Nýi tíminn


Nýi tíminn - 19.02.1953, Page 8

Nýi tíminn - 19.02.1953, Page 8
$) _ NÝI TlMINN — Fiiiiimtudagur 19. tebrúar 1953 4 Þingsalurinn yígvöllur — 2300 breyting- artillögur — Stj órnarflokkarnir riðlast Alöggjafarsamkomum suð- rænna þjóða hefur löngum lítið þurft til að uppúr sjóði og þingheimur breytist úr ráð- settum löggjöfum í heiftúð- uga slagsmálahunda_ ,Sjaldan hefur þó verið eins skammt milli orrahríða og í ítalska þinginu undaafarnar vikur. Þar hefur hver rimman rekið aðra og ekki er séð fyrir end- ann á þeim enn. Hemaðar- ástandið hófs.t dag nokkum um miðjan desember. Þá bar sveitastjórnakosn. í fyrra kom það hinsvegar í Ijós að fylgi hefur hrunið af kaþólskum síðan 1948. Kommúnistar og vinstrisósíaldemókratar, sem voru í kosningabandalagi 1948, hafa hinsvegar unnið á síð- an þá og konungssinnar og nýfasistar þó enn meira. Er því ekki ólíklegt að verkalýðs- flokkarnir yrðu sterkasti aðil- inn á þingi eftir kosningarn- ar í vor að óbreyttu kosn- ingafyrirkomulagi. Að minnsta kosti er ljóst að stjórnar- flokkamir fá aldrei nema mjög nauman meirihluta ef nýja þingið verður rétt mynd af viljá ítalskra kjósenda. að er einmitt það sem De Gasperi og stuðaingsmenn hans ætla að hindra með Alcide De Gasperi "eflrn "á'f flokksþræðrum De Gasperi forsætisráðherra og foringja kaþólska flokksins fram tillögu um að þingfundir skyldu haldnir á hverjum degi, helga daga jafnt og virka, þangað til afgreitt hefði verið frumvarp stjómarflokk- anna að nýjum kosningalög- um; Stjórnarandstæðingar, komm únistar og vinstrisósíaldemó kratar, mótmæltu harðlega þessari tillögu um afbrigði- lega meðferð kosningalaga- frumvarpsins og jókst deilan orð af orði þaagað til stjórn- arliðar og stjórnarandstæðing- ar þustu upp af þingbekkj-. um með steytta hnefa. For- seti knúði raffiautu og þing- verðir snöruðust inn í fund- arsalinn og röðuðu sér eftir miðju gólfi, þar sem ar voru að síga saman. verðir, sem mega ekki leggja hendur á þiagmerin, spörkuðu þeim mun rækilegar í öklana á þeim en það kom fyrir ekki,- .Vatnsglös-og blekbyttur tóku að svífa um salinn, brotnir stólfætur hófust á ioft og buldu á hausum. Eftir 20 mínútr.a viðureign tókst loks að stilla til friðar. Mikið liggur við fyrir báða aðila þar sem kosninga- lögin eru og ekki furða þótt ýmsum hitni í hamsi. Þing- kosimigar eiga að fara fram á ítalíu í apríl, þær fyrstu síðan 1948. Þá var hlutfalls- kosningafyrirkomulag og kaþ- ólski flokkurinn vann hreinan meirihluta í neðri deild þings- ins. Hefur hann stjórnað land- inu síðan með aðstoð þriggja smáflokka, hægri-sósíaldemó- kra.ta, frjálslyndra og lýð- veldisflokksins. í bæja- og EMeiBd frumvarpi sínu að nýjum kosn ingalögum, meginatriði þess er að flokkur eða kosninga- 'bandalag flokka, sem fær yfir helining greiddra atkvæða, skuli hljóta næstum tvo þriðju þingsæta (64% eða 380 af tæplega 600 þingsætum). Og ekki nóg með það að afnmea á með þessu nóti jafnan kosningarétt allra kjósenda. De Gasperi hefur látið stuðn- ingsflokka sína skuldbinda sig til að styðja að kosningum afstöðnum frumvörp um „eft- irlit með blaðaútgáfu og starf- semi verkalýðsfélaga og inmri várnir ríkisins“. Engum blöð- um er sem sagt um það að fletta, að foringjar kaþólskra eru staðráðnir í því að reyna eftir kosningalagabreytinguna að festa sig í sessi um ófyrir- sjáanlega framtíð méð skerð- ingu prentfrelsis og samtaka- frelsis Verkaiýðsiná:..... 1 '■ I^talska stjóraarandstaðan tel- ur sig því vera að berjast gegn nýrri einræðisstjórn með andstöðunni gegn kosninga- lagafrumvarpinu og beitir öll- Palmiro Togliatti um tiltækilegúm ráðum. Hún bar fram 2300 breytingartil- lögur í neðri deildinni og dró umræður á langinn. Við at- kvæðagreiðslur gengu stjórn- arandstæðingar löturhægt að atkvæðakassanum með kúlur sínar (hvít kúla þýðir já, svört nei), svo að hver at- kvæðagreiðsla stóð klukkutím- um saman. Eftir 37 daga mál- þóf greip De Gasperi forsæt- isráðherra til þess ráðs að lýsa yfir, að hann myndi segja af sér ef kosningalögin yrðu ekki samþykkt. Það þýddi að enginn þingmaður mátti halda nema eina ræðu áður en at- kvæði voru greidd. Allir stjórnarandstöðuþingmenn- irnir, 178 að tölu, skráðu sig á mælendaskrá og þingfundur stóð látlaust hálfan þriðja sól- arhring. Þá var loks gengio til atkvæða og kosningalögin send til öldungadeildarinnar. Þar verður enn torveldara fyrir De Gasperi að fá þau afgreidd. Svo var mál með vexti að í öldungadeildinni hafa kaþ- ólskir ekki hreinan meirihluta Þeim fylgir 151 af .344 deild armönnum en 109 verkalýðs flokkunum. Framgangur nýji kosningalaganna þar er þv algerlega komina undir stuðn ingsflokkum De Gasperi ei innan þeirra magnast nú and staða gegn því afnámi lýð- ræðisskipulagsins sem frum- varpið boðar. Hægrikrata- foringinn Saragat þorði ekk: að ganga til stuðnings vii frumvarpið fyrr en því hafð: verið breytt aokkuð frá upp haflegri mynd en samt ser/ áður hefur flokkur han. klofnað út af því. Pietro Cal- amandrei, einn af áhrifamestu þingmönnum flokksins, hefur ásamt sex öðrum þingmönnum og fulltrúum .frá flokksdeild- um, sem eru andvígar kosn- ingalagabreytingunai, stofnað nýjan sósíaldemókrataflokk. Stofnþing. hans var haldið i‘ Bologna fyrir hálfum mánuði. Einn af þingskörungum frjáls- lyndra, Epiearmo Corbino pró- fessor, hefur tekið forystu fyrir þeim armi þess stjórn- arflokks, sem berst gegn nýju kosaingalögunum. Ekki er síður barizt gegn kosningalögum De Gaseri utan þings en innan. Þegar . umræðurnar, . í fulllrúadeild- inni stóðu sem hæst gerðu verkamenn í öllum stærri borgum Italíu verkfall til að mótmæla lagabreytingunni. Víða kom til átaka við vopnaðar ríkislögreglusveitir Scelba innanríltisráðherra, er skutu að minnsta kosti einn verkamann til bana. Á þingi bar Palmiro Togliatti, foringi ítalskra kommúnista, fram til- lögu um að þjóðaratk.væði yrði látið ganga um kosninga- lagabreytinguna í sumar. De Gasperi hafnaði því boði en tillagan verður vafalaust tek- in upp aftur í öldungadeild- inni. Jafnframt því að lýsa yfir, að flokkur hans myndi lúta þjóðarvilja framkomnum við allsherjara.tkvæðagreiðslu. aðvaraði Togliatti stjórnar- þingmennina: „Þið getið liald- ið áfram ójafnaði, en ykkur mun aldrei takast að stöðva sókn verkalýðsins og alþýð- uonar alirar til að vinna frelsi sitt, bará.ttuna fyrir fulikomnu lýðræði, sóknina til valda“. Kosningalagabreytingin á ítalíu er sama eðlis og svipaðar breytingar á kosn- ingafyrirkomulagi, sem gerð- ar hafa verið í öðrum Marsh- alllöndum á undanförnum ár- um. Riðið var á vaðið í Frakk- landi. Fyrir kosningarnar í hitteðfyrra voru sett mjög flókin kosningalög, sem opin- skátt voru miðuð við það eitt að fækka þingmönnum Komm- istaflokks Frakklands. Það Framhald á 11. síðu. I’ó lítið maiintjón yrði af völdum flóðanna í Beljfíu, ollu þau einnig þar miklum skemmdum á mannvirkjum, einkum í hafnarbæn- um Ostende . . . Þessi mynd er tekin á jfötu í Osíende, eftir að flóðið hafði fjarað út aftur. 1 gær varð áttræður Páll Guð- munösson, bóndi og skáld á Hjálmsstöðum í Laugardal. Hana er fæddur á Hjálmsstöð- um hinn 14. febrúar 1873, son- ur hjónanna Gróu Jónsdóttur ljósmóður og Guðmundar Páls- Páll Guðmundsson. sonar, er þar bjuggu. Páll er uppalinn á Hjálmsstöðum og hefur alið þar allan aidur, utan hvað hann réri á vertíðum á sínum yngri árum, eða frá sex- táa ára aldii og þar til er hann hóf búskap á föðurleifð sinni, tæplega þrítugur að aldri. Páil er af bændaæt.tum svo langt, sem rakið verður, og hefur erft marga hina betri kcsti feðra sinna. Hafa sveitungar hans og kunnað þá að meta og falið hon um í headur mörg sinna mála. Meðal annars var harin um fulla tvo áratugi oddviti hrepps nefndar og átti auk þess sæti í flestum nefndum, sem starfa í venjulegum hreppsfélögUm, svo sem sóknarnefnd, sátta- nefnd o.s.frv. Páll hefur jafnan þótt lið- tækur til hvérskonar starfa, verið hjálpfús og greiðviikinn með afbrigðum og gestrisni hans þó hvað mest viðbrugðið. Hann er hrókur alls fagnaðar á gleðistundum, enda gæddur í ríkum mæli þeim hæfileikum, sem þar til útheimtast, svo sem glaðværð, fyndni og kímni, góð- um gáfum og síðast en ekki síst hinni alkunnu hagmælsku, sem einna víðast mun hafa bor- .ið hróður. hans., Páll er tvíkvæntur; var fyrri kona hans Þórdís Grímsdóttir bónda í Laugardalshólum, er hann missti frá ungum barna- hópi eftir 12 ára sambúð, og hin síðari Rósa Eyjólfsdóttir bónda á Snorrastöðum í sömu sveit. Eignaðist hann með þeim stóran hóp barna, sem öll eru hið mesta dugnaðar- og mynd- arfólk. Báðar þessar konur hafa þótt hinar mestu prýðis- og sómakonur og hafa ekki litlu valdið um það, hve gestum og gangandi þótti gott að gista heimili þerra. Kunningjar og vinir Páls og heimilis hans óska öldungnum á Hjálmsstöðum allra heilla á ævikvöldi hans. Kunningi. fyrir llðsaaer Efri deild þingsins í Vestur- Þýzkalandi hefur fellt frum- varp ríkisstjómarinnar um að afnema hreinar hlutfallskosn- ingar til þings. Saka sósíal- demókratar Ádenauer forsæt- isráðherra um að reyna með lagabreytingu þessari að tryggja stjórnarflokkunum meira þingfylgi, en kjósenda- talan gefur þeim rétt á. Aden- auer segir hana miða að því að útrýma smáflokkum. Talið er að hann leggi frumvarpið fyr- ir neðrí deildina á ný. 3iipul frá belgíshu bmnum Ostende

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.