Prentarinn - 01.01.1949, Blaðsíða 10
Nokkur orð um bókagerð.
Eftir hið mikla bókaflóð á síðasta ári er rétt
að nema staðar stundarkorn og hugleiða nokkuð
frágang og prentun þeirra.
Eg hefi litið yfir allflestar hinar meiri bækur,
sem út komu á síðast liðnu ári, og við það yfirlit
komst ég að þeirri niðurstöðu, að ekki sé um
neinar framfarir að ræða frá fyrri árum, hvað frá-
gang og prentun snertir, og er leitt til þess að
vita, því að allt af eru tækin að breytast til batnaðar.
Ekki vantar til dæmis gullið og rósaflúrið á
bandið, en þegar betur er að gáð, þá er oft varla
hægt að stauta sig fram úr því, sem á kjölinn er
letrað með gulli, því að allt rennur saman í eina
klessu, og ekki batnar, þegar bókin er fulllesin;
þá er jafnvel allt hið mikla gull dottið af og hvergi
sjáanlegt, og einnig má þakka fvrir, ef bókin er ekki
dottin úr bandinu að auki. Annað, sem fljótt sdng-
ur í augu, þegar farið er að lesa bækurnar, er það,
livað arkirnar eru rangt brotnar, svo að oft nemur
ajlt að tveim línum, sem blaðsíðutala situr ofar á
annari örkinni en hinni. Ef til vill eru myndir
límdar í bókina, og þá má eins vel búast við
því, að þær séu límdar upp á lesmál á síðu, svo
að ógerlegt sé að lesa að nokkru gagni, en þó
gæti hugsazt, að slíkur frágangur væri kallaður
„lúxusútgáfa" eða einhverju slíku „fínu“ nafni og
seldur við okurverði.
Eitt er það, sem bókaútgefendur eru oft fram úr
hófi kærulausir um, en það er val mynda í bækur.
Allt of rnikið er gert að því að láta gera myndir
eftir prentuðum fyrirmvndum og oft og tíðum
mjög illa prentuðum. Myndir eftir slíkum fyrir-
myndum geta aldrei orðið nema svipur hjá sjón,
hversu vel sem prentmyndasmiður eða prentari
leggur sig fram. Annað, sem bókaútgefendur ættu
að athuga, er það, að þótt ljósmynd sé góð sem rnynd,
þá er ekki víst, að gildi hennar sé hið sama til
prentunar.
Oft eru prentmyndir lélegar að gerð, hvað allan
frágang snertir. Það, sem venjulega ber mest á, eru
óaðgreindir deplar, sem þá mynda svarta bletti
í myndunum við prentunina; hornskekkja mynda
er og allt of tíð. Þetta tvennt lendir oftast á prent-
urum, ef að því er fundið, þó aðrir valdi.
Þá er að snúa sér að prentuninni; ekki má
síður finna gallana þar. Elið fyrsta, sem maður
rekur augun í, er, livað sverta er misjafnlega borin
á. Ein síðan er mógrá, þegar önnur á móti er bik-
svört og allt þar á rnilli. A stundum er allt svo
klesst, að það rná jafnvel lesa sumar síðurnar
beggja vegna, samfall mjög slæmt, fjöldi af áprent-
uðum örkum, en aðrar með fingraförum eða öðr-
um óhreinindum. Myndir eru oft og tíðum illa
prentaðar, óhreinar og óaðlagaðar, og er það
eitt af því, sem góður prentari ætti aldrei að
láta sig henda, en góðir prentarar viljum við
allir vera.
Margt annað mætti telja upp, en þetta er hið
algengasta, sem fyrir kemur, og !æt ég nægja að
telja það fram að þessu sinni.
Eitt er þó að mínu áliti, sem hefir tekið fram-
förum á síðari árum, en það eru bókakápur. Þær
sjást fáar illa prentaðar, og flestar eru vel af hendi
leystar.
Eg veit, að við bókargerðarmenn höfum margt
okkur til málsbóta. Eitt hið helzta er, að eigendur
eða framkvæmdarstjórar fyrirtækjanna þurfa allt af
að Iáta menn flýta sér, svo að aldrei er gefinn nægur
tími til nokkurs hlutar.
Við prentun er kuldi oft einn versti óvinur
prentarans. Hitinn í prentsalnum er jafnvel allt
niðri við frostmark, svo að v'elirnar í vélunum eru
harðir sem trédrumbar og svertan hnausþykk, svo
að ógerningur er að búa til sómasamlega prent-
gripi.
Prentarar! Er ekki kominn tími til fyrir okkur
að taka okkur á og hætta að láta reka okkur áfram
sem þræla, neita að láta fara frá okkur prentgripi,
sem við getum ekki með góðri samvisku kannazt
við að hafa unnið?
Það, sem okkur vantar tilfinnanlega, er hófleg
og réttlát gagnrýni á vinnu okkar, — ekki slík
gagnrýni, sem dagblöðin í borginni láta okkur í
té, þar sem allt er lofað, hversu lélegt handbragð
sent á því er. Oll sú gagnrýni á verkum okkar,
sem dagblöð höfuðstaðarins flytja, virðist einskis
verð, og hljóta að liggja til þess þær ástæður, að
blöðin séu múlbundin bókaútgefendunum. Ef hnýtt
væri í einhverja bók, þá lami þau hræðslan við
að missa spón úr aski sínum, þar sem auglýsing-
arnar eru.
Hólar, Steindórsprent og Prent- skýrslu frá eftirtöldum prent- fjarðar og Prentsmiðju Guðmund-
smiðjan Edtla. Fyrir árið 1947 smiðjum: Eddu, Prentverki Odds ar Jóhannssonar.
hefir borizt í viðbót við síðustu Björnssonar, Prentsmiðju Sevðis- Reykjavik, í febrúar 1949.
42 PRENTARINN