Nýi tíminn


Nýi tíminn - 05.03.1953, Side 7

Nýi tíminn - 05.03.1953, Side 7
Fimmtudagur 5. marz 1953 — NÝI TÍMINN — (7 Ég mun hafa verið nokkuð innan við fermingu, þegar ég rakst á Afmælisdagabók þá er Guðmundur Finnbogason gaf út í fyrsta sinni. Er ég hafði opnað bókina nokkrum sinnum, af handahófi, tók ég að leita uppi 30. jarvúar því mig fýsti að vita hvern'ig súv vís-a hljóðaði, sem tilheyrði þeim degi, er ég hafði verið í heiminn borinn. Lestur vísunnar varð mér sem opinberun frá æðra heimi. Ég kannaðist að vísu við hana, ég hafði lesið ljóðið, sem hún var tekin úr. En þa.r sem hún stóð þarna ein sér, prentuð aneð bláu letri á hvítan pappír, birtist hún mér í nýju ljósi, afmörkuð í bláum ramma, sem hver önnur véfrétt og auk þess fannst mér þá, að hún væri mín persónuleg eign, þar sem hún var óvefengjanlega tengd mínum afmælisdegi, nokkurskonar guðleg gjöf til miín, óverðskulduð hamingja sem mér íátækum, lítilsigldum og umkomulausum hafði í skaut fallið, og ég óskaði þess í hrifningu minni, að hún mætti verða mér einhverskon- ar andlegt leiðarljós og vega- nesti á lífsleiðinni þó ég að vísu gerði mér ekki grein fyrir, 'hvernig það mætti verða: Veit þá engi, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hiekki að hrista, lilýða réttu, góðs að bíða? Mér skildist þá strax, að ef eyjan hvíta, ísland, ætti að eignast vor, þ. e. hagur lands- ins og þjóðarinnar ætti að verða góður og batnandi, þyrfti fólkið, sem landið byggði iað uppfylia fjögur höfuðskilyrði, eða réttara sagt þora að upp- fylla fjögur meginskilyrði: í fyrsta lagi þurfti það að þora að -treysta guði. Það út af fyr- ir sig fannst mér ákaflega eðlilegt. Ég hafði heyrt svo mikið .st,aJað um guðstraust, að ég skildi strax, að það hlaut að vera undirstaða þjóðlegs vel- farnaðar. En það þurfti meira en guðs- traust 'til þess að þjóðinni vegnaði vel. Annað skilyrðið þótti mér öýsna einkennilegt: Hlekki að hrista, hlekki að hrista, endurtók ég fyrir munni mér. Og þetta með hlekkja- hristinguna var rétt á eftir guðs traustinu, svo það hlaut að ver.a töluvert mikið sem á því ylti. Það vissi ég, að í þann tíð sem þetta var orkt, tíðkaðist það ekki að hlekkja fólkíð í bókstaflegum skilningi, svo 'þetta hiaut að vera eitthvað í óeiginlegri merkingu. En hvað var það þá? Það fór um mig heitur straumur. Ef fólkið var beitt einhverju óréttlæti af einhverium, átti það ekki að bera það með þol- inmæði og þögn. Það átti að hafa þor til að rísa gegn þvi. Það var skylda þess, svo fram- arlega sem Eyjan hvíta átti að eignast vor. Þriðja skilyrðið, hlýða réttu, skildist mér að mætti útleggja á þann veg, að fólkið aetti * að þora að hafa jafnan það í hverju máli, sem.sannasí væri og léttast. Skúli Guðjónsson: Ef fólkid |>or1r Hugleiðingar á fimmtugsafmæli mínu þrítugasta janúar mi Fjórða og síðasta skilyrðið var þó kannski veigamest, þeg- ar öllu var á botninn hvolft: Að þora góðs að bíða. Guðs- traustið gat orðið haldlaust, hlekkirnir gátu orðið svo þung ir, að þá var ekki hægt að hrista og sannleikurinn gat ver- ið troðinn niður í svað'ið af þeim, sem ekki vildu iað Eyjan hvita eignaðist vor. Þá var ekkert hægt að gera annað en gengu yfir, þegar fólkið ekki þorði guði að treysta, hlekki að hrista, hlýða. réttu, góðs að bíða. Svo komu líka þeir tím- ar, er fólkið þorði þetta allt, og þá kom vorið yfir eyjuna hvítu, og það voru unaðslegir d.agar, sem ég er forsjóninni þakklátur fyrir að hafa lifað. Sem dæmi upp á slíka daga má nefna 1930, þegar þjóðhátíðin á Þingvöilum var haldin til Hvaö' þýðir að vera að tala um vor á þessum siðustu og ■ verstu tímum. Ráða ekki mátt- arvóld vetrarins hér ríkjum og eru nokkur líkindi til að þar verði á nokkur breyting í fyr- irsjáanlegri framtíð? Eru ekki máttarvöld vetrar- ins búin að pranga inn á félk- ið Keflavíkursamningi, Mars- hallfjötrum, Atlanzhafssamn.- *i Öu jiyg -5fiJ ÍVÖ Norður í Strandasýslu sltur bóndi á bæ sínum, einn snjall- astl pólitískur rithöfundur Is- iauds og skrifar — blindur. En liann sér flestum sjáandi betur í hvern voða þjóðin hef- ur stofnað sér. Hann hefur alla sína ævi aldrei þreytzt á því aö hvetja bændur og verka- menn til sameiginlegrar bar- áttu gegn auðvaldi og fátækt, hvetja þjóðina tii þess að standa á verði um frelsi sitt og menningu. Skuli Guðjónsson er fæddur 30. janúar 1303 að Ljótunnar- stöðum. í Bæjarhreppi í Stranda sýslu, þar sem faðir hans var bóndi. Saga hans er saga ís- ienzka bóndans, sem berst dag hvern erfiðri lífsbaráttu sveita- mannsins, en hann gerist um leið brautryðjandi í sókn bænda við hlið ’ verkalýðsins fram tii sósíalismans. Allt frá fyrstu greinum Skúla, eins og „Jósafat og Jukki“ og „Is- ienzlcur bóndi“ í Bétti 1934-’5, vaktl liann eftirtekt á sér fyrir óvenju skemmtilegan stil og snjalla liugsun og síðan hafa í tvo áratugi greinar hans í Þjóðviijanum, Tímarlti Máls og menningar og Rétti verið listrænt og sterkt vopn í bar- áttu alþýðunnar á tslandi. 1 sjö ár hefur Skúli nú ver- ið hlindur og getur hver mað- ur sett sig í spor hans og /jölskyidu hans. En hetjuliind fsienzks bónda hefur ekki brotnað við það áfall. Hlöðu og f jós byggði hann á bæ sín- um, Ljótunnarstöðum.eftlr þetta og greinar hans bera vott um hve skörp andleg sjón hans er áfram. Skúli er giftur Þuríði Guð- jónsdóttur og eiga þau fjögur börn, þrjá drengi og eina stúlku. Skúli Iiefur verið í fiokksstjórn Sósíalistaflokks- ins frá stofnun flokksins. Hugleiðingar þær, sem hirt- ast hér, sltrifar hann á fimm- tugsa.fmæli sínu, 30. janúar s.l. Nýi tíminn árnar Skúia allra lieilla, þakkar honum þessa snjöiiu grein og allar þær fyrri og væntir þess að geta sem oftast flutt Islendingum boð- skap bóndans á Ljótunnarstöð- um. bíða og þora að halda áfr.am að trúa á vorið þrátt fyrir allt, þvi sá sem glatar trúnni á vor- ið er tortímingunni ofurseldur. Sennilega hef ég ,þó ekki hugsað þetta allt nákvæmlega á þennan veg er ég sat yfir af- mælisvísunni minni í fyrsta skipti, iþó hún snerti mig djúpt, heldur hefur framangreindur skilningur mótazt hið innra með mér smátt og smátt eftir því sem árin fjölguðu og lífs- reynsla mín mótaðiat af meira raunsæi. Allir vita, að árstíðirnar skiptast á háttbundið eftir á- kveðnum lögmálum. Vor kem- ur á eftir vetri, án nokkurs tilverknaðar af hálfu okkar mannanna. Það getur kannski skakkað einhverju til eða frá, en það kemur fyrr eða síðar. Því getum við itreyst. Þessu er ekki þann veg hátt- að með vorið sem Jónas Hall- grímsson talar um í afmælis- Viísunni minni, vor þjóðlífsins. Við verðum að vinna til þess, þora að leggja eitthvað • á okk- ur, fóma einhverju, svo fram- ariega sem við viljum verða þess aðnjótandi. Það hefur orðið hlutskipti mi'tt í lífinu að skynja afstöðu fólksins, eða afstöðuleysi, til vorsins af meiri nákvæmni en mér hefur verið Ijúft eða holit. Stærsta óhamingja lífs mins hefur verið sú, er þeir .tímar þess að minnast þúsund ára af- mælis Alþingis, og 1944, þegar lýðveldið var endurreist. Þá lifði fólkið í samræmi við sitt eigið eðli. Það var glatt og m^ð. góða samvizku' vegna þess að það hafði þorað að gera skyldu sína gagnvart sjálfu sér og Eyjunni hvítu. Þótt það sé að vísu alltof sjaldan sem slíkur allsherjar vorhugur hefur gagntekið fólk- ið, hefur það ekki sjaldan hit- að mér um hjartarætur, þegar meiri eða minni hópar fóLksins hafa þorað að hrista svo hlekki eða scgja sannleikann á þann hátt, mitt í hörkum og misk- unnarieysi vetrarins, að stór.ar eyður hafa þiðnað í freranum og sólin hefur náð að skína .gegnum ský óveðursins lengri eða skemmri tíma. Sem dæmi slíkra vorboða má nefna, er stórir hópar fólksins hafa þorað að bindast samtök- um um’ að knýja fram undan- hald hjá máttarvöldum vetrar- ins. Sem dæmi stíkra sigra má nefna marga sigursæla kaup- 'gjaldsbaráttu, einarðteg mót- mæli 'gegn máttarvöldum vetr- arins, þegar þau hafa viljað breiða eilífan fimbulvetur yfir Eyjuna hvitu, og fleira af svip- uðu tagi. En nú myndu kannski ein- hverjir, jafnvel þótt þeir þrái vorið, vilja segja eitthvað á þessa leið: ingi, útlendum her og morð- tólum og ýmsu fleiru af sama toga spunnið? Og eru þessi sömu myrkravöld ekki að und- h'búa vélráð, sem miða að því að svipta fólkið réttlátum á- hrifum sínum á val fulltrúa til Alþingis og h-afa þau ekki boð- að okkur innlendan her til við- bótar þeim erlenda sem fyrir er? Hvað þýðir þá áð tala um vor? Arnas Arnaeus sagði við kaupmanninn þýzka, sem vildi' kaupa ísland: Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í brjósti hans á frelsið heima. Það er ekki hægt, jafnvel með hinni svívirðilegustu harð- stjóm, að ræna fólkið því vori, sem það vill gefa Eyjunni hvítu, svo framarlega sem það gengur ekki máttarvöldum vetrarins á hönd af fúsum vilja. Máttarvöld vetrarins 'geta kannski í bili hneppt fólkið í þrældóm gegn vilja þess, en ef það fellur ekki í þá freistni að selja rétt sinn til vorsins fyrir feita þjónsstöðu, hljóta hlekkirnir, sem máttarvöld vetrarins hafa á það lagt, að bresta fyrr en varir. jafnvel þótt þeir væru ú.r gulli. Á vetri þeim, er nú liggur yfir Eyjunni hvítu og þegar hefur varað á sjöunda ár, hef- ur það mjög færzt í tízku, af þeim er ríkjum hans ráða, að leggja nýjan og áður óþekktan skilning í igamalkunn og hefð- bundin hugtök tungunnar. Mun þetta 'gert að yfirlögðu ráði, til þess að fólkið þori síður að ráða vorið til valda á ný. Ef afmælisvísan mín yrði þýdd á þetta nýja tungumál, myndi merking hennar senni- lega verða eitthvað á þessa leið: Drottinvald Bandaríkjanna myndi verða kallað vor. Reynt yrði að samrýma hina nýju hermálastefnu Hermanns og Bjarna sönnu guðstrausti. Sá sem hsest gargaði um ógnar- stjóm Rússa gengi fram í því að hrista -hlekki. Morgunbiaðið yrði þá kallaður vegur sann- leikans og fjármálaspeki Ey- steins hið góða er fólkið ætti að bíða og njóta ávaxtanna af. Þetta þykir kannski af ó- líkindum mælt. En á þeim tím- f. um, er mattaivold vetrarins 'ráða ríkjum, geta þau talið fólkinu trú um hvað sem er. Þá er lygin fólkinu hið eina athvarf Á slíkum tímum þrá- ir fólkið að láta Ijúga <að sér. Ég sagði víst snemma í þess- um hugleiðingum, að hið mikil- vægas'ta af þeim fjórum atrið- um, er skáldið taldi upp sem skilyrði þess, .að Eyjan hvíta eignaðist vor, væri hið fjórða og síðasta: Að þora góðs að bíða. Á sama hátt er það höf- uðn.auðsyn máttarvöldum vetr- arins að telja fólkinu trú um að tímarnir séu vondir og fari versnandi. Tímarnir eru erfið- ir, segja Eysteinn og atóm- skáldin í éinum kór. Vegna hinm erfiðu tíma eiga menn að sýna þegnskap og ábyrgðar- tilfinningu, segir Eysteinn. Þeir mega ekki mögla undan háum sköttum og þeir eiga að sýna fómariund og láta það ógert að ger.a kröfur til aukinna lífs- þæginda. Og vegna hinna erfiðu tíma eiga menn að lesa órímuð Ijóð og læra að meta þau, segja atómskáldin. Úr öllum áttum berst okkur til eyma heróp dagsins fiá máttarvöldum vetrarins: Við verðum að sætta okkur við hina erfiðu tíma. Þeir eru ö- umflýjanlegir eins og dauðinn og öilögin. Það er að vísu ré.tt, að á erfiðum timum, þ. e. á þe.m timum, er máttarvöld vetrarins ráða rikjum, er ákaflega erf.tt að vera maður, maður vorsir.i. Það er svo þægilegt að leggjust í dvala og láta máttarvöld vetrarins vaka yfir sér. Ég hef nú lifað í hálfa ó”l. Annað eins hefur nú komið fyrir fleiri og ekki þótt í frá- sögur færandi. Mig langar til að lifa nukl.i len-gur, verða gamall að árum. Það er þó ekki vegna þess að mér þyki svo sérs-taklega eftir- sóknarvert að hirða kýr, stoppa divana eða sitja reykjandi yfir útvarpi, sem stjómað er af máttiarvöldum vetrarins. Það er ekki heldur því að leyna, að hinn þungi hrammur vetrar- ins, sem smátt og smátt virðist vera að drepa allt þor úr tólk- inu, hefur einnig lagzt yfir mig, með nærri óbœrilegum þunga. -En þrátt fyrir það hef ég Framhald á 11. síðu.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.