Nýi tíminn - 16.07.1953, Side 9
Fimantuaagur 16. júlí 1953 — NÝI TÍMINN — (9
Það má með sanni segja að
misvi'tur er maðurinn í mörgu
tilliti. Það kemur fram á ýms-
um sviðum. Má þar t. d. nefna,
hverni.g menn snúast við einu
,af vandamálum nútímans, iþ. e.
fungumálaglundroðanum og öll-
um erfiðleíkum, sem hann
skapar, enda þótt hálfur sjö-
undi áratugur sé liðinn, síðan
þetta vandamál var leys.t á
auðveldan og sjálfsagðan hátt.
Meðan mannkynið lifð; • í
smáfliokkum, hver ættkvísl út
af fyrir sig, o.g œttkvíslin bjó
alveg að sínu og þurfti ekke'rt
að sækjia til annarra kynflokka
og engin mök við þá að hafa,
nema þá til ,að verja sig gegn
áyásum af þeirra hálfu, þá
gerði ekkert til, þótt slíkir ætt-
flokkar töluðu hver sína túngu
og skildu ekki hverjir aðra.
Þó má vera, að friðsamara
hefði verið, árásirnar færri og
grimmdin minni, hefðu þessir
ættbálkar getað gert sig skilj-
anlega hver fyrir öðrum. En
þegar að því kemur, að þessir
hópar og ættkvislir mynda
stærri heildir og ríkin verða
til með sameiginlegri yfirstjórn
og alls konar samskiptum milli
þegnanna, þá verður nauðsyn-
legt, að þegnar ríkisins skilji
hverjir aðra og hafi eitt sam-
eiginlegt mál. Við þetta fækkar
líka tun'gumálunum. Tungumál
smárra ættbálka hverfa eða
tvö eða fleiri slík tungumál
renna sarman og mynda eitt
tungumál. Að vísu eru til riki,
þar sem töluð eru tvö eða
fleiri tungumál jafnrétthá, en
enginn skyldi halda, að slíkt
fyrirkomulag sé alveg 'vand-
ræðalaust. f mörgum löndum
eru mállýzkur svo margar og
ólikar, að fólk úr ýrnsum lands-
hlutum skilur ekki hvert ann-
iað, en þá hefur þjóðin eHt sam-
eiginlegt ríkismál, sem kennt
er í öllum skólum og allir
þegnar ríkisins verða að kunna.
En nú eru siamigöngur orðnar
svo 'greiðar um heim allan eins
og kunnugt er og verzlun og
viðskipti þjóða í milli svo mikil
og margvisleg, að mannkynið
igetur Iblátt áfram ekki lifað án
þess, að fjarlægar þjóðir sitt
á hvorum hnatthelmingi geti
gert sig s'kiljianlegar hver fyrir
annarri. Þessi stórauknu verzl-
unar- og alls konar menningar-
viðskipti, svo ,að segja milli
allra þjóða heims, með þeim
tækjum, sem menn hafa nú
yfir að ráða til slíkra hluta,
þar sem eru samgöngutæki nú-
tímians, sími, útvarp, kvik-
myndir, alit þetta beinlínis
hrópar á eitt sameiginlegt
tungumál, sem notað sé í við-
skiptum þjóða í milli. Og eins
og menn vita þá er þetta
tungumál til. Þetta tungumál
er esperanto, sem höfundur
þess, Dr. Zamenhof, gerði op-
inbert fyrir 65 árum. Það hefur
nú náð mikilli útbreiðslu þrátt
fyrir tvær heimsstyrjaldir, sem
lögðu hvor um si.g stóran stein
í igötuna. Esper.anto hefur nú
gengið í gegnum sinn reynslu-
tíma og hefur staðizt prófið
með ágætum. Það er orðið
mikið bókmenntamál. Margir
af gimsteinum heimsbókmennt-
anna fást nú á því máli.
Skáldverk og jafnvel vísindarit
eru frumsamin á því á hverju
ári. Fjöldj blaða og tímarita
eru gefin út á því. Árlega er
Stefán Sigurðsson, kennari:
haldinn fjöldi þinga, þar sem
esperantistar kom,a saman og
ræða mál sín. Á hverju ári er
haldið alþjóðaþing, þar sem
saman koma esperantistar
hvaðanæfa úr heiminum og
tala sama tungumál, sem allir
eiga jafnt. Og það ber ekki á
öðru en að þeir skilji hverjir
aðra, enda Þótt túlkar séu þar
óþekkt manntegund. Nokkrar
úbvarpsstöðvar útvarpa reglu-
legri dagskrá á esperanto. Þús-
undir og aftur þúsundir sendi-
bréfa fara fram og .aftur frá
hinum þéttbyggðustu stöðum
og til hinna innstu afkima
jarðar vorrar milli esperant-
.ista af hinum ólíkustu þjóðem-
um. Þau tungumál önnur, sem
haf.a verið búin til í • því skyni
að verða alþjóðamál, hafa engri
útbreiðslu náð en hjaðnað nið-
■ur eins og bóla á haffletinum.
Það er svo auigljóst mál, að
það þarf í rauninni ekki uð
eyða orðum að því, að engin
þjóðtunga getúr gegnt . þes’su
hlutverki. í fyrsta lagi eru þær
allt of erfiðar. í öðru lagi, ef
þjóðtunga væri viðurkennd
sem alþjóðamál, þá væri þeirri
þjóð eða þeim þjóðum, sem
hana á, veitt svo mikil for-
réttindi fram yfir aðrar þjóðir,
að slíkt yrði aldrei samþy.kkt.
Sú þjóð eða þær þjóðir, sem
ættu þjóðtungu, sem hefði verið
viðurkennd sem alþjóðamál,
mundu raunverulega gleypa
heiminn í sig mennin.garlega,
og allar aðrar þjóðir hlytu að
kom.a fram sem minni máttar
igagnvart þeim. Allir, sem nokk-
uð hafa kynnt sér þessi mál,
eru á einu máli um það, að
þegar iað því kemur, að eitt
tungumál verði viðurkennt sem
alþjóðamál, þá komi ekki ann-
að til greina en esperanto.
Og samt sem áður halda
menn áfram að rölta hina
gömlu igötutroðninga, þó að
ruddur hafi verið beinn og
ibreiður þjóðvegur, þar sem
öllum er heimilt að ganga.
Þegar ein þjóðin lærir ensku
sem aukamál, til þess að nota
ekki aðeins í samskiptum við
enskumælandi þjóðir heldur
einnig aðrar, þá tekur önnur
þjóð upp á því að læra frönsku
í sama skyni, hin þriðja
spænsku , hin fjórða ítölsku o.
s. frv. Það er eins og ef Dani,
Pólverji, ítali og Frakki mæltu
sér allir mót í Berlín, og svo
legðu allir af stað til ákvörð-
'unarstaðarins, en Daninn
stefndi bara í norður, Pólverj-
i.nn í austur, ítalinn í suður
oig Frakkinn í vestur. Hvar og
hvenær mundu þeir mætast?
Áreiðanlega ekki í Berlín.
Þegar fulitrúar Sameinuðu
þjóðanna koma saman til þing-
halds, þá verða þeir að gera
svo vel að tala annaðhvort
ensku, frönsku eða rússnesku
eða þegja ella. Og allir, sem
ek-ki eiga þessi mál, lúta höfði
í auðmýkt, láta á sig hevrnar-
tólin og — hlusta, ef þeir þá
endast til þess. Við skulum
reyna að bera saman í hugan-
um andrúmsloftið _ á svonia sam-
kundu og á alþjóðaþingum
esperantis'ta, sem ég g.at um
hér að framan.
Ef esperanto væri tekið upp
og viðurkennt sem alþjóðamál,
hvílíkur sparnaður á tíma og
fé, í skólum, í viðskiptalífinu
og á fjölmörgum öðrum svið-
um. Túlkarnir yrðu að leitia
sér annarrar atvinnu. Skóla-
nemendur hættu að læra þjóð-
. - •' ".■•
’r
« , - " N ' í
, . I,
SAMENHOF
höfundur alþjóðamálsins
esperanto
tunigur til einskis gagns. Ég
segi til einskis igagns, því að
mjög margir byrja að læra
eina, tvær, þriár eða jafnvel
fleiri útlendar þjóðtunigur og
hætta svo áður en því marki
er náð, að námið beri nokkum
árangur. Þeir sem hafa tima,
löngun og hæfileika til að
grúska í þjóðtungunum, geta
auðvitað gert það eftir sem
áður. Til að girða fyrir mis-
skilning vil ég taka það fram,
að esperantistar eru ekki að
vinna að því að útrýma þjóð-
tungunum, heldur að allir læri
esperanto auk móðurmálsins.
Hér e.r ekki rúm til að lýsa
byggingu esperanto né í hverju
það felst, að það er auðlært,
enda munu a.m.k. margir kenn-
arar hafa einhverja hugmvnd
um það. En emhveriir, sem
ekki þekkja það, álykta e. t. v.
sem svo: Fyrst esperanto er
auðlært, þá hlýtur það að vera
ófullkomið. En það er mesti
misskilningur. Þegar allt kem-
ur t;l alls, mun esperanto vera
fullkomnara en nokkur Þjóð-
tungá. En hér er ekki rúm til
að rökræða það.
Ég sagði, að menn rölt; enn
hina igömlu götuslóða, en þet'ta
er ekki alls kostar rétt'. Við
höfum einmitt stigið stórt skref
aftur á bak. Á miðöldum var
latínan sa.meiginlegt mál aðals-
ins og kirkiunnar. Allir lærðir
menn í hinum kristna heimi
kunnu það mál. Nú er latínan
horfin sem slikur tengiliður, en
við höfum ekkert fengið í stað-
inn annað en glundroðann.
Auðvitað mund; ekki koma til
rnála að taka latinu upp pftur
sem alþjóðlegt mál. Til þess er
hún tíu sinnum of erfið og
mundi heldur ekki fullnægja
kröfum timans. Nú þurfum vig
bara esperanto í staðinn fyrir
latínu miðaldanna.
En 'hvað kemur þetta kenn-
urum við? Ég kem nú einmitt
að því. Sú var tíðin, að bækur
voru ekki til nema skrifaðar,
oig þá gátu ekk; nema stór-
ouðugir menn eigna/it bók. Svo
kom prentlistin til sögunnar, og
þá gat fátæk alþýðan fengið
nokkurn aðgang að bókmennt-
um a. m. k. fremur en áður.
Prentlistin minnkaði stórum
þann mikla aðstöðumun, sem
áður var til bóklegra mennta.
En þessi aðstöðumunur minnk-
ar fyrst verulega, þegar skóla-
skylda er lögböðin, ög allir fá
ókeypis kennslu i skölum rík-
isins. Og nú munu kennarar
yfirleitt vera sammála um það,
iað þeim beri að styðja þessa
þróun, að þeim beri að styðin
allt, sem miðar að þvi, að fá-
tækt þurfi ekki að hamla því,
að vel gefnir unglingar geti
notið menntunar. Og ef yfir-
völdunum dytti í 'hug að af-
nema ókeypis kennslu fyrir
alla í skólum ríkisins, þá
mundu kennarar rísa gegn því
sem einn maður En ef esper-
anto værj tekið upp og viður-
kennt sem alþjóðamál, þá
mundi það einmitt minnka
stórkostlega aðstöðumun til
mennta, og yfirleitt aðstöðu-
mun í kapphlaupinu um gæði
lífsins. Það eru ekkí allir, sem
hafa tíma og fé til að læra
mörg útlend -tungumál, svo að
gagni verði, en öllum þolanlega
greindum mönnum mun veit-
ast létt að læra eitt auðlært
Itunigumál auk móðurmálsins,.
Og sé þetta tungumál viður-
kennt og notað í öllum sam-
skiptum þjóða í milli, þá eru
þeir, sem það kunna þar með
komnir í snertingu við allan
heiminn menningarlega. Og ef
nokkurri einni stétt manna ber
siðferðileg skylda til að styðja
slík málefni öðrum stéttum
fremur, þá eru það kennarar.
Hverjum ber líka skylda til
þess fremur en kennurum að
vinna að því að fjarlægja úr
skólunum ónauðsynlegt náms-
efni og setja annað hagnýtara
í staðinn.
En nú vill svo vel til, að
kennarar, sem tvímælalaust ber-
öðrum stét'tum fremur að vinna
að framgangi þessa máls, er
einmitt sú stétt, sem öllum
öðrum stéttum fremur getur
stutf það til sigurs. Þeir eru
margir, sem viðurkenna rétt-
mæti þessa máls, viðurkenna.
að í rauninni væri sjálfsagt að
innleiða esperanto sem alþjóða-
mál, en að leggja því lið með
því að læra það, það finnst
þeim ekki koma til mála Þeir
segja: Þegar esperanto verður
viðurkennt sem alþjóðamál, þá
læri ég það, en þangað til læt
ég það hlutlaust Eða með öðr-
um orðum: Á þeim degi, sem
þeir Malenkoff og Eisenhower
ræðast við j bróðerni á esper-
anto um að hætta að nota
ensku og rússnesku á þingi
Sameinuðu þjóðanna, en nota
bar.a esperanto, þá ætla þeir
að byrja að læra esperanto,
En sá dagur kemur bara aldrei,
ef allir hugsa sér að bíða eftir
honum. Það verða ekki æðstu
menn stórþjóðanna, sem ganga
fram fyrir skiöldu í þessu máli.
Það verður að koma neðan frá.
Ef þeir, sem bannað er iað nota
sin móðurmál á þing.um Sam-
einuðu þjóðanna, hefðu ein-
hvern metnað, þá mundu þeir
állir sameinast og heimt-a að
fá að nota sín móðurmál eða
að esperanto væri upp tekið
sem þingmál. Eðlilegasta milli-
stigið væri auðvi'tað, að esper-
anto væri fekið uþp jiafnframt
þeim málum, sem nú eru notuð
á þessum vettvangi. En senni-
lega dregst það eitthvað, að
full'trúar hinna smærri þjóða
fari að heimta rétt sinn á þessu
sviði. En áður en varir getur
esperanto íarið að ryðia sér
■meira til rúms á viðskiptasvið-
inu. Það, sem þarf til að hrinda
þessu máli áleiðis, er, að sem
flesir læri bað og noti, eft'r
því sem þeir hafa getu og
tækifæri til. Og begar valdhaf-
arnir fara að finna, að það
borgar sig að veita bessu máli
athygli, þá mun ekki slanda á
þeim. En það, sem Iilýtur að
styðja að skjótustum sigri
þessa máls, er, að esperanto
komist inn í skólana. Skólarnir
eru sá vettvangur, sem ekki
sízt verður að treysta á, ef
esperanto á að sigra í náinni
framtíð. Og þar sem það eru
nú einmit't kennarar, sem starfa
á 'þessum vettvangi, bá eru
það e. t. v. þeir, sem þetta
mál að nokkru leyti stendur
og fellur með. Þegar kennarar
eru sameinaðir, þá geti þeir
haft nokkur áhfif á það, hvað
kennt er í skólunum. Og þegar
allir kennarar eru crðnir esper-
antistar, þá nálgast sá tími, að
nemendur skólanna verði það
líka.
Þegar esperanto verður tekið
upp og viðurkernt sem aiþjóða-
mál, þá stígiir mannkynið stórt
skref áfram' menniagarlegí,
sjálfsagt engu minna skref m
það gerði, þegar prentlistm.
fannst. Sú kynslóð kennara,
sem vinnur árangursríkt starf
í því skyni, að mannkynið stigi
þettia skref, berst ekki til
einskis.
Ég vildi óska bæði vegna
málefnisins og vegna þeirrar
kennarakynslóðar sjálfiav, sem
nú lifir, að hun vildi nú þekkja.
sinn vitjunartíma.
Tryggfiig við
oflfölgim
Frú Gregory Molanson í
Santa Monica í Kaliforníu í
Bandaríkjunum skýrði mannl
sínum frá því í vetur að vort
væri á fjölgun í fjölskyldunni..
Hann brá við, fór til umboðs-
félags tryggingarfélagsins
Lloyds of London og gerði
samning um 5000 dollara (80.
000 króaa) tryggingu gegn því
að eignast meira en eitt barn.
Þegar frú Molanson varð létt-
ari í síðustu viku eignaðist húa
tvö mevbörn og eitt sveinbarn..