykkur sjálfum. Skugg inn sem nú grúfir yfir þjóð vorri og fósturjörð er að síð- ustu lokum ekki annað en mynd in af svartadauða auðvalds- skipulagsins á Islandi. Bjarni Benedikts. on. Gimnfeildur kóngamóðir Framhald af 2. síðu. arfars og refsinga, og meira að segja í daglegu tali nútíma- fólks eru menjar, sem minna á þær. Við skiljum til dæmis öll orðatiltækið ,,að kveða niður“ illgjarnan orðróm. Það merkir að sínu leyti það sama og með- ferðin á óheiðarlegum karl- manni — eða ótrúrri konu — sem voru hæluð niður í vota gröf sína til að þola ævarandi refsingu. (Á enskunni nefnist grein þessi ,,The False Queen Gunhild from Jutland". Kaflafyrirsagn- ir eru Þjóðviljans. Frekari fróðleik um Gunnhildi er að finna í Áföngum Sigurðar Nor- dals prófessors). Skáli NjáEs á BergþórshvoH fsndinn og frásögn Njálu af ÞjóðmÍEjavörður, Kristján Eldjárn, hefur nú unnið við finunta mann á þriðju viku að uppgreftri á Berþórs- hvoli. Var uppgreftrinum haldið áfram út frá í kulagi sem fannst í fyrra. Fundizt hefur öskulag byggingar sem hefur verið 15 metrar á annan veginn en rúmir 4 metrar á hinn. Þyk- ir stærðin benda til þess að þar hafi skáli staðið og brunn- ið. Öskulag þetta er neðst í mannvistarlögunum í jarð- veginum og þykir þar með sannað að það sé frá uppliafi byggðar á íslandi. Kemur þessi fornleifafundur heim við frásögn Njálu af brennunni á Bergþórshvoli. öskulag þetta fannst rétt vestan við íbúðarhús það sem nú er á Bergþórshvoli. ################################<##############################i Folki Valtýs Stefónssonar þykir gott að hofa kanana Einhver Peter Jackson sendi blöðum á megin- landi Evrópu íréttabréf frá Keflavík á íslandi fyrir skcmmu, og segii þar frá hvernig* 1400. flugstöðvasveitin og 270. fótgönguliðsregímentið, aðallega írá Tennessee, só að koma sér fyrir á vellinum. Kvarta liðsforingjarnir sáran að geta hvorki fengið til sín bíla sína eða konur, og að flugstöðin sé enn sem komið er „ákaflega ein- angruð". „Sambúðin milli íslendinga og Banda- ríkjamannanna er yfirleitt góð”, segir þessi blpssaður Pétur Jakksor. Og hefur ekki slor- legar heimildir fyrir því. „Herra ¥a!týr SSefáitsson, dtstjóri dag- Maðs í Heykjavfk, sagðs mér. að fóíkinu þætti vænt \m að feafa Eanáaríkjainermina. Eina andsíaðan kemust frá kemmúnistum, bætti hann við." Það var vissara fyrir þennan vin Valtýs að nefna ekki Morgunblaðið, því alltaf gæti einhver vitað að það er ritstjóri eins bandaríska blaðsins á íslandi sem talar, og þau þykja hvergi fínir pappír- ar er dæma skal um sambúð húsbænda þeirra og hinna hernumdu þjóoa. Enda mun sú raunin að Valtýr tali hér ein- ungis um íólk sitt í þrengstu merkingu, um leppana og Bandaríkjadindlana, fólkið sem lagzt heíur svo lágí að svíkja land sitt á vald hinu stríðsóða Banda- ríkjaauðvaldi. Hitt mun sanni nær að heiðarlegum íslendingum standi nú cins cg alltaf stuggur af bví að haía erlendan her í landi, og það her á frioartímum . Og séu þao allt „kommúnistar" sem hafa illan bifur á dvöl útlends herliðs á íslandi, eru þeir áreiðanlega orðnir stærsti flokkur lands- ins! Og Valtýr varð fyrstur með fréttina! um gróður- sjúkdoma ,-Rannsókn á gróðursjúk- dómum“ nefnist rit er Land- búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans hefur gefið út, og er höfundur þess Ingólfur Da- víðsson magister. Er þetta framhald á ritinu „Rannsóknir á jurtasjúkdóm- um 1937—1946“, sem kom út á vegum Atvinnudeildar Há- skólan.s fyrir fjórum árum. Aðalkaflar bókarinnar eru þessir: Sjúkdómar í káli og rófum; sjúkdómar í skrúðgarði og skógi; sjúkdómar í blóm- laukum og hnýðum; jarðar- berjakvillar; grasdrjólar, rann- sóknir á kartöflum. — Ritinu fylgir útdráttur á ensku og skrá um bækur og tímarits- greiiiar um gróðursjúkdóma. Viðskipta jöí nuðurinn Framhald af 1. síðu. þús. kr., en á sama tíma í fyrra voru flutt inn skip fyrir 27.821 þús. kr. I ágústmánuði var vöruskipta jöfnuðurinn hagctæður um 4 millj. 686 þús. kr. Fluttar voru út vörur fyrir samtrds 80 millj. 449 þús. kr., en innflutt fyrir 75 millj. 763 þús. kr. 1 ágústmánuði í fyrra voru fluttar út vörur fyrir 30.751 þús. lcr. og innflutningurinn nam þá 43.149 þús. kr. Við- skiptajöfnuðurinn var því óhag- stæður um 12.398 þús. kr. i þeim mánuði. Stal hökliím úr dórnk 1 rkjirniii og keypti brennivíii Lögreglan í Árósum í Ðan- mörku er búin að hafa upp á náunga þeim, sem nýlega stal þremur höklum úr dómkirkj- unni þar: Hann hafði laumast inní kirkjuna í vinnufötum, þegar verið var að vinna þar við viðgerð, óg stal höklunum án þess að eftir því væri tek- ið. Síðan reif hann þá niður og seldi og keypti sér brennivin fyrir andvirðið. Stjórnarblað lýsir dóms- málaráðherra Framhald af 8. síðu. ar opinskáu lýsingar á manni þeim sem falið hefur verið æðsta vald dómsmála Iandsins — og það einmitt af Framsókn- arflokknum. Undir manni, sem annað aðalblað ríldsstjórnar- innar Iýsir á þessa leið, eiga íslendingar réttaröryggi sitt! Og Framsókn lætur bjóða sér að bora ábyrgð á honum. Sækja villta hestinn Dýraverndunarfélag Akur- eyrar sendi í gær tvo menn til að reyna að handsama hestinn sem sást í sumar irini í Jökul- dal við Tugnafellsjökul. Talið er ólíklegt að hesturinn fari aif sjálfsdáðum til byggða fyrir veturinn ,en álitið er að þetta sé strokuhestur frá Páfastöð- um í Skagafirði, ættaður frá Suðurlandi.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.