Nýi tíminn


Nýi tíminn - 16.07.1953, Side 2

Nýi tíminn - 16.07.1953, Side 2
2) — NÝI TÍMINN — Fiinmtudagur 16 júlí 1953 Héraði í júní. Þegar €kið er frá Egilsstöð- aim á Völlum út á Úthérað í björtu veðri, veitir ferðalangur- inn brátt athygli stör.g einni mikilli, sem gnjefir við himin. Er nálgast tekur Eiða, sést, að stöng þessi er þar reist. — Þetta er hið nýja mastur endur- varpsstöðvarinnar á Eiðum. Þaf sem það stendur mitt í stórum mýrarfláka, stutt uppi af öf’ug- um stögum í -allar át-tir, ber- andi við brún Eiða-þinghárfjalla, fyllist einn fáráður' Héraðsbúi stolti og lotningu yfir því, aS taekni nútimans skuli í mynd þcssa milcla stálmasturs hafa haldið innreið sína í þet-ta harð- indahrjgða Hérað! Það liggur við, að hann óskaði sér, að ein- hver Parísarbúi væri kominn hingað n-orður, svo -að hægt væri að benda á mastrið og segja, að víðar væru nú til Eiffel- -tumar en í París! Barið að dyrum hjá Gissuri Svipað þessu var a. m. k. fréttaritara Nýja tímans innan- brjósts, er hann átti nýlega ,leið hjá Eiðum. Knúinn forvitni á -að vita eitthvað nánar um það tækniundur, sem slík^ mastur er, barði hann að dyrum hjá Gissur;. Ó. Erlingssyni, stöðvar- stjóra endurvarpsatöðvarinnar. til þess að biðja hánn um að leysa fyrir sig ýmsar torráðnar 'gátur útvarpstækninnar og skýra frá ýmsu sem fróðlegt væri að vita um Eiðastöðina. Hjá Gissuri fen-gum vér elsku- -legar viðtökur, vorum leiddi.r til stofu c-g eftir að hafa dregið upp blokk og blýant, hófum vér yfir rjúkand; kaffibollum að yf- irheyra Gissur, sem leysir hið greiðasta úr öllum spumingum. Framkvæmdum að ljúka Fyrst spyrjum vér, hvort framkvæmdum við stækkun endurvarpsstöðvarinnar sé senn lokið (því ,að frammi í anddyr- inu höfðum vér séð Auðbjörn Emilsson, málarameistara frá Eskifirði, vera að -leggja síðustu hönd á málningu). — Já, svarar Gissur, það er verið að le-ggja síðustu hönd á verkið. í fyrrahaust var -hafin stækkun á húsi stöðv-arinnar o.g einni hæð bætt ofan á. Áður var í -húsinu aðeins ein fremur -lítil íbúð, auk vélasals, en nú verða 2 ibúðir í húsinu og auk þess got-t geymslupláss, sem áð- ur var orðið ófullnægjandi, eft- ir að nýja stöðin var reist. Nvi sendirinn settur 1950 — Já, nýjá sföðin? — Nýi sendírinn var -settur upp hér sumarið 1950 og útvarp með -honum hófst 26. sept. það ár. Hann hefur 5 kílówat-ta órku Út í loftnet, en sá gamli sem settui- var upp 1938, hafði 1 kílówa'tts orku. Fyrst var sent -út í 'gamla loftnetið, sem -haldið var -uppi af tveimur 25 metra EijSum iiáum trjámöstrum. — En hvernig nýttis-t þá orka nýja sendisins? — Útgeisluð orka var að sjálf- sögðu miklu minni. Kemur þar t. d. til lögun og gerð loftnets- ins. hæð þess frá jörð o-g stað- sétning m. t. t. járðsambarids. Gamla lof-tnetið stóð t. d. á þurru holfi og var of lá-gt'. •:— En hvenær var hið- nýja og glæsilega mastur reist? — Sumarið 1951. — Hvað hátt? — 75 metra. Þetta er stál- grindamastur o-g vinnur sjálf-t % sem loftnet. Sendir jafnt í allar áttir —. Hvaða kostur fylgir því? , Kosturinn. við að hafa -lóð- rétt loftnet er, að það hefur bnga stefnuverkun, -þ. e. a. s. sendir jafnt í allar á-ttii, og hætta á bilun er ei-ginlega engin í loft- nelinu sjálfu. — En getur ekki svona hátt mastur fokið um koll í verstu norðanveðrum? — Ekki se-gja verkfræðingar Marconifélagsins! Þeir fUllyrða -að slík veður get-i ekki komið hér, enda er mastrið sérstaklega sterkby-ggt. Þannig eru t. d. vír- arnir í stögum þeim, sem haida því -réttu, 3 cm í þvermál. 21 km lansrar jarð- sambandsicíðsluv — Hvaða skurðir cru 'það sem ganga eins og geislar út frá mastrinu í allar áttir? — Það eru jarðsambandsieiðsl- ur, sem plægðar eru ca. 2 fet í jörðu. Alls eru leiðs-lur þessar 120 að tölu, hver um sig 180 metra á lengd. Samanlögð lengd þeirra er -þannig rúm'.ega 21 kiló- metri. — Hvað á nú allt þetta jarð- samband að þýða? spyrjum vér í fáfræði vorri! — Eftir -því sem viðnám mast- ursins og þar með jarðsambands- ins er minna, þeim mun meiri verður orkunýting loftnetsins. —- Þú nefndír áðan Marconi- félagið. Sá það félág -urri byg-g- ingu stöðvarinnar? — Já, -það sá -bæði um upp- setnin-gu sendis, sem er frá þeim, og masturs. Heyrist til Vermont- fyíkis í Bandaríkj- unum — Hvað má búast við að heyr- ist lan-g-t í þessari -stöð? — Það er mjög erfitt að segja nokkuð ákveðið um, því að margt kemur til greina i því sainbandi. T. d. er hu-gsanlegt, að staður, sem er 20 km í burtu frá stöðinni - heyri verr í henni \ en staður, sem er jafnvel í mörg hundruð km fjarlægð. — Fjöllin? — Já, m. a. vegna þeirra. Staðir, sem eru innilokaðir milli hárra fjalia, heyra iJla útvarps- stöðvar utan fjallahrin-gsins. Td. er-u Austfirðingar illa settir vegna þess að mLllj Þeirra og stöðvarinnar liggur fja!lgarður. sem er 600—1000 m hér. Auk þess ei'u staðir, sem li-g-gja -þar við opnu hafi, sérstakle-ga il-la settir, því að erlendar s-töðvar á svipaðri -b-ylgjulengd -g'e-ta í -sum- um tilfellum haft svipaðan eða jafnvel meiri styrkleika en Eiðastöðin. — Telurðu þá, -að stöðin sé ekki vel sett á -Eiðum? — Nei, ég sé ekki-, að hún væri annars s-taðar betur sett á Austurlandi, því að vandamáíið yrðí alls staðar hið sama. — Ann'ars vil ég geta þess, að ég hef fen-gið bréf f-rá manni í Ver- mont-íylki í Bandarikjunum, sem kveðst hafa heyrt til, stöðv- arinnar á ákveðnum tíma. — Varðandi örðugleika fólks á að heyra í Eiðastöðinni, má einnig segja, að það er háð sömu ann- morkum fyrir okkur að heyra vel í Reykjavikurstöðinni. • Endurvarpsútbún- aður — Nú tekurðu þá á móti Reykjavikurdagskránni á venju- legt viðtæki? — Já, ég geri það, og þú get- ur séð móttökustöðina þarna suður frá, se-gir Gissur og bend- ir út um gluggann. Hún er í ca. 800 m fjar-lægð ihér frá. — Nokkur sérsíakur útbúnað- ur? — Já, fyrst og fremst sérlega vönduð viðtæki og móttökuloft- net af sérstakri gerð, sem vinna svipað -o-g mót'tök-uloftnet á rad-ió- miðunarstöðvum á skipum. En með slíkum -loftnetum er hægt að deyfa mjög truflanir úr öðr- um áttum en þeirri, sem óskað er að hlusta úr. En að öðru leyti er mó-ttak-an sömu anh- mörkum háð og hjá venj'ulegum hlustendum — og hefur ekki reynzt fær-t að ráða bót á því. Útvarpssali vantar — Hefur endurvarpsstöðn nóg rafmagn? — Þe-gar hún val sett upp ár- ið 1938, var yfirdrifið rafmagn. En eftir stækkun Eiðaskólans og endurvarpsstöðvarinnar sjálfrar, reyndi-st orka vatnsaflsstöðvar skólans allt of lítil, og var því nauðsynlegt að koma upp dísel- rafstöð í sambandi við endur- varpsstöðina og gen-g-ur hún yf- irleitt, þegar útv-arpað er, nema yfir hásumarið. — Væru möguleikar á -að út- varpa héðan sérstakri da-gskrá? — Já, af segulbandi eða plöt- um væri það vel hægt. En töl- uðu orði eða lifandi tónlist væri ekki hæg-t -að útvarpa beint, því að útvarpssali, vantar. Var loftskeyta- maður á striðsár- unum \ Nú vendum vér kv'æði vofu 5 kross og leggjum fyrir Gissur hokkrar pérsónulegar spuming- ar. — Hve lengi he.fur þú verið hér eystra? — Ég köm hin-gað í Eiða haus-tið 1948 sem kennari við -al- þýðuskólann. — En hvenær igerðist þú stöðvarstjóri hér? — Ég tók við starfinu -af Davið Árnasyni, er hann tók við endurvarpsstöðinni á Akureyri á miðju s. 1. sumri. — Annars var ég lengst a£ á stríðsárunum -loftskeytamaður á skipum Eim- skiþafélagsins o-g togurum o-g hafði áður starfað hjá Ríkisút- varpinu og einnig nokkuð hjá Landssímanum. Komirni aftur á bernskustöðvarnar — Hverni-g kanntu annars við þig hér á Heraðinu? — Ágætlega. Eiginlega er ég k-ominn hingað aftur á bernsku- stöðvarnar, því að ég er fædd- ur i Borgarfirði hér eystra og ólst þar upp til 9 ára aldurs. Vér þykjumst nú orðnir margs vísari um þau vandamál, sem því eru fyl-gjandi ,að geta da-g- lega ri’.ýtt á „útvarp Reykjavík“ skýrt o,g greimlega. Vér þökkum því Gissuri Ó. Erlingssyni fyrir, -hde vel o-g greiðlega hann hefur leyst úr spurningumtvorum, sem óneitanlega hljóta að hafa hljóm- að nokkuð barnalega :í eyrum hans sem .fagmanns, og ennfrem- ur þökkum vér honum fyrir -gætar við tökur, kveðjum hann og höldum áfram ferð vi>rri. pjóðateiníng Framhald af 10. síðu. gön-gubann og fleira þess hátt- ar vestra. — Fyrir kosnin-gar héldu togarar áfram veiðum viðstöðulítið, daginn ef-tir kosningar er tilkynnt að flot- anum verði lagt í höfn til bráðabirgða, — eftir kosning- -ar er ■ tu-gum verkamanna sagt upp í hraðfrystihúsum og á öðrum vinnustöðvum.- Hu-gsunarlaust fólk hefur látið hræða sig og blekkja til þess að kjósa aftur yfir þjóðina úrræðalitla forkólfa, sem s'tjórnað er af erlendu hgrveldi, — menn sem sífellt benda á haf út til þess -að ibeina athy.glinni frá öng- þv-eiti þeirrar stjórnarstefnu, sem sligar þjóðina. Svo san-narlega er nú verk- efni fram-undan, -enda verður nú hafizt handa. Kosningar cru áfan-gi, en ekki takmark. Andspyrnuhreyfingin -átti sam- vinnu við Sósíalistaflokkinn í þessum kosningum, og mun eiga samvinnu við hann -svo sem aðra flokka, -sem vilja -beita sér gegn erlendum her á íslandi og gegn -stofnun innlends hers. Aðrir hirtu að nokkru afraksturinn af starfi okkar í vor sökum blekkin-ga, er ég hef hér drepið á. Fjölda margir mætir menn hafa nú gengið til samst-arfs við and- spyrnuhreyfinguna. Skipu- la-gning starfsins er fram- undan, þrotlaus barátta haf- in, þar til markinu er náð: Sameining hinna sundruðu -afla gegn herse-tunni. Lá-t-um ekki vísifingur her- námspöstollanna villa okkur sýn, þegar þeir benda á haf út. Við höfum vandamál að leysa í okkar ei-gin landi. G. M. M. Það eru víðai E'ffelturrar e» i París! — Héi sjáið þið stál mastrið að Eið Hér sjáið þið Gissur Erlings- son stöðvar- stjóra að Eiðum þar sem liann stendur við mastur endur- varpsstöívar- innar.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.