Prentarinn - 01.01.1949, Blaðsíða 1
Prentarinn
26. árgangur, 9.—11. tölublað,
janúar—marz 1949.
BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS Ritstjórn: Hallbjörn Halldórsson,
Sigurðtsr Eyjólfsson.
Ytri frágangur blaða og bóka.
Ég hefi nýlega lesið nokkra ritdóma í íslenzk-
um blöðum um bækur, er komu á markaðinn rétt
fyrir jólin. Flestir þessir ritdómar, ef ekki allir,
lúka lofsorði á ytri frágang bókanna, þ. e. prentun
og setningu.
Góðir stéttarbræður!
Sá er gallinn við þessa ritdóma, hvað snertir
ytri frágang bókanna, að hann er því miður með
öllu ósannur og svo að segja undantekningarlaust
fyrir allar íslenzkar bækur. Ég befi séð tvær af
þeim bókum, sem sérstaklega befir verið lokið
lofsorði á fyrir ytri frágang, en ég tel að rnikið
vanti á að eigi þann dóm skilinn.
Ykkur mun þykja þetta harður dómur af manni,
sem er félagi ykkar og ekki befir sýnt neina
frábæra hæfileika í listinni og allra sízt lagt neitt
til framfara hennar á Islandi.
En ég get ekki hagað orðum mínurn öðruvísi
í þessu máli, vil ekki fylla flokk þeirra manna, er
annaðhvort ekki þora að segja sannleikann í þessu
máli eða hafa ekki þekkingu til þess. Þið verðið
að fá að vita það, að ytra frágangi bóka og blaða
á Islandi er enn þá mjög ábótavant, þó að til-
þrif finnist á köflum í rétta átt, og opnist ekki
augu ykkar fyrir þessu, vinnst aldrei neitt á í
þessu máli.
Ytri frágangur íslenzku blaðanna er allt annað
en góður þrátt fyrir ný tæki og vélar.
Fyrir framan mig liggur af tilviljun „Vísir“ fyrir
desembermánuð, svo að segja ólæsilegt; svo lítil
sverta er á 'blaðinu. Hið sama er að segja oft og tíðum
um Morgcnhlaðið og Alþýðublaðu). Tíminn
er það blað, sem bezt er aflestrar að þessu leyti.
Þá úir og grúir af prentvillum í þessum blöðum,
og þó að setjari beri ekki ábyrgðina á þeim, þá
er hann þó fyrsta orsökin til þeirra. Þá kemur
mér það einkennilega fyrir sjónir, að þá er menn
skipta orðum, er svo að segja aldrei notað band,
er gefi skiptingu orðsins til kynna.
Hroðvirkni í setningu og „umbroti" íslenzku
blaðanna er fram úr öllu hófi.
Góðir stéttarbræður!
Takið eftir því, sem ég hefi sagt hér. Þessi orð
mín eru ekki sprottin af illvilja eða öfund, heldur
af einlæguni velvilja til ykkar og stéttar vorrar.
Þið hafið seinustu árin stigið mörg spor til fram-
fara í iðninni, og tæknin — vélarnar — hafa hjálpað
ykkur áfram, en það vantar enn þá á bæði þekkingu
og smekk — og umfram allt vandvirkni.
Með henni vinnið þið mest í áliti, og nái vand-
virkni öndvegi innan stéttarinar, er heiðri hennar
borgið.
I trausti þess óska ég ykkur árs og friðar og
þakka ykkur vináttu og traust á undanförnum
arum. Kaupmannahöfn, 16. janúar 1949.
Þorfinnttr Knstjánsson.
o
Markmið heimsfrœgs prentara.
Ég hefi allt af verið mikill aðdáandi fagurskrift-
arinnar á miðöldunum og fyrstu prentunarinnar. I
bókum fimmtándu aldarinnar festist ég við það, að
það er ekki einvörðungu stílletrunin, er gerir þær
svo fagrar, heldur líka skrautið, sem margar af
þeirn eru svo ríkulega búnar. Markmið athafna
minna var að búa til bækur, sem unun væri að horfa
á. Frá þessu sjónarmiði virðist mér, að taka Verði
tillit til eftirtalinna atriða: pappírs, lögunar leturs,
vandaðrar bilaskipunar leturs, orða og lína og að
lokunt fyrirkomulags á blaðsíðu. William Horris.
PRENTARINN 33