Prentarinn - 01.12.1963, Blaðsíða 7

Prentarinn - 01.12.1963, Blaðsíða 7
bóka og tímarita á norðurlanda- málum, ensku og þýzku svo það megi verða sem fullkomnast um allt, sem lýtur að gerð bóka og blaða svo og sögu prentverksins. 3) Að befja skipulega söfnun um samtök verkalýðs og bókaiðnað- armanna í öðrum löndum. 4) Að stefna að því að safnið eign- ist heildarverk íslenzkra höfunda. Starf þetta er mjög umfangsmikið og mun taka langan tíma, þar sem allt starf við safnið verður að vinn- ast í naumum frístundum. Drög að starfsreglum bókasafnsnefndar H. í. P. Hlutverk bókasafns H.I.P. er: 1. gr. að hefja skipulega söfnun íslenzkra bóka frá fyrstu dögum prentverks á íslandi til okkar tíma, er sýnt geti sem gleggst samfellda þróun íslenzka prentverksins. Skal reynt að afla safninu sem beztra sýniseintaka úr öllum prentsmiðjum landsins. 2. gr. að annast söfnun bóka eftir helztu rithöfunda landsins. 3. gr. að halda uppi safni erlendra bóka í öllum greinum prentlistarinn- ar. 4. gr. að hefja skipulega söfnun rita um samtök verkalýðs og bóka- iðnaðarmanna í öðrum löndum. 5. gr. að vinna að kynningu ís- lenzkra bókmennta á vegum H.Í.P. 6. gr. að koma á samvinnu um bókaskipti við prentarasambönd annarra landa svo sem Norðurlanda, Englands, Þýzkalands, Bandaríkj- anna o. fl. 7. gr. Þegar safnið hefur eignazt sæmilegt safn bóka um prentfræði- leg efni, ákveður bókasafnsnefnd, hvaða bækur félagsmenn geta feng- ið lánaðar úr safninu. Lánstími verð- ur 2 vikur. Dragi félagsmaður leng- ur að skila bók, greiði hann dag- sektir, sem bókasafnsnefnd ákveður. Valdi félagsmaður skemmdum á bók eða glati henni, er hann skyldur að bæta hana að fullu eftir mati bóka- safnsnefndar. 8. gr. Hver aðalfundur H.Í.P. á- kvarðar, að fenginni tillögu bóka- safnsnefndar, fjárveitingu til bóka- safnsins fyrir eitt ár í senn. 9. gr. Bókasafnsnefnd rækur bóka- kaupum til safnsins, eftir því sem fjárveiting hennar endist til. Það er ljóst, að ef framkvæma á þessar tillögur þannig, að þær komi að haldi, þarf að verja talsverðu fé til bókasafnsins. En þessar tillögur eru settar fram í trausti þess, að samþykktir síðasta aðalfundar urn þessi mál hafi verið raunverulegur vilji félagsins, en ekki aðeins kær- komið tækifæri til þess að fresta langdregnu máli á löngum fundi. Nefndin er ekki reiðubúin að gera tillögu um, hvernig verði ráðstafað ýmsum af eldri bókum safnsins, sem sumar hverjar virðist vart ástæða til að varðveita. Nefndin vill stefna að því, að safnið eignist smám saman góða bókaskápa með gleri til hlífðar fyrir ryki. Þar sem útlán í þeirri mynd, sem verið hefur undanfarin ár, munu hætta, er engin ástæða til þess að hafa skápana opna eins og hingað til. Aftur á móti ntá þá prenta bókaskrá á nokkurra ára fresti, þannig að menn geti greiðlega séð, hvað safnið á af bókum. Viðbæti má svo prenta oftar með skrá yfir þær bækur og þau tímarit, sem safn- inu kunna að hafa bætzt. Nauðsyn- legt er, að safnið fái þó nokkra f jár- upphæð til ráðstöfunar á ári hverju. Kaup bóka og tímarita verður óhjá- kvæmilega stór kostnaðarliður; ein- hverjum peningum þarf að verja til bókbands, bókaskápa o. fl. Fyrir að- alfund ár hvert, myndi bókasafns- nefnd gera stjórn H.I.P. nákvæma grein fyrir því, hvernig fjárveitingu ársins hefði verið varið. Skýrsla fasteignanefndar Árið 1963 er ár mikilla útgjalda úr fasteignasjóði. Þá er greitt fyrir framkvæmdir, sem fyrirhugaðar voru á árinu 1962, en ekki var þá hægt að hefjast handa um, m. a. vegna erfiðleika við að fá iðnlærða menn til að vinna við breytingar og lagfæringar á skrifstofuherbergi því, sem stjórnin hafði tekið til viðbótar við það húsnæði, sem hún áður hafði. Hæstur að krónutölu er rekstrar- kostnaður, kr. 62.224,47. Kostnaður við breytingu og málun á skrifstofu- herberjum, uppsetning á hillum í geymsluherhergi í kjallara og ýmiss konar viðhaldskostnaður við hús H.Í.P.nam kr. 43.355,92. Jarðræktar- kostnaður fyrir tvö ár, 1962 og 1963, var kr. 23.224,27, og leiktæki og uppsetning þeirra í sumarbústaða- hverfinu í Miðdal kostuðu kr. 15.854,72. Leiktækin voru keypt samkvæmt heimild aðalfundar 1963. Þessir kostnaðarliðir, og raunar fleiri, valda því, að á árinu 1963 er tekjuhalli fasteignasjóðs kr. 25.952,60. Miðdalur Mjólkurhúsið, sem fvrir tveimur árum var ákveðið að byggja, er nú senn fullgert. Um kostnaðarverð þess er enn ekki vitað og enginn styrkur fæst út á slík bús, en lán úr Stofnlánasjóði landbúnaðarins ætti að fást, þegar húsið er fullbúið, fyrr fást ekki lán úr þeim sjóði. Kostnaður vegna aukinnar rækt- unar er getið hér að framan, en þess ber að geta í því sambandi, að styrk- ur út á jarðræktina verður greiddur í haust og er eign H.I.P., þar eð það greiðir allan ræktunarkostnað, en væri eign bóndans, ef hann greiddi kostnað af jarðræktarframkvæmd- um, sem félagið yrði svo að kaupa af honum, þegar hann færi af jörð- inni. Uthlutun lóða A síðasta aðalfundi voru sam- þykktar nýjar reglur varðandi lóðir og lóðarréttindi í Miðdal. Voru hin- ar nýju reglur birtar í síðasta tölu- blaði Prentarans, og í skýrslu stjórn- ar er 9. greinar reglugerðarinnar getið sérstaklega og vísast til þess. Tveimur lóðum var úthlutað síð- astliðið vor. Var önnur lóðin áður í leigu og hafði leiguhafi steypt á henni grunn, en hætti svo, og keypti hinn nýi lóðarhafi grunninn og hef- ur hann nú lokið við að gera sinn bústað fokheldan. PRENTARINN 31

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.