Nýi tíminn - 29.01.1953, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 29.01.1953, Blaðsíða 4
4) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 29. janúar 1953 NÝi TÍMiNN Otgetandl. SamelnlncarfloUkiu1 alþýuu — Sósíalistafloklmrlnn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson Áskriftargjald er 25 krónar á ári. Grelnar f blaðið nendiat til ritstjórana. Adr.: Afgrelðsla Kýja timans, Skólavörðustíg 19, Reykjavík fiigrelðsla og auglýsingaiskrifstofa Skólav.st. 19. Simi 7500. Prentsmlffja Þjóðvlljan* h.f. Sfærsfi þféfnaður í sögu IslaRds Áburðarvebksmiðjan er eitt stærsta fyrirtæki íslenzku þjóð- i'rinnar. Kostnaðurinn við að koma henni upp er talinn muni nema á annað hundrað milljóna króna, og auk þess má segja að hiuti hinnar nýjp Sogsvirkjunar sé gerður í hennar þágu, þannig oð sé allt meðtalið mun áburðarverksmiðjan kosta um 200 milljónir króna beint og óbeint. Það var frá' upphafi talið sjálfsagt að ríkið reisti og ætti ■'.erksmiðjuna enda fólst það í hinu upphaflega frumvarpi sem lagt var fram um málið. En það kom fljótt í ljós að auð- tnanna'klíkan í Reykjavík leit þessa miklu stofnun hýru auga; þarna hlaut að gefast tækifæri til að mata krókinn. Og við þriðju umræðu í efri deild gerðust þau tíðindi að iBjöm Ólafs- son flutti um það breytingartillögu að stofnað skyldi hluta- fclag um verksmiðjuna, en kunnugir vissu að sú tillaga var horin fram í nánu samráði við Vilhjálm Þór. Var tillagaa. sam- þykkt af stjórnarflokkunum og ákveðið að hlutaféð skyldi vera 30 milljónir ikróna; áttii einstaklingar að leggja fram 4 milljónir en ríkið 6 milljónir. Ákvæðið um lilutafélagið er í mjög lausum tengslum við lögm sjálf og hafa spunnizt um það miklar umræður á þingi. Einar Oigeirsson hefur haldið þvl .fram og leitt að þvi sterk rök að Mutafélagið sé aðeins rekstrarfyrirkomulag, áburðax*verksmiðj- rn verði eftir sem áður eign ríkissjóðs. Jafnoft ha^a ráðherr- arnir hins vegar lýst því yfir að þessi túlkun sé eikki*rétt, hluta- félagið eigi að eiga verksmiðjuna. Ábutðarverksmiðjumálið er þannig að verða eitt mesta þjófn- bðarmál í sögulslands; ríkisstjórnin er staðráðin í því að stela lugum milljóna úr almannasjóði og afhenda auðmönnurn. Eins og áður er sagt er hlutafé verksmiðjunnar aðeins 10 milljónir, en kostnaðurinn við ao koma henni upp verður á annað hundrað milljóna. Mismunurinn á að koma sem lán úr ríkissjóði til hluta- íélagsins. Síðan er ætlunin að stórlán þetta verði greitt upp með ! ekstri verksmlðjunnar, þannig að eftir noldcurt árabil hafi verksmiðjan endurgreitt ríkissjóði lánsféð allt, yfir hundrað milljónir króna. En þá ná hlutabréfin til eignarinnar allrar skuldlausrar, hafa melra en tífaldazt í verði! Og síðan tekur við hreint gróðatímabil, }>egar ekki einusinni þarf að standa skil á greiðslum til ríkissjóðs. Þannig ætlar ríkisstjórnin að gefa nokkrum auðmönnum tugi og aftur tugi milljóna króna! Þegar á þetta hefur verið bent hafa. ráðherramir afsakað sig með þvi að ríkissjóður ætti þó meirihluta hlutabréfanna og karmeo örugg yfirráð yfir verksmiðjunni. Það form cr þó aðeins biekking. Upphaflega ætlaði Vilhjálmur Þór að klófesta verk- smiðjuna einmitt með þessu fyrirkomulagi. Hann ætlaði að láta S.I.S. kaupa öli persór.ulegu hlutabréfin, og síðan ætlaði Fram- sóknarflokkurinn að kjósa hann sem fulltrúa Alþingis! Vil- lijálmur Þór hefði þá með aðstoðarmönnum sínum haft hreinan meirihluta í stjórn áburðarverksmiðjunnar! Þetta varð þó ekki í.lveg svona einfalt í framkvæmd, því Sjálfstæðisflokkurinn heimtaði að fá að taka þátt í leiknum og iðnrekendur fengu nelming pei’sónulegu hlutabréfanna. Engu að síður hefur. Vil- hjálmur Þór hegðað sér eins og áburðarverksmiðjan væri einka- v'ign lrans — og ókunnugt er um gróða þann sem hann hefur aflað sér með umboðum fyrir vélar þær sem verksmiðjan hefur keypt! Maður skyldi nú ætla að nóg hafi verið að gert með þessum ráðstöfunum, en svo er þó engan veginn. Eins og skýrt var frá í blaðínu í gær er ætlazt til að hlutabréf ríkisins í áburðar- vcrksmiðjunni verði iögð 3em stofnframlag til hins nýja Benja- ininsbanka, sem Bandaríkin eru að koma upp á Islandi. Benjamín Eiríksson hefur skýrt svo frá við þingnefnd að hacin telji sjálf- sagt að Bmjamínsbankinn selji einstaklingum hlutabréfin við vægu verði. Þá væri pjófnaðurinn fulllcomnaður og síðustu ítök rikisins í þessu risafyrirtæki komin veg nllrar veraldar. Um 200 milljórir króna af almannafé, sem iagðar verða fram í þágu áburðarverksmiðjunnar, væru þá endanlega komnar í hendur fáeinna auðhraskara í Reykjavík. Er þar talinn með sá hluti Sogsvirkjunarinnar, sem bcinlínis er gerður vergna verksmiðj- unnar. Þetta er einhver stærsta þjófnaðarsaga sem um getur i sögu nGÍando og samsvarar því t. d. að ríkissjóður seldi einstaklingum '-andsbankann fyrir örlítið brot af eignum hans. Og gieggra dæml fæst ekki um spillingu þeirrar klíku sem fer méð stjórn aíidsins i þágu innlendrar og eriendrar attðmannostéttar. Á Islandi kemur út eitt blað sem birtir á skýrari hátt á- form afturhaldskljkunnar en nokkurt annað, og kemur upp um liugrenningar leiðtoganna áður en þeir sjálfir þora að hampa þeim opinberlega. Blað þetta er Landvörn, gefið út af Hriflujónasi og Helga Lárus- syni, en stutt fjárhagslega af nokkrum heildsöium í Reykja- vík. Á undanförnum árum hef- ur þetta blað í raun og veru mótað stefnuna í landsmálun- um. Það hefur hafið áróður fyr- ir nýjum og nýjum stefnumál- um, og senn hafa þau verið orðin framkvæmdamál valda- klíkunnar. Þegar Bandaríkin kröfðust hcrstöðva 1945, stóð Landvörn fyrst ein að áróðr- inum fyi-ir landráðunum. Þegar landið var hernumið hafði það verið lcrafa Landvarnar um langt skeið. Árum saman hefur Landvörn krafizt iþess að stofn- aður yrði íslenzkur her, og nú rr það orðið yfirlýst stefnumál Framsóknar og Ihalds. Og þannig mætti lengi telja. Reynsl an sýnir að ineð þvi að lesa Landvörn geta menn fengið góða hugmynd um næstu á- form stjórnarklíkunnar. I síðasta .blaði þessa ágæta málgagns erú birtar nýjar og athylgisverðar tillögur. Nýja tímanum þykir rétt að koma þeim í heild á framfæri við landsmenn, því Landvörn er les- in af fáum, þótt hún hafi þeim mun meiri áhrif á þá sem með völdin fara í landinu. Tillög- urnar eru á þessa leið: „1. Það verður hiífðarlaust að fletta ofan af öllum komm- únistum og hálf-kommúnist- um hvar sem þeir eru og gera iþá bera að þrælslund sinni og ævintýramennsku. Það verður tafarlaust að sækja þá til saka fyrir öll lögbrotin og ofbeldisverkin og láta þá sæta þeirri allra þyngstu refsingu, sem umit er að beita, ásamt svo háum skaðabótagreiðsrlum, að þá eða aðra fýsi eklci í slika för aftur. 2. Alþingi það sem kemur sam- an á ný á hinu nýja ári, semji og setji lög strax fyrstu dag- ana, með afbrigðum frá þing sköpum, þar sem öllum kommúnistum og hálf-komm- únistum sé tafarlaust fyrir- sikipað að láta skrásetja sig hjá viokomandi lögreglu- stjórum og síðan verði hafð- ar strangar gætur á þeim eins og hættulegum útlend- ingum. — Þeir kommúnistar, sem koma ekki til skrásetn- ingar, verði tafarlaust leida- ir fyrir lög og dóm og látn- ir sæta fjársektum, ella sett- ir án tafar í fangelsi. Svipuð aðferð og þessi hefur verið notuð í Bandai-íkjunum og gefið góða raun. > 3. Alþingi setji önnur lög með sama hraða sem hm, og gangi .viðstöðulaust í gildi að fjarlægja alla kommúnista um hjá riki, bæjum og ein- og hálf-k ommúnista undir eins úr öllum trúnaðarstörf- staklingum cg að þeir hafi engan rétt til skaðabóta né nokkurra fríðinda, heldur yfirlýstir réttlausii’ þjóðníð- ingar. — Síðan verði þeim veitt leyfi til —- meðan þeir eru látnir ganga lausir — að skapa sjálfum sér vinnu, svo ;þá geti þeir aðeins gert kröfur til sjálfra sín, en ekki annarra. 4. Alþingi lögbjóði nú þegar 54 klukkustunda vinnuviku á ís- landi og bami með lögum, að nokkurt kaup sé greitt nema fyrir umia vinnu. Jafnframt banna með lögum allt eftii’- vinnukaup, næturvinnukaup og helgidagakaup, svo aðeins verði einn kauptaxti gildandi allan sólarhriaiginn um allt land, en sá taxti verði ákveð- inn þannig, að það fólk, sem vinnur vel fullan vinnutíma. fái gott kaup. 5. Alþingi afnemi með lögum allar hinar almennu trygg- ingar, sem nú eru lögþving- aðar, en létti um leið fyrir almennum frjálsum trygging nm gegnum starfandi trygg- ingarfélög eða ný félög, sem kynnu að vera stofnuð. ■ 6. Alþingi nemi nú þegar úr gildi páfagaukalögin, þ. e. lögin um „orlofsfé", sem of- stjómarkapparnir liafa étið upp eftir dönsku fordæmi. 7. Alþingi nemi þegar úr gildi á næsta ári alla skólalöggjöf þá, sem kommúnistar stóðu fyrir að hér yrði lögboðin undir glapræðisstjóm Ólafs Thors, iþegar hann lét sór sæma, að vera forsætisráð- herra með tvo kommúnista sem „ráðherra" í ríkisstjórn- inni. — Jafnframt því, sem skólalöggjafarforæði þetta sé afnumið, verði sett ný skólalöggjöf, sem byggð verði á skynsemi, miðuð við getu þjóðarinnar, starfsorku liennar og farsæld". Óþarft er að skýra þcssar til- lögur: þær tala sínu máli sjálf- ar. Það er þó ástæða til að benda á hvemig ætlazt er til að ofsóknin gegn „kommúnist- um og hálfkommúnistum“ hald- ist í liendur við afnám þeirra mannréttinda sem verkalýðs- hreyfingin hefur áunnið sér með harðri baráttu; þau tengsl eru algerlega röki’étt og enda skýringin á ,,lkommúnista“of- sóknum hvarvetna um heim. Hluti af þessum tillögum kom fram í þingsályktunartillögu sem flutt var á Alþingi 1948 af tveimur þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, en sú tillaga þótti þá ekki tímabær enn. En nú verður fróðlegt að sjá hversu fljótt stjórnarflokkarnir taka upp til framkvæmda þessi nýjustu baráttumál hreinskiln- asta málgagns síns. Milljónin sem viiitist AF FJÖRRUM J LÖNDUM V_-----------------' m jólaleytið gáfu tveir menn sig fram við ieynilögreglu PóUandsstjórnar. Þeir kváðust heita Kowatski og Slenko wg vera forystumenn Póllandsdeildar leyni- samtakanna WIN, sem hafa aðal- stöðvar sínar meðal landflótta Pólverja i London. Máli sínu til, sönnunar afhentu Kowalski og Si- enko pólsku leynilögreglunni mik- ið safn skjaia, sem til þeirra hafði verið smyglað, bréf og fyrirmæli frá yfirboðurum þeirra i leyni- þjónustum Bretlands og Banda- ríkjanna. Einnig útvarpssenditæki og móttökutælci, vopnabirgðir og Ioks yfir milljón bandarÍ3kra doll- ara. owalski og Sienko kváðust fyrir löngu hafa hætt að hlýða fyrirmælúmun, sem þeim voru send, fyrst frá London og síðan frá aðalstöðvum bandarisku leyniþjónustunnar í Evrópu í V- Þýzkalandi! Þeir kváðust hafa skijiulagt leynisamtök sin til póli- tískrar baráttu gegn núverandi stjórn í Póllandi en ekki til njósna, skemmdarverka og morða eji það voru þau verk, sem brezk- ir og bandarískir njósnaforingjar vildu fá þá til að vinna. Saga þeirra féiaga brqgður nokkru ljósi á sambúöina miili leyni; þjónustu Bretlands og Banda- rikjanna. Brezka leyniþjónustan sá WIN fyrir fé fram til 1949 en þá tllkynnti hún Kowalskl og Si- cnko að hún hefði ekki lengur efni á áð kosta þá og hefði selt bandarísku leynlþjónustunni sam- baud sitt við þá og þaðan i frá yrðu þeir að líta svio á, að þeir væru i þjónustu Bandaríkjamanna. 1”” nóvembermánúði 1950 gerðu svo forystumenn WIN í Bret- landi - samning við erindreka bandarisku leyniþjónustunnar, þá Arthur Bliss-Lane, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjastjórnar í Varsjá, og Sapega ofursta. Samn- ingur þessi skúldbatt WIN til að reka njósnir, undirróður og skemmdarverk í Póllandl eftir fyrirmælum bandarísku leyniþjón- ustunnar. Hinsvegar tók leynl- þjónustan að sér að sjá WIN í Póllandi fyrir fu’lkomnustu tækj- uft, fé eftir þörfum og að þiálfa valda menn í njósnum og undir- róðri i skólum sínum. Sgji;im félögum Kowalski og Si- enko gazt að éigin sögn illa aö þessum samningi og gerðu sein minnst til að framkvæma hann. Þó fannst þeim keyia um þverbak í nóvember 1951. 1 bréfi, som birt hefur verið i pólskum blöð- um, skýra þeir frá því að þá hafi þeir fengið frá Bandarikja- mönnum svonefnda Vúlkanáætlun. Þar var mælt fyrir um, hvemig meðlimir WIN í Póllandi skyldu vinna Bandarikjamönnum gagn ef til stríðs lcæmi. Þeir áttu að liefja skæruhernað og skapa heimavígstöðvar gegn pólská hern- um, merkja skotmörk svto að bandarískar sprengjuflugvélar rot- uðu á þau og svo framvegls. '■Terst kom það þó við Kowalski • og Sienko, að Vúlkanáætlun- in leiddi I ljós að það var ætíua Bandaríkjamanna að skila Þjóð- verjum núverandi vesturliéruðum Póllands að luikinni sigursælji styrjöld. Þeir segjast einníg liafa fengið vitneskju um það að Win- ston Churchill hafi lýst því yfir við pólska útlagaforlngjann Miko- lajczyk í október 1949, að ef það kæmi einhverntíma i hlut Vestur* veldanna að skipa löndum i Aust- ur-Evrópu myndu núverandi vest- m’héruð Póliands fengin Þjóðverj- uhi á ný. WIN menn voru allt annað en ánægðir með þessa af- stöðu yfirboðara sinna, er reyndu að mýkja þá með því, að Pól- land skyidi samt sem áður fá aðgang að sjó. Þeim Kowalski og Sienko þótti lítið til þess lof- lorðs koma. og er það að vonum þegar þess er gætt, að Pólland hefur nú 400 lcm strandlengju. c m.fl'estan þált i1 ákvörðuninni um Ivll ag gefast upp við leynistarf- semina og ganga á vald pólskra yfii-valda áttu að sögn þeirra fé- laga undirtektirnar, sem þeir fengu orðið í tilraunum sinum tii að fá menn til að ganga i WIN. Þeir segja að svo hafi verið kom- ið, að þeir hafi engan almennL legan mann getaö fengið til að starfa í leynihreyfingunni. Þeir einu, sem völ hafi verið á, hafi verið atvinnuglæpamenn og aðrar dreggjar mannfélagsins. 1 slíkum félagsskap lcveðast þeir elcki hafa lcunnað við sig og þvi hafí þeir á.kveðið að gera hreint fyrir sín-' um dyrum, gefa sig fram og, afhenda yfirvöldunum öll skjöl. ain, tseki og vopn, aS ógleymdri dollaramiUjóniniU. — M. T. ó.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.