Nýi tíminn


Nýi tíminn - 19.02.1953, Page 3

Nýi tíminn - 19.02.1953, Page 3
- Fimmtudagur '19 febrúar 1953 — NÝI TÍMINN — (3 1 FYRRI VIKU áskotnuðust mér tvær norskar bækur. Það eru mikil verk, enda nefna báðar heiminn í heiti sínu: Verden siden 1939, Hva verd- en viste meg. Þær hafa beðið mig að skila dálitlu. Hin fyrrnefnda lýsir gangi heimsstyrjaldarinnar síðari frá byrjun til loka. Hún er nær 500 síður, í tveimur bind- um og stóru broti, gerð af dýrustu prentlist. Á hverri síðu er mynd e'ða myndir af mönnum og atburðum í stríð- inu, en undir texti í sambandi við myndina af ofan. Hr hann mjög skýr, og skipulega sam- inn; og margar myndirnar unnar af mikilli tækni. Þar blasa við manni af dýrum gljápappír hinar nafnlausu hetjur og fórnarlömb stríðs- ins, nokkrir afkastamestu glæpamenn sögunnar, borgir * í rústum, lík í hrönnum, eyði- legging, viðurstyggð. Hm bókin er frásögn og ferðasaga norsks dýrafræð- ings, Per Höst að nafni. Segir í upphafi af selveiðum í norð- urhöfum, en síðan leggur höf- undur leið sína suður á bóginn og léttir eigi ferð sinni fyrr en suður í Panama og Kól- umbíu. Hverfur hann þar inn í frumskóga, feroast yfir há- fjöll, og dvelst um hrí'ð með tveimur Indíánaþjóðflokkum: Sjókóindíánum í vesturhéruð- um greindra landa, Kúnaindí- ánum á austurströnd Panama sunnanverðri. Lýsir hann báð- um þessum þjóðflokkum all- ýtarlega, og fylgja frásögn- inni einhverjar fegurstu mynd- ir, er sézt hafa. Ég las þessar frásögur og lýsingar af mikilli nautn, og fór siðan aftur áð fletta heim- styrjaldarbókinni. — Ég er staddur á blaðsíðu 213 í sfð- ara bindinu. Þar er birt mynd af því er hermenn banda- manna rjúfa Buchenwald- fangabúðirnar í stríðslok, en í forgrunni liggja sem hrá- viði misþyrmd og hungur- dauð lík fanganna. I textán- um segir af fjöldamorðum þeim sem framin voru í banabúðum nazista á styrjald- arárunum, hvernig 3-4 millj- ónir Gyðinga voru myrtar í Auschwitz, hvernig 150.000 manns voru drepnir í Buchen- wald síðasta ár stríðsins, hvernig fangar voru brenndir lifandi í gasofnum, hvernig heiminn hryllti við þessum tíð- indum er þau spurðust áð lokum. Hér var ég kominn er ég uppgötvaði skyndilega hin andstæðufullu tengsl þessara tveggja bóka. Fýrsta viðbragð mitt var að fletta upp á blað- síðu 213 í ferðabók dýrafræð- ingsins norska. Höfundur er þar staddur í miðri frúsögn af Kúnaindíán- unum; og segir að er honum verði hugsað til dvalar sinn- ar með þeim komi honum jafnan orðið samræmi (har- moni) fyrst í hug. Ilann kveður þennan únað ekki fyrst og fremst að þakka dásam- legu loftslagi staðarins, heldur sjálfri lirynjandi lífsins (livs- rytmen) í þessu fámenna fé- lagi manna. Kúnaindíánarnir búa fiestir á eyjum undan ströndinni; og hann sér í hug- anum konurnar sem róa litlu eintrjáningunum sínum i land að sækja vatn í ána í blið- unni, heyrir Ólóanílí sy.igja vögguvísu yfir bami sínu BLAÐSÍÐA í TVEINUR BÓKUN meðan hún sýður ávaxtamauk_ ið á hlóðunum. Þetta fólk lifir við mikið annriki, en hefur þó tíma til að baða sig oft á dag, og hefur búið sér til vatnssalerni af eigin frumleik. agnúar menningarinnar hafa lengi verið ýmsum þymir í augum. Margir hafa gert að sínum orðum herópið alkunna: Hverfum aftur til náttúrunn- ar. nffll „Villlmaunabörn“ al' ættfloklii Kúnaindíána. — Frá bernsku er þeim innrætt siðaboð friðarins. Þar er bannað að deýða menn. Börn mega ekki blóð sjá. Kon- ur sem kynnu að löðrunga börn sín og karlar sem mis- þyrmdu konum sínum í þessu lífi yrðu að gjöra svo vel og synda yfir blóðfljót hinumeg- in. Hinn norski langferðamað- ílr h’efur aldrei kynnzt annarri eins gestrisni. íbúar hverrar eyjar koma. iðulega saman kvöld eftir kvöld, til ráðstefnu og umræðu. Eitt kvöld voru umræður sérlega fjörugar. Er .höfundur spurðú. túlk sinn hvað hglzt hefði bojið á gqma^ svaraði hann: „Við vorum að tala um drauma". Þeir hafa hvorki kvikmyndahús né bæk- ur, en eiga firnin öll af söngv- urn og fornum sögnum sem enginn kann nema þeir. Höf- undur dvaldist fjórar vikur hjá Kúnaindiánunum, og sakn- ar þeirra æ síðan. — Maðurinn hefur lengi verið nefndur kóróna sköpunar- verksins. Sá hvíti hefur að auki kabað sig höfuð mann- kýnsins. 1 nokkrar aldir hef- ur hann aldrei sett sig úr færi að raupa af menningu sinni, tækni og vísindum. Síð- ustu áratugina hefur honum einkum orðið tíðrætt um bíl- ana sina, byssurnar, rann- sóknarstofurnar, filmtæknina, atómbombuna — a'ð ógleymd- um þeim eina sanna gnði, er svonefndir kristniboðar hafa öldum saman verið látnir Ijúga að framandi þjóíum, til að valda glundroða í hug- myndaheimi þeirra og gera þær þannig auðveldari bráð hvítum nýlendukúgurum. Það hefur heldur ekki skort áhug- ann fyrir a'ð útbreiða aðra þætti þessarar menniogar meðal villimanna og frum- stæðra þjóða — og náðst allgóður árangur. Hinu er Víst getur slíkt viðhorf ver- ið vorkunnarmál. Fangarnir í Buchenwald hefðu getað lif- að góðu lífi á San Bhs-eyj- unum í Panama. Hvað eigum við að gera? Eitt er víst: við munum ekki hverfa aftur til náttúr- unnar, í þeim skilningi a'ð við rifum kvikmyndahúsin, leggj- um skólana í eyði, brenr.um bækurnar, sökkvum fiskiskip- unum. Allt slíkt tal er ónytju- hjal og markleysuskraf. Þó atómbomban hóti öllu lífi á jörð dau^a" og * djöfli munti atómvísindin ekki týnast, held- ur munu farartæki framtim- ■ans knúin þessari orku. Við lifum í angist og ótta, en við munum ekki leggjast á mark- ir til að finna frið og öryggi, heldur taka það heima Hvert er þá okkar mein? Stríðssagan^greinir ekki frá því beinum orðum, fer'ðabók Per Hösts ekki heldur. En frásögn hans er ekki eintórnt sólskin, og á einum stað er að finna einkar ljóst svar við spurningu okkar þó höfund- ur hafi máski ekki verið þess vís sjálfur. Þar segir frá því að rétt fyrir stríðsbyrjun fundust nýjar oliulindir langt inni í landi í austurhéruðum Kólumbíu. Ameriskt olíufélag stofnaði þegar hlutafélag um starfrækslu lindanna, og lét þjóna sina í landinu leppa fyr- irtækið a'ð nokkru. Það þurfti að leggja um 400 kílómetra olíuleiðslu til strandar. Hún var lögo m. a. um byggðir Mótillónsindíána, þjóðflokks er engin samskipti hafði haft við hvíta menn. Þar sem þorp þeirra ur'ðu á vegi leiðslunn- ar var hún lögð í gegnum þau, hreysi þeirra rifin eftir „þörfum“, andmælum þeirra engu skeytt. Það kom til ó- pirða, og herjuíu Indíánarnir. á „hvítu djöflana“. Þá var herlið sent á vettvang, síða.n köstuðu flugvélar hinum sér- kennilegu menningarsprengj- um kristinna manna yfir flótt.askýli innbyggjanna; og lauk viðureigninni með því að þjóðflokkurinn var svo að segja stráfélldur. En leiðslan komst í áfangastað, og menn- ingarfólkið rakaði saman gróða úr jörð hinna föllnu villimanna. Og þetta er mein- ið: örlög okkar eru í of rík- um mæli í höndum kapítalist- anna, þeirra sem ekkert vita nema sinn eigin gróða, ann- arra blóð. Það eru þeir sem vi'ð óttumst í raun og veru, það eru þeir sem valda angist okkar, það eru þeir sem hóta atómbombunni, það eru þeir sem ábyrgð bera á heimsstyrj- öldum og Buchenwald, það eru þeir sem eyðileggja há- skólana okkar — það eru þeir sem sendu her gegn Kúna- indíánunum 1925, þó fyrir lit- ið kæmi. Amerískir olíukóng- ar stofnúðu sitt prívata Buch- enwald í Mótillónshéraði í Kólumbiu, þeir hinir sömu og efldu þýzka kapítalista til morðs í Evrópu. Og þar með erum við enn komin að nauðsyn baráttunn- ar gegn auðvaldinu, sem um leið er barátta fyrir friðnum. Þannig erum við enn komin að niðurstöðu sósíalismans. Því hann táknar frið milli allra manna, samhjálp þjó’ð- anna, bróðerni mannkynsins — undir merki bókar, lista og vísinda. Enn höfum við hér • vestur frá ekki kynnzt þess- um friði, þessari samhjálp, þessu bróðerni nema af af- spurn og draumi. Grundvall- arregla þess þjóðfélags sem við búum í er samkeppnin, hörð og miskunnarlaus; iðju- leysi i býlífi annarsvegar, þrældómur í örbirgð hinsveg- ar; maðurinn er ekki bróðir mannsins, heldur fjandi hans og vargur; siðalögmálið að traðka, en verða traðkaður ella. Engin villimennska er frumstæðari en þjóðfélags- form aúðvaldsins. En hug- sjón bróðernisins er að sigra. Einn daginn bjóðum við Kúna- jndíápunum heim, og leysum þá út með gjöfum. Það verða kannski dráttarvélar með kjarnorkuhreyfli, því pállinn verður að lokum of þungrur — jafnvel hinni styrkustu hendi. Þetta stó'ð milli línanna á blaðsíðu 213 og raunar miklu viðar í þessum tveimur ólíku bókum um manndráp og lífs- fyllingu. Og nú hef ég skilað því. — B. B. Sveitastjórnarkosningar íóru nýlega íram í 13 héruðum í Abruzza- og Campagnaíylkium á ítalíu og eynni Sardíníu. Þær leiddu alls staðar í ljós mikia íylgisaukningu kommúnista, sósía.lista og ó- háðra vinstrimanna, s'em höfðu sameiginlegt fram- boð, en flokkur De Gasperis og stuðningsflokkar hans töpuðu fylgi að sama skapi. í bænum Capa í Pescarahéraði fengu vinstriflokkarnir 56% greiddra atkvæða, en höfðu 51% við sveitastjórnarkosningárnar á síðasta ári. í Marano í nánd við Neapel fengu þeir 3088 atkvæði, sameiginlegur listi fasista og kon- ungssinna 2577 og allir stuðnings- flokkar De Gasperis, Kristilegi lýðræðisflokkurinn, hægrisósíal- demókratar, lýðveldissinnar og frjálslyndir fengu 2200 atkvæði. Vinstriflokkarnir höfðu bætt við ekki að leyna að svokallaðir sig 664 atkvæðum síðan í maí 1952, en stjórnarflokkarnir tapað 421 atkv. á sama tíma. í Casal di Principe fengu Kristilegir lýðræðissinnar 751 atkv. færra en í fyrra, en vinstri- flokkarnir fjórfölduðu atkvæða- magn sitt. Vaxandi fylgi kommúnista í Frakklandi. Aukakosning fór fram í Ey- montiers í Haute-Viennefylki ný- lega. Frambjóðandi kommúnista náði kosningu í fyrstu atrenn, hlaut 2619 atkv eða 55.1% af öllum greiddum atkvæðum. And- stæðingur hans,. sósíaldemókrati, sem hafði stuðning miðflokkanna og gaullista, fékk 1252 atkvæði. Aðrar kosningar sem farið hafa fram í Frakklandi uppá síðkast- ið sýna vaxandi fylgi kommún- ista. Þannig fór fram aukakosning (il þjóðþingsins sunnudaginn 18. janúar s. 1. í kjördæmi í fylkinu Loir-et-Cher. Frambjóðandi kommúnista, Paumier, hlaut flest atkvæði, 24.659 eða 27.7% af öll- um greiddum atkvæðum, en kommúnistar fengu 23.910 atkv. (24.9%) í kosningunum 1951. Fylgi sósíaldemókrata hrundi niður. Þeir höfðu síðast 18.836 atkv. 16.2%), en fengu nú 10.237 (11.7%).

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.