Prentarinn - 01.01.1980, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.01.1980, Blaðsíða 1
1.-4. ’80 o STEFÁN ÖGMUNDSSON kjörinn heiðursfélagi Hins íslenzka prentarafélags A aðalfundi félagsins 10. mai 1980 var Stefán Ögmundsson kjörinn heiðursfélagi HÍP. í hófi sem stjórn félagsins hélt Stefáni af þessu tilefni í félagsheimilinu flutti formaður félagsins, Ólafur Emilsson, eftirfarandi rœðu: Góðir félagar. Á síðasta aðalfundi var Stefán Ög- mundsson kosinn heiðursfélagi Hins ís- lenzka prentarafélags. Tillögunni var fylgt úr hlaði með því að upp voru talin helstu störf, sem Stefán hefur gegnt í þágu félags- manna og verkalýðshreyfingarinnar. Þó að stiklað væri á stóru var lesturinn langur því víða hefur Stefáns notið við. Hann gerðist félagsmaður 22. ágúst 1929. Þá hafði hann verið í fyrstu stjórn Prent- nemafélagsins, sem var stofnað 1926, og sýnir það að fljótt hefur vaknað áhugi hans fyrir félagsmálum. í stjórn Prentarafélagsins kom hann sem meðstjórnandi 1932 og hefur síðan gegnt mörgum störfum í stjórn og nefndum félagsins. Formaður var Stefán 1944—1945 og 1947, ritari 1965—1969, formaður fast- eignanefndar 1943. ritstjóri Prentarans 1931 og 1932, formaður bókasafnsnefndar frá 1945, og í trúnaðarmannaráði (fulltrúaráði) frá stofnun þess 1969. Stefán var helsti hvatamaður þess að keypt var orlofssvæði til útivistar fyrir félagsmenn. Hann hefur og skrifað mikið um málefni félagsins í Prentarann, m.a. rakið í afmælisblöðunum gang kjaramál- anna síðustu áratugina. Sem fulltrúi félagsins hefur Stefán notið mikils trausts innan verkalýðshreyfing- arinnar og orðið félaginu til álitsauka þar sem hann hefur komið við sögu. Varaforseti ASÍ var hann 1942—1948, í stjórn Lista- safns ASÍ frá stofnun 1961. formaður milli- Stefán flytur ávarp sitt.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.