Nýi tíminn - 16.07.1953, Side 10
30) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 16. júlí 1853
„Ég undirritaður keypti síðastliðjð haust handknúna
þvottvél af hr. Björgvin Þorsteinssyni á Selfossi. Vél þessi
hefur gefið sérlegra góða reynd. Hún þvær vel og er fljót-
virk, en einnig mjög létt, svo að auðveldlega má láta
stá’paða krakka þvo í henni.
Að mínu áliti er hér um að ræða þá hentugustu gerð
af handknúnum þvottavélum, sem ég hefi kynnzt.
Maí 1952.
Konráð Þorsteinsson, Sauðárkróki."
„Ég hefi notað þvottavél Björgvins Þorsteinssonar í
eitt ár. Ég- tel vél þessa mjög hentuga og leysa ótrúlega
vel þvottavandamálið þar sem rafmagn er ekki fyrir hendi.
Vélin er mjög létt í meðförum og því auðveid stálpuðum
krökkum. Hún skilar þvottinum vel þvegnum á 5—8 mín-
útum og vinnur sitt verk ekki lakar . en venjuleg raf-
magnsvéi. Ég tel véiina ómissandi á hverju rafmagns-
lausu heimili.
Hveragerði 4.5. 1952.
Sigurður Árnason."
„Ég undirrituð hef notað þvottavélina ,,Björg“, sem
Björgvin Þorsteinsson á Seifossi hefur fundið upp og fram-
leiðir. — Mitt álit á vélinni er þetta: Hún er alveg ótrú-
lega afkastamikil og þvær vel. Mjög létt í notkun svo
hver unglingur getur þvegið í henni. Ég álít að hvert ein-
asta heimili þurfi að háfa sMka vél til afnota.
Fljótshólum, 2.5. 1953.
Guðríður Jónsdóttir.í'
Þvottavélin „BJÖRG“ er sterkbyggð, ryðfrí og ódýr
og fæst hjá framleiðanda
HAJIAR, SEBFOSSI. — Sími 23.
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
sfundur
Með því að aðalfundur félagsins h. 6. þ. m. var eigi
lögmætur til þess að taka endanlega ákvörðun um
•• tillögu félagsstjórnarinnar varðandi innköllun og
'! endurmat hlutabréfa félagsins, er hér með boðað til
aukafundar 1 H.f. Eimskipafélagi íslands, er haldinn
.. verður í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík,
" fimmtudaginn 12. nóvember 1953, kl. 1,30 e. h.
Dagskrá:
Tekin endanleg ákvörðun urn innköllun og
endunnat hlutabréfa félagsins.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut-
hoium og umboðsmönnum hlutahafa dagana 9. til
11. nóv. næstk. á skrifstofu félagsins í Reykjavík.
Athygli liluthafa skal vakin á því, að á meðan ekki
hefur verið tekin endanleg ákvörðun varðandi þetta
mál, er ekki hægt að taka á móti hlutabréfum til
þess að fá þeim skipt fyrir ný hlutabréf.
Reykjavík, 19. júní 1953.
STJÓRNIN.
Þjóðareining gegn her í landi
Þeir benda á haf út
í ágætri ræðu, sem Pétur
Pétursson útvarpsþulur flutti
í vor á útifundi andspyrnu-
hreyfingarinnar, brá hann
upp mynd úr sögu þjðarinnar
frá 17. öld, þegar hér ríkir
eymd og fár í landi, en á
Bessastöðum situr erlent vald,
sem sýg'ur verðmætin úr
greipum landsmanna og þjón-
ar þess sigla með afrakstur-
inn til suðrænna landa, þegar
hér haustar og neyðin í ýms-
um myndum þjarmar að. Þá
kemur hingað herramaður til
þess að láta „reisa skans til
varnar illþýði, því í Danmörk
var sagt að enskir hefðu inn-
tekið ísland“. Og landsmenn
eru skyldaðir til að leggja
fram fé og vinnu til skans-
gerðarinnar og verja hið er-
lenda vald á fslandi. Þegar
Brynjólfur biskup hafði á-
minnt almenriing með alvar-
Legum orðum að leggja fé til
skansgerðarinnar „féll flest-
um allur hugur þó fy.rr væru
fullhafðir“.
Hvort þekkjum við ekki
svipaðar aðferðir og svipuð
dæmi frá líðandi stund, frá
kosningabaráttunni, sem háð
var hér síðustu vikur. I Ijós-
lifand; myndum hefur sagan
endurtekið sig og mætti af
því lærdóm draga.
Um þetta sagði Pétur í
ræðu sinni:
„Erlend og innlend yfirstétt
•sameinast um að leiða athygl-
ina frá því sem gerist í land-
inu og benda á haf út: Þarna
er hættan. Vertu var um þig.
Hafðu gát á þessu illþýði.
Reistu varnarskans. Á sama
tíma sameinast þessi öfl í
•ráni á öllum verðmætum.
Brynjólfur biskup kaupir 19
jarðir í Borgarfirði, auk fjöl-
margra á Austurlandi. Hann
sendir fornu handritin sem
gjöf úr landi, þau handrit,
sem við krefjumst nú. Hann
gefur ómálga barni umboðs-
mannsins mestallan bókakost
|l sinn af grískum og latneskum
bókum. Hann lætur smíða
skemmu mikla og sterka á
Hæli í Flókadal til að geyma
í smjör, katla og annað lausa-
fé.
Á sama tíma brennur 'bær
sálmaskáldsins í Saurbæ ög
fólk hrynur niður sakir ófeiti
um land allt.
Fyrir smáhnupl eru lands-
menn dæmdir til húðstrýk-
ingar og langvarandi fangelsis-
vistar. Þrælakistur, Bláturn-
ar og Brimarþólmar geyma
hina svokölluðu afbrotamenn.
En þeir sem næstum þurrk-
uðu út lífið á þessum norður-
hjara sigldu glaðir með ráns-
feng sinn til suðrænna halla
og skóga. Að ógLeymdum inn-
lendum hjálparmönnum, sem
ríða fjölmargir um hénuð og
reita jarðirnar af ræflunum,
byggja sterk hús yfir smjörið
en senda handritin úr landi.
Vamarskansinn á Bessastöð-
um talar sínu máli. Kunnum
við að hlusta?
Nú er enn boðið til skans-
gerðar. Og enn eru Nesja-
bændur kallaðir han-n að
hlaða.
Enn á að vemda okkur.
Og það er bent á haf út. Það-
an er óvinarins von. En ég
segi ykkur: Óvinurinn er hver
sem ekki vill að fólk uni við
friðsamleg störf. Sá, sem ekki
vill að matvæli séu framleidd
með neyzlu fyrir augum, sá,
sem neyðir menn til herstöðva
smíða, en bannar að þeir reisi
sér hús. Sá, sem fyllir landið
vopnum, en talar fjálglega
um frið, hann er eins og á-
fengisverzlun, sem þykist vera
stúka.
Enn er reynt að rugla dóm-
greind manna. Karamellú-
þjófar hundeltir. Landa- og
fjallaþjófar leika lausum
hala . . . “
Þessi hugvekja mætti verða
landsmönnum minnísstæð að
loknum kosningum. í þessum
kosningum börðust tvö megin-
öfi: Annarsvegar þeir, sem
óskuðu eftir her inn í landið,
forsvarsmenn Sjálfstæðis-
flokksins, F.ramsóknar og Al-
þýðuflokksins, — • hernáms-
flokkamir þrír, verjendur er-
lenda valdsins á Íslandi, —
þeir, sem skylda landsmenn
til skansgerðarinnar, - til flug-
vallagerða fyrir launfjand-
menn lands og þjóðar, —
þeir, sem draga athyglina frá
'Stjórnmálaöngþveiti innan-
lands, benda á haf út og
segja: Þaðan er hættu ,von,
— óvinurinn, úlfurinn kemur
úr hafi.
Hinsvegar stóð fylking sós-
íalista, sem í hvívetna hafa
ibeitt sér gegn ásælni her-
veldanna og staðið á verði
•gegn landsafsali og erlendum
yfirráðum og eigi hvikað frá
málstað íslands um lands-
nytjar í þágu þjóðarinnar
sjálfrar við friðsamlega upp-
byggingu, um sjálfstæði
landsins og frelsi, sú fylking,
sem hefur beitt sér skeleggast
í verkalýðsbará'ttunni, — og
í samvinnumálum stjómað
stærsta kaupfélagi landsins
þann veg að KRON hefur
verið aðalbrjóstvöm almenn-
ings í verzlunarmálum í hálf-
an annan áratug.
Inn á milli þessara meginafla
smeygði sér nýr fíokkur,
Þjóðvarnarflokkurinn. Hann
tók upp stefnumál sósíalista
í einu og öllu, ibenti á upp-
byggingu atvinnuvega í anda
sósíalismans, lýsti sig andvíg-
an hersetunni, tók þó linlega
á og gerði ekki að aðalkröfu
þá höfuðnauðsyn, sem sósíal-
istar leggja á megináherzlu:
uppsögn hervemdarsamnings-
ins og úrsögn úr Atlantshafs-
'bandalaginu. TaLsmenn flokks
ins iboðuðu því ekkert nýtt,
höfðu öll málefni frá öðrum,
en veittust með gikkslegum
hætti að þeim, sem mest og
bezt hafa unnið og mestu
fómað fyrir hagsmimamál al-
þýðunnar í landinu. Fóru þeir
síðan að dæmi hernámsflokk-
anna, bentu á haf út og
sögðu: Þaðan kemur óvinur-
inn. Og að lokum hrópuðu
þeir Moskvá, Moskva í takt
við íhaldsöflin og bandarísku
áróðursseggina. Þannig drógu
þeir upp hina fyrsfu mynd af
fyrirbri'gðinu. Þessi stjórn-
málafleygur varð þess eins
valdandi í kosningunum að
andstaðan gegn helstefnu
hemaðai’ins dreifðist, varð
veikai’i. í stað þess iað sam-
eina, sundruðu þeir, — í
sitað þess að leiða fólk til
samheldni um stærsta mál
þjóðarinnar, villtu þeir mönn-
um sýn.
Það má því öllum hugsandi
mönnum vera ljóst, að aldrei
hefúr verið meiri þörf en nú
að vinna að þjóðareiningu
gegn her í landi, reyna að
sameina hin sundruðu öfl,
fylkja ölium, sem andvígir
eru hersetunni í eina megin-
fylkingu, hverjar sem slíoð-
anir manna annars eru. Það
verður hið mikla verkefni
framundan, hafið yfir .alla
flok-ka.
Höfum við ekki dæmi um
varnarskansinn?: Þúsundir
ísllendin'ga eru Ikeyrðir . frá
lífrænum störfum til þess að
byg'gja víghreiður og fram-
tíðarborg fyrir erlenda yfir-
gangsmenn. — Hvað er um
viðnámsþrótt almennings?:
Vatnsleysustrandai’bændur
'banma hernum að koma að
sínum landamærum, kalla
hann landræningja og reka á
fló'tta með skörpum orðum.
En samsýslungar þeirra kjósa
hernámsstj. Guðm. í. á þing
með auknu fylgi. Jai’ðir eru
reittar af bændum á Suður-
nesjum og í stað fiskihafna
eru áætlaðar herskipahafnir.
'En annar aðalsamningamaður
um landsafsal, Ólafur Thórs,
er kjörinn þingmaður kjör-
dæmisins með meira at-
kvæðamagni en nokkr.u sinni
fyrr. — Brynjólfur biskup
■keypti jarðir, byggði smjör-
skemmur og gaf handritin úr
landi. Hei-mann Jónasson
kaupir jarðir á Ströndum og
Vilhjálmur Þór austanfjalls.
Hverjir eignast þessar jarðir
næst? fslenzkir ráðherrar
fljúga itil Bandaríkjanna með
vissu millibili til þess að
hlýða fyrirskipunum um
stjórnarfar landsins, þess á
milli koma hingað hershöfð-
ingjar til þess að skipuleggja
framkvæmdirnar. — Fyrir
kosninigar er reynt að breiða
blæju yfir þjóðsvikin og bent
á haf út, — yfir hafið, í
austur. Og vígorðin eru á
lofti fil þess að draga athvgl-
ina frá vesalmennskunni inn-
anlands: Mannskemmdir aust-
an járntja.Lds, uppreisn verka-
lýðsins, aftökur, fangelsi, út-
legð. — Ekkert talað um raf-
magnstól, negramorð án dóms
og laga, útlegð heilla kyn-
þátta, skoðanakúgun og land-
Framhald á 2. síðu.