Nýi tíminn


Nýi tíminn - 16.07.1953, Qupperneq 8

Nýi tíminn - 16.07.1953, Qupperneq 8
í) — NÝI TlMINN — Fimmtudagur 16. júlí 1953 - Þáttur úr Rússlandsferð Feigðargartga Framsóknar Fram.hald af 5. siðu unni skyidust, því ég þó.ttjst 'bjargfær í ’ „skandinavisku“ eins og aðrir þeir landar sem lesa sér til gagns og gamans bækur á sænsku, norsku og dönsku, en varð fyrir þeim vonbrigðum að þessir mælhi á enska tungu. Mátti ég riú sakna þess úti í Rússlandi, svo hlálegt sem það var, að ali- langt var nú Um liðið. frá því ég hafði búið í næsta nágrenni við Kana, en það var hér á styrjaldarárunum, og ha<ði mín fátæklega enskukunnátla frekað rýrnað en hjarnað á þessu tímabili. Samt var nú ekki um annað að gera en rifja upp undir beinbrot og skúfslit þann takmarkaða orða- forða sem einhverntíma og undir ýmsum kringumstæðum hafði komizt inn í hausinn og láta skeika að sköpuðu hvort maður beygði rétt eða ekki. Höfuðhjálpin í þessum vanda var þó formaður sendinefndai:- innar, Óskar B. Bjarnason efna- fræðingur, sem dvalið hafði þæði í Englandi og Bandaríkj- unum og af ódrepandi þraut- seigju þýddi á báðar hendur og greiddi úr flækjunni þegar við hinir sem miður máttum hrukkum ekki til. Ekki má ég heldur gleyma vini mínum Kristni Ólafssyni lögfræðingi frá Hafnarfirði sem talar öll- um tungum eins og hvítasunnu- postuli, og löngum stóð við hlið mér þegar árans málabagg- inn fór að verða mér he'zt til þungur. En. það verð ég að segja mér lil hróss að nokkuð léttisí sá baggi eftir þvi lengur leið. — Annars verð ég að segja það, svo það sé sagt í eitt skipti fyrir öll, að aila fé- laga mína á þessu ferðalagi reyndi ég svo að góðum hlut- um að mér mun æ síðan hlýna í hjarta er ég heyri nöfn þeirra nefnd. En túlkarnir okkar, tessir fveir rússnesku, voru ung kona, sem við kölluðum alltaf Ellu, og ungur maður sem hét Con- stantin að fornafni, kallaður Kosja af vinum sínum, og þá einnig af okkur þegar viðkynn- ingin varð meiri. Á löngum jámbrautarferðalögum sigraði hann okkur íslendingana í skák, svo hremmilega að við beiddum stundum guti um kraftaverk og senda okkur Baldur Möller, þó ekki væri nema augnabliksstund, og í biljard lék hann svo hræðileg- ar kúnstir að við komumst stundum ekki að til að blaka við kúlu fyrr en allir okkar möguleikar voru löngu komnir i hundana, og vöktum við Ein- ,ar Andrésson þó stundum langt fram á nætur af ódrepandi þráa og háðum hina vonlausu baráttp. — Einu sinni Sem oft- ar hlustuðum við á óperu, og ég var svo heppinn að sitja við ■hliðina á Constantin. ,,Nú ætla elskhugarnir að fara að berj- ,ast“, útskýrði Constantin. „Með hvaða vopnum berjast þeir?“ spurði ég. ,,Með prik- um“, svaraði Kosja, án þess að bregða svip. — Hann var stórríkur af þeim elskulega húmor sem mér fannst næstum einkenna þið rússneska folk, or við kynntumst hvað mest. Við vorum svo við hátiða- höldin í Moskvu þann 1. maí, eins og við höfðum frá upp- . hafi ætlað ckkur. Við bjugg- umst við ægilegri hersýringu á Rauða torginu, samkvæmf cJl- um frásögnum. — En íja! Nokkrir herflokkar skákuðu sér að vísu yfir torgið og á eftir þeim órfáir skrið beka' og brynvarðir vagnar, og á meðan því fór fram, renndu þrýstiloftsvélar sér yfir með snöggum hvini. Síðan var því lokið og haf af fólki með fán- um og blómum tók að streyma framhjá. — Sendinefndirnar, sem komnar voru frá mörgum löndum, þar á meðal frá öllum Norðurlöndunum, nema Sví- þjóð, höfðu ágætan útsýnisstað á torginu, fast upp við múra Kremlar, skammt frá grafhýsi þeirra Lenins og Stalíns. Ef til vill hafa einhverjir orðið fyrir vonbrigðum að sjá ekki megin- hluta Rauða hersins þramma þarna yfir, með öllum ,græj- um“ . eins , og. strákarnir segj a. — Við spurðum um hvort her- sýningin hefði ekki stundum verið meiri en þetta. Jú, sögðu Rússarnir, — en þetta tekur allt of langan tíma. Fólkið vill skemmta sér. — Og það var einmitt það sem fólkið gerði: Allir skemmti- og menningar- garðar voru troðfullir af fólki. Nokkrir okkar landanna fórum um kvöldið út á Dynamoleik- völlinn. Ég veit ekki hver ósköp hallarnir í kringum völl- inn taka í sæti, en þar var hvert rúm skipað. Má og geta nærri að einhvers staðar sjái þess ‘merki í borg sem telur sjö milljónir íbúa, að um er að ræða almennan hátíðis- og útilífsdag. Ég sé mér ekki með nokkru móti fært að fara að ræða í einstökum atriðum allt það sem okkur var gert til skemmtunar og fyrirgreiðslu þá daga sem við að þessu sinni dvöldum i Moskvu, það yrði alltof langt mál. Kem þó að sumu síðar, þegar tilefni gefst. En þess vil ég geta hér strax, að ég hafði heyrt það, og fé- lagar minir líka, að menn úr þessum útlendu sendinefndum, sem boðnar eru til Rússlands, væru, er þær væru í landið komnar, strax svo höfuðsetnar, að þær mættu aldrei um frjálst höfuð strjúka, en hvert þeirra fótmál vaktað gaumgæfilega svo þær ekki kæmist að ein- hverjum þeim ósómanum, sem fela þyrfti. Við komum, eins og gefur að sk'ilja, algerlega gjaldeyris- lausir til höfuðstöðva Voks ' Moskvu. En að morgni fyrsta eða annars þess dags er' við dvöldum í" borginni, voru okk ur fengnar sínar 200 rúblurnar hverjum, ekki einasta til þess að við gætum keypt okkur það ýmislegt smávegis er okkur kynni að vanhaga um, heldur allt eins til þess að við gætum á eigin spýtur flakkað um borg- ina fram og aftur eins og okk- ur lysti. Enda gefur að skilja að við notuðum okkur það eins og tími vannst til. Hitt var svo •undir sjálfum okkur komið, hve miklum tíma við vildum eyða í svoleiðis stefnulaust flandur. Við höfðum lagt íram öaieríáar Bandaríski öldungadeildar. maðurinn McCarthy hefur enn stefnt fyrir þingaefnd þá, sem hann veitir forstöðu, þrettán rithöfundum og listamönnum til að yfirheyra þá í sambandi við raunsókn sína á „notkun bóka eftir kommúnistiska höf- unda í upplýsingaþjóaustu Bandaríkjanna erlendis". Bæk- ur eftir tugi höfunda hafa þeg- ar verið hreinsaðar úr bóka_ söfnunum að kröfu McCarthys. Meðal þeirra, sem nú hefur verið stefnt, eru Eslanda Robe- son, kona söngvarans heims- fræga, og dráttlistarmaðurinn Rockwell Kent. Hann ikom við sögu nýlega við hreinsun bóka safna í Texas. Hafði hann teikn að myndir í Kantaraborgarsög- ur enska þrettándu aldar skálds ins Chaucers og í Moby Dick bandaríska skáldsins Melvilles. Stóð til að fjarlægja þessar bækur úr söfnunum vegna mynda Kents. Púdovkín látlnn Hinn heimskunni sovézki kvik- myndafrömuður Púdovkín lézt í ■gær í Moskvu, sextugur að aldri. Vsevolod Illationovits Púdov- kín var fæddur 1893 og hlaut menntun sína við Moskvaháskól- ann. Bækur hans um kvikmynda- tækni og kvikmyndir hans hafa haft mikil áhrif á þróun kvik- myndalistar. Af frægustu myndum Púdov- kíns má nefna: „Móðirin", „Síð- ustu dagar St. Pétursborgar“, „Niðji Djenigis Khans“, „Óveður yfir Asíu“, „Súvoroff hershöfð- ingi“, „Svipmót fasismans", „Rússar". mjög ákveðnar kröfur, eða ábendingar, um það sem við vildum helzt af öllu sjá. Það fór ekki lítill tími í það að verða við öllum þeim kröfum. Það var ekk; einasta býsna margt i Moskvu einni sem við vorum ákveðnir í að kynnast að einhverju leyti, heldur höfð- um við lagt fram eindregnar óskir 'um að komast tii staða sem lágu víðsfjarri þeuri borg, svo sem til Stalíngrad og ■helzt ef þess væri nokxur kost- ur alla leið austur í Mið-Asiu, til hinnar fjarlægu 1 orgar Alma-Ala í Kasakstan. Og það höfðum við kosið með ráðnum hug. Við vissum að þar haíði verið lifað á sléttunum hálf- villtu hirðingjalífi allt fram að byltingu. Menn, óvinveittir Sovétrikjunum höfðu þráfaid- lega borið sér það í munn að framfarir og viðreisn væri á- berandi mest í sjálfu Rúss- landi, en hin fjarlægari lýð- veldi væru látin sitja á hak- anum, og jafnvel mjólkuð og reytt stórrússanum til fr.am- dráttar og lífsþæginda. — Við vildum ef unnt væri, skyggn- ast ofurlítið um á þessum fjar- læga stað og sjá hvort hér væri um að ræða sannleik eða lýgi. (Meira). Meðan Framsóknarflokkur- inn var frjálslyndur umbóta- flokkur og naut forustu manna cins og Tryggva Þórhallssoriar, meðan hann var upp á sitt bezta, gerði frjálslyut og rót- tækt fólk í sveitum landsins sér miklar vonir um að flokk- urinn yrði því stoð og stytta í hagsmunabaráttunni. Til þessa lágu vissulega margvís- leg rök. Á þessum árum knúði Framsóknarflokkurinn fram mikilsverðar umbætur á kjör- um og aðstæðum bændastéttar- innar og léði oft málum alþýð- unnar við sjóinn liðsinni. Þetta kostaði oft harðvítuga baráttu við flokk auðstéttar- innar, hvort sem hann gekk undir nafni Ihaldsflokks eða Sjálfstæðisflokks. íhaldið sýndi málefnum alþýðufólksins fullan og opinberan fjandskap. Það hafði þá ekki grímuklætt af- stöðu sína til alþýðufólks eiris og það gerði síðar þegar það sá fram á algjört fylgishrun og einangrun nema breytt yrði yfir nafn og númer að hætti veiðiskipa forkólfanna, þegar þau leituðu ina fyrir hina lög- helguðu línu íslenzkrar land- helgi. Á þessum árum mótaði Tryggvi Þórhallsson hið fleyga kjörorð sitt: Allt er betra en íhaldið. Og meðan hann og Framsóknarflokkurinn starfaði samkæmt þvi var flokknum treyst af fátækri sveitaalþýðu og fylgi hans og áhrif fóru vaxandi með þjóðinni. En svo fór, sem reynslan er oftast með borgaralega flokka þótt þeir byrji vel og berjist í upphafi fyrir umbótum, að Framsóknarflokkurinn spilltist og varð smátt og smátt her- numinn af auðstéttinni og íhald inu. Og nú er svo komið að enginn heilskyggn maður gerir nokkurn greinarmua á Fram- sóknaríhaldinu og Sjálfstæðis- íhaldinu. Þessir flokkar eru sem samvaxnir tviburar. Sam- eiginlega stjórna þeir landinu og enginn verður þess var að annað beri í milli en hvernig eigi að skipta þeim ráasfeng sem þeir reita af framleiðsl- unni í land.inu og erfiði alþýð- unnar. í nýafstaðinni kosn- ingabaráttu greindi þessa aft- urhaldsflokka helzt á um það, hvort Vilhjálmur Þór og klíku- bræður hans væru stórtækari í ránsstarfsemi sinni en forkólf- ar Sjálfstæðisflokksins . eða hvort hiuir síðarnefndu ættu metið! Þegar svona er komið hætt- ir fólkið sem sett hefur traust sitt á Framsókn sem frjáls- lyndari flokk en Sjálfstæðis- flokkinn að gera hinn minnsta greinarmun á henni og aðal- flokki auðmannastéttarinnar, Sjálfstæðisflokknum. Þetta sýna úrslit kosningar.na á sunnudaginn svo greinilega sem verða má. íhaldssamvinna og niðurlæging Framsóknar er að hrinda fjölmennum hópi í sveitum og sjávarþorpum beint í fángið á Sjálfstæðisflokknum. Hegðun Framsóknarforkólf- anna elur þannig upp kjósendur fyrir forustuflokk auðmanna- stéttarinnar í landinu. Kosningarnar á sunnudag- inn svlpíu ekki aðeins Frain- sókn tveimur þingsætum, öðru í Reykjavík og hinu í Vestur-Skaptafellssýslu. Þær sýndu annað sem er eftir- tektarvert og mætíi verða Framsókn til alvarlegrar að- vörunar, gæti eitthvað orðið til aC rumska við þeim öf!- um innan flokksins sem ekki eru alveg samgróin Sjálf- stæðisflokknum og auð- mannastéttinni. Það stendur nú ekkí aðeins tæpt að Framsókn haldi Dalasýslu og Mýrasýslu, sem hvenær sem er geta fallið í hlut Sjálfstæðisflokksins á sama hátt og Vestur-Skaptafells- sýsla gerði jiú. Til viðbótar er Sjálfstæcisflokkurinn vel á veg komir.n að vinna Vest- ur-ísafjasðarsýslu, sem Framsókn vann með miklum yfirburðum í aukakosning- unni í fyrra. Og ekki nóg með það. Eitt grónasta og hingað til öruggasta kjör- dæmi Framsóknar, Vestur- Húnavatnssýsla er að því komið ao falla í hendur Sjálfstæðisflokksins. Hefðu það vissulega verið talin tíð- indi til næsta bæjar hefði einhver spáð því fyrir þess- ar kosningar. Þannig eru þessar kosningar vissulega feigðarboði fyrir Framsóknarflokkinn. Samruni hans við S jálfstæðisflokkinn 'faélir fólkíð yfir á forustu- flokk íhaldsaflanna. Það er reynsla þessara kosninga. Hitt er svo næsta óliklegt að for- ingjar Framsóknar læri nokk- uð af reynslunni. Þeir eru gengnir í Heiðnaberg auðstétt- arinnar og litlar líkur til að þeir eigi þaðan afturkvæmt. En öðru máli gegnir um fólk- ið sem enn fylgir Framsókn af gamalli tryggð, þrátt fyrir í- haldssamvinnuna. Margt þessa fólks er enn sama sinnis og í gamla daga meðan Framsókn var og hét. Það viíl baráttu á móti auðstétt og íhaldsöflum en er aðeins blindað af áróðri Framsóknar og rógi foringj- anna um sósíalisma og verka- lýðshreyfingu. Sjái frjálslynt fólk sem fylgt hefur Framsókn ekki hvert stefnir með sama áframhaldi er sýnilegt hvað framundan er. Þá heldur Ihaldið áfram að eflast á sundrungu alþýðunnar bæði við sjó og í sveit. Hlutverk frjálslyndra Framsóknarmanna er því að stöðvá flokk sinn á feigðargöngurmi, eoa snúa al- gjörlega við honum baki að öðrum kosti og skipa sér við hlið verkalýðsins, sem jafnan lilýtur að vera forustusveitin í hagsmunabaráttu alþýðustétt- anna og einn er fær úm að leiða þá baráttu til varanlegs sigurs. Talsvert hefur orðið vart við tófu hér í byggðarlaginu und- anfarið. I sumar var gerð gangskör að því að útrýma þessum vá- gesti. Fundust 3 greni í Sand- vík og 1 í Hellisfirði og tókst að vinna þau öll.

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.