Prentarinn - 01.01.1980, Page 2
Ólafur Emilsson, formaður HfP afhendir Stefáni heiðursskjalið.
milliþinganefndar ASÍ um
fræðslumál og formaður
Menningar- og fræðslusam-
bands alþýðu frá stofnun 1969.
Hér verða ekki rakin frekar
öll þau trúnaðarstörf önnursem
Stefán hefur gegnt, en það er
ljóst af framangreindu að
Stefán hefur ekki setið auðum
höndum það sem af er og engin
ástæða að halda að þar verði
breyting á, sem betur fer. Það
gefur einnig auga leið, að sá
sem svo er mikilvirkur eins og
Stefán, verður að njóta mikils
skilnings hjá nærkomnum og ég
hygg að leitun sé að eins skiln-
ingsríkum lífsförunaut og
Stefán hefur haft, þar sem er
kona hans, Elín Guðmunds-
dóttir. Henni á félagið einnig
margt að þakka í gegnum árin.
Við vitum líka öll, að þeir
sem láta að sér kveða, eins og
Stefán hefurgert, hvortsem það
er í Prentarafélaginu eða á öðr-
um vettvangi í þjóðlífinu, eru
umdeildir menn. En það er
mikilla manna að láta slíkt ekki
hafa áhrif á gerðir sínar, heldur
vinna af einurð og ósérhlífni að
framgangi hugmynda sinna. Og
hver og einn uppsker eins og
hann sáir. Því er það að Stefán
Ögmundsson var kosinn
heiðursfélagi Hins íslenzka
prentarafélags.
Að svo mæltu vil ég biðja þig,
Stefán Ögmundsson, að koma
hér og veita viðtöku skjali,
undirrituðu af stjórn félagsins,
sem vottar að þú ert heiðurs-
félagi Hins íslenzka prentara-
félags.
Þegar formaður hafði flutt
sina rœðu og afhent Stefáni
heiðursskjalið tók Stefán til máls
og sagði:
Kæru félagar.
Mér er í raun og veru mikill
vandi á höndum, þegar ég vel
þakkarorð fyrir þá viðurkenn-
ingu, sem félag mitt er að veita
mér.
Ég er sem sagt óvanur öllu
slíku sem þessu. Hef þó síður en
svo farið varhluta af gæða-
stimplum af ýmsu tagi.
Ég vil segja ykkur það nú á
þessari sérstæðu stund að enn er
ég sömu skoðunar og fyrr um
það, hvað vandmeðfarin er öll
viðurkenning á störfum og
verðleikum fólks. Ég þykist t.d.
vita það manna bezt, að það
sem á skortir verðleika mína er
mikið. Einkum á það við um
þau störf sem ég aldrei vann.
Allt sem ég á ógert, og hefði
viljað vinna félagi okkar en
mun aldrei leysa af hendi.
Hið islenzka prentarafélag er
mitt félag í þeim skilningi að
markmið þess og störf hafa
verið samofin lífi mínu og
minna, allar götur síðan ég
lærði Helgakver undir fermingu
á altaninu í Gútenberg 13 ára
gamall.
Þessvegna er það, að ég met
viðurkenningu H.Í.P. á störfum
mínum meir en nokkurs annars
aðila í þjóðfélagi okkar.
Þessvegna er mér það kærara
en orð fá sagt, að taka við sæmd
frá ykkur mér til handa og þá
ekki síst úr hendi þess manns,
sem nú er formaður H.Í.P.
Vegna alls þessa er ég ykkur
þakklátur fyrir þá viðurkenn-
ingu, sem ég veit mesta og
besta. Heill sé ykkur og félagi
okkar og þeim, sem eiga eftir að
bera hugsjónir þess fram á veg-
inn.
2 — ^reníarinn