Nýi tíminn


Nýi tíminn - 02.04.1953, Page 4

Nýi tíminn - 02.04.1953, Page 4
&) — NÝI TfMINN — Fiiohitudagur 2. apríl 1953 Palmiro Togliatti, Togliatti sextugur Sextug'safmæli átti 26. f.m. Palmiro Togliatti, foringi Kommúnistaflokks ítalíu og einn mikilhæfasti stjórn- máiaforingj., sem nú er uppi. Togliatti fæddist í Genúa 26. marz 1893. Foreldrar hans voru sæmilega efnum búin og hann var settur til mennta. Hann tók lögfræðipróf og doktorspróf í heimspeki við liáskólann í Torino. Ofsóttur af fasistum Á háskólaárum sínum tók Togliatti mikinn þátt í starfsemi sósíalista í Torino og var orðinn framkvæmdastjóri flokksdeildar- innar í þessari miklu iðnaðarborg árið 1921. Það ár gerðist hann einn af stofnendum Kommúnista- flokks Ítalíu og var næstu ár ná- inn samstarfsmaður Gramscis, hins glæsilega foringja flokksins. Forystumenn Kommúnista- flokks Ítalíu urðu fljótt fyrir of- sóknum fasistastjórnar Mussolin- isi Gramsci var varpað í fangelsi og haldið þar ái'um saman unz hann veslaðíst upp af illri aðbúð. Sérdómstóll fasista var einnig skipaður til að dæma Togliatti en hann komst af landi burt á síð- ustu stundu. Barðist á Spáni Næstu átján ár var Togliatti á sífelldum ferðalögum um Evrópu. Hann tók sér dulnefnið Ercole Ercoli og stjórnaði hinum leyni- lega Kommúnistaflokki Ítalíu frá Svíss, Frakklandi og Sovétríkj- unum. Þegar borgarastyrjöldin bráuzt út á Spáni og Mussolini tók að senda þangað ítaiskt herlið til fulltingis Franco, skipulagði Togliatti ítalska útlaga í Gari- baldihersveitina, sem gerðist hluti af alþjóðlegu herdeildinni, og barðist við hlið spanska lýðveldis- hersins undir forystu Togliattis. Eins og kunnugt er sigruðu fas- istar spönsku iýðræðisstjórnina með óbeinni aðstoð stjórna Bret- lands og Frakklands, sem ekk- ert vildu gera til að styggja Hitl- er og Mussolini. Eins og margir aðrir úr lýðveldishernum leitaði Togliatti hælis í Frakklandi en var eins og öðrum varpað þar i fangabúðir. Honum tókst að strjúka úr þeim og komast til Moskva, þar sem hann dvaldi tii 1944. Þá höfðu bandamenn suður- hluta ítaliu á valdi sínu og Togli- atti fór heim úr útlegðinni eins og aðrir ítalskir stjómmálamenn. , Sýnt banatilræði Kommúnistaflokkur ítalíu hafði verið bannaður í 20 ár þeg- ar Togliatti kom heim. Það gefur þyi nokkra hugmynd um forystu- hæfileika hans, að tveim árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar 6Íðari vpr *a}a fiokksmaiwia kom- in upp í tvær milljónir og heldur áfram að vaxa. Togliatti tók þeg- ar í stað sæti í samsteypustjórn- unum, sem fóru með völd á Ítalíu síðustu ár stríðsins og fyrstu árin eftir það. Hann var um tíma vara- forsætisráðherra og sat i stjórn fram á árið 1947, þegar borgara- flokkar Ítalíu rufu samstarf við vérkalýðsflokkana til að verða aðnjótandi Marshalldollara frá Bandaríkjunum. ítalska afturhaldið hatar og ótt- ast Togliatti meira en nokkurn mann annan. Árið 1948 særði leigumorðingi hann mikiu skot- sári útifyrir þinghúsinu í Róm og varð lífi hans bjargað með naumindum. Verkalýður Ítalíu mótmælti ódæðisverkinu með stórkostlegu allsherjarverkfalli. Samvinna verkalýðs- flokkanna Sundrung ítalsks verkalýðs var eitt af því, sem auðveldaði Musso- lini leið til valda og þess er ítalsk- ur verkalýður vel minnugur. Bræðralag sósíalista og kommún- ista, sem spratt upp í sameigin- legri barátt.u gegn fasistum, helzt órofið enn þann dag í dag. Komm únistaflokkurinn undir forystu Togliattis og sósialistaflokkurinn undir forystu Pietro Nennis hafa haft kosningabandalag í hverjum kosningunum eftir aðrar og í bæj- arstjórnarkosningum í fyrra kom í ljós að verkalýðsflokkunum hafði stóraukizt fylgi síðan 1948 en stjórnarflokkarnir, þar á me'ð- al þýðingarlaus klofningsflokkur hægri sósíaldemókrata, stórtap- að. Stjórnarhersingin hefur því ekki þorað annað en að lögleiða kosningafals fyrir þingkosning- arnar, sem fram eiga að fara í ár, til að tryggja með því meirihluta- aðstöðu sína á þingi þótt þjóðin snúi við henni baki. - Andstæðingar Togliattis jafnt og samherjar hafa orðið að viður- kenna óvenjulegar gáfur hans og stjórnmálaleikni. Reynt var að vinna á flokki hans með bann- fæiúngu kaþólsku kirkjunnar, ógurlegu vopni í eins ram- kaþólsku landi og Ítalíu. Togliatti sá við því tilræði. Vopnavaldi Scelba innanríkisráðherra hefur ekki heldur orðið neitt ágengt gegn Kommúnistafolkki Ítalíu. Enginn einn maður hefur átt slík- an þátt í því sem Palmiro Togli- attí að gera Kommúnistaflokk Ítalíu að fjöldaflokki, sem lætur til sin taka á öllum sviðum ítalsks þjóðlífs og engin leið er að ein- angra, hve mikið sem reynt er til þess. I þágu menningarinnar Aðfaranótt 12. marz voru liðin rétt fjögur ár síðan iþremur íslenzkum ráðherrum var stefnt til Bandaríkjanna til að tryggja öryggi þjóðar sinnar, menningu og sjálf- stæði. Um líkt leyti nætur og ráðherrarnir þrír höfðu glatað tengslum við íslenzka grund og svifið upp í háloft- ia fjórurn árum áður, knúði aldraður maður dyra í húsi einu í Keflavík. Innan veggja beið einn af vernd- urujn þjpðarinnar, sem ráð- herramir höfðu kvatt til landsins, ungur maður, vask- ur og langþjálfaður í þeirri iðju að vega fólk. Hann tók þannig á móti hinum aldraða næturgesti að berja hann í höfuðið aftur og aftur þar til hann hafði misst meðvit- und og lá blóðugur þar sem hann var kominn. Nokkru síðar lét hann ungum læri- sveini sínum íslenzkum eftir að reyna krafta sína á rænu- lausum öldungnum, og enn reyndu þeir félagar að skera hann á háls, þótt þeim tækist ekki að finna slagæðina vegna myrkurs. Síðan settust þeir að gleð- skap og höfðu á verðugan hátt minnzt þeirra merku tíðinda þegar þrír íslenzkir ráðherrar flugu vestur um haf til að tryggja sóma þjóð- ar sinnar. Öldungurinn fékk aldrei meðvitund framar og lézt tólf dögum síðar. Hefði þá herstjórnin getað gefið út tilkynningu um að fyrsti maðurinn væri fallinn í því stríði sem háð er í þágu ís- Jenzkrar menningar, en það virðist ekki hafa pótt taka því, enda ólíkt myndarlegri tölurnar sem birtar eru um verndina í Kóreu.- ■ Þótt við innbornir meun höfum jafnan haft háar hug- myndir um íslenzka meim- ingu gerðum við okkur ekki grtin fyrir því að hún væri í neinum sérlegum hávegum meðal annarra þjóða, þótt nokkrir erlei. ’ir sérvitn igar segðust reynaur kunna að meta hana. Það þótti því nokkrum tíðindum sæta þog- ar í ljós kom að Bandarikn töldu það eitt helzta lífs- hlutverk sitt ,,að trygg.ja frelsi.....arfleifð og menn- ingu“ Islendinga, „samkvæmt meginreglum lýðrœois, e:n staklingsfi’elsis og laga ‘ eins og segir í sáttmála þeim sem ráðherrarnir þrír ur.d- ix-bjuggu þegar þeir flugu vestur um haf fyrir fjóruxn árum. Var sú ástarjácning enn ítrekuð af McGaw þeg- ar hann kom til landsxns: „Ég lærði það ungur í skóla að íslenzka þjóðin ætti gamla, rótgróna og sérstæða menningu sem hún heldur fast við. Mér er það mikil ánægja að fá að kynnast þessari menningu, læra og tileinka mér sem mest af henni.“ Hitt þurfti engum að koma á óvart þótt hinir þroskuðu verndarar vesturs- ins sæju ýmsar veilur í fari okkar, fámennrar og lítt meg andi þjóðar á hjara heims og fyndu hjá sér hvöt til að þroska og auðga menn- ingu okkar, auk þess sem þeir vernduðu hana. Hefur þeirri starfsemi nú verið haldið uppi um nærfellt tveggja ára skeið. B Sú var t.d. almenn skoð ua Isiendinga þegar vernd- ararnir komu liingað til lands <ið mannlífið væri flestu öðru æðra og uð það væri óhæfuverk ac; drepa fólk. Fuiuu aðkomnmenn fljótt að þarna var alvarleg veila í andlegu lífi þjóðii’- innar og virtist vera í ætt við þann friðaráróður aust- rænna manna sem talinn er einna hættulegastur satinr: menningu. Var fljótt liafizt handa ura að bæta úr þessu og létu verndararnir það verða eitt sitt fyrsta verk að stinga menn hnífum hvar sem því varð við kom- ið. Síðan var farið að berja menn, jafnt á gleðisamkund- um sem í bandarískum elda- skálum, og *iú er kennslan loks komin á það stig að tal- ið er fært að berja og skera úr mönnum lífið. Er það vissulega verulegur árangur eftir tveggja ára kennslu, en þó er mikið ógert. Yfir- maður bandarísku leynilög- reglunnar, Edgar Hoover, hefur t.d. skýrt frá því að á síðasta ári hafi verið fram in 12.860 morð í Bandaríkj- um og 87.930 morðtilraunir. Þær tölur samsvara þvi að hérlendis væru framin 13 morð á ári og gerð tilraun til 88 morða í viðbót. Ena á það þannig langt í land að íslendingar standi Banda- ríkjunum á sporði á þessu sviði vestrænnar menningar og ærin ástæða til að halda kennslucini áfram af fullu kappi. Enda þarf sízt að efa að svo verði gert. Einnig þótti Bandaríkja- mönnum mjög áfátt um sam búð karla og kvenaa hcr á landi og boðber um menningarinnar látin í té frumstæð þjónusta. Vest. an hafs er menningin komin á mjög hátt stig á þessu sviði, og rakti Tíminn ýt- arlega fyrir skömmu liversu fullkomin væri vændiskvenna þjónustan þar í landi, henni væri jafnvel stjórnað gegn- um talstöðvar, þegar sér- stakt símakerfi hrekkur ekki til. Hófust verndarar menniugarinnar þegar handa um nauðsjmlegar fram- kvæmdir og varð senn mikið ágengt. -Gleðihús risu upp í Reykjavík og var sérstak- lega sælzt eftir ungum telp- um nýfermdum til þeiirar iðju, en suður á Keflavíkur- flugvelli voru þó aðalstöðv- ar menningarbaráttunnar. Skýrði dómsmálaráðherra landsins svo frá á Alþingi sl. haust að yfir 100 uagar stúlkur lxefðu verið skráðar á sérstaken lista fyrir góða ástundun . í þessari grein. Ekki hrökk þetta þó til, því eina nótt í haust réðst eir.n verndaranna á unga starfs- stúlku á Keflavíkurflugvelli þar sem hún lá í rúmi sínu, barði hana til óbóta og reyndi að taka hana nauð- uga, og sama kvöldið réðst annar stríðsmaður menning- arinnar á aldraða konu í Keflavík sömu erinda. Eru allar þessar athafnir þó mjög hófsamlegar eins og. vera ber meðan menningin er á byrjunarstigi, því Edgar Hoover segir svo frá að í iBandaríkjunum hafi komizt upp um 17.240 nauðganir síðasta ár. Það samsvarar 17 nauðgunum á ári hér, þann- ig að fyrirmyndin er langt undan, þótt eflaust verði sótt ótrauðlega framávið á næstunni. Þannig mætti halda lengi áfram að rekja þá nýskipan í menningarmálum sem haf- in var með för þremenn- inganna vestur yfir haf og hefur sízt rénað ást banda- rískra ráðamanna við þau umskipti, því alltaf fjölgar verndurunum og umsvifum þeirra. Því ber einnig að fagna að Islendingar hafa re,ynzt blessunarlega nám- fúsir margir hverjir. og geta sér jafnan gott.. orð þegar eittlivað sögulegt verður til tíðinda. Það bar t.d. við í fyrra að Bandaríkjamaður bauð íslendingi upp í bíl, ók honum suður í Fossvog og tók þar til við að berja hann þar til hann missti rænu og lá ósjálfbjarga í blóði sínu. Að því verki loknu sagði Bandaríkjamað- urinn íslenzkum bílstjóra sínum að aka burt, og stóð sízt á honum að skilja landa sinn eftir bjargarlausan; svo ríkan skilning hafði hann öðlazt á vestrænni menningu. Þegar reynt var að nauðga starfsstúlkunni á Keflavíkurflugvelli* lá landi hennar í rúmi sínu í næsta herbergi og hlustaði á allt sem fram fór án þess að rísa upp við dogg; hví skyldi ha'nn trufla þær athafnir sem unnar eru í þágu menningarinnar? Og víst kunni hann að meta hlutverk sitt að verðleikum Islendingurinn sem barði landa sinn dauðvona nóttina góðu þegar fjögur ár voru liðin síðan þrír ráðherrar hófu sig til flugs af íslenzkri jörð. ■ Þegar tilkynnt hafði verið lát Ölafs Ottesens í ís- Frarahald á 8 sjðu-

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.