Prentarinn - 01.01.1980, Blaðsíða 14
verðsins og greiðsluhætti og að
endurskoðaðar verði reglur um
greiðslu stofnkostnaðar.
í fimmta og síðasta lagi er
þess krafist að verkalýðsfélög
verði undanþegin ábúðar-
skyldu.
Ljóst er af framansögðu að
ýmislegt er að gerast í þessum
málum hjá ASÍ og vonandi
tekst vel til eins og við vonuðum
þegar bréf okkar var sent í
upphafi.
Erlend samskipti
Ársfund NGU, sem haldinn
var í Svíþjóð, sótti Ólafur
Emilsson. Hann sótti einnig
IGF-þingið sem að þessu sinni
var í Stokkhólmi 8. —12. okt. s.l.
Þing Danska prentarasam-
bandsins sótti Hafsteinn
Hjaltason og þess norska Ólafur
Björnsson.
Á vegum NGU voru haldnar
tvær ráðstefnur. Sú fyrri var í
Noregi um atvinnuöryggi o.fl.
og hana sótti Þórir Guðjónsson.
Hin var í Danmörku og var um
tölvutækni o.þ.h. Hana sóttu
Ólafur Björnsson og Magnús
Einar Sigurðsson, sem var einn
framsögumanna.
Félagadeildir í höfuðborgum
Norðurlanda héldu fund í
Finnlandi. HÍP var boðið að
eiga þarna áheyrnarfulltrúa og
var Ólafi Emilssyni falið að
sækja fundinn.
Sameiningarmálin
Eins og fram kom í inn-
gangsorðum þessarar skýrslu
má segja að starfsárið hafi ein-
kennst öðru fremur af þeirri
vinnu sem innt hefur verið af
hendi í sameiningarmálum. Um
þessi mál hefur verið fjallað á
tveimur félagsfundum, „opnu
húsi“ og á sérstökum kynn-
ingarfundi þar sem samein-
ingarnefndin skilaði tillögum
sínum. Þar gerði nefndin grein
fyrir því hvaða umfjöllun
breytingarhugmyndir HÍP
fengu.
A þessum aðalfundi liggur
fyrir félagsslitatillaga sem sér-
stakur dagskrárliður og því ekki
rakin hér frekar sameiningar-
málin.
Rétt þykir þó að minna á, að
222 félagsmenn úr öllum þrem-
ur félögunum sendu stjórnum
félaganna áskorun um að láta
sameininguna gerast sem allra
fyrst.
Vinnustaðasamningar?
Eftirfarandi barst stjórninni:
„Reykjavík, 17. október 1979.
Til stjórnar hins íslenska
prentarafélags.
Að undanförnu hafa starfs-
menn Morgunblaðsins og
Myndamóta rætt möguleika á
gerð heildarkjarasamnings milli
starfsmanna annars vegar og
fyrirtækjanna hins vegar. Und-
irbúningsnefnd fulltrúa starfs-
hópa innan fyrirtækjanna hefur
haft með höndum könnun og
kynningu málsins, og er nú
komið í ljós að eindreginn vilji
beggja aðila er fyrir því að
koma á slíkum heildarsamn-
ingi.
2. október s.l. efndi Starfs-
mannafélag Morgunblaðsins og
Myndamóta, til fundar þar sem
meirihluti starfsfólksins var
samankominn. Á fundinum var
eftirfarandi ályktun samþykkt
einróma:
„Félagsfundur Starfs-
mannafélags Morgunblaðs-
ins og Myndamóta, haldinn
að Hótel Loftleiðum 2.
október 1979, samþykkir að
fela nefnd fulltrúa og
trúnaðarmanna starfshópa
innan fyrirtækjanna að
halda áfram viðræðum um
gerð heildarkjarasamnings
við Morgunblaðið og
Myndamót í samráði við
hlutaðeigandi stéttarfélög.“
í framhaldi af þessu leyfum
við okkur í umboði félaga í
Hinu íslenska prentarafélagi
hjá Morgunblaðinu, að fara
þess á leit við félagið, að það
samþykki fyrir sitt leyti að sam-
ið verði sérstaklega um kaup og
kjör félagsmanna við fyrir-
tækið, í grundvallaratriðum
eins og tíðkast hefur hjá ís-
lenska Álfélaginu og viðsemj-
endum þess, enda hafi hver
starfshópur neitunarvald gagn-
vart samningnum og afsali sér
engum réttindum.
Væntum við þess að stjórn
Hins íslenska prentarafélags
fjalli um erindi þetta svo fljótt
sem kostur er, þannig að svar
hafi borist eigi síðar en 17.
nóvember næstkomandi.
Virðingarfyllst,
Baldur Garðarsson,
Viðar Janusson.
Þessu bréfi svaraði stjórnin á
þessa leið:
„Félagsmenn HÍP við Morg-
unblaðið — Trúnaðarmenn,
Baldur Garðarsson, Viðar
Janusson.
Reykjavík, 21. nóvember 1979.
A fundi stjórnar Hins ís-
lenzka prentarafélags, 13. nóv.
s.l., var til umfjöllunar bréf
ykkar dagsett 17. október s.l.
Stjórn félagsins heimilar fyrir
sitt leyti, að haldið verði áfram
að kanna hvort grundvöllur sé
fyrir gerð svokallaðs „vinnu-
staðasamnings“ á Morgunblað-
inu, ef eftirfarandi skilyrðum er
fullnægt:
1. Stjórn HÍP eigi fulltrúa í
öllum viðræðum þar sem
hugsanlegur vinnustaða-
samningur er til umræðu,
jafnt við mótun krafna og í
14 — ^rentarfnn