Nýi tíminn


Nýi tíminn - 21.05.1953, Qupperneq 5

Nýi tíminn - 21.05.1953, Qupperneq 5
---------Fimmtudagur 21. maí 1953 — NÝi TÍMINN — (5 in, og nú síðast andspyrnu- Að lokinni fyrstu þjóðar- ráðstefnu gegn her á íslandi, munum við, — hinn fjölmenni hópur, sem þar var saman kominn, — minnast daganna 5.—7. maí sl. sem tímaskipta að vetri loknum, þegar vor- dagar fara í hönd, og við göngum sameinúð til starfs til þess að vinna að endurheimt sjálfstæðis landsins, Við mun- um minnast þess, að nýtt ár er hafið, hið fyrsta sóknarár gegn her á Islandi og gegn íslenzkum forsvarsmöimum hersins. Við munum telja okk- ar 365 daga frá 7. maí 1953 og árin eftir því. Það ríkti svo skær gleði yfir ráðstefnunni að fátítt mun vera, og aldrei verðum við svipt þeirri auðlegð, sem við gáfum hvert öðru í ósam- þykktum fyrirheitum um að standa sameinuð í baráttunni fyrir málstað íslands og barna þess. Frá unga piltinum, sem gaf okkur fyrsta ævintýrið sitt og til öldungsins, sem í djúpri alvöru minntist ferm- ingarheits síns fyrir 60 ár- tmi og hins helga trúnaðar við ættjörðina og þjóðina, var allt, sem fram kom á ráðstefn- unni mótað einni sterkri meg- inhugsun: Merki okkar skal borið fram til sigurs- ' En silfurmerkið Þveræingur hefur sögulega og sterka þýð- ingu: Þveræingur hafnaði ekki vináttu - konungs, en vilcii ekki kaupa þá_vináttu fyrir afsal lands í hendur erlends þjóðhöfðingja. Við Þveræing- ar, sem göngum í röðum and- spymuhreyfingairnnar, viljum vináttu við Bandaríkin, svo sem aðrar þjóðir, en neitum að selja þeim eða gefa þeim iand undir víghreiður eða veita þei.m önnur réttindi á íslandi, og við krefjumst þess afsláttarlaust að hver og eian einasti bandai’ískur hermaður hverfi héðan af landinu hið bráðasta. Merkið táknar því hug okkar um vináttu við all- ar þjóðir og trúnað við ínál- stað ís'ands. Þveræingi hefur verið fagn- að af miklum innileika. Öll rnerki sem við höfðum á boð- stólum 1. maí, seldust, á svip- stundu, eða á tveimur klst., og daglega hefur selzt jafn- harðan það, sem komið hefur frá framleiðanda. Til þessa dags hefur ekki verið hægt að sinna pöntunum utan af iandi, en um miðja vikuna verða pantanir settar í póst. ^ið höfðum húsnæði, sem rúmaði 330-340 manns í sæti. Þegar ráðstefnan var sett, var hvert sæti skipað, en brátt var húsnæðið allt of litið fyr- ir þann mikla mannfjölda, sem sótti til okkar sem á- heyrnarfulltrúar undir merki Þveræings. Menn tóku stöðu inn með veggjum og í básum og fyrir aftan sætaraðir, svo að brátt fylltist út úr dyrum. Mannflest mun hafa verið á miðvikudagskvöldið 6. maí, þegar flutt var samfellda dag- skráin, sem öll laut að stefnu og takmarki andspyrnuhreyf- ingarinnar. Salurinn var troð- fullur, svo og skipað á gangi fram að stiga. Munu þá hafa verið yfir 500 manns áheyr- endur, en margir urðu frá að hverfa. Síðasta kvöldið tók fólk að koma í fyrra lagi til þess að tryggja sér sæti, enda reyndist svo sem hin fyrri kvöldin að troðfúllt var út úr dyrum. Það var auðséð, að fólk var komið liér saman af mikilli þörf til þess að sjá og kynn- ast samherjunum, taka þátt í störfum og tjá sig á marg- víslegan hátt til nytsemdar fyrir málefnið. 1 andrúmslofti ráðstefnunnar lá samhugur og tilhlökkuei, svo sem við vær- um að knýtast tengslum til þess að hefja mik'la sigurför. Og það var. Frá fyrstu stundu til hinnar siðustu á þessari fjölmennu þriggja daga ráö- stefnu kom ekkert atvik fyrir sem skyggði á vonir okkar, — öðru nær. Hver ræða, sem flutt var og hvert atriði ann- að á dagskrá okkar, söngur og önnur hljómlist og upp- lestur, fékk innilegar og sann- ar. undirtektir, og oft greip djúpstæð hrifning alla við- stadda. I þessu liggur okkai’ mikla fyrirheit um stuðning allra hugsandi landsmanna vio málstað okkar. Við fengum líka hinar ágæt- ustu gjafir. Þegar ráðstefnunni lauk höfðu okkur borizt 15 kvæði auk einstakra vísna. Það er scm á skáldin hafi verið brugðið töfrasprota,' þau rísa upp hvert af öðru og ljóðin streyma fram. Þau berast vestan af Snæfellsnesi, austan af Reyðarfirði, úr Árnessýslu, sunnan úr Keflavík og 3 ljóð voru ort á sjálfri ráðstefn- unni. Þessi ljóð eru liið mikla og merkilega fyrirbrigði í ís - lenzku þjóðlífi. Þau munu tákna þáttaskil í íslenzkri ljóðagerð, því að allt stefnir að því að andlegar uppsprett- ur þjóðarinnar gangi í þjón- ustu andspyrnuhreyfingarinn- ar. Þau eru mörg innblásin frelsisþörf, þau eru hvatning og eggjun til dáða, þau eru skírskótun til helgi landsins undir stjórn sannra, viturra og þjóðhollra íslendinga. Jafn- vel danslagatextarnir, sem við eignuðumst, eru með hinum nýja þjó&lega blæ, sem við viljum setja á allt okkar um- hverfi. Og fyrsta atómljóðið höfum við eignazt. Þetta gef- um við allt út innan tíðar til þess að kynna þjóðinni hinar ágætu Ijóðagjafir. Og við höf- um eignazt lög við mörg lög- marsinn, sem ungur Vestur- Isfirðingur færði mér. Ríkharður Jónsson mynd- höggvari, einn hinn þjóðleg- asti listamaður okkar, til- kynnti okkur, að hann myndi síðar á árinu gefa andspyrnu- hreyfingunni fundarhamar, sem tákn þess, að jafnan skyldi kveðja til ráðstefciu, þegar íslandi lægi mikið á, svo sem nú, en líklegt mætti telja að á næstu misserum og næstu árum þyrfti oft að kalla fylgjendur andspyrnu- hreyfingarinnar saman til al- varlegra ályktana og starfa. Guðmundur Hannesson ljós- myndari tilkynnti i byrjun ráðstefnunnar, að hann ætl- a&i að gefa myndatökur alla þessa daga á ráðstefnunni, það væri sitt framlag i fyrstu við andspyrnuhreyfinguna. —• Guðmundur tók fjölda ágætra mynda, sem brátt munu verða aimeaningi til sýnis. Ef til vill gefum við út póstkort til ágóða fyrir starfsemina. Þá vakti það mikla gleði er ráSstefnunni barst skjal undirritað af 25 ungum skáld- um og öðrum listamönnum, þar sem þeir heita fullu fylgi sínu stefnu þeirri, sem and- spyrnuhreyfingin markar. — Margir þessara listamanna eru þjóðkunnir þegar á unga aldri fyrir ágætan skerf til menniagar þijóðarinnar. — Við vitum um fjölda aðra unga listamenn, sem ætla að skrifa undir skjalið, svo að sennilega verða komnir 40-50 á&ur en langt um líður. Um leið og þeir veita okkur þessa ágætu viðurkenningu, þá skul- um við muna nöfn þeirra sem okkar manna og í hvívetna standa með þeim og stýðja, svo sem við erum megnug hvert á sínum vettvangi. En að eiga utigu listamannakyn- slóðina því nær óskipta er mikil auðlegð. En í því sam- bandi má líka minnast þess, að jarðvegurinn, sem þeir eru sprottnir úr er alþýða lands- ins, en úr röðum hennar myndast hin mikla fylking andspyrnuhreyfingarinnar. Við fengum mörg éijæt skeyti, þar sem okkur var heitið stuðningi frá einstak- lingum og félögum og árnað heilla. Og á síðasta fundin- um bárust okkur peningagjaf- ir. Áheyrnarfulltrúi, Ingibjörg Guðmundsdóttir, sendi okkur 500 00 krónur með þeim orð- um, að þeim skyldi verja tiL útgáfustarfsemj í þágu and- spymuhreyfingarinnar, Jó- hannes Úr Kötlum færði okk- ur 500,00 krónur frá Hver- gerðdngum og tveir Austfirð- ingar 80.00 kr. Það má nefna fjölmargt, sem þakka ber: Hina nýju lúðrasveit verkalýðsins, undir stjórn Haralds Guðmundsson- ar 1 og Söngfélagi verkalýðs- samtakanna, undir stjórn Sig- ursveins D. Kristinssonar, söngvarana Kristján Krist- ján Kristjánsson, Sigurð Ól- afsson og Láru Magnúsdóttur, leikkonurnar Gerðd Hjörleifs- dóttur og Önnu Stínu Þórar- insdóttur, rithöf. Halldór K. Laxness og Agnar Þórðarson, fyrirlesarana alla og fjöl- marga enn. Við þurftum ekki að greiöa neinum neitt í pen- ingum, allt var framlag til andspyrnuhreyfingarinnar. Á þriðjudaginn 5. maí kl. 6 síðdegis hófst ráðstefnan með því að lúðrasveitin og kórinn léku og sungu: Island ögrum skorið. Klukkan eitt eftir mið- nætti, að lokinni langri dag- skrá og mjklum störfum, beið mannftöldinn þar til ráðstefn- unni var slitið og söng allur þingheimur Ísland ögrum skorið. Fyrir skikkan skaparans, vertu blessaS, blessi þls blessað nafnið hans voru síðustu orðin sem hljóm- uðu í söng á ráðstefounni. Og við gengum út í húmaða vcr- nóttina með hin andlegu vopn- in að veganesti. til þess að hefja fyrsta sóknarár gegn her á íslandi og íslenzkum forsvarsmönnum og með það heit að standa vörð um ís- lenzkan málstað. Göngum glöð og heil iil starfa. G. M. M. Svo þéttskipaður var samkomusalur Mjólkurstöðvariimar meðan Þjóðarráðstefnan gegn lier í landi fór fram. Myndin er tekin annað kvöldið, stundarfjórðungi fyrir miðnætti. —. Guðmundur Hanncsson tók myndina. Gunnar M. Magnúss flytur ræðu á ráðstcfnunni

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.